Færsluflokkur: Lífstíll
Föstudagur, 23. nóvember 2007
Guðmundur í Byrginu kominn á kreik
Guðmundur í Byrginu ætlar ekki að gera það endasleppt.
Nú hefur hann kært einhvern náunga fyrir þjófnað en sá gerði sér lítið fyrir og fór í Götusmiðjuna á Efri-Brú og náði í dót sem tilheyrði Byrginu, fyrir u.þ.b. 2 milljónir króna. Starfsfólk Götusmiðjunnar afhenti manni þessum góssið í góðri trú.
Guðmundur í Byrginu hefur kært þennan þjófnað sem stuld á eigum Byrgisins.
Halló, er ekki nokkuð ljóst að það er vægast sagt á reiki hvað tilheyrir hverjum í Byrgisósómanum?
Það er ljótur blettur á íslenskri meðferðarsögu að líf og heilsa fjölda manna og kvenna var látinn í hendurnar á trúarsöfnuði Guðmundar. Reyndar eiga trúfélög ekki að sjá um meðferð á veiku fólki. Það ætti að liggja ljóst fyrir en gerir það ekki, a.m.k. nægjanlega að mínu mati.
En af hverju lætur maðurinn ekki kyrrt liggja? Var þetta ekki orðið gott?
Sjá nánar á visir.is
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (44)
Föstudagur, 23. nóvember 2007
Dauði og djöfull
Nú er ég reið. Ég er svo reið að mér er skapi næst að taka það út á húsgögnunum mínum. Ég er svei mér þá, næstum því til í að endurskoða afstöðu mína til ofbeldis, þ.e. að það sé aldrei réttlætanlegt. Ég tek fram að ég taldi upp á milljón áður en ég byrjaði að blogga.
Ég veit manna best að víðsvegar um allan heim er verið að nauðga konum og meiða þær með allskyns ofbeldi, selja þær, myrða og brjóta á þeim mannréttindi. Sama gildir um börn. En stundum fær maður utanundir þannig að undan svíður, en það er þegar persónuleg upplifun einnar manneskju er sögð, eins og í þessari frétt sem birtist núna um 15 ára gamla telpu, sem var höfð í fangaklefa með um 30 karlmönnum í rúman mánuð og þeir nauðguðu henni stöðugt á meðan hún var í klefanum.
Ógleði nær ekki að lýsa tilfinningu minni og reiði út í heim sem skenkir konum og börnum þessi skilyrði. Mannréttindasamtök hvað? Það er hægt að tala og tala en lítið breytist.
Það er vont að vera ófær um að gera eitthvað til aðstoðar öllum þeim milljónum kvenna og barna sem stöðugt er verið að brjóta á.
En hérna er ekki nafnlaus massi til umræðu, ekki x margar andlitslausar konur og börn, heldur ein 15 ára stúlka sem hefur hlotið sálarmein fyrir lífstíð.
Smá hugmynd.
Auðmenn, skutlið út millu eða svo og sendið stúlkunni þannig að hún geti fengið þá hjálp og þann stuðning sem hún eflaust er ekki fær um að kaupa sér sjálf. Þá væri peningunum vel varið.
Mig hins vegar, langar til að taka þessa litlu stelpu, faðma hana og passa að enginn fái að meiða hana aftur.
Arg.
![]() |
15 ára stúlka sett í fangaklefa með 20 mönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 22. nóvember 2007
Súluslútt - Úje
Ég er í góðu skapi, mér líður vel, ég er södd, mér er hlýtt, ég er edrú og í banvænu jólaskapi.
Ég hef setið á mér í allan dag, að blogga um fagnaðarefni dagsins, vikunnar og mánaðarins, a.m.k.
Vegna þess að ég er ekki í stuði fyrir leiðindi.
Ég nenni ekki í orðalögmál við "friðarelskandi" kverúlanta.
En þetta er minn fjölmiðll og ég hef skoðun á málinu.
Ég held, er nánast viss um að 90% kosningabærra aðila er sammála mér.
Þið vitið hvað ég meina.
Tenging við frétt og gleðiefnið upplýsist.
Ég blogga ekki út úr mér orði um málið.
Já, já,
Mikið rosalega er ég ánægð með lífið.
Live is beautiful.
Úje
![]() |
Borgarráð leggst gegn starfsemi nektarstaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 22. nóvember 2007
Piparsveinn með attitjúd - fíflafærsla
Þetta er fíflafærsla um dægurmál. Þeir sem ekki treysta sér í það fara bara eitthvað annað.
Fyrir einhverjum árum horfði ég á þátt um piparsvein, í raunveruleikaþætti, og sá valdi sér konu. Æi þið vitið, búið að tröllríða dægursjónvarpi í mörg ár.
Mér fannst þetta sorglegur þáttur, og ég dauðvorkenndi bæði piparsveini og stúlkunum.
Ferlega niðurlægjandi stöff.
Nú var ég að lesa á visi.is, að nýjasti piparsveinninn hefði sent "lokakeppendurna" heim af því hann var ekki ástfanginn af þeim. Ég hefði getað sagt þessum manni að ástin kemur ekki fljúgandi þó maður fái tíu UMSÆKJENDUR til að velja úr. Hélt einhver að þetta gengi svoleiðis fyrir sig með ástina? GMG, þá eru breyttir tímar.
Hvað varð um að verða lostin eldingu, vera sleginn í höfuðið, að missa málið, jafnvægisskynið og mátt í fætur fyrir neðan hné? Hvað með hamingjutilfinninguna sem fær fulgana að syngja, blómin að ilma og sólina að verma (já í svartasta skammdeginu, kulda og trekki) þegar allt er fullkomið og maður hættir að borða og sofa um einhverra mánaða skeið?
Í þau skipti sem ég hef orðið alvöru ástfangin í lífinu hefur það gerst eins og að ofan er lýst og ekki endilega þegar það hentar og eftir pöntun. Eiginlega alls ekki eftir pöntun ef ég á að vera alveg heiðarleg.
Ef enginn lamandi hughrif verða, ekkert 1000 w stuð í hjartastað á sér stað, þá er það mín reynsla að málið er fyrirfram dautt. Þrátt fyrir allan vilja í heiminum.
Annars þekki ég náunga sem tók þátt í einum svona piparsveinaþætti í Svíþjóð. Ég var ekki hissa þegar hann var látinn fjúka, fyrstur allra.
En það er önnur saga sem verður sennilega ekki sögð.
I´m in love.
Úje.
Fimmtudagur, 22. nóvember 2007
Engar byssur - Engin morðtól
Ég vil ekki að íslenska lögreglan gangi um með byssur. Ég vil ekki að sú sama lögregla gangi um með rafbyssur heldur.
Byssur eru stórlega ofmetnar svona yfir höfuð og þær valda hörmulegum slysum víða um heim.
Allsstaðar er að finna gikkglaða einstaklinga, líka í löggunni.
Það hlýtur að vera hægt að leysa vandmál sem upp koma með öðrum hætti en rafbyssum, sem nú stendur til að taka til brúks hjá íslensku lögreglunni.
Fríða Eyland Moggabloggari er með undirskriftalista í gangi hér.
Ég hvet fólk til að skirfa undir, gegn þessu morðtóli.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 22. nóvember 2007
Dómaravaktin
"Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í 15 mánaða fangelsi fyrir nauðgun, en maðurinn var talinn hafa notfært sér að kona, sem hann hafði samræði við, gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða konunni 800 þúsund krónur í bætur."
I rest my case.
![]() |
15 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 22. nóvember 2007
Jenný Anna jólast
Jæja þá er komið að því. 32 dagar til jóla og nú þýðir ekkert að hangsa og vafra um í eintómu kæruleysi lengur. Það eru að koma jól. Þau eru rétt handan við hornið.
Í dag ætla ég að viðra sjálfa mig, enda búin að vera svo lengi innanhúss, vegna veikinda, að ég óttast að ég sé komin með víðáttufælni. Það kemur í ljós.
En áfram að efninu.
Ég fer og kaupi jólagardínur. Ójá og gott ef ekki einn dúk eða tvo. Maður getur alltaf á sig blómum bætt.
Húsband fór á taugum þegar ég tilkynnti honum að ég ætlaði í hinn alræmda Rúmfatalager.
Þangað fer hann ekki ótilneyddur, en ég þarf að sækja þangað bráðnauðsynlegan hlut.
Ég er enginn aðdáandi svona verslanamonstera sjálf, en stundum þarf að gera fleira en gott þykir.
Ég sagði bandinu að taka Pollýönnu á verslunarferðina, hann væri heppinn (og ég líka) að við værum ekki á leiðinni þangað á Þorláksmessu. Hann róaðist. Maðurinn er sjúklega hræddur við minn alræmda hillusvip.
Eftir að hafa gengið í gegnum miklar sorgir vegna yfirvofandi, mögulegs rjúpnaskorts, tók ég þá ákvörðun að hætta að velta mér upp úr þessu, annað hvort koma þær eða ekki og ef ekki þá nær það ekki lengra. Við borðum þá Bamba eins og í fyrra.
En nú er hinn formlegi jólabloggtími runninn upp, spennið beltin, nú verður allt vitlaust.
Hó,hó,hó
Úje
Fimmtudagur, 22. nóvember 2007
Beiðni um hjálp
Ég gef mér að flestir hafi séð umfjöllun í fréttatíma RÚV um hræðilegt ástand í Bangladesh, þara sem 3000 manns hafa látist vegna hamfaranna sem gengu yfir Bangladesh í síðustu viku. Alls var kallað eftir rúmlega 200 milljónum króna til aðstoðar fólki á hamfarasvæðunum.
Rauði Krossinn hefur sent þriggja milljóna króna framlag og íslensk stjórnvöld ætla að leggja fram sömu upphæð í gegnum SÞ. Mér finnst að Íslendingar geti gert betur. Erum við ekki með ríkustu þjóðum heims?
Farsóttir eru yfirvofandi, rotnandi lík liggja um allt, vatn er mengað og hungursneyð yfirvofandi. Látum nú gott af okkur leiða.
Hægt er að leggja fram framlög vegna hamfaranna í söfnunarsíma Rauða krossins, 907-2020
Komasho,
Sýnum samhug í verki.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 22. nóvember 2007
Vændisblogg
Löggan í Köben handók í nótt a.m.k. 15 vændiskonur, sem grunaðar eru um að hafa stundað vændi í borginni. Þetta mun vera liður í baráttu dönsku lögreglunnar, gegn vændi og mansali.
Um 100 lögreglumenn munu hafa tekið þátt í aðgerðinni.
Ekki einn einasti þorskur var handtekinn.
Hvað er að Dönum?
Lesa þeir ekki athugasemdir á Moggablogginu, þar sem hver karlmaðurinn á fætur öðrum hefur kveðið upp úr með að vændi á alls ekki að vera bannað? Því þá getur það farið neðanjarðar
Djö.. sem þeir eru fáfróðir í Köben.
Ekki nema von að Íslendingar séu að kaupa borgina eins og hún leggur sig.
Með húð og hári.
Úje.
![]() |
Lögreglan í Kaupmannahöfn með aðgerðir gegn vændi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 21. nóvember 2007
Að lifa með alkahólisma
Í gær voru liðnir 13 mánuðir frá því ég kom heim af Vogi eftir tuttugu daga dvöl. Ég blogga ekki eins mörg snúrublogg og áður, en það þýðir ekki að ég sé ekki jafn upptekin við að halda mér í bata, vera ábyrg og heiðarleg gagnvart sjálfri mér og öðrum. Mér er alltaf að mistakast annað slagið, en með hægðinni hefst það.
Ég er fædd undir lukkustjörnu, því ekki í eitt einasta sinn hef ég fundið fyrir löngun í áfengi eða lyf, sem voru mín kjörefni, eftir að ég varð allsgáð. Dagarnir hafa verið mis góðir, mikið oftar góðir en slæmir reyndar og þegar verst hefur látið, þá hefur mig borið gæfu til að grípa til þeirra verkfæra sem tiltæk eru í viðhaldi batans.
Það var ekki hátt á mér risið þegar ég gekk inn á Vog, þ. 5. október 2006. Samt fylgdi því léttir, sá léttir sem gagntekur mann, þegar ekkert er eftir annað en að játa sig sigraðan. Ég sit uppi með afleiðingar minnar neyslu, eins og sykursýki og aðra hliðarsjúkdóma, en hvað? Tertubiti, segi ég. Nú er ég á insúlíninu, bláedrú og mínir verstu dagar komast ekki í námunda við þá skástu í neyslu.
Ég byði ekki í það hefði ég orðið virkur alki sem ung kona. Held að ég hefði ekki borið gæfu til að rísa upp úr þeim ósköpum.
Þess vegna verð ég hræð og full aðdáunar þegar ég les bloggið hennar Kleó, en þar fer ung kona sem er ótrúlega þroskuð og hughrökk. Hún er að vinna í sjálfri sér og jafnframt talar hún við unga krakka um sína reynslu. Lesið endilega bloggið hennar. Það er mannbætandi. Kleó lifir í lausninni, það reyni ég að gera líka og það mættu fleiri taka til eftirbreytni.
Njótið dagsins.
Ég fer edrú að sofa í kvöld.
Það er ekki spurning.
Þetta er sumsé snúra.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr