Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur í Byrginu kominn á kreik

Guðmundur í Byrginu ætlar ekki að gera það endasleppt.

Nú hefur hann kært einhvern náunga fyrir þjófnað en sá gerði sér lítið fyrir og fór í Götusmiðjuna á Efri-Brú og náði í dót sem tilheyrði Byrginu, fyrir u.þ.b. 2 milljónir króna.  Starfsfólk Götusmiðjunnar afhenti manni þessum góssið í góðri trú.

Guðmundur í Byrginu hefur kært þennan þjófnað sem stuld á eigum Byrgisins. 

Halló, er ekki nokkuð ljóst að það er vægast sagt á reiki hvað tilheyrir hverjum í Byrgisósómanum?

Það er ljótur blettur á íslenskri meðferðarsögu að líf og heilsa fjölda manna og kvenna var látinn í hendurnar á trúarsöfnuði Guðmundar.  Reyndar eiga trúfélög ekki að sjá um meðferð á veiku fólki.  Það ætti að liggja ljóst fyrir en gerir það ekki, a.m.k. nægjanlega að mínu mati.

En af hverju lætur maðurinn ekki kyrrt liggja?  Var þetta ekki orðið gott?

Sjá nánar á visir.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vonandi tekur þessi vitleysa einhverntíman enda. Meðferð er alvörumál en ekkert til að taka létt.  Heyrumst 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 17:56

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Af hverju lætur maðurinn ekki kyrrt liggja? góð spurning. Eftir allt sem á undan er gegnið, spyr ég mig þeirra spurninga æ oní æ ,,af hverju er ekki búið að koma þessu manni fyrir í neðanjarðar BYRGI þar sem hann nær ekki að gera meiri skaða en orðið er?".

Svo er ég sammála því að trúfélög eiga ekki að vasast í því taka veikt fólk í meðferð. Það er vinna fyrir fagfólk.

Páll Jóhannesson, 23.11.2007 kl. 18:03

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Trúfélög eiga ekki að koma nálægt fólki sem er í bata af einhverju tagi.

Svo er það hann Byrgis-Guðmundur... sýnir sig enn og aftur að svona fólk (þá á ég við fólk sem nýtir sér andlega yfirburði til lokka fólk/börn til kynlífs-lags við sig) kann ekki að skammast sín og virðist vera gjörsamlega gjörsneytt allri siðferðisvitund. Kann ekki að halda lágan prófíl og láta lítið fyrir sér fara. Reyndar er ég farin að hallast að því að þetta fólk sé athyglissjúkt upp að einhverju marki.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.11.2007 kl. 18:19

4 Smámynd: Linda litla

Nákvæmlega, láta kyrrt liggja og helst bara láta sig hverfa tímabundið. Best geymdur einhvers staðar út í heimi, annars staðar en hérna.

Linda litla, 23.11.2007 kl. 18:38

5 Smámynd: LM

Bíðið nú við, ég veit ekki betur en trúfélög sjái í skjóli ríkisstyrkja um "meðferðir".  Eða haldið þið að SÁÁ sé bara rekið af góðvild einni ?

LM, 23.11.2007 kl. 18:51

6 Smámynd: Bara Steini

Verst að það sé ekki hægt að refsa Grey Gumma.... Hann fílar það bara...

Bara Steini, 23.11.2007 kl. 19:02

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Hann á að hafa vit á að þegja blessaður og það er of stutt frá þessum máli til að hann geti farið að derra sig eitthvað, annars held ég að það verði kannski aldrei orðið of langt frá þessu máli, slíkt ógeð sem þetta var !

Péess...búin að senda tvo meila, stundum er samt HÍ pósturinn í gremjukasti og ekkert fer út, hef lent í því áður...mitt meil er sunnamo@hi.is sendu á hann erindið !

Sunna Dóra Möller, 23.11.2007 kl. 19:04

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Trúfélög eða eitthvað annað. Mér finnst nú mestu máli skipta að veikur einstaklingur nái árangri.

Ég veit um nokkra sem "frelsuðust" eins og sagt er og þeir lifði heilbrigðu lífi eftir það án vímuefna. Og þá á ég við það að þarna var um að ræða einstaklinga sem tókst að ná sér frá ógæfunni með þessari aðferð og náðu mjög eðlilegu og ánægjulegu lífi fyrir sig og fjölskylduna.

Þeir urðu ekki verri menn við að frelsast.

Árni Gunnarsson, 23.11.2007 kl. 19:18

9 identicon

 Gvendur kominn á kreik? Og Grýla með leppalúðanum ?hehehehehehe. Hann kærði mann fyrir stuttu síðan fyrir að borga einni stúlkunni 1.5 millur fyrir að kæra kallinn. Auðvitað fékk engin stúlka greitt fyrir að kæra viðbjóðinn.Og er hann búinn að kæra smjörsýrunauðgunina? Arnþrúður Karlsdóttir á útvarpi Sögu fílar hann í botn og ég er búin að heyra upptökur af 3 þáttum sem kellingin er með og ver Gvend í bak og fyrir.Og finnst fólk fara illa með Gvend smjörsýru. Ég fæ kast hehehehehehe.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 19:29

10 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Mikið vona ég að þessi sorgarsaga fari að taka enda. Því miður virðist sama vitleysan ætla að fara í gang aftur með nýju meðferðarheimili , hvar meðferðin er byggð á trúarfíkn.

Vésteinn Lúðvíksson, sem hefur stúderað meðferðir við fíknum um árabil, sagði á fyrirlestri, um árið, að ein versta fíkn sem hægt er að vinna bug á er trúarfíkn. Engin önnur fíkn býður upp á meiri afneitun, þar sem sjálft almættið er dregið inn í fíknina.

Annars hef komið við hjá þér hvern dag , get ekki kommentað af sjónum. Alltaf gaman að kíkja við hjá þér Jenný

Einar Örn Einarsson, 23.11.2007 kl. 19:55

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Guðmundur og aðrir starfsmenn gerðu mikið gagn og hjálpuðu mörgum einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Trú og ekki trú, skiptir engu máli í þessu tilviki. Það mælir margur göturnar núna í betli, snapi og vímu sem annars áttu skjól í Byrginu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.11.2007 kl. 19:56

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

LM: Ertu að reyna að vera fyndinn þegar þú heldur því fram að SÁÁ sé trúfélag?

Heimir:  Ég efast ekki um að Guðmundur hefur á einhverjum tímapunkti aðstoðað marga, ekkert er svart eða hvítt.  En við þekkjum öll það sem gerðist og það er ekki hægt að horfa fram hjá því.

Einar Örn: Takk fyrir innlitið.

Bara Steini: Skamm.

Árni: Ég sé ekkert athugavert við að fólk verði edrú í krafti trúar, mér er nokk sama ef fólk nær árangri.  Bara hið besta mál.  En ég set stórt spurningarmerki við að áhugamenn, trúaðir eða ekki sjái um afvötnun og meðferð á fársjúkum einstaklingum.  Það er gjörsamlega ólíðandi.  Og af hverju er þetta viðhorf til fíknisjúkdóma, ef við göngum út frá því að fíkn sé sjúkdómur (sem sumir virðast reisa ágreining við) að það sé í lagi að láta fólk í hendurnar á trúfélögum, en hvað með líkamlega sjúkdóma?  Á ég að fara á Fíladelfíu og fá lausn á minni sykursýki?  Djísús.

Ég hef enga löngun til að velta mér upp úr persónunni Guðmundi, þekki hann ekkert, en bar töluverða virðingu fyrir honum áður en Byrgismálin komu upp á yfirborðið.  Hins vegar finnst mér alveg merkilegt að hann skuli rembast í einhverri réttindabaráttu um dauða hluti, þegar hér er komið sögu.

En Byrgismálið er bara sönnun þess að meðferðarmál eiga ekki heima hjá umboðsmönnum Guðs á jörðinni.  Ég treysti einfaldlega fagaðilum betur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.11.2007 kl. 20:07

13 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk fyrir meilinn , búin að svara, vona að það berist núna !

Annars viðurkenni ég að mér er ofboðslega illa við það að fólk sem að tekur það upp hjá sjálfu sér að fara og lækna aðra með trúnni og Biblíunni. Við eigum að notast við fagfólk þegar kemur að veiku fólki eftir langvarandi vímuefnaneyslu. Trúin getur verið góð og frábær, en hún getur aldrei verið aðalfaktor í bata, en hún getur verið einn þáttur af mörgum öðrum sem þurfa að koma til í bataferli! Það er alla vega mín skoðun!

Sunna Dóra Möller, 23.11.2007 kl. 20:16

14 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Já ég er sko sammála þessu með Guðmund og ef ég væri hann léti ég afskaplega lítið fara fyrir mér  Góða helgi Jenný

Katrín Ósk Adamsdóttir, 23.11.2007 kl. 20:26

15 Smámynd: Benna

Heimir?

Hvernig stendur á því að ef Guðmundur náði miklum árángri með sjúklinga sína að þetta fólk er mælandi göturnar betlandi og skrafandi eins ogþú segir?

Það kalla ég ekki árángur heldur var Byrgið geymsla fyrir þetta fólk sem gat skellt sér í bæinn hverja helgi dottið í það og komið aftur "heim" sem er enginn árángur!
Fullt af fólki dvaldi þarna langa tíma í einu óg dópuðu og drukku á staðnum með vitneskju starfsfólks og það bara á ekki að líðast  og það eru einmitt þetta viðhorf þarna sem þú kemur með sem erfitt reyndist að sanna og sýna fram á að Byrgið var svo sannarlega ekki að gera gott og þarna er ég ekki að tala út í loftið!

Missti náinn aðstandanda í hendurnar á Guðmundi sem lést úr sjúkdómnum alkóhólisma og ég vil meina að það hafi verið af því að hann trúði Guðmundi út í rauðann dauðann því miður!

Benna, 23.11.2007 kl. 20:31

16 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jenný Anna.

Guðmundur hefur verið kærður en ekki sakfelldur. Aðalvitnið gegn honum er ekki beint trúverðugt. Reynda er talið að allar konurnar sem kærðu hann hafi þegið eiturlyf að launum. Eitursalarnir vita hvað þeir eru að gera enda töpuðu þeir hundruðum milljóna á hjálparstarfi Guðmundar og félaga.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.11.2007 kl. 21:15

17 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Er kominn dómur í þessu Birgismáli?

' 

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 23.11.2007 kl. 21:18

18 Smámynd: Benna

Ég get nú sagt þér það Heimir að ég þekki suma þessara kvenna ansi vel og sérstaklega eina sem lenti í honum sem er nú í meðferð á stígamótum eftir kynnin við hann!

Sama hvort það náist að sakfella hann eða ekki þá er hann sekur bæði um að beita kynferðislegri misbeitingu ásamt því að stela frá landi og þjóð!

Benna, 23.11.2007 kl. 21:49

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vil ekkert ræða persónu Guðmundar út í hörgul.  Finnst bara að hann ætti að taka því rólega.  Vér bíðum og sjáum.  Fer ekki ofan af því að meðferð á að fara fram inni á sjúkrastofnunum með til þess bæru fagfólki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.11.2007 kl. 21:57

20 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Geta ekki feministar stofnað meðferðaheimili? Það gæti orðið ágætis umræðuefni þegar við hitumst!

Knús

Edda Agnarsdóttir, 23.11.2007 kl. 22:00

21 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

...fyrir nú utan alla peningana sem ausið var í þetta allt saman úr ríkiskassanum. Held það hafi verið um 20 milljónir á ári! Okkar félag er að fá 3 millur frá ríki á ári og við erum að hjálpa fólki! Nær þetta einhverri átt?

og sammála! Trúfélög eiga ekki að vera í meðferðarmálum. Alls ekki. Veit um hræðileg dæmi sem staðfesta þetta í bak og fyrir.

Laufey Ólafsdóttir, 23.11.2007 kl. 22:09

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er ég smmála og þá sérstaklega niðurlaginu Jennsla mín. Það eru fordómar í heibrygðiskerfinu gagnvart ákveðnum hópi sjúklinga, sem valda því að þetta vigengst. Menn tíma hreinlega ekki að kosta úrræði fyrir þá veikustu og láta trúarnöttunum um að klára að gera fólk endanlega geggjað.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2007 kl. 22:23

23 Smámynd: Benna

Nákvæmlega Jón Steinar!

Benna, 23.11.2007 kl. 22:25

24 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Afsakaðu skelfilega innsláttarfeila. Ég er svona skjóta fyrst spyrja svo.  Slít ekki skóm af því að ég er alltaf tveim skrefum á undan þeim.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2007 kl. 22:26

25 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já krakkar, brettum upp ermar og komum meðferðarmálunum í lag, og málefnum geðsjúkra og annarra sjúklinga hvar sem þá er að finna og ég meinaða

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.11.2007 kl. 22:36

26 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Hallgerður, það sem ég meina með "ausa" var að harla lítið eftirlit var með í hvað peningarnir fóru. Ef sýnt er fram á með ársreikningum og nákvæmum áætlunum hvað verið er að gera er þetta allt annað mál. Það virðist samkvæmt heimildum ekki hafa verið gert í þessu tilviki SAMT fékkst fjármagn. Vildi bara hafa það á hreinu

Laufey Ólafsdóttir, 23.11.2007 kl. 22:53

27 identicon

Ég er mest hissa á hvers vegna hann gefur ekki út bók fyrir jólin, hvernig hann plataði aula stjórnmálamenn og slíkt... yrði jólabókin eflaust

DoctorE (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 23:14

28 identicon

Ég veit það Laufey. Þetta snýst alltaf um það að treysta. Þarna virkaði það ekki öðru "megin".En  látum  það aldrei  bitna á þeim er síst skyldi. Laufey, þú ert að vinna vel, ég ber virðingu fyrir því. Gefum aldrei eftir sjáfsögð  mannréttindi...Langbrókin.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 23:52

29 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

ég skil hvað þú meinar enda er ég fremur að gagnrýna vinnubrögð ríkisins í þessu máli. Sjálfsagt erfitt að fylgjast með öllu samt...

Breytir ekki skoðun minni á trúfélögum og meðferðarmálum. Ekki gott mix.

Laufey Ólafsdóttir, 24.11.2007 kl. 01:34

30 identicon

ég þekki fólk sem er en edrú sem voru í byrginu mjög margir fóru á götuna en það er fólk sem er en edrú ekki tala niður til þeirra sem en standa sig þeir eru kannski ekki margir en eru samt til

Eva (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 09:28

31 identicon

Guðmundur í "Byrginu" er ekki kristinn maður - það er nokkuð ljóst!
Ég skil ekki sukkið kringum þetta allt - ég lagði mitt af mörkum til að stoppa þennan mann - ég fór með pappíra til þáverandi félagsmálaráðherra Árna Magnússonar - sem sýndu að einhverju leiti hvernig fjármál voru í ljótum farvegi - sem sýndu skjalafals - fór með lögregluskýrslu líka - þetta var fyrir 3 árum - ég spurði ráðherra hvort stjórnvöld ætluðu ekkert að gera í að hafa eftirlit með fjármálum þarna????
En - NEI!!!!! - ekkert gert - svo þykjast þessir stjórnmálamenn koma af fjöllum núna þegar ein stúlkan verður svo hugrökk að kæra hann - og þá allt í einu þykjast allir steinhissa!!
Bull - þeir vissu þetta alveg - af hverju þeir gerðu ekkert veit ég samt ekki!!!????

Ása (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 13:31

32 Smámynd: Bara Steini

Sorry Jenný....

Bara Steini, 24.11.2007 kl. 14:04

33 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

En ef ég skil þessa færslu rétt er bara í fínu lagi að stela frá mönnum sem sæta opinberri rannsókn eða eru ákærðir fyrir eitt eða annað. Allavega eiga þeir ekki að láta í sér heyra varðandi það sem á þeim er brotið á meðan á rannsókn stendur. Hux hux.

Markús frá Djúpalæk, 24.11.2007 kl. 18:39

34 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Ég vil taka undir með Hallgerði Pétursdótttir þar sem hún vitnar í Einar Ben,hafi þau átt við á hans dögum eigu þau ekki síður við í dag.

það er ansi grunnt á dómum í Bloggheimi.

Sakfellt. Dæmt. Tekið af lífi löngu ,áður en til þess bær yfirvöld hafa lokið sínum rannsóknum

Ari Guðmar Hallgrímsson, 24.11.2007 kl. 20:55

35 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Sparka ekki í liggjandi mann????

Sparka bara víst í þetta hræ enda á hann ekki annað skilið 

Heiða B. Heiðars, 24.11.2007 kl. 21:20

36 Smámynd: Benna

Tek undir það Heiða, mér finnst svo sorglegt að sjá að fólk ætli bara að taka helvítis kerfið trúanlegt það er ef það sakfellur þá er þetta sannleikur ef ekki þá er þetta lygi?
Djöf... vanvirðing við fórnarlömb Guðmundar sem mörg hver hafa komið fram og sagt frá sinni hræðilegu reynslu með honum. Ólöf var svo sannarlega ekki sú eina þær voru mikið fleiri og það lenti líka í honum fólk á annan hátt en kynferðislegan.

Wake up people..

Benna, 24.11.2007 kl. 21:48

37 identicon

Mér þykir með ólíkindum að menn eins og hann Guðmundur geti sett á stofn meðferðarheimili, maðurinn er stórskemmdur eftir ofneyslu áfengis og vímuefna, hverjum eiginlega með fullum fimm lætur sér detta í hug að kasta peningunum okkar í þetta ? Já ég spyr hver er ábyrgur fyrir því ?

En allt tekur þetta endi um síðir, Guðmundur kallinn fær uppreisn æru og skellir sér í þetta aftur, er það ekki bara ?

Bad luck fyrir okkur skattgreiðendur og ungu stúlkurnar sem voru misnotaðar í drottins nafni.

axjon (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 14:50

38 identicon

Burtséð frá því hvað hann kann að hafa gert(ég mun ekki dæma um það) þá er ekki búið að sakfella hann.

Ert þú virkilega að segja að hann eigi ekki að kæra þann glæp sem virðist hafa orðið. Hann er ákærður fyrir eitthvað og þá á að leyfa fólki að ræna frá honum.

Held ég að þú ættir að skammast þín. Hefur þú heyrt um saklaus uns sekt er sönnuð. Og eiga ekki allir rétt að því að glæpir gegn þeim séu rannsakaðir. Þú mátt vel trúa öllu sem þú vilt um manninn, en ekki mótmæla því að hann kæri þjófnað. 

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 20:27

39 identicon

Skammast mín, ja hérna.

Er Guðmundur þá enn í forsvari fyrir Byrgið ? Ég hélt bara í sakleysi mínu að maðurinn hefði verið sviptur öllum völdum þar, á meðan á rannsókn stæði. og apparatið fryst, eða virkar það ekki þannig, er ekki einhver bústjóri sem á að sjá um eigur Ríkisins ? En ef svo er, að hann sé allsráðandi í þessu aparati þá biðst ég velvirðingar á þessum misskilning mínum.

Og hvað sekt þessa manns við kemur, þá já, rétt hjá þér "saklaus uns sekt er sönnuð" það breytir því ekki að ég tel hann hafa farið langt út fyrir alla ramma í þessum málum sýnum og Byrgisins.

axjon (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 21:43

40 identicon

Hann Guðmundur á nú ekkert sem tilheyrði Byrginu. Byrgið átti að vera líknarfélag ekki eitthvað í eigu Guðmundar.

Benni: Hver var þessi náni aðstandandi þinn?? þú þarf alls ekki að svara ef þú kærir þig ekki um það ég bara þekki MJÖG vel til byrgisins.

En það er líka staðreynd að þrátt fyrir allan viðbjóðin sem var þar í gangi þá er eitthvað af fólki enn edrú síðan það var þarna. 

kellingin! (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 10:30

41 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hvort einhverjir tolli edrú eða ekki skiptir ekki máli. Meðferð við sjúkdómnum alkóhólisma og vímuefnafíkn á að fara fram hjá fagaðilum undir eftirliti lækna og heilbrigðisráðuneytis. Hvort fólk vill halla sér að trúfélögum eftir það er þeirra mál, en fyrst þarf að ná lágmarks andlegu jafnvægi undir leiðsögn fólks sem veit hvað það er að gera.

Svo megið þið ekki vera of vond við Guðmund greyið úr Birginu, hann er bersýnilega afar lasinn einstaklingur.

Páll Geir Bjarnason, 26.11.2007 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 2985714

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.