Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Nú er ég í bobba

 

Hvað gerir maður þegar eitthvað það kemur upp í umræðuna og varðar málefni sem maður styður af öllu hjarta en viðhorf þeirra sem á móti eru, eru skiljanleg líka, að mínu mati?  Best væri að þegja, ekki þarf ég að tjá mig um alla hluti.  En er ég vön að þegja svona yfirhöfuð? Ónei, og það eru nokkuð margir sem myndu vilja fá það í jólagjöf að ég héldi kj... allt næsta ár eða svo.

En..

Jólaóskin (ósk ekki jólakort) þar sem óskin er að karlar hætti að nauðga hefur stuðað marga.

Staðreyndin er sú að það eru langoftast karlar sem nauðga.  Langoftast segi ég því með einverjum örfáum undantetningum sem ég veit ekki um, hafa konur eflaust gert sig seka um glæpinn.

Þannig að það er kórrétt staðhæfing að karlar nauðgi.

Engum dettur í hug, amk. engum með fullu viti, að það sé verið að halda því fram að allir karlar nauðgi.  Það er auðvitað bara túlkun sem sumir kjósa að leggja í textann, en það er svo langt því frá meiningin.

En..

Það eru að koma jól.  Jólin eiga að vera tími vináttu, fyrirgefningar og tillitssemi gagnvart náunganum.  Það er eiginlega nauðsynlegt ef jólafriðurinn á að komast í hjartað.

Þess vegna finnst mér að þessi ósk Askasleikis hefði mátt liggja á milli hluta, ég skil að hún hafi mögulega komið illa við suma.

Vandamálið er sum sé það, að ég skil sjónarmið beggja.

Þarf að vinna í því eftir árámótin.  Læra að sjá allt svart eða hvítt og engin fargins litablæbrigði.  Segi sonna.

En þessu vildi ég koma á framfæri.

Allir vinir á jólunum.

Falalalalalalala


mbl.is Ekki um jólakort að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dem, dem, dem

 

Fimmhundruð fjargvirði og fjúkandi fasanar.

Það er uppselt á Jesús Súperstar fram í janúar.

Jólin ónýt og nýárið líka.

Ég hef ekki séð þetta verk nema sinnum sex í fleiri en einu landi.

Í hvert skipti hefur það verið eins, Jesúsarnir renna saman í eitt. Heródesinn hefur verið flottastur í öllum stykkjunum.  Hann er nefnilega ekki útþynntur sem karakter í verkinu.  Ætli það hafi gleymst í þessum stykkjum sem ég hef séð að gera hann marflatan eins og alla hina?

Jæja, það er ekki hægt að fá allt í þessum heimi. 

Ég lifi það af, kannski ég fari bara og sjái eitthvað sem ég hef ekki séð áður.

En bömmerinn er að mögulega, bara mögulega, er þessi sýning með Krumma í aðalhlutverki, eitthvað bitastæðari en hinar.

Les gagrýnina og tékka svo.

Sounds like a plan?

Úje og falalalalalala

 


mbl.is Uppselt á fyrstu 10 sýningar á Superstar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég tognaði ekki á munni né tungu og fingur eru heilir

 

Þegar ég las kommentin frá ykkur í slysafærslunni hugsaði ég; að það væri ekki vitlaust að láta ekki frá mér heyra í eins og einn sólarhring í viðbót, því þá myndi söknuðurinn og sorgin vera búin að ná hámarki sínu upp á 20 klúta eða svo.

En ég er vel upp alin og þess vegna sest ég hér niður, með mína ÁVERKA og þræla inn eins og einni færslu.

Er vafin upp að hné, fóturinn er illa snúinn, ég mun ekki jólagera bókaskápa né nokkuð annað næstu daga að minnsta kosti.  Er komin með fólk í verkefnið og finnst það mjög leiðinlegt, því eins og sannri húsmóður finnst mér allt svo illa gert nema ég hafi komið að því sjálf (jeræt).

Er illa snúin á hægri fót frá hné og niður á ökkla.  Vafin í ógeðissokk og tek eitthvað bólgueyðandi með reglulegu millibili.  Göngulagið er þokkafullt, var spurð að því á leið út af slysó, hvort ég og Kvasímótó værum systkini.  Ég svaraði því til að mér væri ókunnugt um það.  Er hann annars ekki módel hjá Kevin KleinWhistling

Ég hef sum sé sofið af mér daginn.  Þess vegna fenguð þið ekki fréttir af mér og ég elska það þegar fólk saknar mín, það minnir mig á hversu stórkostlega ómissandi kærleiksbolti ég er.

Ég er barn Guðs.  Hógvært barn Guðs.Halo

Sara og Helga, keyptu látin dýr og annað til að borða þau með í dag, þannig að nú hefur verkefnalistinn styðst um allan helming,

Ég þessi unaður af manneskju er farin blogghringinn.

Haltrandi að vísu, en ég kem mér alla leið.

Get kommenterað um víðan völl, engin tognun eða önnur slæmska í fingurum og munni.

Lovejúgæs.  Þið eruð bestust.

Falalalalala


Slysasaga

Bara að láta vita af mér.

Í gærkvöldi, í miðri bókaskápstiltekt, slasaði ég á mér löppina, sjúkrabíll og alles.

Komin heim, allt við það sama og annar sjúkrabíll á leiðinni.

Jólagjöfin í ár.

Ég fer fram á kertafleytingu ekkert minna.

En án gríns, þá liggur heilt bókasafn á stofugólfinu og ég kest ekki spönn frá rassi nema í börum.

En hvað með það, læt ykkur vita við fyrsta tækifær.

Farin í Babúbabú

Fa-la-la-la-la


Bókað mál

 

Jólin koma, það er á hreinu og ég veit hvar ég verð, bæði á aðfangadagskvöld og á jóladag.  Þvílíkur léttir.  Við verðum stórfjölskyldan, heima hjá frumburði.  Meira pláss og sonna.  Tjékk, tékk.

Búin að taka helming bókaskápa í gegn. (Dúa, þú átt eftir að verða stolt af vinkonu þinni).,  Vá, mikil vinna, það getið þið bókað.  Búin að grisja, 4 fullir kassar standa og bíða eftir að komast í jólafrí niðri í geymslu.  Þeir munu verða þar lengi.  Suss og tékk, tékk.

Búin að búa til ís fyrir jóladagsboðið. 

Uppskrift:

6 eggjarauður

1 bolli púðursykur þeytt saman, lengi, þar til ekki arða af kornum er eftir í jukkinu.

1 peli þeyttum rjóma blandað varlega saman við.

1 marensbotn muldur út í.

Sett í form og fryst, Tékk, tékk.

Mjög mikil sykursprengja.

En að öðru.

Sá að David Backham ætlar að gefa Viktoríu bók í jólagjöf.  Hún segist aldrei hafa lesið bók.

Aldrei of seint að byrja að lesa.

Ó, þorrí, þetta mun vera myndabók.

Later.

Falalalalala.


Ölmusurnar og auðurinn

Ég, eins og vel flestir, tek nærri mér að heyra af öllum þeim fjölda fólks sem getur ekki haldið jólin fyrir börnin sín vegna fátæktar.  Ég verð í raun alveg fjúkandi reið, sem er betra en að fara að grenja yfir þessum raunveruleika, því reiðin er orkugjafi.

Ég ber mikla virðingu fyrir öllum þeim fjölda fólks sem standa að  Mæðrastyrksnefndum og öðrum samtökum, sem reyna að bjarga því sem bjargað verður, hjá þeim sem verst eru staddir. 

En það er alveg sama hvernig við snúum þessu, ölmusur eru og verða niðurlægjandi og þær eiga ekki að vera viðurkennd lausn á vandanum.  Bara alls ekki.

Hversu þung spor hljóta það ekki að vera fyrir fjölskyldur að þurfa að sækja sér fátækrahjálp?

Það er alltaf verið að tala um hið auðuga Ísland.  Hversu auðugt er þjóðfélag sem er lítur á "súpueldhúsapólitíkina" sem lausn á vandanum?

Ég gef ekki mikið fyrir yfirlýsingar um vilja þessara og hinna til að laga og ladídadída.  

Fjandinn hafi það ef bætt ástand á alltaf að vera á teikniborðinu, rétt handan við hornið, alveg að detta inn, bíðið örlítið bara.

Á meðan veltir ríka fólkið sér upp úr gegndarlausri auðsöfnun sinni þannig að hinum almenna manni verður beinlínis óglatt.

Og sveiattann.

 


mbl.is Sáu ekki fram á að geta haldið jól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvöfeldni dauðans

Ég á ekki að hugsa um þetta, ekki að blogga um það né heldur hafa um það orð en ég get ekki stillt mig.  Missi mig í hvert skipti og uppsker ekkert, nada, nothing, ingenting, zero.

Sjúkrahótel Landspítala við Rauðarárstíg verður lokað 20. des. og opnað aftur þ. 2. janúar og þá verða reykingar bannaðar á hótelinu en slíkt mun vera til samræmis við reglur LSH og Fosshótels Lindar sem er í sama húsi.

Ég held því fram að þetta muni vera til "samræmis" við þá forræðishyggju og ofsóknir sem stjórnvöld ástunda gagnvart  reykingamönnum og þau ganga sífellt lengra og lengra.

Það er sífellt verið að troða á réttindum þeirra sem reykja, nú á að gera líf reykingamanna sem eru svo óheppnir að veikjast, að helvíti.  Flott að vera inni á sjúkrahóteli, fjarri ættingjum og fá ekki að reykja.  Komast kannski ekki út úr rúmi.  Svo mannúðlegt eitthvað.

Er það bara ég sem sé tvöfeldnina í að ríkið hali inn peninga á tóbaki en ofsæki síðan neytendur þess, hvar sem til þeirra næst?

Frjálshyggjumenn veina og góla undan öllum boðum og bönnum, en hér steinhalda þeir sér.  Er frelsi einstaklingsins bara einhvers virði þegar það hentar?

Ég ætla að hætta að reykja áður en yfir líkur, en ég hef engin áform um að ráðast gegn öllum sem kjósa að reykja áfram, með frekju og yfirgangi.

Mér nægir að það sé ekki reykt ofan í mig og að fólki sem reykir sé vísað á afmörkuð svæði til að stunda fíknina þar sem stjórnvöld í landinu sjá um að díla dópinu.

Ójá, ég er meðvituð um að það er pólitísk ranghugsun að hafa skoðanir MEÐ reykingamönnum og er mér sama?  Já, mér er svo nákvæmlega sama.

Give me a fucking break here.

Andskotinn, ér er í alvöru að hugsa um að stofna samtök til að berjast fyrir mannréttindum reykingamanna.

Súmí.

Plís.
mbl.is Sjúkrahótel reyklaust á nýju ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Töfraskór og Rei, Rei

Þó þetta myndband fari eins og eldur í sinu um bloggheima, þá ætla ég samt að setja það hérna inn hjá mér líka, af því að ég er viss um að það bjargar deginum fyrir fleirum en mér.  Dásamlegt þegar fólk hefur húmor fyrir sjálfu sér og málefnunum. 

En hvar er Villi og hvar er Haukur?  Enginn húmor hjá strákunum.  Tja hver veit.

1

Annars er ég komin í verslunardraktina (hún er með gripörmum og sogblöðkum) því nú skal versla.  Hælaskórnir standa tilbúnir við útidyrnar, en þeir eru með bremsum, þannig að ekki er hægt að draga mig frá hillunum nema að ég vilji það sjálf.

Nú á að jólast í búðunum.

Gef skýrslu um inntektir á eftir.

Það er svo gaman að lifa í desembró.

FalalalalaSleeping

Úff datt út af í miðju lagi, er svo þreytt. 

Later my friends.

Úje


Hurðaskellir fautinn sá

Íslensku jólasveinarnir eru auðvitað bölvað pakk.

Það ætti öllum að vera ljóst.

Ef þeir væru til í alvörunni, sætu sumir þeirra inni "big time" enda má sjá að dómar fyrir matarstuld (hangilæri og lifrarpylsa þau nýlegustu), kalla á hörð viðbrögð dómskerfisinsWhistling

Kannski voru nýlega dæmdir matarþjófar, alvöru jólasveinar.

Hvað um það..

Hurðaskellir er verstur.

Þeir sem skella hurðum eru ekkert annað en ótýndir ofbeldismenn. 

Það er bara krúttlegt að lesa um kallinn, en hvernig haldið þið að það sé að búa með einum?

Allt árið.  Einhver kúgari sem fær raðf...... af að láta heyra í sér, gera öllum hverft við.

Ég kann svei mér þá, betur við Kóksveininn.  Hann er vel haldinn, drekkur bara kók og veður ekki inn á skítugum skónum. 

Flott að fá fólk inn strompmegin. 

Ég afneita hér með hinum íslensku durgum sem kallast jólasveinar.

Vil ekki sjá þá í mínum húsum.

Falalalalalala


Hverjir eru þeir?

Þessi frétt fór fram hjá mér í gær.  Kannski eins gott, því eins og heilsufarinu var háttað hefði ég sennilega fengið andateppu.

Ég vil vita hverjir þessir hundingjar og mannleysur eru sem ráða erlenda starfsmenn á 317 kr. á tímann.

Hversu langt er hægt að teygja sig í græðginni?

Ég á svo erfitt að sjá fyrir mér einhvern atvinnurekanda sem tekur upplýsta ákvörðun um að fá sér þræla, hýrudraga þá til þess að auðga sjálfan sig.  En auðvitað er eins gott að horfast í augu við það, skíthælarnir eru víða og nú í hinni margdásömuðu uppsveiflu virðist vera nóg af þeim.

Við, almenningur, eigum rétt á að vita hverjir það eru sem svona koma fram.  Við eigum ekki að þurfa að skipta við þrælahaldara. 

Svo skil ég ekki af hverju þessir menn missa ekki rekstrarleyfið umsvifalaust þegar þeir verða uppvísir að mannréttindabrotum.

Það á að slá fast og ákveðið á puttana á þrælahöldurunum.

Ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur þegar ég les um þetta, einn ganginn enn.

Mál að linni.


mbl.is Gert að vinna fyrir 317 kr. á tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband