Leita í fréttum mbl.is

Draumaborgin

Eftir daginn í gær hef ég komist að ýmsu sem ég hafði ekki hugmynd um áður.

Ég hef komist að því að:

..íslenska þjóðarsálin er manísk, því það voru fleiri en eitt og fleiri en tvö aprílgöbb í gangi í gær per fjölmiðil.

..að besta aprílgabbið var ekki gabb.  Solla og Geir á einkaþotu upp á hóp af peningum er blákaldur raunveruleiki.  Fyrirgefið á meðan ég hendi mér fyrir björg.

Í gær las ég í einhverju blaðanna að "gámahúsin" fyrir útigangsmenn í Reykjavík sem eru á vegum Reykjavíkurborgar og hafa staðið tilbúin síðan í janúar, amk. eru ekki enn komin í gagnið, af því að það vantar staðsetningu fyrir þau.  Björk Vilhelmsdóttir frá Samfylkingu var með þetta á teikniborðinu í janúar, en svo var skipt um meirihluta og nú er verið að leita að staðsetningu þar sem hægt er að hafa þau öll saman.  Það er auðvitað erfitt í þessari draumaborg sem Reykjavík er, að koma niður húsnæði fyrir fólk sem enginn vill vita af.

Á meðan Jórunn Frímannsdóttir dúllar sér við að stara í gaupnir sér, afsakið, leita að "hentugri" staðsetningu fyrir hús handa útigangsfólki, þá getur þetta lið legið í görðum borgarinnar, eða í einhverri slömmlordahöllinni.  Öllum virðist standa á sama.

En mér er ekki sama.  Sem betur fer er til fullt af fólki sem vill gera eitthvað í málinu, en við höfum enga prókúru á félagslegar úrbætur.  Minnihlutinn í borginni, sem er tekniskur meirihluti sálna sem enginn hefur trú á, sér ekki ástæðu til að flýta sér.

Ég er óvenjulega seinþroska, hlýtur að vera, því ég skil ekki hvernig fólk sem er í aðstöðu til að framkvæma hlutina, getur lifað með sjálfu sér, vitandi af eymd þeirra sem hvergi eiga heima.

Ég mun væntanlega aldrei skilja það.

Og mig langar í byltingu.

Hafið þið það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

En hvað ég get tekið undir þetta með þér Jenný....svo ömurlegt hvað stjórnvöld draga stundum lappirnar. Sat einmitt á kaffi París um daginn og horfði á eina ógæfumanneskju fárveika á bekk í austurstrætinu. Hun var klædd Kappgalla eins og svo margir sem virðast búa á götunum og það er eins og sumum finnist það bara nóg. Redda þeim hlýjum kuldagöllum og þau geti svo bara búið i þeim.  Þessi fárveika manneskja var svo flutt burt af lögreglunni eftir að hafa setið þarna lengi í einhverskonar krampa þar sem allir gátu fylgst með henni í þessum ömurlegu aðstæðum og inn í þessa nöturlegu mynd labbaði svo einn af stjórnarherrunum með fínan hatt á höfði..og rölti blístrandi yfir Austurvöll í vinnuna sína á Alþingi.

Þetta situr enn í mér...og ég vildi óksa að það fólk sem situr í öllum þessum nefndum fari nú að standa í lappirnar og gera hratt og vel það sem ekki getur beðið. 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.4.2008 kl. 08:43

2 identicon

Ég er svo sammála þér og svo er annað,það er sami árangur af vinnubrögðum Bjarkar og Jórunnar því miður.Ef eitthvað er gert þá er það of lítið og of seint.Ætla ekki einu sinni útí þetta.Dagurinn er rétt að byrja

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 08:53

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Hjartanlega sammála hverju orði!

Sunna Dóra Möller, 2.4.2008 kl. 09:15

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það þarf einhvers konar byltingu Það þarf að bylta hugsunarhætti. Auðvitað eiga hlutirnir ekki að taka svona langan tíma, báknið er bara orðið svo ógurlegt.....algert skrímsli. Það er engin ákvörðun tekin fyrr en mál hafa farið í gegnum 7 nefndir sem hver um sig fundar x3 á ári.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.4.2008 kl. 09:22

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, þetta er undarlegt samfélag sem við búum í. Það hreykir sér af samkennd sinni og samstöðu en þegar á reynir er þetta niðurstaðan.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.4.2008 kl. 09:40

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skv. útreikningum visir.is þá eru þetta um 6 milljónir.  Veit ekki hversu nákvæmur útreikningurinn er en þetta fengu þeir út.

Við erum ekki sérstaklega rík af samkennd við Íslendingar.  Amk ekki þeir sem hafa völdin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.4.2008 kl. 09:51

7 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Ég er sammála Ráðamenn verða að taka sig á Lifi Byltingin. 

Gunnar Gunnarsson, 2.4.2008 kl. 09:51

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Heyr heyr! Ég styð byltingu.

Huld S. Ringsted, 2.4.2008 kl. 10:22

9 Smámynd: Lovísa

Verð nú að segja að ég styðji byltingu líka.

Lovísa , 2.4.2008 kl. 10:23

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ok, bylting íslenskra nóboddía er hér með sett í aksjón.  Veiiiiiii

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.4.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 2985864

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband