Færsluflokkur: Lífstíll
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Krúttfærsla
Búin að skúra, taka til á lóðinni, þrífa bílana á bílastæðinu og er núna að pústa aðeins.
Ég er vinsæll nágranni, eða væri það ef hlutirnir væru ekki stórlega ýktir.
Á eftir ætlum við að sækja nöfnu mín á leikskólann af því mamman er veik í bakinu. Sara mín varð fyrir vinnuslysi fyrir nokkrum árum, slasaðist illa í baki og nú er hún komin með brjósklos. Hún þurfti að fara á læknavaktina í fyrrakvöld vegna verkja en stelpan sú er ekki mjög kvartgjörn. Og nú er bakið nánast læst. Þess vegna förum við og náum í Jennsluna, af því pabbinn er að kenna.
Og eitthvað hefur Jenný Una heyrt mömmu sína kvarta yfir bakverkjum því í morgun þegar mamma hennar vakti hana brosti hún sínu blíðasta og sagði:
"Mamma, ég líður aeins bretur í bakinu".
Mamman: Ha, í bakinu?
Jenný: Já ég varaði slæm í bakinu í gær, ég leikti mér svo mikið.
Segið að börn séu ekki eins og svampar á umhverfið.
Farin í bili.
Bloggfrömuðurinn.
Mamman:
og "baksjúklingurinn" Jenný Una:
Stundum þarf maður mikið að hugsa.
Ælofitt!
Úje
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Óminni alkans
Það er til marks um hvað ég var í tómu tjóni á fyllerísárunum, að ég varð mjög hissa þegar ég sá að bloggið væri 2 ára. Ég hélt að bloggið á Mogganum væri búið að vera við líði til margra ára.
Þannig að bloggið er aðeins eldra en edrúmennskan mín. Kostulegt hvað margt hefur farið fram hjá mér í "víninu".
Þegar fólk innbyrgðir áfengi og pillur eins og ég gerði, þá er stöðugt óminni það eina sem maður gengur að nokkuð vísu.
Eftir að af mér rann hef ég fengið sannanir á færibandi fyrir þessu. Ég get horft á flestar bíómyndir frá 2003 og fram að meðferð, eins og ég sé að sjá þær í fyrsta sinn. Það er plús. Mínusinn er að húsband spyr aftur og aftur, alveg forviða; "ertu að segja mér að þú munir ekki eftir þessari mynd"? og ég alveg; nei, ég man andskotann ekkert eftir henni, hættu að spyrja. ARG". Honum finnst ég gangandi frávik mannsheilans.
Og bækurnar sem ég las. Jesús minn. Ég er að segja ykkur frá mega sparnaði hérna. Ég ástundaði auðvitað mín bókarkaup í ruglinu, eins og ég var vön, og las. Og ég las. Enda þurfti ég stundum að negla mig niður í bækur, gleyma mér, svo ég missti ekki vitið. Ég held að ég hafi notið bókanna, en ég man það ekki. Því hafði ég nóg að lesa, fyrsta edrúárið mitt. Efni bókanna hringdi ekki bjöllum, hvað þá meira.
Svo eru allir "litlu" hlutirnir sem duttu úr hausnum á mér. Við hverja ég hafði talað. Hverju ég hafði logið til að flikka upp á ástandið og blekkja mína nánustu, til að halda andlitinu. Öll samtölin sem fólk hefur vísað í og ég man ekki rassg... eftir. En ég sný þessu upp í gamanmál, enda ekki til annars en að hlægja að þessu, nema ég gráti auðvitað, en ég er löngu búin að gráta út minn kvóta í lífinu.
Að lokum, til merkis um sjálfsblekkinguna og þá staðreynd að maður trúir því staðfastlega að enginn viti að maður er alltaf fullur og í tómu tjóni.
Ég talaði við Dúu vinkonu mína, sem var ein af þeim sem alltaf stóð með mér, var til staðar fyrir mig án þess að leggja mér lífsreglurnar og beið bara róleg eftir að ég áttaði mig.
Samtal:
Alkinn ég: Dúa; veistu, ég held að ég sé alkahólisti!!!
Dúan: Já er það?
Eftir að samtalinu lauk, henti Dúa sér í vegg. Eins og ástand mitt hafi farið fram hjá henni eða nokkrum öðrum sem var í sambandi við mig. En ég elska hana fyrir að hafa ekki sagt neitt á þeim tíma. Ég hefði bara farið að gráta.
Ég elska þig Dúskurinn minn.
Lífið er eitt stórt andskotans kraftaverk. Þrátt fyrir snjó á miðju vori.
Allir edrú í boðinu.
Jenný minniskubbur hefur talað.
Yfir og út.
Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Dyggð undir dökkum hárum?
Ég las á Eyjunni að ríkustu menn heimst giftust yfirleitt dökkhærðum konum. Merkilegur fjandi, eða ekki, þar sem aðeins 1,8% af fólki í heiminum er alvöru ljóshært. Restin er með Clarol eða eitthvað annað litunarefni í hausnum.
En af hverju ætli þetta sé? Þar sem ég reikna með að konur eigi þátt í að byggja upp samband og koma sér í það líka (já ég veit, róttæk kenning) getur verið að dökkhærðar konur viti betur hvað þær vilja? Að þær miði út mennina með seðlana?
Auðvitað ekki. Flestar konur eru dökkhærðar inni við beinið, þó við sem svoleiðis er ástatt um, séum úthrópaðar í öllum ævintýrum og frásögum gegnum aldirnar.
Engin dyggð undir dökkum hárum í sögunum, nema í ævintýrinu um Mjallhvíti, auðvitað, en hún bætti úr því með því að vera albínói, með gegnsæa húð, hvíta sem mjöll. Svo var hún rjóð í kinnum, en þar held ég að hún hafi bara sólbrunnið þessi elska, því albínóar þola illa sól.
Svo vil ég koma því að, að Mjallhvít er með glataðan stílista. Kjóllinn hefur aldrei gert sig í mínum bókum.
Af mínum 6 systrum er ein 100% blondína, hinar nærri því. Ein er rauðhærð og ég er eins og skrattinn úr sauðarleggnum í hópnum.
Ætli ég sé rétt mæðruð?
Segi sonna.
Úti er ævintýri,.
Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Sögupersónan í mínum uppáhalds raunveruleikaþætti
Ég sit hérna núna vegna þess að ég nenni ekki að hreyfa mig.
Já, það er slæmt á mér ástandið.
Ég þarf að þvo þvott, þvo upp eina tvo diska og jafnmörg glös og ég þarf að skúra gólf.
Ég hef alltaf verið svo dugleg í vinnu, algjör vinnualki í gegnum tíðina (en vinnan hefur farið fram á stólum, að mestu leyti), en nú bregður svo við að ég er latari en dauður hlutur.
Mínar liljuhvítu hendur vilja ekki dýfa sér í skolpvatn, þrátt fyrir að vera með verjur. Gular.
Minn eðli skrokkur vill ekki hreyfa sig nema til að dansa og fara á hnén við daglegar bænir sinnum þrír á dag. Jú annars, hann vill vaða um stræti Londonborgar, ásamt vísakorti. En það er ekki í boði.
Húsbandið bað mig að koma því á framfæri að svefnherbergisstríðið væri stórlega ýkt. Sko, hans þáttur í því. Já sæll. Hann er enn við sama heygarðshornið. Alltaf saklaus.
Honum finnst skrýtið að vera sögupersóna á blogginu og ég held að hann sé hræddur um að ég fari út í nánari lýsingar á herbergisaktíviteti á heimilinu.
Ég sagði honum að róa sig bara. Hann væri ekki sögupersóna, heldur væri hann þátttakandi í raunveruleikaþætti Jennýjar Önnu í netheimum, sem er bara rétt að fara af stað.
Later, farin að skúra.
Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Forgangsröðun.
Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég þarf að forgangsraða í lífinu.
Þá meina ég hugsunum mínum og upplifunum. Setja þær í rétta röð.
Stundum finnst mér ég eiga ógeðslega bágt. Það er auðvitað ekki í lagi. Ég hef það fínt og þá er ég ekki að miða við neitt nema sjálfa mig. Ef mér líður vel, er allsgáð, á mat að borða, þak yfir höfuðið börnin, barnabörnin og húsband eru hraust, þá hef ég allt sem ég þrái fyrir mína eigin hönd.
Peningar eru nauðsynlegir og ekki verra að eiga þá, þ.e. afgang til góðra verka, en þeir eru ekki upphaf og endir alls.
Þegar ég fer í sjálfsvorkunn þá er ég með flott ráð við því. Það kemur mér niður á jörðina og ég mæli með því.
Ég fer inn á netið og skoða hvernig almenningur hefur það í fátækum löndum heimsins, sem vestræn lönd hafa mergsogið reyndar. Ég minni mig á öll götubörnin í heiminum sem eru seld undir þvílíka mannvonsku að það er varla hægt að horfast í augu við það.
Áður en ég er öll myndi ég gjarnan vilja gera eitthvað. Eitthvað meira en að borga með einu barni í Úganda. Heimurinn hefur skroppið saman og það er ekki lengur hægt að bera við fáfræði á högum annarra. Er þá ekki eðlilegt að við förum og tökum ábyrgð hvert á öðru? Ekki bara við sem einstaklingar, heldur þjóðin öll. Allar þjóðir.
Það varnar mér svefns, svei mér þá, hið fullkomna afskiptaleysi ríkra þjóða á mannlegum hörmungum í kringum okkur.
Og í ljósi þess að stundum hefur mér fundist lífið helvíti erfitt, þá hefur það í raun aldrei komist í tæri við hugtakið, ef maður setur það í víðara samhengi.
Ég hef það svo helvíti gott, þrátt fyrir misvitra stjórnmálamenn á egóflippi og sjálfsdýrkunarfylleríi.
En það er bara ekki nóg. Við eigum að taka ábyrgð hvort á öðru.
Og ég meina það.
Þá er að finna út úr því hvað ég get gert.
Hugs.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Pungdýrkun
Ég vaknaði úrill í morgun. Já, stundum verður maður að vera úrillur. Það á jafn mikið rétt á sér eins og að vakna í stöðugu partískapi.
Ég nenni annars ekki að tala mikið, fyrsta klukkutímann eftir að ég vakna. Þarf að taka inn stemmingu dagsins og ná úr mér svefndoðanum.
En í morgun rak á fjörur mínar "frétt" sem ég undir eðlilegum kringumstæðum hefði ekki látið pirra mig. En í úrillunni gat ég ekki stillt mig um að urlast upp og kasta mér í gólf!
Gilzenegger, sem er með húmor sem hæfir hlandkoppi, verður að gera sig gildandi á einhvern máta, og efri hluti líkamans er greinilega ekki að standa undir væntingum.
Þá færir maður sig niður eftir boddíinu. Og maður staðnæmist við hreðjarnar og lætur taka við sig viðtal, ma. um umhirðu þeirra.
"Það er fátt sem kemur hörðnuðum Íslendingi á óvart þegar Egill Gillzenegger Egilsson er annarsvegar, enda hispurslaus með eindæmum.
Þó eru líkur á að einhverjar húsmæður í vesturbænum súpi hveljur á næstunni, því í viðtali í nýjasta tölublaði Monitors, viðurkennir Egill að hann raki á sér hreðjarnar daglega, en þó sé stundum fínt að breyta til og fara í brasilískt vax af og til. "
Nú er ég ekki húsmóðir í vesturbænum og ég sýp engar hveljur enda ýmsu vön.
En getur fólk ekki fengið raðfullnægingar af gleði yfir kynfærum og saurgati annars staðar en í fjölmiðlum?
En samt hef ég ákveðinn skilning á málinu.
A man´s gotta do what a mans´s gotta do.
Kikkmítoðebón.
![]() |
Daglegur rakstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 7. apríl 2008
Gengið á ofbeldi
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á konu á veitingastað á Akureyri í september s.l.
Gengið á eftir eftirfarandi er sem sagt 30 daga skilorðsbundið og 145 þúsund í bætur:
"fyrir líkamsárás, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 22. september 2007, á veitingastaðnum Vélsmiðjunni, Strandgötu 49, Akureyri, veist að [X], þegar hún var á leið út af salerni staðarins og ýtt henni til baka þangað inn, þannig að til átaka kom er hann varnaði henni útgöngu jafnframt því sem hann reyndi að loka hurð salernisins að þeim, með þeim afleiðingum að hún hlaut roða og eymsli vinstra megin á höku, um 2 cm roðablett vinstra megin á hálsi, stórt óreglulegt roðasvæði yfir allri vinstri öxl, roða á bringu rétt neðan við viðbein beggja vegna, eymsli yfir viðbeini vinstra megin og yfir 2 rifjum þar fyrir neðan, einnig væg eymsli yfir 1 rifbeini, auk andlegrar vanlíðunar vegna þessa."
Þetta kalla ég ekki minniháttar ofbeldi gott fólk. Og mér er spurn, hvað hefði maðurinn fengið fyrir að berja á bíl nágrannans? Er að velta því fyrir mér samræminu á milli árása á fólk annars vegar og á dauða hluti (eignaspjöll) hins vegar.
Þarna hélt Þorsteinn á hamrinum.
Þetta heitir minniháttar árás í dómskerfinu.
Get a live.
Dóminn má sjá hér í heild sinni.
![]() |
Skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 7. apríl 2008
Stríðið í svefnherberginu
Ég er andstæðingur stríðs. Hef alltaf verið og mun alltaf verða. En sjálf stend ég í einu. Við minn heittelskaða og það sér ekki fyrir endann á því, síður en svo.
Við deilum svefnherbergi (ji, þvílíkur ólifnaður) og við erum með ólíkar skoðanir á hvernig manni líði best í viðkomandi herbergi. Ég vil hafa slökkt á ofni, hann ekki. Ég vil hafa galopinn glugga, hann vill hafa hann opinn upp á fjóra og hálfan millimetra. Ósættanlegur ágreiningur eins og berlega hefur komið í ljós.
Nú veit ég að stríð kallar það versta fram í mannfólkinu. Svo er um okkur. Þrátt fyrir að hér sé unnið í heiðarleikaprógrammi, sanngirni í samskiptum höfð að leiðarljósi í mannlegum samskiptum, þá hafa allir góðir eiginleikar fokið út í hafsauga í stríðinu um stöðu hita og andrúmsloft.
Við ljúgum eins og sprúttsalar hvert að öðru.
Hann læðist inn í svefnherbergið fláráður á svip og ég garga: "Ekki hækka á ofninum" og hann: "Nei, nei, ég er ekkert að því" og svo fer hann og kyndir eins og mófó.
Svo ég bíð. Hann sofnar og ég læðist inn. Klifra upp í fjandans gluggann (hef nokkrum sinnum slasað mig þó nokkuð í myrkrinu) og opna gluggann upp á gátt, svo skrúfa ég fyrir ofninn. Meðalhófið er löngu fokið út í hafsauga. Þetta er orðið do or die dæmi.
Hann vaknar. Hóst, hóst. Ásakandi segir hann: "Þú hefur slökkt á ofninum". Ég; "Nei, ég hef ekki snert hann".
Svo koma léttar ásakanir um hver hafi gert hvað. Svo knúsumst við og ég hugsa (og örugglega hann líka), "láttu þér ekki detta í hug að ég gefist upp". Og þannig höldum við áfram við þessa uppáhalds iðju okkar.
Munið þið eftir myndinni "War of the roses"? Við stefnum þangað. Ég er að segja ykkur það.
Svona eru svefnherbergisæfingarnar í Seljahverfinu á þessu herrans ári.
Farin að skrúfa hitastillirinn af ofninum. Ég ætla að henda honum.
Súmíhonní.
Sunnudagur, 6. apríl 2008
Bloggið mitt er ekki klósett
Stundum kemur fólk inn á síðuna mína (og annarra líka ó já) sem er með andlega hægðartregðu á háu stigi. Oftar en ekki er þetta nafnlaust fólk, og það kemur og reynir að losa um meltingartruflanirnar inni í kommentakerfinu.
Ég loka á þá. Amk þá sem eru hvað óuppdregnastir. Ekki málið.
Svo er einn og einn bloggari sem hægir sér á síðuna mína. Það er ekki fallega gert.
En þetta gerist sem betur fer afar sjaldan og er alls ekkert að trufla mig þannig lagað sé.
En það sem varð tilefni til bloggskrifa um ritsubbur, svona almennt, er að ég furða mig alltaf á því hvað fólk er að vilja inn á blogg sem fer í taugarnar á því. Afhverju er fólk að lesa sér til pirrings og ógleði? Ég hreinlega botna ekkert í því.
Það toppar svo allt þegar viðkomandi pirringsfólk laumar inn eitraðri athugasemd, sem hefur ekkert með innihald færslunnar að gera og þá verð ég miður mín af vorkunnsemi með viðkomandi.
Af hverju er fólk að gera sér lífið svona erfitt?
Komið til mín elsku dúlludúskarnir mínir og ég skal gefa yður laxerolíu.
Þetta langaði mig að setja fram sem fyrirbyggjandi aðgerðir.
Bloggið mitt er ekki klósett.
Ég er farin að horfa á Presley tónleika.
Hann var kjút áður en hann hætti að vera það.
Allir út að k....
Sunnudagur, 6. apríl 2008
..eins og nýskeindur kórdrengur
Ég óð út í göngutúr. Ég var reyndar ekki mjög göngulega klædd, hins vegar, en mig langar ekki að láta glápa á mig úr bílgluggum og vekja hlátur fólks yfir útgangnum á mér. Ef ég á að vera algjörlega heiðarleg, þá er ég sérviskupúki. Ég var í svörtum bómullarkjól, stuttri svartri peysu, svörtum sokkabuxum, svörtum stígvélum og svörtum rykfrakka. Af hverju er ég að segja ykkur þetta? Jú af því þið eruð að drepast úr forvitni aularnir ykkar. Já litagleðin er að drepa mig.
Og ég arkaði af stað. Niður í dalinn á bak við hús, sem er dásamlegt útivistarsvæði fyrir íbúa þessa herjaða hverfis (djók). Ég óð áfram, með vindinn í fangið og ég lét sólina skína á andlitið á mér. Svo það sjáist að ég er frábær sportmanneskja.
Ég var að hugsa um það á leiðinni af hverju ég væri alltaf svona vond við sjálfa mig. Ég elska t.d. að vera úti í góðu veðri og lengi neitaði ég mér um það.
Mér finnst gott að vera edrú og með allt á hreinu og það leyfði ég sjálfri mér ekki heldur, lengi vel.
Nú og svo reyki ég ennþá, mun reyndar hætta í maí, og ég hef barist með kjafti og klóm fyrir mínum reykingarréttindum, forstokkuð og ósveigjanleg, þrátt fyrir að ég viti að boddíið mítt þolir ekki meir.
Það eru nefnilega kostir og ókostir við að vera sjálfu sér ráðandi. Jú það eru klárlegir ókostir þar, t.d. ef maður er sjálfspyntingarfrömuður og enginn grípur inn í illa meðferð manns á eigin líkama og sál.
En ég er ekki sadisti. Ekki lengur amk. og ég ætla að bjóða hylkinu mínu upp á heilbrigt líferni, með stöku útúrdúrum nottla. Þar kemur Lindubuffið sterkt inn, svona tvisvar á ári. Úje!
Þar fyrir utan mun ég verða eins og nýskeindur kórdrengur.
En ekki hvað?
Jesssssssssss
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 5
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 2988126
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr