Færsluflokkur: Lífstíll
Miðvikudagur, 23. september 2009
Þetta er mín síða og ég pirrast ef mér svo sýnist!
Í dag hef ég verið bissí, bissí, upptekin og högst opptaget.
Ég hef sýslað margt, hugsað mikið og áorkað ýmsu.
Nema að lesa Netmoggann vegna téðra anna.
Þangað til núna og blasir ekki við mér þessi skelfilega frétt!
Marlyn Manson er með svínaflensu.
Látum vera að einhverjir nóboddís stráfalli vegna títtnefndrar flensu en að Marlyn skuli fá hana og jafnvel einhverjir fleiri valinkunnir menn - ómæfriggings god!
Þessu var ég nærri því búin að missa af vegna þess að ég var í öðrum hlutum og að því er mér fannst merkilegri en að liggja á netinu.
Klárlega mun ég gæta mín í framtíðinni.
En ég skil ekki eitt. Af hverju fær fræga fólkið flensu?
Ég hélt að það væri aldrei veikt.
Það borðar nánast aldrei, drekkur bara kampavín og nartar í kransakökur í besta falli.
Pissar tæpast - hvernig stendur á þessu?
Svo mælist ég til þess við Moggann að hann vinni fréttirnar betur hér eftir.
Það stendur ekkert um hversu háan hita Marlyn er með.
Ekkert um hvort hann drekkur nóg af vatni og er búinn að kúka.
Já ég veit, þoli ekki svona "fréttir" sem mega svo gjörsamlega missa sig.
Ég get varla farið inn á visi.is vegna stöðugra heimskufrétta um "fræga" fólkið.
En í dag ætla ég að leyfa mér að að pirrast yfir þessu máli hérna og öðrum svipuðum.
Af hverju?
Jú af því þetta er mín síða og ég pirrast ef mér svo sýnist.
It´s my party and I cry if I want to - þið vitið.
Marilyn Manson er með svínaflensu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 22. september 2009
Tímaskekkja dauðans
Ég þjóðkirkjuandstæðingurinn (ég er kurteis og til baka í notkun lýsingarorðs hér) greip andann á lofti þegar ég las viðtengda frétt.
Jón Valur og félagar vilja stofna kristilegan stjórnmálaflokk!
Halló, Jesú hefði orðið brjálaður ef hann hefði verið beðinn um að fara í framboð.
Vei yður þér farísear bara.
Án gríns, þá hræðist ég kristilega stjórnmálaflokka og best að taka fram að ég tel slíka lítið sem ekkert hafa með trú að gera en allt með trúarbrögð.
Trúarbrögð eru skelfileg, sjáið heiminn.
Kristilegir stjórnmálaflokkar eru íhaldssamari en andskotinn sjálfur.
Þeir hamra á kristilegum gildum sem er heimatilbúið kúgunartæki þróað til fullkomnunar í gegnum aldinnar.
Kristilegur stjórnmálaflokkur er bigg tæm tímaskekkja.
Þeir eru á móti fóstureyðingum.
Skilnaðir eru ekki vel séðir.
Samkynhneigð skulum við bara ekki ræða.
Í raun eru kristilegir flokkar últra hægriflokkar sem gerir íhaldið að hreinræktuðum kommaflokki svo ég kalli nú skóflu bara skóflu.
Í raun á ég ekkert að vera að tjá mig um Jón Val og hans skoðanabræður - ég skil einfaldlega ekki þennan hugarheim sem þeir dveljast í og það er mín takmörkun - ekki þeirra.
En ég get ekki stillt mig (get ég nokkurn tímann stillt mig? Ekki svara).
Ég er nefnilega skíthrædd við "kristna" harðlínumenn.
Svo myndi ég vilja að það væri ekki alltaf verið að beita Jesús Jósepssyni frá Nasaret fyrir skoðanavagninn.
Halló - hoppa inn í nútímann og megi guð blessa börnin.
Vilja stofna kristilegan stjórnmálaflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (51)
Þriðjudagur, 22. september 2009
Bannað að reykja hvað?
Rayanair ætlar að leyfa farþegum sínum að reykja reyklausar sígós um borð í vélunum sínum.
Halló, þetta er óld stöff.
Kannist þið ekki við Nikótínhylkin sem maður sogar að sér nikótíni. Öflugt stöff, maður flest út á vegg í stærstu hviðunum?
Búin að gera þetta í mörg ár þegar ég fer í flugvél.
En að þessu sögðu þá fór ég að nostalgíast í þeim tímum þar sem mátti reykja um borð í flugvélum.
Ómæ, gaman og ljúft.
Man eftir að hafa starað á skiltið "no smoking" á meðan vélin kom sér í loftið, með sígóið tilbúið á milli fingranna.
Bling og það slokknaði á skiltinu og kviknaði í sígóinu. Dásamlegt.
Merkilegt hvað maður getur fært þolþröskuldinn sinn til.
Ef einhver hefði sagt mér þá að mér myndi finnast hugmyndin um að reykja í flugvél alveg ferlegea lítið sjarmerandi eftir nokkur ár, þá hefði ég haldið hinn sama stórlega bilaðan.
Því auðvitað reykti maður í flugvél.
Maður reykti í bankanum.
Á biðstofu læknisins.
Í öllum herbergjum á heimilinu - offkors.
Gott ef ekki í strætó.
Kommon, það voru mannréttindi.
Núna hefur hins vegar allt farið í hinar öfgarnar.
Nú fær maður haturssvip frá fólki ef maður kveikir í úti á götu.
Ég sver það, í Svíþjóð átti að banna konu að reykja í sínum eigin garði af því nágranninn fann lyktina yfir til sín.
Konan vann málið.
En þetta er það sem koma skal.
Tími reykingafasistana er runninn upp!
Og á meðan þeir andskotast og þrengja mín sjálfsögðu mannréttindi þá ætla ég að reykja.
Af því mér finnst það gott, af því ég er háð efninu og af því ég þoli ekki forræðishyggju.
„Reykt“ hjá Ryanair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Sunnudagur, 20. september 2009
Við gerum samning Moggi góður - Kapíss?
Ég sting hér með upp á því við Moggann að við gerum með okkur samning.
Ég skal láta ekkifréttir af "fræga" fólkinu yfir mig ganga, jafnvel lesa þær með umburðarlyndi og ef farið verður að vilja mínum, láta eins og þær séu ekki óþolandi lágkúra.
Á móti mun Mogginn hætta að birta fréttir af hugsunum þessarra sömu einstaklinga.
Í þessu tilfelli væri t.d. gráupplagt að segja af því fréttir þegar og ef Davíð Bekkham á von á barni sem þá mögulega er kvenkyns.
Í staðinn fyrir að slá því upp hvað hann vill gera - því það er ekki fréttnæmt.
Marteinn frændi þráir barn.
Ekki kjaftur hefur áhuga á því.
Enda Marteinn háaldraður, gott ef ekki hvítur nár og ófær um að geta börn.
En þið vitið hvað ég meinið.
Mig langar í viðbrenndar kartöflur - viljið þið ekki að skrifa smá klausu um það?
Nebb, ég er nóboddí - en samt. Hvorutveggja drepur mann úr leiðindum.
Gleðilegt Silfur.
David Beckham vill eignast dóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 19. september 2009
Allsber sannleikurinn
Glatað fyrir þennan náfrænda vinar míns, Erils Vandræðasonar, að koma í blöðunum þó hann hafi skroppið allsber í búð.
Krúttið, vona að hann láti sveppagróður í friði það sem eftir er.
En ég pæli oft í rosa furðulegum hlutum, kannski af því ég er stórfurðuleg sjálf, ég veit það ekki.
Ég las þessa frétt um nakinn manninn og fór að hugsa hvað hlutir væru í raun rangsnúnir og ólógískir ef maður veltir fyrir sér lífsins fyrirkomulögum.
Við fæðumst alsber - og höfum ekkert vit á að vera með einhver leiðindi yfir því.
Svo er okkur hent í föt til að halda á okkur hita og svo er okkur kennd blygðunarsemi.
Ekki má sjást í píkur, typpi né rassa. Almáttugur minn á fjallinu.
Þetta er nakinn sannleikurinn og þannig er það nú bara.
Ekki að ég hafi uppi nein áform um að hætta að ganga í fötum, ónei, en það er vegna þess að ég er með fatablæti, fer ekkert án þeirra klæða sem ég hef komið mér upp með ærinni fyrirhöfn.
Hefur ekkert með neina blygðun að gera.
En hvað um það þegar ég var gelgja fékk ég martraðir á martraðir ofan um að ég væri allsber úti á götu.
Alveg: Mig dreymdi að ég væri í góðum fíling í Austurstræti (já þetta er dæmi, draumadæmi), í sól og góðu veðri og ég var komin að því að fara í Eymundsson eða Gevafótó, jafnvel á Hressó eða inn í London dömudeild (nei, lýg því, þar voru kerlingarföt).
Ég sem sagt labbaði þarna alveg heljarinnar spræk í draumnum og virti fyrir mér mannlífið. Var alveg glöð með mig og var máluð og svona og dinglaði augnhárunum framan í mögulega kærasta, sem var urmull af í strætinu. Ég var í stuttu máli dropp-dedd-fokking-gjorgíus eins og alltaf.
Verður mér þá ekki litið niður á tærnar á mér og sé að ég er skólaus!
Nei, perrarnir ykkar ég var í fötum, en ég var skólaus!
Þetta var á tímum pattformaskóbúnaðar og buxurnar voru 15 cm. lengri út af því.
Ég stóð þarna sem sagt í Austurstrætinu skólaus með gallabuxurnar á eftir mér sem lækkun skóleysis nam.
Gallabuxnadregillinn náði aftur að Lækjartorgi - ég sver það svona nánast.
Jiminn má ég þá heldur biðja um að dreyma mig alsbera á árshátíð drykkjumannafélagsins í Hálfvitahreppi.
Það væri beinlínis léttir get ég sagt ykkur og ég lýg því ekki.
Farin í eftirmiðdagsbænir.
Úje.
Nakinn og til vandræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 18. september 2009
Fýlupúkahreyfingin
Hm...
Nú hafa puntstráin þrjú rifið sig upp með rótum og gefið skít í grasrótina.
Þau kalla sig hreyfingu og hafa þá væntanlega brúarsmíði og andstöðu við opna umræðu sem sitt aðal baráttumál.
Svo má ekki gleyma sjúkdómsgreiningarhæfileikanum sem finnst á meðal þremenninganna sem er ekki vont að hafa á tímum kreppu þegar það kostar hvítuna úr augum fólks að leita sér lækninga.
Fýlupúkahreyfingin hefur litið dagsins ljós.
Ég sé reyndar ekki hvernig þau hefðu átt að gera þetta öðruvísi, enda búin að mála sig út í horn með barnalegri hegðun og frekjuköstum eftir að hafa orðið undir í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu á landsfundi Borgarahreyfingarinnar.
Baklandið (tveir varaþingmenn að mér skilst, leiðrétti það fúslega ef það eru fleiri) mynda með þeim hreyfinguna.
Mikið skelfing er ég orðin leið á þessum uppákomum.
Þetta fólk brosir aldrei.
Þeim er alltaf svo stórlega misboðið.
Nú fer brúnin á þeim væntanlega að léttast.
Og vonandi fær þjóðin nú frið fyrir stöðugum drama- og fýluköstum þingmannanna í fjölmiðlum.
Og Borgarahreyfingin getur farið að starfa eðlilega.
Þingmenn koma og fara.
Þörfin fyrir grasrótina er hins vegar alltaf fyrir hendi.
Guð forði okkur frá fleiri stjórnmálamönnum "fólksins" sem eru á stöðugri sjálfshátíð.
Til lukku BH.
Klofningur í Borgarahreyfingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Föstudagur, 18. september 2009
"Svo þakklát að þið eruð til" - eða þannig
Ég er ein af þeim sem hafði töluverðar væntingar til Borgarahreyfingarinnar.
Þarna var fullt af fólki sem ég þekkti, mis vel reyndar, fólk sem ég hafði trú á.
Og svo var kosið.
Borgarahreyfingin náði fjórum inn á þing, ég þarf ekki að tíunda þá sögu.
Um leið og talningu lauk, úrslitin ljós og fagnaðarlátunum linnti hófst tímabil stöðugra óláta í friðarhreyfingu fólksins sem vildi eigna sér búsáhaldabyltinguna.
Já ég er að tala um þingmennina, ekki hinn almenna félagsmann í Borgarahreyfingunni.
Ég sá þá koma í pontu þremenningana (undanskil auðvitað Þráinn Bertelsson sem er fyrst og fremst trúr sinni sannfæringu og tekur ekki þátt í klíkumyndunum og knúsorgíum, þar sem fólk þakkar hvert öðru fyrir að vera til út í eitt. Enda hrapaði hann snarlega af vinsældarlista hinnar heilögu þrenningar) og þeir skáru sig frá hinum almenna þingheimi með því að hreykja sér hátt, þeir voru öðruvísi, betri og göfugri, þeir frussuðu af vandlætingu yfir hinum glötuðu fjórflokkum. Munur en þau.
En auðvitað voru þau hvorki betri né verri en aðrir, bara jafn breysk og hinir. En þeir höfðu tækifæri til að vinna öðruvísi - sem þeir reyndar gerðu með öfugum formerkjum.
Ég tek fram að þannig horfði þetta við mér, eflaust eru mér margir ósammála, en ég get bara túlkað mína persónulegu upplifun.
Til að gera langa sögu stutta þá hefur aðdáun mín breyst töluvert í hina áttina og ætla ég ekki að nota stærri lýsingarorð um málið, enda alþjóðlegi kurteisisdagurinn í dag, hjá mér sko.
Almenningur hefur síðan fylgst með prímadonnuherferð heilagrar þrenningar á síðum dagblaða og annarra miðla nánast í beinni fram til dagsins í dag.
Nú neita þingmennirnir að beygja sig fyrir lýðræðislegum vilja þeirrar hreyfingar sem kom þeim á þing.
Þó tók steininn úr fannst mér þegar ég frétti að þeir hafi gengið út af fundi en tilkynnt að fólk mætti tala við þau þar sem þau voru í hliðarsal.
Hirðin veitti áhugasömum áheyrn.
Halló, hver ráðleggur þessu fólki? Einhver með ógeðslega sjúkan húmor. Ésús minn í PR-mennskunni.
Hér skrifa þeir svo í Moggann í og subba út lýðræðislega kjörna stjórn hreyfingarinnar.
Mér finnst þetta bara svo dapurt.
Þeim verður tíðrætt um bakland, Margréti, Þór og Birgittu.
Ég held að þessi þrjú séu ágætis manneskjur sem hafi svolítið misst sjónar á upphaflegum markmiðum.
Þá hefði verið ágætt að hafa GAGNRÝNIÐ bakland en ekki fólk sem hefur sett þau á stall og ástundar tilbeiðslukennda jámennsku í stað uppbyggilegrar gagnrýni.
Í pólitík er það ekki svo "að sértu mér ekki sammála þá ertu á móti mér".
En það er bara mín skoðun.
Svo ætti það að vera Birgittu, Þór og Margréti ærið umhugsunarefni að nýleg skoðanakönnun sýnir að 93% þjóðarinnar treysta þingflokksformanni BH ekki nokkurn skapaðan hlut.
Nú, en af því það er hinn alþjóðlegi kurteisisdagur hjá mér þá sný ég þessu við og segi að 7% þjóðarinnar treystir Birgittu.
Áts. Jafnvont.
Sorglegt og já ég er reið og sár yfir því hvernig komið er.
Aðallega vegna þess að þessi fíflagangur mun gera nýjum framboðum í framtíðinni erfitt um vik.
Hvernig á fólk að gleyma þessu rugli?
Óvíst um frekara samstarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 17. september 2009
Vanskilaskrá jafnþykk símaskráni
Það segir sig sjálft að í þessu árferði þar sem úrlausnir vantar varðandi greiðsluvanda heimilanna þá muni vanskilaskráin verða jafn þykk símaskránni.
Svo er það spurningin um þetta vanskilafyrirkomulag yfirleitt.
Og gjaldþrotin sem munu aukast með ljóshraða ef fram heldur sem horfir.
Þeir sem eru á vanskilaskrá nú eða gjaldþrota geta ekki hreyft sig fjárhagslega eru í hlekkjum og koma allsstaðar að lokuðum dyrum.
Kallar það ekki á svarta vinnu og um leið minni tekjur í ríkissjóð?
Er ekki tilefni til endurskoðunar á þessu fyrirkomulagi sem er einn stór vítahringur fyrir alla?
Verður ekki að skoða þetta dæmi upp á nýtt út frá þeim veruleika sem við finnum okkur í núna?
Ha?
Ég bara spyr og spyr.
Er orðin svo vonlítil um bjartari framtíð.
Farin í Bónus eða eitthvað.
Vanskil aukast hratt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 16. september 2009
Drami, drami, drami
Hvaða drami er þetta í Mogganum?
Ég gat ekki heyrt að það væri mikil vanlíðun í gangi ef marka má þá nágranna sem talað er við.
Reyndar held ég að enginn myndi svara því aðspurður að honum þætti frábært og spennandi að fólk væri að skvetta málningu á húsin í götunni í skjóli nætur.
Full mikil úr þessu gert finnst mér þó.
Ég er ekki að mæla eignaskemmdum bót svo fjarri því, en ég sit ekki hér með stjórnlausan ekka, tæti af mér neglur og augnhár með glóandi járntöngum veinandi af harmi út af málinu.
Dálítið langt frá því sko.
Hmprmf
Nágrönnum auðmanna líður illa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 15. september 2009
Farin í felur
Vá hvað ég vildi ekki vera í sporum Gunnars í Krossinum núna ().
Jesús verður örugglega brjálaður þegar hann les þetta.
Farin í felur.
Ætla að vera í öruggu vari þegar fagnaðarlætin bresta á.
Forstöðuhjón Krossins að skilja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 14
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 2987316
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr