Færsluflokkur: Dægurmál
Sunnudagur, 15. febrúar 2009
Svona lala og lúlú
Í gærkvöldi var minn einlægi ásetningur að horfa ekki á Júró, ætlaði að passa mig á að eyða ekki kvöldinu í aulahrolli og svo vildi ég geta sagt með nokkuð góðri samvisku að ég hefði ekki heyrt flest lögin og væri því ekki umræðutæk.
En svo endaði ég inni í lok þáttarins. Nóg til að sjá einhvern sautjándajúníhroðbjóð með sportsokkastelpum og mér varð nær allri lokið. Ókei, mér gæti ekki staðið meira á sama, er að reyna að byggja upp spennu hérna.
Svo komst gleðimarsinn í úrslit.
Nú, nú, á að koma í veg fyrir að maður geti horft á Moskvuleikana (arg) og tékkað á tískunni. Ég get ekki horft á þennan Ingó and ðe lúlús gera okkur illt í Moskvu.
Þá kom þessi fallega stúlka, kom sá og sigraði.
Róleg, ég er ekkert að missa mig af hrifningu, en stúlkan söng vel, lagið var svona lala og þetta er ekki aulahrollvekja.
Þá datt mér í hug að þeir hefðu planað þetta svona hjá RÚV.
Láta þjóðhátíðarlagið komast í úrslit til þess eins að hræða úr manni líftóruna.
Allt sem á eftir kom hefði slegið í gegn. Jafnvel Geir Ólafsson hefði verið ættleiddur af mér persónulega eftir smalalag Ingós.
Þetta er nú einfaldlega svoleiðis.
En ekki taka mig alvarlega. Ég elska að hata júróvisjón.
Mér gæti ekki staðið meira á sama hver vinnur.
En ég óska þessari efnilegu söngkonu, henni Jóhönnu Guðrúnu til hamingju með Moskvuferðina.
Labbílei.
![]() |
Lagið Is it true til Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 13. febrúar 2009
Súmí
Það sem ég get látið hluti sem engu máli skipta pirra mig.
Ótrúlegt!
Eins og ég er fullkomin í hugsun og til orðs svo ég nú ekki tali um æðis.
Hér er maður í miðri kreppu sem ekki sér fyrir endann á og spillingin og viðbjóðurinn sem grasseraði bak við tjöldin er rétt að byrja að koma í ljós.
Ég og vinkona mín vorum að tala um það í dag að okkur skorti orð til að lýsa tilfinningum okkar, nú þegar hvert hneykslið rekur annað, Hvað á maður að segja?
Að maður sé hneykslaður?
Það lýsir því ekki einu sinni, kemst ekki nálægt því sem við erum að upplifa á hverjum degi.
Við urðum sammála um að þetta væri svona raðhneykslistilfinning sem tekur ekki enda.
Óslitin tilfinning undrunar og reiði sem yfirgefur ekki nokkra stund.
Og svo er ég að pirra mig yfir Júróvisjón.
Kannski er það heimilislegt og 2007 að gera það. Minnir á betri tíma, þegar maður gat leyft sér að vera ógeðisleiðinlegur út í nördana í Júró.
Ég man að ég bloggaði heilu bálkana um keppnina í fyrra t.d..
Nú eru allir lagahöfundarnir iðnaðarmenn, akademískir og hinsegin.
En hvað er að mér, ég hef horft tvisvar í ár og á ekki að vera að tjá mig.
Og þó, hvað eiga allir hinir Júróhatararnir að lesa ef ég gefst upp á keppnisfjandanum?
Eva María og Ragnhildur eru ágætar í sitt hvoru lagi.
En saman eru þær eins og gelgjur á sterum.
Og eru þá fá lýsingarorð til sögunnar nefnd.
Fyrirgefið en stund sannleikans er að renna upp.
Súmí.
![]() |
Systur í (Evróvisjón) anda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 12. febrúar 2009
Smá sætt
Ef ekki væri fyrir fullkomnar () dætur mínar og barnabörn væri ég komin í kreppukör.
(Eins gott að hafa stelpurnar góðar, hver veit nema ég þurfi á þeim að halda fljótlega, jájá).
Jenný Una Eriksdóttir var hér í gistingu í nótt að ósk meðlima kærleiks.
Í morgun:
Amma, dóttir þín (mamma hennar) var stundum óþekkt baddn!
Amman: Ha, var mamma þín óþekk þegar hún var lítil? Hver sagði það?
Jenný Una: Ég veita. Ég manða alveg. Dóttir þín var oft að stríða systrunum sínum!
Og..
Amma þegar ég er há ykkur þá má ég fá fullt af ís.
Amman: Nei Jenný mín og það er enginn ís á virkum dögum. Mamma þín segir það.
Jenný Una: Dóttir þín ræðir engu hér!
Svona orðaskipti bjarga deginum mínum, jafnvel þó horfur hafi verið svona og svona.
Líka þótt svefninn hafi verið af skornum sammti en þessi unga stúlka lætur sér ekki nægja sitt eigið rúm sem hún á hér á kærleiks til að hvíla í á nóttunni, heldur kemur hún með sæng, kodda, dúkkur og bangsa í þremur ferðum og yfirtekur rúm þeirra sem fyrir liggja.
Og breiðir úr sér.
Mér væri sama þó þau kæmu öll fjögur "baddnaböddnin" og legðust í rúmið mitt.
Er nokkurt fallegra að horfa á en sofandi ungviði?
Í gærkvöldi sá Jenný Una afa hans Olivers í sjónvarpinu um það leyti sem hún var að fara inn að sofa.
Ég get ekki farið að sofa amma, ég verður að horfa á sjónvartið. Ég ætla að horfa á Afa-Tóta!
Og þegar ég féll ekki fyrir þörf barns fyrir sjónvarpsgláp, tók hana í fangið og bar hana inn í rúm til bókalesturs, veinaði hún brostinni röddu: Afi Tóti, afi Tóti!
Hvaðan hefur barnið þessa dramatík?
Ekki frá ömmunni, sem alltaf er róleg og haarderuð. Alltaf.
Kreppa?
Hvað er það?
P.s. Ekki svo voðalega gömul mynd af Jenný Unu og Oliver mínum sem býr í London.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 7. febrúar 2009
Úthald - stærð og stífni
Hvernig er hægt að komast eins langt frá vitrænni umræðu og mögulegt er?
Hvernig má gera laugardag í veikindum að jippói fyrir sjálfan sig heima í stofu?
Ég las auðvitað netmiðlana mér til skemmtunar og tímamorðs.
Á milli þess sem ég kúgaðist vegna ógleði af líffræðilegum toga svona til tilbreytingar.
Ég sagði við húsband þar sem hann sat og borðaði morgunmat:
Ég er alveg að æla!
Hann: Hvað varstu að lesa sem kom þér úr jafnvægi?
Ég: Arg, hvað er að þér, ég er með flensu, hita og ógleði, þetta er að ganga maður!
Hann; útúrkúl á því: Þér er nær að misnota svona "afsakið á meðan ég æli".
Ég skil við hann í bítið á mánudaginn, ekki spurning, hjartalausi mannfjandi!
En aftur að blaðaflakkinu.
Fjölnir fékk blóm fyrir hestabjörgun.
Hjá mér er hann maður vikunnar vegna þess að hann hefur náð hæðum í að koma sér á framfæri. Enginn hrifnari af atvikinu en hann sjálfur. Til hamingju Fjölnir.
En er ekki svolítið leim hjá kallinum að vera að tjá sig um hvað eldgömul kærasta segir um eigin kynorku?
Kommon, á maður að hlaupa til þegar fyrrverandi fara með úthald, stærð og stífni í viðtöl?
Mjög margir af mínum fyrrverandi hafa einmitt gert það.
Heilu viðtalsbálkarnir í heimspressunni um utanbókarkunnáttu þeirra í Kama Sútra fræðunum.
Ég steinheld alltaf kjafti - af því ég vill ekki vera að brjóta niður testósterónflipp manna.
Æi ég er að fokka í ykkur.
En Fjölnir var snöggur með hestana, það tók sig upp löngu dauð heilabylgja vegna kuldans í vatninu.
Og hann stökk á tækifærið.
Jájá, hann gerir sig sjálfur að skotmarki maðurinn.
Og ég nýti mér það til dundurs.
![]() |
Fjölnir segir Mel B líklega bara með alzheimer |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 15. janúar 2009
Hið mannlega Vörutorg á Stöð 2
Nei sko, hugsaði ég þegar ég sá þetta.
Ari Edwald biður fórnarlamb nauðgana afsökunar.
Auðvitað kom ekkert annað til greina en að biðjast afsökunar á þessum vægast sagt ósmekklega samanburði Ara á líðan þolenda nauðgana annars vegar og starfsmönnum Stöðvar 2 fólksins sem mér skilst að sé samt óvenju viðkvæmt og ég dreg það ekki í efa. Sumt af þolendum "ofbeldisins" við Borgina mun t.d. ekki hafa þolað við á Þrettándabrennum vegna ótta við blys eftir gamlársdagstrámað.
En Ari er maður að meiri, flott hjá honum að biðjast afsökunar.
Það er sjaldgæft á Íslandi dagsins.
Annars dauðvorkenni ég fólkinu á Stöð 2 sem vinnur við Ísland í dag, bara svo ég nefni dæmi.
Það hlýtur að vera ömurlegt að hafa metnað og þurfa svo að starfa á mannlegu Vörutorgi.
Ísland í dag var að ég held ætlaður sem þáttur um efni líðandi stundar, bæði pólitík, menningu og því um líkt, ekki ósvipað Kastljósinu.
Núna er Íslandið orðið auglýsingaþáttur fyrir eigendurna og þeirra vini.
Þvílíkur bömmer sem það hlýtur að vera að þurfa að standa í svona yfirmannatotti.
Í gær sá ég auglýsta umfjöllun Íslands í dag í gærkvöldi þar sem fjalla átti um tilboðsverði á Iceland Express flugmiðum. Halló!
Einn daginn sá ég lofgjörð um Samskipamanninn og við fengum að vita hvað hann var mikill peningasafnandi dúllurass strax í æsku. Við fengum að heyra fjölskyldu og vini mæra hann upp að því marki að þetta varð að svokallaðri lifandi minningargrein.
Plís hlífið oss.
Í kvöld var viðtal við viðfangið í þætti kvöldsins á einhverri sportrásinni. Auglýsingin var spennandi. Lúxuslifnaður íþróttamanna í útlöndum. Viðtal við Loga í Íslandi í dag, þá væntanlega um þáttinn í kvöld sem fjallar um hann sjálfan.
Þið munið svo brjóstastækkunardæmið, Worldklassið. Auglýsingar hvað?
Ég hef ekki tíma til að taka fleiri dæmi, en þetta er grátlegt að horfa upp á, sérstaklega núna þegar almenningar kallar eftir upplýsingum og hlutirnir gerast með ógnarhraða. Ef einhvern tímann hefur verið þörf fyrir góða magasínþætti þá er það núna.
Kastljós toppar sig kvöld eftir kvöld og það ber að þakka.
Sáuð þið Kastljósið í kvöld?
Einn eitt spillingarmálið að koma í ljós, nú hjá Gæslunni.
En það er efni í aðra færslu.
Sjitt
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 15. janúar 2009
HjúíLúí
Líf Hefners sýndarmennska?
Eruð þið ekki að fokking kidda mig?
Ég sem hélt að þessi níræði foli væri ríðandi eins og rófulaus hundur upp um alla veggi.
Ji, hvað maður getur látið blekkjast.
En mikið skelfing er ég glöð fyrir hönd þessara stúlkna sem hann heldur við úrkynjunarhirðina, að þær séu lausar við þá iðju að sofa hjá steindauðri goðsögn sem enginn trúir lengur að sé sönn.
Félagi Hefners og náinn samstarfsmaður sem kallaður er Lilli er kominn á varanleg eftirlaun.
Hafi spurningamerki einhvern tímann verið ofaukið í fyrirsögn þá er það nú.
Annars góð bara.
Eða verð það um leið og ég er hætt að gráta yfir sannleikanum um kyntröllið HjúíLúí.
Úje.
![]() |
Líf Hefners sýndarmennska? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Tjillað í útvarpinu
Forsætisráðherrann átti í erfiðleikum með að komast í vinnuna í morgun.
Erfitt á öllum vígstöðvum.
En er það ekki lýsandi fyrir veruleikaflótta og virðingarleysi stjórnmálamanna þessa dagana að á meðan vel yfir þúsund manns sátu í Háskólabíói á borgarafundi, vel flestir áhyggjufullir yfir ástandinu þá var stóll formanns Sjálfstæðisflokksins auður.
Formaðurinn a.k.a. Forsætisráðherrann var í útvarpinu hjá Bubba.
Bara verið að tjilla á léttu nótunum svona.
Enginn ástæða til að mæta á fund með (ó)þjóðinni.
Né heldur ástæða til að hlusta á erlenda sérfræðinga.
Af hverju er ég ekki hissa?
![]() |
Kreppan getur dýpkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 7. janúar 2009
Þú blöggar ekki um þetta!
Ég var að tala í símann, við konu, sko vinkonu mína eða frænku skulum við segja og hún er utan að landi. Ekki von á góðu þar af leiðandi.
Við vorum að ræða landbúnaðarmál.
Ég hef ekki afturenda vit á þeim en tók samt þátt. Alltaf til í að hafa skoðanir.
Hún var að kafna úr reiði vegna fordóma minna á bændastéttinni og ég viðurkenni að ég var svolítið í því að ganga fram af henni.
Hún: Þú ert ótrúleg. Hvernig hefur þú komið þér upp öllum þessum hleypidónum?
Ég: Ha, hleypidónum? Hvað er það?
Hún: Nú, nú, hætt að skilja íslensku, sko hleypidónar, formdómar. Hefurðu aldrei heyrt orðið?
Ég: Er ég hleypidóni?
Hún: Já og það sem meira er þú hefur ekki hundsvit á landbúnaðarmálum.
Ég: Hehemm, meinarðu að ég sé haldin hleypidómum?
Hún: Já auðvitað, ég sagði það.
Svo hvæsti hún út á milli samanbitinna vara
Jenný Anna; ef þú blöggar um þetta þá drep ég þig.
Ég var svo aldeilis yfir mig hneyksluð og spurði hana hvort hún væri eitthvað verri. Að fara með bjánaskapinn í fólki sem ÉG þekki á blöggið, aldrei.
Ég ætti ekki annað eftir.
Annars fín.
P.s. Bara svo það sé á hreinu þá þekki ég konu þessa aaaaaaaðeins lauslega bara. Eiginlega ekki neitt.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Þriðjudagur, 6. janúar 2009
Uppblásnar varir og endaþarmshvíttun
Pappírsmiðlar eru að verða óþarfi. Netið er hin nýja leið til að lesa blöðin. Því trúi ég.
Fréttablaðið og Mogginn í pappír eru mér stöðugt kvalræði samviskulega séð. Ég nenni ekki í endurvinnsluna og dembi heilu rjóðrunum í tunnuna. Já ég skammast mín.
Annars þurfa 365 ekki að hafa miklar fjárhagsáhyggjur held ég.
Þeir eru með eindæmum frjóir í hugsun þessa dagana.
Eins og t.d. þátturinn Ísland í dag sem með nýjum stjórnendum eiga örugglega eftir að slá í gegn.
Búið að reka hann addna Sölva sem var alltaf á kafi í stjórnmálaumræðunni, spillingunni og svoleiðis leiðindum.
Nýir tímar hafa verið innleiddir í þáttinn. Mál mánaðarins er auðvitað líkamsrækt.
Allir fara í líkamsrækt í janúar, það veit hvert barn og ALLAR konur eru annað hvort nýkomnar úr fegrunaraðgerð eða á leiðinni í eina svoleiðis.
Þess vegna snertir þetta mál okkur öll. Munu Íslendingar verða heimsmeistarar í endaþarmshvíttun og uppblásnum vörum?
Þetta er mál sem verður að kryfja til mergjar núna á Nýja Íslandi.
Svo kemur febrúar. Hvað er mál þess mánaðar?
Ég veit hvað brennur á mér. Hér koma tillögur á hraðbergi;
23 hægfara aðferðir við rúllupylsugerð.
Hvernig við getum sippað okkur út úr kreppunni og losnað við lærapokana í leiðinni.
Gæludýrahald, getum við fengið dýrafeldinn til að glansa fallega með lítilli fyrirhöfn?
Marínering á roðum,beinum og íslensku handritunum. Beggi og Pacas koma svo.
Ég vil óska "fréttastofu" Stöðvar 2 til hamingju með nýja Ísland í dag.
Núna fyrst eru þeir farnir að höfða til hugsunarinnar.
Takk, takk.
![]() |
Útgáfudögum Fréttablaðsins fækkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 12. desember 2008
Vanir menn og vönduð vinna
Fólk hefur missjúkan húmor.
Sumir svo sjúkan að manni nánast blöskrar. (Ég er svo sjúk að ég brosti, ók hló, þetta er svo bilað stönt).
Eða var þetta kannski ekki til gamans gert, var þetta tilraun til fjársvika?
Djöfuls spilling á Hrauninu ef rétt reynist.
Algjörar helvítis glæpajurtir þar innan dyra.
Ég hélt að alvöru glæpamenn væru allir UTAN girðingar!
Þetta verður ekki fyrirgefið.
Fangarnir Knold og Tot eru að gera eitthvað vitlaust.
Snúa sér til eigenda gömlu bankanna drengir.
Þar eru vanir menn og vönduð vinna.
Úje
![]() |
Grín sem gekk of langt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr