Færsluflokkur: Dægurmál
Föstudagur, 24. apríl 2009
"Að halda ofaná"
Þvílíkur dagur!
Ég steðjaði af stað til að kjósa.
Röðin var heil eilífð að lengd. Ég kýs því á morgun eins og pöbullinn.
Svo fékk ég gesti, einn frá Englandi. Ekki leiðinlegt.
Svo náðum við í systkinin Jenný Unu og Hrafn Óla.
Pabbinn í stúdíói, mamman að djamma, halda upp á að hún er að ljúka merkilegum áfanga í náminu sínu.
Jenný Una (sest mjög kjaftaleg með hönd undir kinn, við eldhúsborðið): Amma; pabbi minn er gamall.
Amman: Ha? Gamall hann pabbi þinn? Nei, hann er frekar ungur maður.
Jenný Una (ákveðin): Nei, hann er gamall, hann segir vimmig, Jenný Una, ér pabbi gamli.
Amman: Já, hann er bara að grínast.
Jenný Una (hugsi): Já erþa? En amma, þú ert sko gömul þú ert miklu gamlari en pabbi minn.
Takk Jenný Una Eriksdóttir!
Og töluvert seinna.
Jenný Una: Amma, mamma mín er ekki í skólanum sínum. Hún er að halda ofan á að hún er búin í skólanum og fer í annan skóla.
Amman: Halda hvað?
Jenný Una (pirruð á skilningsleysi gömlu konunnar): Hún er að halda -o-f-a-n-á að hún er búin í skólanum.
Tíu mínútum síðar fattaði ég hvað barnið meinti, ég rauk á hana og knúsaði í kremju.
Að halda uppá eða ofaná - lítil sem enginn munur.
Arg.
Myndin er frá síðustu helgi þegar Jenný fór með mömmu sinni, Söru vinkonu mömmunnar og Tryggva í sjóveiði.
P.s. Svo horfði ég á á RÚV kosningaþáttinn, hef ýmislegt um hann að segja, geri það seinna.
![]() |
Hryðjuverkalög á útrásarvíkinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Hver er fallegust?
Ég er svo mössí, mössí í kvöld.
Algjör tilfinningakartöflustappa með smjöri.
Svo langar mig til að bresta í söng.
"Vorvindar glaðir", en ég sleppi því.
Örugglega sumarið held ég.
En eitt hefur vantað í kosningabaráttuna.
Það er fegurð kvenframbjóðendana sem hefur ekki enn verið metin, hvað þá um hana kosið.
Það á að raða konum upp eftir fegurð, fallþunga og aldri, þvert á flokka.
Konur eiga ekkert að þvælast í framboð, séu þær yfir/undir kjörþyngd, ómálaðar og með skjúskað hár.
Svo kjósum við auðvitað þann flokk sem á fallegustu konurnar.
Herra Ísland (hver sem það nú er) hefur gert þetta mögulegt.
Hann hefur útbúið lítinn og sætan samkvæmisleik þar sem við getum raðað stelpunum eftir útliti að okkar smekk.
Og hér má kjósa framboðsherrana. Jafnræði. Ávallt jafnræði.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 17. apríl 2009
Og vitið þið hvað?
Ég var að velta því fyrir mér fyrr í kvöld hvort það væri ekkert líf, ekkert bloggefni, ekkert stuð, fyrir utan pólitík, hústökur og bankahrun.
Jú, víst er það. Það má blogga um ýmislegt.
En þá vandast málið.
Ég get ekki bloggað um drauma, þú treður ekki heilaflippi næturinnar, sem sjaldnar meikar sens, upp á fólk sem rekst inn á bloggsíðuna þína.
Ég get ekki bloggað um veikindi. Ég veit ekkert leiðinlegra en veikindi, þó það megi geta þess hér að ég er raddlaus á sjöunda, með sprungna hljóðhimnu og skapvonsku í sögulegu hámarki.
Ég get hins vegar bloggað um allt og ekkert, skrifað heilu færslunar um eitthvað vísindafokk, en ég er ekki stemmd fyrir fíflagang á meðan ég bíð eftir kosningum.
Sko, þetta með veikindin (gat verið ég er komin á fullt), það er ekkert leiðinlegra en fólk sem lifir í veikindum.
Bloggar um þau.
Talar um þau.
Veltir þeim fyrir sér.
Les um þau.
Er þau.
Hm..
Hef ég sagt ykkur að ég er með sprungna hljóðhimnu?
Var ég búin að segja ykkur að ég get ekki talað?
Gleymdi ég að geta þess að mig verkjar í báðar hnéskeljar eftir bænahald morgunsins?
Örugglega ekki.
Og vitið þið hvað?
Í nótt dreymdi mig draum.
Hann innihélt Bjarna Ben, bókhald Guðlaugs Þórs, John Lennon, hlaðið kökuborð en ekkert kaffi. Leit að fjársjóði, dollara í búntum og týnda skó.
Það má geta þess að Bjarni Ben er vita laglaus samkvæmt draumi.
En ég ætla ekkert að blogga um það neitt.
Þið mynduð ekki skilja upp né niður.
Segi svona.
Góða nótt aularnir ykkar.
"Talk to the hand"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 13. apríl 2009
Inn-út-inn-út
Í mínu ungdæmi (vó hvað ég virðist gömul og er gömul, fjárinn sjálfur) tíðkaðist ekki að riðið væri undir stýri, nema að það hafi farið mjög leynt.
Frussssssssss.
Ég held hins vegar að þá hafi tíðkast æxlunarathafnir í aftursætum bifreiða og þá vegna aðstöðuleysis.
Enda samfarir sem fara fram í litlum fólksbifreiðum varla eitthvað til að skrifa langar skáldsögur um.
Það er einfaldlega; inn-út-inn-út - búið bless.
Ekki að ég vitið það.
Algjörlega saklaus um svona ógeðishegðun í sjálfrennireiðum.
Núna virðist fólk stunda kynlíf undir stýri og það sér til skemmtunar.
Kikkið hlýtur að felast í hættunni og hraðanum ímynda ég mér.
Þetta er sama fenómen og að henda sér í fallhlíf (ekki æsa ykkur fallhlífarfólk), fara í teygjustökk og hoppa í fossa.
Ég meðtek að það er til fullt af svona fólki en ég reyni ekki að skilja það.
Ekki að það sé eitthvað skrýtið, ég skil ekki fullt af fólki.
Heilu starfstéttirnar eru mér hulin ráðgáta, eins og til dæmis prestar og sundlaugaverðir.
Svo ég ekki tali um líkkistusmiði.
Ég næ ekki neinum flöt á starfsvalinu.
En að ríða undir stýri er held ég toppurinn á áhættufíkn.
Þetta fólk ætti að detta í það í staðinn.
Kommon, vegfarendur og fólk í bifreiðum í hættu út af einum drætti.
Ég næ ekki upp í nef.
![]() |
Stunduðu kynlíf á ofsahraða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 13. apríl 2009
Pokahlaup á Sóandsógötu
Ég bý á Sóandsóteigi nr. 23 hér í borg.
Á laugardag fyrir páska var haldið pokahlaup hér á Sóandsóteig fyrir fimmtíuogtveggjaára og eldri.
Í verðlaun var strætómiði vestur í bæ báðar leiðir.
Nokkuð kalt var við rásmarkið en keppendur létu það ekki rassgat á sig fá.
Margir unnu, fáir töpuðu og allir voru glaðir.
Datt í hug að segja ykkur þetta af því það stendur ekki stafur um þennan merkilega atburð í andskotans Mogganum.
Góðan daginn annars villingarnir ykkar og gleðilega súkkulaðihátíðarrest.
Lalalala
![]() |
Góð þátttaka í páskaeggjaleit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 12. apríl 2009
Draugaleg rödd
Sorglegt hvað fólk heldur misvel upp á páska en mikið skelfing er ég glöð að vopnaævintýrið endaði slysalaust.
Borgarar eiga ekki að eiga skotvopn. Einfalt mál.
En súkkulaðihátíðin á kærleiks er búin að vera yndisleg.
Hér er nafna mín komin til gistingar og mamma hennar kom með hana og hjálpaði mér (lesist þreif ein nánast alla íbúðina).
(Í gær reddaði frumburðurinn helgarinnkaupunum með móður sinni mállausri, dætur mínar eru bestar).
Jenný Unu brá yfir drungalegu raddleysi ömmunnar.
Henni leist satt best að segja ekki á blikuna.
Amma, ég er ekki viss að ég ætli að gista há ykkur.
Amman: Ha, af hverju ekki?
Jenný: Þú er mjög draugaleg í röddinni.
Amman: En ég er samt alveg sama amman.
Jenný (ákveðin): Nei, þúertaekki.
Aðeins seinna:
Amma, þú ert að lagast í röddinni þinni mjög hratt.
Ég ætla að gista há ykkur afa.
Lífið er unaður.
Ég er farin að koma upp einu og einu hljóði.
Vó, hvað það gleður.
Njótið súkkulaðihátíðarinnar í botn.
Það ætla ég að gera.
![]() |
Þurfti að kalla á sérsveitina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 11. apríl 2009
Ekki sama á hvaða fíl er ráðist
Þessi fíll tengist ekki fréttinni.
Rosalegir fordómar eru gagnvart samkynhneigðum fílum í Póllandi.
Ég sverða.
En það er eins gott að Mogginn slær varnagla í þessari frétt og tekur fram að fíllinn á myndinni tengist ekki fréttinni.
Annars hefði blaðið getað lent í meiðyrðamáli.
Fíllinn á myndinni hefði hreinlega getað stefnt þeim.
Hvaða brandarakall setti þetta í blaðið?
En svona í förbifarten:
Ætli það sé enn verið að leita að páskaeggjum í Elliðaárdalnum?
Nei, nei, segi svona, datt það í hug bara.
P.s. Ég verð að segja ykkur að mér finnst þessi fíll á myndinni smá hommalegur og ég vona svo sannarlega að hann sjái ekki þessa bloggfærslu.
Hehemm.
![]() |
Skammast yfir samkynhneigðum fíl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 11. apríl 2009
Leitið og þér munuð finna
Þingmenn Sjálfstæðisflokkisins, svo krúttlegir eitthvað, ætla að mæta í páskaeggjaleit á vegum sjálfstæðifélaganna í Reykjavík.
Almáttugur Jésús á galeiðunni!
Ég ætla rétt að vona að þeir séu duglegri við eggjaleitina en þeir eru við að finna þá sem tóku á móti styrkjunum frá Landsbanka og Enron FL-Group.
Jæja hvað um það.
Ég óska þeim góðs gengis.
Súmítúðefokkingbón.
Úje.
![]() |
Þingmenn í páskaeggjaleit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 9. apríl 2009
Ég get ekki talað
Páskar, páskar, páskar.
Mér finnst þeir oftast erfiðir vegna trámatískrar lífsreynslu í æsku.
Róleg, ekkert dramatískt, en þeir sem deila með mér minningum frá páskum upp úr miðri síðustu öld vita hvað ég er að meina.
Það var allt lokað, ekkert sjónvarp og endalaus helgislepja í útvarpinu.
Svo var ekki kjaftur á ferli, krakkar ekki heima og maður gekk í gegnum helvíti af leiðindum.
Allt fyrir Ésú. Hvers átti maður að gjalda?
Núna hins vegar er ég að bíða eftir kosningum.
Mér gæti ekki verið meira sama um þennan snjókarl á Akureyri. Hann bráðnar bara í fyllingu tímans eða eitthvað.
Svo er ég raddlaus, nenni ekki út í það en ég get ekki talað.
Hvað geri ég þá?
Jú, ég fylgist með Sjálfstæðisflokknum og borða páskaegg.
Páskaegg úr Konsum súkkulaði, sem er mitt uppáhalds súkk.
Þó ég sé sykursjúk þá leyfi ég mér smá súkkulaðisúkk á jólum og páskum.
Sumir segja að gamla fólkið elski suðusúkkið, ég segi að sælkerarnir hafi smekk fyrir því.
Svo er það hollara.
Málshátturinn var; hæst bylur í tómri tunnu, ég tek því ekki persónulega enda greind með afbrigðum.
Fáið ykkur páskaegg til að lifa af þessa daga þar sem hver spillingarfréttin rekur aðra.
Það er eitthvað karmískt við þettta nýjasta mál. Sjálfstæðiflokkur tekinn í bóli af FL-Group.
Njótum lífsins, það er ekki seinna vænna að starta partíinu.
Maður yngist ekki.
Grátið mér stórfljót, ég get ekki talað.
![]() |
Snjókarlinn ekki látinn í friði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 7. apríl 2009
Fossablæti
Svona frétt er uppfyllingarefni.
Þriðjudagur smiðjudagur.
Vitið þið að mig dauðlangar á hótel um páskana.
Ég sagði mínum reisufælna eiginmanni þessi tíðindi rétt fyrir kvöldfréttir.
Hann spurði hvar hótelið ætti að vera staðsett, kannski í öðru landi?
Ég var á því að það væri slétt sama, mig langaði einfaldlega á hótel.
Og ég vildi að það heyrðist í fossi inn um gluggann.
Ég nenni ekki að segja ykkur hvernig þetta samtal þróaðist.
En ég er ekki á leiðinni á hótel um páskana.
En mér hefur hins vegar verið bent á að það sé foss í nágrenninu sem ég geti heimsótt.
Þessi í Kaupþingsanddyrinu þið vitið.
Á opnunartíma banka og sparisjóða.
Hef ég sagt ykkur hvað ég er gift skemmtilegum manni?
Ekki?
Ég held ég láti það alveg eiga sig að sinni.
![]() |
Þriðjudagur erfiðastur vinnudaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr