Færsluflokkur: Fjölmiðlar
Miðvikudagur, 12. ágúst 2009
Hæ honní við erum skilin - sorry
Ég elska alla þessa nýju tækni sem við höfum aðgang að og teljum orðið sem sjálfsagðan hlut.
Kommon, í æsku minni var einn sími og ef enginn var heima þá náði maður ekki í viðkomandi. Enginn farsími, ekkert vesen.
Sem var auðvitað bölvað vesen.
Farsímar, net og allur þessi tæknipakki gerir lífið auðveldara og skemmtilegra.
En allir hlutir hafa bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar.
Ég hef fylgst með því í kringum mig hvernig unga fólkið af netkynslóðinni notar sms til samskipta þannig að ég hef stundum misst hökuna niður á hné af undrun.
Það þykir ekkert tiltökumál að leysa hvað eina í mannlegum samskiptum með sms.
Byrja saman, hætta saman, tilkynna vondar og góðar fréttir í textaskilaboðum eða á Snjáldurskinnu.
Ég hef stundum rætt það við fólk að þetta hamli félagsfærni þeirra sem hafa tekið tæknina í þjónustu sína að því marki að venjuleg samtöl eru ekki inni í myndinni.
En...
Það fer um mig hrollur þegar ég les um að lögfræðingur Borghildar Guðmundsdóttur sendi henni smáskilaboð um niðurstöðu Hæstaréttar í máli hennar.
Er ekki lengur hægt að lyfta síma?
Lögfræðingurinn var í fríi og sagðist ekki getað talað við hana.
En ef það er hægt að skrifa skilaboð þá er hægt að hringja eitt símtal.
Það er ekki eins og hann hafi verið að tilkynna um smámál eins og að mjólkin væri búin í ísskápnum.
Er ekki hægt að gera þá kröfu til fullorðins fólks að það sýni lágmarksvirðingu í samskiptum?
Lögfræðingar t.d. eru á háum launum, hvernig væri að vinna fyrir þeim og sýna fagmennsku í starfi?
Svo ætla ég rétt að vona að Borghildur fái aðstoð við að leysa mál sitt og barnanna.
Án þess að vera rekin úr landi með börnin.
Arg.
Facebookatriðið í áramótaskaupinu er kannski ekkert svo langt frá raunveruleikanum.
Fékk sms: Hæstiréttur staðfesti dóminn, sorry | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 10. ágúst 2009
Þakklát viðkomandi lekanda
Ég er ótrúlega biluð oft á tíðum.
(Þess á milli er ég ekkert minna en friggings undrabarn bara svo við höldum því til haga).
Eins og t.d. núna þegar ég sveiflaði mér á vefinn til að lesa nýjustu fréttir.
"Kaupþingsleki hjá lögreglunni" las ég og dró samstundis þá ályktun að einhver hjá löggunni hefði lekið upplýsingunum á WikiLeak.
Ég ætla ekki að vera með neina hræsni og segjast skilja að það þurfi að rannsaka þennan leka og komast að því hver sá "seki" er einfaldlega vegna þess að hver sem lekandinn er, þá nefni ég hann í möntrum mínum af djúpu þakklæti og þó nokkurri virðingu.
Bankaleynd er nauðsynleg og í venjulegu árferði þá væru allir sammála um að það skipti öllu máli að rjúfa ekki slíka leynd.
En nú eru ekki venjulegir tímar. Bankahrunið var manngert, þar réði ferðinni taumlaus græðgi og botnlaust siðleysi margra manna sem höguðu sér eins og þeir ættu heiminn og skenktu því ekki þanka hvernig myndi fara ef allt myndi hrynja til grunna.
Nú stöndum við almenningur frammi fyrir því að þurfa að pikka upp nótuna.
Þess vegna fagna ég lekum úr lánabókum fyrir hrun.
Megi þeir verða sem flestir og megi löggan aldrei finna gerendurnar.
Þess óska ég hátt og í hljóði.
Og skammast mín ekki afturenda.
En aftur að upphaflegu ástæðunni fyrir þessari bloggfærslu.
Ég trúði því alveg að einhver úr löggunni hafi lekið.
Fíflið ég, af hverju ætti löggan að hafa einhver upplýsingar úr herbúðum bankana - frekar en ég sko.
Já, ég er bara að tala um almennu lögregluna.
Súmí - ég er vond kona og forstokkuð í þokkabót.
Kaupþingsleki hjá lögreglunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 9. ágúst 2009
Gó Þráinn
Ég er viss um að enginn stjórnmálamaður á Íslandi hefur fengið eins miklar skammir og Þráinn Bertelsson fær yfir sig nú um stundir.
Skammir er kannski ekki rétta orðið heldur eru þetta árásir og skítkast bæði á Eyju og Moggabloggi.
Þráinn er nefnilega í sérstakri stöðu.
Ég man ekki eftir neinum stjórnmálamanni sem hefur fengið viðlíka útreið og ÞB.
Og fyrir hvað?
Jú, fyrir að fylgja eftir stefnu þeirrar hreyfingar sem hann bauð sig fram fyrir.
Fyrir þá dæmalausu ósvífni að standa við kosningaloforðin.
Merkilegur fjandi.
Til að toppa svo þetta flippaða mál allt saman þá hafa þeir sem hæst hafa látið verið nánast búnir að innrita Þráinn í Samfylkinguna.
Af hverju?
Jú, maðurinn þekkir Össur Skarphéðinsson og er að kjafta við hann og fleiri úr Samfó í mötuneytinu.
Það hefur örugglega aldrei gerst á Íslandi áður.
Að menn séu í góðum fíling þvert á flokkslínur.
Nei, nei.
Nú hefur Þráinn tekið af allan vafa - hann er auðvitað ekki á leið úr sínum flokki.
Enda hvernig ætti fólki að detta það í hug?
Hann hefur staðið við loforð flokksins upp á punkt og prik.
Fyrr held ég að "sumir þrír" gangi í Sjálfstæðisflokkinn og það kæmi mér ekki á óvart.
Gó Þráinn.
Fyrr frýs í víti en ég skipti um flokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 9. ágúst 2009
Slysfarir fram í tímann
Páll Hreinsson, formaður Rannsóknarnefndar þingsins um bankahrunið segir að nefndin muni færa þjóðinni verri fréttir en nokkur nefnd hafi áður þurft að gera.
Gott og vel, það bendir til þess að nefndin sé að vinna að heilindum og ætli að leggja allt á borðið.
Hvað um það, um leið og ég fagna því að við fáum að vita bitran og miður fallegan sannleikann þá skil ég ekki alveg þetta með dagsetninguna seint í haust, eða 1. nóvember.
Mér líður núna eins og ég ímynda mér að það væri að fá að vita um slysfarir sínar fram í tímann.
Alveg: 1. nóvember verðurðu fyrir bíl. Það er óafturkallanleg ákvörðun og það eina sem þú getur gert er að vona það besta.
Núna hefur steinninn í maga þjóðarsálarinnar stækkað um nokkur tonn og var hann þungur fyrir.
Ég get ekki sagt að ég bíði spennt er alveg nógu tætt fyrir vegna allra "litlu" skandalanna af glæpunum sem hér tíðkaðust á meðan verðirnir sváfu.
Meiri andskotans verkunin.
Verri fréttir en nokkur nefnd hefur þurft að færa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 8. ágúst 2009
Trúi ekki lögreglunni
Að fenginni reynslu vegna allra þeirra uppákoma sem hafa fylgt mótmælum eftir hrun þá hreinlega trúi ég því ekki þegar lögreglan segist hafa "þurft" að beita kylfum.
Ekki frekar en táragasi á gamlársdag við Borgina.
Saving Iceland fara ekki fram með ofbeldi og veita ekki mótspyrnu.
Þess vegna læt ég þau njóta vafans.
Þar til annað kemur í ljós offkors.
Mótmælendur handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 6. ágúst 2009
Borgarahreyfingin án þingmanna?
Ég slökkti á tölvunni í dag og hef ekki getað hugsað mér að fara inn á netið þar til núna.
Þá kveikti ég á apparatinu með hálfum hug.
Málið er að við frétt á Eyjunni þar sem sagt er frá viðtali við Þráinn Bertelsson eru árásir og ærumeiðingar gagnvart þingmanninum svo magnaðar í athugasemdakerfinu að mér varð ekki um sel.
Langaði ekkert að vera með í netgeiminu þarna um stund.
Nær allar þessar svívirðingar voru án nafns auðvitað.
Níðingar sem ráðast að fólki í skjóli nafnleyndar.
Fyrir það eitt að standa við þau kosningaloforð sem hreyfingin gaf fyrir kosningar.
En ég er hætt að skilja Borgarahreyfinguna.
Þingmenn tala saman í gegnum fjölmiðla en mæta ekki á félagsfundi hreyfingarinnar.
Eins og þetta horfir við mér þá er það fyrst og fremst þingflokkurinn sem er að kljúfa sig frá grasrótinni.
Í pistli á heimasíðu sinni sem Margrét Tryggvadóttir skrifar í kvöld segir hún Þráinn Bertelsson velkominn í samstarfið á ný.
"Margrét segir Þráinn ítrekað hafa hundsað fundarbeiðni flokksmanna frá því að ágreiningur í Evrópumálum kom upp. Henni þyki leitt að lesa umræðuna og þá útreið sem hann fær þar með talið á vefsíðunni eyjan.is í dag. Von hennar sé að félagar í hreyfingunni hafi ekki tekið þátt í þeim ærumeiðingum."
Ég er ansi hreint hrædd um að Margréti verði ekki að von sinni því mér sýnist einmitt að þarna séu kjósendur BH hvað háværastir.
En það er hálf undarlegt að vera að kvarta um að Þráinn mæti ekki á boðaða fundi en mæta svo ekki sjálf á fund í eigin baklandi.
Þegar allt logar þar stafna á milli.
Reyndar hef ég skilning á að Þráinn Bertelsson sitji heima því ef einhvern tímann hefur verið í gangi einelti á þingmanni þá er það núna.
Birgitta Jónsdóttir ætti kannski að kíkja á það mál.
Kannski er Borgarahreyfingin orðin án þingmanna.
Eða kannski ég orði þetta öðruvísi.
Að þingmenn Borgarahreyfingarinnar séu orðnir án grasrótar.
Það er nefnilega mun alvarlega mál fyrir þá sko.
Margrét tjáir sig um fundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 6. ágúst 2009
Úúúúúú
Leitað er að fullorðnum manni í frakka.
Brúnum frakka.
Eru ekki allir að leita?
Maðurinn mun hafa dúndrað rauðri málningu á hús Hreiðars Márs í Hlyngerði.
Svo er auglýst eftir vitnum.
Úúúú..
Maður verður bara hræddur.
Ekki þverfótað fyrir hættulegum glæpamönnum í þessari borg.
Þetta hefur örugglega verið atvinnulaus iðnaðarmaður að flikka upp á umhverfið bara.
Sást skvetta málningu á húsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 6. ágúst 2009
Drullusokkur og fjöltengi óskast
Í tilefni þess að fréttavefur Moggans er orðin að smáauglýsingum þar sem verið er að leita að hjólhýsi í kvikmynd eftir Valdísi Óskarsdóttur, þá legg ég hér með inn beiðni um forsíðufrétt sjálfri mér til handa.
Mig vantar nefnilega drullusokk og fjöltengi.
Vinsamlegast skellið þessu á forsíðuna kæri Moggi.
Tilboðum má rigna inn í síma sóandsó.
Hmprfm.
Hjólhýsi óskast í kvikmynd Valdísar Óskars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 5. ágúst 2009
Ætla að gerast áskrifandi að Séð og Heyrt
Ég hef aldrei haft nokkurn áhuga á slúðurfréttum.
Kaupi ekki slúðurblöð, þau gera nákvæmlega ekkert fyrir mig.
Enda hef ég rekið mig á það að í íslensku samfélagi hefur fólk verið búið að gifta sig og skilja nokkrum sinnum án þess að ég hafi frétt af því og hlaða niður börnum líka á meðan ég svíf um í mínu áhugalausa ástandi gagnvart fræga fólkinu.
Mér hefur alltaf verið slétt sama hvort það hafi náðst nærmynd af píkunni á Britneyju Spears.
Eða hvort Lindsey Lohan er lessa, bíari eða einfrumungur.
Sem ég gæti alveg trúað sko, að hún væri einfrumungur, hún hagar sér að minnsta kosti eins og heilann vanti í sköpunarverkið.
Það hreyfir heldur ekki við mér hvort læknir Jacksons hafi sofið á meðan hann dó. Maðurinn er dáinn og fólk deyr jöfnum höndum um allan heim og sumir hafa engan hjá sér, hvað þá sofandi, læknismenntaðan mann.
Mér kemur slúður ekki skapaðan, hræranlegan lifandi hlut við.
En nú ber svo við að ég lúsles slúðurfréttir netmiðlanna.
Ég meira að segja þakka Guði fyrir menn eins og Rayan O´Neal.
Hann er ógeðismaður sem reyndi við dóttur sína í jarðaför fyrrverandi eiginkonu.
Svo virðist hann hafa gefið ellefu ára syni sínum kókaín.
Kommon, hann er svona siðblindingi maðurinn sem ég elska að velta mér upp úr þessa dagana.
Af hverju?
Jú ég þekki hann ekki neitt, hann hefur ekki komið Íslandi og mér þar með á kaldan klaka.
Hann er algjörlega blásaklaus af útrásinni.
Ég fyllist ekki brjálæðslegri reiði sem gæti reynst mér hættuleg hefði ég aðra (suma) siðblindingja í kallfæri.
Þess vegna elska ég hann og allt hitt klikkaða fólkið.
Farin í símann. Ætla að gerast áskrifandi að Séð og Heyrt.
Úje.
Raðmóðirin í USA hún Steinunn Ólína er komin með frábært blogg. Kíkið hér.
O'Neal gaf 11 ára syni sínum kókaín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 5. ágúst 2009
Aldrei hægt að fyrirgefa
Flott framtak hjá Mogga að setja inn Icesave-reiknir.
Það er ef fólk hefur taugar til að velta sér upp úr þessum hroða.
Eftir fréttir og Kastljós gærdagsins ásamt öðrum fréttum af því sem hér hefur gerst er mér algjörlega nóg boðið.
Ég hef ekki tölugreind sem nægir mér til að meðtaka þessar stóru upphæðir.
Ég skil núna að ég þarf að eiga tæpar 700 þúsund til að borga minn hluta í gjaldþroti Björgólfs.
Meira til, til að slengja út fyrir Icesave.
Almættið veit hvað Kaupþingsstrákarnir og allir hinir eru búnir að fokka miklu upp til að gera mig nánast gjaldþrota.
Þetta er orðið persónulegt.
Samt er ég ekkert svo rosalega reið út í glæpamennina og stórþjófana eins og ætla mætti.
Málið er að ef þú átt demantaverslun og skilur hana eftir opna og ferð í kaffi eða á skíði bara, þá er varla hægt að lá þjófunum sem láta greipar sópa á meðan er það?
Þess vegna beinist reiði mín fyrst og fremst að stjórnvöldum sem á þessum tíma bjuggu til umhverfið fyrir glæpina og að eftirlitsstofnunum sem sinntu ekki hlutverki sínu.
Þeirra ábyrgð er stór og svei mér þá ef það er nokkurn tímann hægt að fyrirgefa.
Icesave-reiknir á Mbl.is | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr