Leita í fréttum mbl.is

Trúi ekki lögreglunni

Að fenginni reynslu vegna allra þeirra uppákoma sem hafa fylgt mótmælum eftir hrun þá hreinlega trúi ég því ekki þegar lögreglan segist hafa "þurft" að beita kylfum.

Ekki frekar en táragasi á gamlársdag við Borgina.

Saving Iceland fara ekki fram með ofbeldi og veita ekki mótspyrnu.

Þess vegna læt ég þau njóta vafans.

Þar til annað kemur í ljós offkors.


mbl.is Mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég trúi heldur ekki lögreglunni þegar svona mál koma upp.  Hún hefur sýnt að henni er ekki treystandi GAS GAS!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.8.2009 kl. 10:01

2 identicon

Góðan dag. Þetta er flest allt fólk sem hefur ekkert annað að gera en að skemma eigur annarra.  Skammist ykkar

Þorleifur H. Óskarsson (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 10:35

3 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Ég var á staðnum og Lögreglan beitti alls ekki meira ofbeldi en þörf var á . Hvaða bull er þetta að halda að fólk eigi að komast upp með að mæta á hlemm með læti og hótanir já samtökin voru að hóta skemmdum og þvi að ráðast geng lögreglu hvað fylgir því annað en ofbeldi hef enga trú á að fólkið hafi ætlað að gefa blóm og súkkulaði um leið og þau voru að reyna að fara inn á lögreglustöðina vopnuð kústsköftum . og af hverju komu þau ekki á dagvinnutíma í fylgd lögfræðings til að krefjast lausnar vina þeirra getur það verið að það vekji ekki næga athygli ??

Jón Rúnar Ipsen, 8.8.2009 kl. 10:44

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Rúnar: Ég skammast mín ekki vitund að hafa skoðun á því hvernig lögreglan hefur gengið fram stundum.

Samt á löggan þar fyrir utan alla mína samúð vegna mannfæðar og peningaskorts en þeir eru of agressívir gagnvart mótmælendum af öllum toga.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.8.2009 kl. 11:17

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Fólk sem talar niður lögreglu og lögæslu á hugsa sinn gang.... alvarlega.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.8.2009 kl. 11:17

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Fólk sem trúir því ekki að lögreglan beiti ofbeldi ef henni sýnist svo á að hugsa sinn gang...alvarlega

Ég sá oft til lögreglunnar sl vetur beita óþarfa ofbeldi...oft! Og það var svo sorglega greinilegt að það voru sömu lögreglumennirnir aftur og aftur sem það gerðu.

Heiða B. Heiðars, 8.8.2009 kl. 11:29

7 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Grétar Eir

Ég var á staðnum fyrir utan Lögreglustöðina á hlemmi og ég fullyrði að lögregnan beitti Ekki og miklu ofbeldi nema síður sé .

Jenný gott hjá þér að verja siðleysingja ég hef alltaf villjar skoða allar framkvæmdir út frá umhverfis hagsmunum og komið þeiri skoðun minni á framfæri án þess að skemma hluti .

Hvet alla sem eru atvinnulausir til að fara að mótmæla með því að svetta rauðu skyri á allt það er jú allt leyfilegt í dag svo framalega sem það er ekki Lögreglan sem gerir það brjótum glugga skemmum geigur annara það er í lagi svo framalega sem við gerum það í nafni einhvers sem er í tísku :)

Jón Rúnar Ipsen, 8.8.2009 kl. 11:32

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mörgum sem hér mæta þykir svolítið fínt að tala illa um lögregluna og nefna ýmis dæmi um "vondu" löggurnar. Löggæsla á Íslandi á undir högg að sækja bæði vegna fjárskorts og svo því að starf lögreglumannsins er erfitt, krefjandi og hættulegt.

Það að síðan taki sig til einstaklingar og velji sér einstaka atburði sem þeir sjá heyra eða upplifa og noti þá til að tala niður löggæsluna í heild sinni er alvarlegt mál. Þó svo lögreglumenn þurfi stundum að beita aðferðum sem líta illa út í augum leikmanns eru þær lang oftast nauðsynlegar og eiga sér aðdraganda sem viðkomandi veit minnst um.

Lög og réttur er hornsteinn lýðræðis og þeir sem tala niður lögreglu og löggæslu og nota til þess öll hugsanleg tækifæri eins og td gerist oft á þessari síðu.... eiga að velt málinu fyrir sér og reyna að átta sig á hvaða braut þeir eru... meira bið ég ekki um.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.8.2009 kl. 11:39

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Tek undir með Heiðu hér.

Sá í nokkur skipti óeðlilegt harðræði af hendi lögreglu fyrir framan alþingishúsið. Þar sýndu sumir lögreglumenn mjög einkennileg og tilviljunakennd viðbrögð gagnvart mótmælendum.

Fékk sjálfur að kenna á piparúða og kylfu fyrir það eitt að beygja mig niður og reyna að verja stúlku sem lögregla hafði hrint í götuna.

hilmar jónsson, 8.8.2009 kl. 11:41

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Blessaður slepptu svona athugasemdum Jón Ingi.

Það er enginn að reyna að rakka niður eða alhæfa um lögregluna almennt.

Frekar að benda á ákveðna vankanta sem lögreglan þarf að skoða innan síns hóps.

Lögreglan sem heild, verður aldrei sterkari, en þeir fáu óballanseraðiu einstaklingar sem innan hennar finnast.

hilmar jónsson, 8.8.2009 kl. 11:51

11 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Jón Ingi...ég er sammála þér og myndi taka undir hvert orð ef ég sæi nokkra leið til þess
En mennirnir innan lögreglunnar eru mjög misjafnir. Ég átti samskipti við nokkra í vetur sem voru ágætis menn og þar af leiðandi ágætis lögregluþjónar. Starfs síns vegna þurftu þeir að grípa til aðgerða sem ég var ósátt við en gerði mér engu að síður grein fyrir að var nauðsynleg frá þeirra sjónarhorni

Þess vegna var það í svo miklu öskrandi ósamræmi að sjá til fautanna inna lögreglunnar og hvernig þeir brugðust við.
Mér er sérstaklega minnisstæður einn lögregluþjónn sem ég sá beita hreinu og kláru ofbeldi af engu tilefni þrjá daga í röð........ en ég man líka vel eftir hinum

Það er grafalvarlegt mál að ásaka lögreglu um ofbeldi. Ég geri það engu að síður.

Það er ekkert minna alvarlegt að stinga hausnum í sandinn og neita því að trúa því að slíkt sé til

Heiða B. Heiðars, 8.8.2009 kl. 11:53

12 Smámynd: ThoR-E

Það er gott fólk í löggunni, ekki spurning en það eru svartir sauðir í öllum stéttum. Lögreglan er þar engin undantekning.

Að trúa því að allir í lögreglunni séu góðir menn og hafa aldrei gert neitt af sér er hálf barnalegt.

Frændi minn sat nú inni (vegna umferðarsekta) með einum lögregluþjóninum sem var kynferðisbrotamaður og misnotaði unga drengi. Einnig sá ég ítrekuð dæmi um ofbeldi við alþingishúsið í mótmælunum.

Þannig að við skulum fara varlega í að alhæfa svona Jón Ingi.

ThoR-E, 8.8.2009 kl. 11:57

13 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sorgleg umræða...tala nú ekki um það AceR er að segja...svona ásakanir eiga ekki að sjást á opinberum bloggsíðum.

ég ætla ekki að taka að mér að opna augu fólks sem svona talar og hugsar... en það mátti reyna.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.8.2009 kl. 12:02

14 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Jón Ingi.. það ert þú sem neitar að skoða báðar hliðar. En það mátti reyna..

Skorrdal; Akkúrat málið sem kemur alltaf upp í hausinn á mér. " Æsingsóráðsheilkenni"... hjálpi mér. Maður dó og fólk er samt ekki tilbúið til að skoða lögregluna með gagnrýnum huga. 

Ég barasta skil þetta ekki

Heiða B. Heiðars, 8.8.2009 kl. 12:14

15 Smámynd: ThoR-E

opinberum bloggsíðum?

ja, ef þú ert að ræða um brot lögregluþjónsins sem ég minntist á hér fyrir ofan að þá þarft þú nú ekki að fara lengra en á www.domstolar.is til að finna allt um þetta kunningi. 

þú virðist vera með lokuð augun fyrir því að lögreglan er bara mannleg. Bara við að klæða mann í búning og láta hann fá kylfu, handjárn og piparúða gerir hann ekki að neinum dýrlingi. Þarna eru menn sem hafa beitt ofbeldi og jafnvel hafa gaman af því.

Vona að þú lendir ekki í svoleiðis sjálfur Jón, en þeir eru nokkrir sem hafa lent í svoleiðis .. og jafnvel ekki borið þess bætur. Tala nú ekki um manninn á hótelinu fyrir nokkrum árum sem var fullur og lenti í átökum við lögreglu og var látinn áður en komið var á lögreglustöð.

það var vissulega ýmislegt sem þar spilaði inn í.. en maður getur rétt ímyndað sér hvernig tekið var á þeim manni.

ThoR-E, 8.8.2009 kl. 12:49

16 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég trúi heldur ekki lögreglunni eftir að ég las orð Jóns H. B. Snorrasonar staðgengils höfuðborgarlögreglustjóra, þegar hann segir við fjölmiðla að frásagnir mótmælenda séu ekki svaraverð.

 Svona viðbrögð lögreglu fá mig alltaf til að kanna málið betur, og hvað kemur þá í ljós?

   Sjáið sjálf myndbandið sem mbl.is birtir,  og einnig það sem hann Grétar Eir bendir á hér fyrir ofan.-    Þar sér maður sérsveitarmann, taka stúlkuna hálstaki,  snúa hana niður í götuna, taka í hnakkahár hennar og skella andliti stúlkunnar nokkrum sinnum beint í götuna, fyrir utan allt hitt sem hann gerir svo sem eins og reka hnéð á sér milli herðablaða stúlkunnar, osfrv. sjón er sögu ríkari.

  Og hver var sök stúlkunnar?., -   Nei hún var ekki með hríðskotabyssu, eða handsprengju, sem maður mundi halda eftir framgöngu lögreglumannanna að dæma. -  Hún var aðeins með jógúrt að vopni.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.8.2009 kl. 22:14

17 identicon

Þið kæra fólk eru orðin hlægileg! Það skiptir ekki orðið neinu máli hvað löggan gerir, hvaða handtökur hún gerir þegar þessi hópur á í hlut þá beitur hún alltaf ofbeldi!

Ég var þarna þegar þetta átti sér stað, það eru ekki sýndar myndir af því þegar hópurinn saving iceland hljóp á byggingarsvæðið og náði í sér í barefli, járnbúta og annað til að bera lögreglumennina nei auðvitað ekki það er bara sýnt þegar verið er að handtaka greyi stelpuna og það er ekki sýnt þegar nokkrir úr saving icelandshópnum reyndu að frelsa stelpuna frá því að vera handtekin, nokkrir sem réðust í einu að  löggunni nei það er bara sýnt þegar félagi mannsins kemur og aðstoðar hann!

Þið eruð barnalegur hópur! Náið ykkur í smá þroska þá verður kannski eitthvað mark tekið á ykkur!
Að hafa Skorrdal sem sinn skoðanafélaga segir allt sem segja þarf!

Borgarinn. (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 12:04

18 identicon

Ég er rosalega á móti lögregluofbeldi og veit að það er meira um það hér á landi en fólk vill viðurkenna og hef ég misst vin í átökum við lögreglu. En það sem ég hef séð af þessu atviki með handtöku á stelpunni og þegar lögreglumaðurinn er að halda fólki frá , með kylfu reyndar flokkast alls ekki undir það. Setjum dæmið upp þannig að lögreglan hafi verið að vernda stelpuna og þetta fólk hafi verið að veitast að henni en ekki að koma henni til aðstoðar eins og þau vilja meina, hefðu þetta þá verið of harkaleg viðbrögð lögreglu að notast við kylfuna svona. Þarna var verið að handtaka manneskju réttilega og verið að vernda lögregluþjón sem er í götunni og í slæmri stöðu ef ekki hættu ef einhver vildi skaða hann.

Danobus (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 15:02

19 identicon

Ef myndbandið er skoðað sést vel að lögreglan lemur höfðinu á stelpunni EKKI niður í jörðina heldur reynir að halda við höfuðið þannig að stelpan sem er á fullu að streitast á móti handötku geti ekki skallað hann eða þaðan af verra bitið til blóðs!

Að halda því fram að þetta sé lögregluofbeldi gerir lítið úr málstað þeirra sem í raun og veru lenda í því.

Skorrdal, það vita allir að þú ert lögguhatari númer eitt á landinu og hefur verið undanfarin ár, það að þú gagnrýnir lögguna, haldir fram alls konar lygasögum um  hana er ekkert nýtt það sem er kannski nýtt er að vegna ástandsins í þjóðfélaginu eru fleiri sem taka svona vitleysinga eins og þig trúanlega, því allt sem ríkið gerir, gerir ríkið vitlaust!

Borgarinn. (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 18:06

20 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er ótrúlega hrópandi mótsögn hjá Jóni hér ofar að segja að: „Lög og réttur er hornsteinn lýðræðis“ og nota þau rök til að banna umræðuna og að verja lögregluofbeldi og skuggaleg lögbrot einstakra lögregluþjóna. Samfélagið tekur beitingu ofbeldis mjög alvarlega og hér sjást lögreglumenn ráðast með ófasagnlegu ofbeldi á stúlkur sem slettu skyri á lokaðan bíl og utaná veggi húss úti. - Hver var glæpur stúlknanna sem réttlætti þetta yfirgengilega og stórhættulega ofbeldi lögreglunnar? - Svo bætir lögreglan um betur með því að ljúga uppá fólkið og rægja það. Því er haldið fram að lögregluþjónn hafi verið barinn í höfuðið með fullri fötu af málningu [hér] - hvernig á með heilbrigðri skynsemi að vera hægt koma því fyrir í þessari atburðarás? - Hvaða mótmælandi sést halda á málningarfötu á flóttanum? - hvað þá fullri? - Hver þeirra sést með fulla málningarfötu þegar lögreglan er að handtaka fólkið? - Hvar eða hvernig á að vera hægt að koma því við að einhver berji lögregluna í höfuðið með fullri málningarfötu?

- Föturnar voru tæmdar við upphaf atburðanna og skildar eftir þar. Það er ekki einu sinni glæta í lygi lögregluþjónanna - ekki glufa að smeygja atburðinum inní atburðarásina. - Svo á að verja þessa tilteknu lögreglumenn og banna umræðuna með tilvísun í lög og rétt - það er hámark ósvífninnar.

Það er fátt mikilvægara en að lögreglan segi satt og hvorki rægi eða ljúgi uppá fólk - og beiti aldrei óþörfu ofbeldi.

Helgi Jóhann Hauksson, 10.8.2009 kl. 14:01

21 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Borgarinn segir: „...þegar þessi hópur á í hlut þá beitur hún alltaf ofbeldi!“ Því miður sannast á upptökum og ljósmyndum að þetta er hárrétt hjá þér og verður að fara skoðast sem afar alvarlegt einelti lögreglunnar eða tiltekinna lögregluþjóna sem lögreglan sem stofnun virðist alltaf bakka upp jafnvel með hreinni lýgi ef þarf eins og ég bendi á hér ofar að engin leið er að koma því inní atuburðarásina að mótmælandi hafi enn haft fulla fötu af málngu til að berja lögregluna í hausinn með.

Helgi Jóhann Hauksson, 10.8.2009 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2985742

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband