Leita í fréttum mbl.is

Þráinn beittur "hefðbundnu pólitísku ofbeldi"

Skemmtilega fréttir halda áfram að berast.

Líka fyndnar og fáránlegar.

Að þessu sinni, enn og aftur reyndar, í boði þremenninga Borgarahreyfingarinnar.

BH ætlaði að ástunda öðruvísi vinnubrögð en fjórflokkarnir sem þau tala fyrirlitlega um.

Með réttu reyndar oft á tíðum.

En ég held reyndar að enginn fjórflokkur hafi lagst svona lágt eins og þremenningaklíkan í BH gerir með bréfi sínu til til stjórnarfundar BH á þriðjudag.

Þar lagði þetta lýðræðiselskandi tríó til að Þráinn tæki sér frí frá þingstörfum þar sem hann hefur að þeirra mati hætt samstarfi um málefni hreyfingarinnar á Alþingi.

Nú myndi ég hlæja ef ég væri ekki bálill fyrir.

Þvílíkt lýðræðiselskandi hyski (fyrirgefið orðbragðið).

Þráinn er ekki til lags og þá má hann ekki vera með.

Fáum einhvern í staðinn sem spilar með og er til friðs.

Einelti?

Að minnsta kosti er af þessu fnykur sem gjarnan kemur þegar lýðræðið er hunsað.

Fari þau og veri.

Svo vona ég að ÞB láti ekki undan þessu "hefðbundna pólitíska ofbeldi" sem þau Birgitta, Margrét og Þór Saari eru að beita hann.

Enn og aftur:

Gó Þráinn!


mbl.is Vilja Þráin af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Svo hjartanlega sammála! 

Ía Jóhannsdóttir, 13.8.2009 kl. 09:00

2 identicon

bíddu bíddu...

Er það ekki Þráinn sem fór í fílu og neitar að tala við neinn?

Er það ekki Þráinn sem upprunalega heimtaði að öll þau 3 mundu segja af sér þingmennsku vegna þess að þau voru ekki sammála honum?

Er það ekki Þráinn sem hljóp með þetta allt í fjölmiðla fyrst í stað þess að ræða við samflokksmenn.

Það eru allir að vísa í einhverja stefnuskrá BH sem er bara bull. Ég mætti þarna á kosningardag og það var SÉRSTAKLEGA tekið fram að BH væri bara með örfá official stefnumál og að annars færi allt eftir sannfæringu einstaks þingmanns. Það var SÉRSTAKLEGA tekið fram við mig að það væri ekki neitt "flokkurinn über alles" í gangi.

En nei núna er allt annað í hljóð í "flokknun" vegna þess að þingmennirnir hlýða ekki Þránni.

Það sem ÞIÐ og Þráinn eruð að gera tel ég vera brot á kosningarloforðum. Ekki það sem þremenningarnir eru að gera.

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 09:16

3 Smámynd: Jón Arnar

Menn komast oftast ad þvi ad flokkapolitik er ekki hægt ad standa utan vid ef menn koma saman inn a þing a sama "skipinu" sama hvad menn nu kalla þad. 

Þess vegna fannst mer all hlægilegt er þessi "ny" flokkur hélt ad þau gætu verid ødruvisi en gømlu flokkarnir er þau trodu ser þarna inn - get þvi alveg tekid undir med þer Jenny ad þad se fnykur af svona røkum hja þeim og vonast til ad Þrainn lati ekki segja ser fyrir verkum og hoppi þvi frekar ut af dallinum og sitji utanflokks a þinginu

Jón Arnar, 13.8.2009 kl. 09:26

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þráinn hafði að mínu mati rétt fyrir sér þegar hann mótmælti klækjapólitík félaga sinna, en það hafði einmitt verið eitt af kosningaloforðum hreyfingarinnar að leggja slíka pólitík af. Með sverði verður maður drepinn og allt það...

En að erfa þessi mistök svona lengi finnst mér nokkuð merkilegt. Ef þremenningarnir sjá ekki eftir þessari aðgerð og hafa ekki beðist afsökunar, get ég skilið að prinsippmaður sé ósáttur, sem hugsanlega Þráinn er.

Hins vegar eru ein mistök of lítið til að rústa heilum flokki, eða ættu í það minnsta að vera það.

Hrannar Baldursson, 13.8.2009 kl. 09:26

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hjartanlega sammála Jenný.  

Þetta er einelti.

Þráinn er sá eini sem er að standa í lappirnar með kosningaloforðin.

Marta B Helgadóttir, 13.8.2009 kl. 09:28

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Grétar: Ég skal ekki vísa í stefnuskrá.  Ég skal vísa í almenna kurteisi og virðingu gagnvart fólki.  Hvernig líst þér á það?

Þráinn fór í fýlu?  Só?  Réttlætir það þessar gengdarlausu ofsóknir á hendur honum?

Svo er gaman að sjá að það er alltaf sama fólkið sem mætir í kommentakerfi allra sem eru ekki í tilbeiðsluflokknum með þremenningum.  Leigupennar?

Amk. verður bið á að fólkið á götunni fljúgi inn á þing.

Borgarahreyfingin hafði nefnilega byr í seglinn.  Hún hafði virðingu almennings.

Í stað þess að vera sjálfum sér trú þá hefur allt logað stafna á milli í bullandi valdabaráttu.

Skemmtilegt.

Já Ía.  Þráinn á alla mína samúð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2009 kl. 09:29

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrannar: Þetta snýst ekki lengur um það hver hafði rétt og hver rangt.  Heldur ekki um langvarandi reiði Þráins.

Þetta snýst um bullandi einelti, valdabaráttu og ógeð sem virðist ná nýjum hæðum með hverjum deginum sem líður.

Leiðinlegt að BH er ekki lengur merki um nýja strauma.

Nema að þeir straumar felist í enn grimmilegri aðförum en hjá gömlu flokkunum.

Er ekki næsta skref að koma honum (Þráni) á geðdeild?

Svona Jónas frá Hriflu aðferðin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2009 kl. 09:32

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Sorglegt.... svo sorglegt að mig langar að henda mér í gólfið og grenja eins og smákrakki

Heiða B. Heiðars, 13.8.2009 kl. 09:38

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Maður fær velgju af því að lesa þessa yfirlýsingu þremenninganna í Borgarahreyfingunni. Þetta er fólk sem ætlaði sér að rjúfa flokksræðið og gefa fólki kost á að kjósa samkvæmt samvisku sinni. Þeir eru algerir ómerkingar og hræsnarar sem svikið hafa sína eigin stefnu með tilraunum til pólitískra hrossakaupa og reyna nú að fylkja þeim sem ekkert annað kunna að baki sér með einbeittum vilja til að koma á flokksræði.

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.8.2009 kl. 09:38

10 identicon

What Jenní? Einelti? Er þetta ekki fyrsta neikvæða sem þremenningarnir segja um hann? Er hann ekki búinn að vera með svakalegar yfirlýsingar og drullukast í fjölmiðlum undanfarið? Ég hef einmitt verið að pirra mig á ókurteisi og sandkassaleik. En það hefur allt komið frá Þránni.

Sama fólkið? Áttu við mig? Ég hef einu sinni kommentað um þetta. Man ekki hvort það var hjá þér. Talandi um kurteisi. Leigupennar? Hvað ert þú þá?

Það er ótrúlegt hvað fólk fyrirgefur Þránni allt. Hann hefur verið með skítkast, ókurteisi og allgera vanhæfni. Gæjinn er gjörsamlega að haga sér eins og spillt barn. Hvernig væri að HANN sýndi kurteisi.

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 09:46

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Grétar: Fyrirgefðu að ég skuli ætla að þú sért leigupenni.  Ósanngjarnt og illa ígrundað hjá mér.

Þetta er eiginlega ekki lengur spurning um persónu Þráins heldur aðfararnir gagnvart þingmanni hreyfingarinnar og öllum þeim sem eru ekki til lags.

Ef ég man rétt þá er mikið búið að tala um virðingu fyrir skoðunum og sannfæringu í BH.

Með þessu nýjasta útspili er búið að gera þau hugtök að klámorðum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2009 kl. 09:58

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svo vil ég taka fram að ég kaus ekki BH en langaði virkilega til þess.  En það er bara eitt atkvæði á mann.

Ég er enginn leigupenni enda hef ég ekki flokkslegra hagsmuna að gæta en mér blöskrar aðförin að Þráni.

Og mér finnst þyngra en tárum taki að BH er bullandi suðupottur ógeðslegrar valdabaráttu og ég og fleiri áttum von á því úr öllum áttum en þessari.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2009 kl. 10:00

13 identicon

Ég er sammála að valdabarátta er ekki geðsleg. En ég nenni ekki að vera að einblína á þessa 3 aðila. Þráinn er í þessum deilum líka. Svo ekki sé talað um stjórn flokksins sem er að missa sig yfir því að kjörnu þingmennirnir séu ekki eins og strengjabrúður í höndum þeirra.

En að það sé svakaleg aðför og einelti á *Þráinn* finnst mér STÓRundarlegt þar sem að hann er sá sem er búinn að vera með mestu lætin og yfirlýsingarnar og neitar svo að tala við neinn (þar með talið flokksstjórn). Svo kemur EIN yfirlýsing gegn honum og þá er allt í einu um einelti að ræða?

Ég átti svosem ekki von á öðru frá honum. Hann hefur alltaf talið sig yfir aðra hafinn og alltaf talið að hann einn hafi svörin. Alltaf verið nettir Davíðskomplexar í honum.

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 10:12

14 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Jón Grétar. Eina sem Þráinn hefur til saka unnið er að þegja ekki yfir því hvað honum finnst um framkomu þremenningan... og svo hefur hann verið tregur til sátta. En það er svo annað mál... hvað ætli gangi mikið á þolrif þess sem áður var sáttfús en er það ekki lengur?

Þó svo að þremenningarnir hafi ekki hlaupið í fjölmiðla með gremju sína þá er ekki þar með sagt að ekkert hafi gengið á

Heiða B. Heiðars, 13.8.2009 kl. 10:12

15 identicon

Það getur varla verið svakalegt sem hefur gengið á baksviðs Heiða. Þráinn er ekki búinn að tala við neinn. Lítið hefur nú heyrst af sáttfýsi Þráins. Held hún hafi seinast sést á unglingsárum. Alveg síðan ég heyrði af þessum manni fyrst þá hefur hann verið frægastur fyrir þverhausaskap og fílumennsku.

Ég er enginn ástmaður þessara þremenninga. Sáttastur kanski við Þór en þekki lítið til hinna og er ekki mjög impressed. En ég virkilega sá ekki þessa "framkomu" þeirra í þessu máli. Allir að tala um hrossakaup og fleira en fæstir geta útskýrt mál sitt meira til að bakka upp þessar fullyrðingar. Fólk veit varla hvað það er að yfirlýsa. Þar af leiðandi hef ég afskrifað þessar yfirlýsingar um þremeninganna sem lítið annað en pólitík frá hörðustu ESB-skoðunarfólkinu.

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 10:25

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég nenni ekki að mynda mér skoðun á því hver hefur rétt fyrir sér og hver hefur rangt í þingmannahópi BH. Ég veit það eitt að þau eru á nákvæmlega sömu leið og Frjálslyndi flokkurinn sem skaut sjálfan sig í kaf og meig í skóna sína í leiðinni.

Ég hef ekki nokkra trú á að flokkurinn lifi þetta af. Enda kannski engin ástæða til. Þau hafa ekki sýnt neina tilburði til að bjarga einu né neinu á meðan landið brennur stafnanna á milli, frekar en aðrir sem á þing komast. 

Undarleg vinnubrögð sem tíðkast þarna á alþingi svo ég kveði nú ekki sterkar að orði!

Hrönn Sigurðardóttir, 13.8.2009 kl. 10:29

17 identicon

Jenný Anna, ég man ekki betur en þú hafir gert lítið úr Birgittu þegar hún talaði um einelti á alþingi. Þú skrifaðir um að einelti væri á milli barna og væri svo alvarlegt að ekki ætti að nota þetta hugtak að gamni sínu.  Ég sé ekki betur en að þú sért fallin í þá grifju sjálf.  Sérð þú einhverja leið til að vinna með manni sem ekki vill ræða við þig?  Er ekki eðlilegt að nú nokkrum vikum síðar séu þau orðin langþreytt á þagnarbindindi Þráins? 

Jón Arnar...þau tróðu sér ekki inn á alþingi!  Þau eru lýðræðislega kosin af þjóðinni.  Ekki gera lítið úr kjósendum!

Elín Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 10:33

18 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hrossakaupin sem "allir" eru að tala um er vísan til þess þegar þau versluðu með atkvæði sitt í ESB

Sumir virðast halda að þar hafi þau verið að gera það sem þeim bar, að kjósa eftir sannfæringu sinni - en þau sögðu samt sem áður opinberlega að tilgangur viðsnúningsins væri að þrýsta á ríkisstjórnina að fallast frá Icesave. Sumir vilja meina að tilgangurinn helgi meðalið....... en hrossakaup eru hrossakaup no matter what

Ég hef kynnst Þráni soldið og geri mér fulla grein fyrir því að hann er þverhaus. En það breytir ekki því að það er hann sem hefur staðið við sitt

Heiða B. Heiðars, 13.8.2009 kl. 10:33

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elín: Já það er rétt, mér fannst eineltisdramakast Birgittu alveg ferlega hallærislegt. 

En eineltið í BH gagnvart ÞNB er hinsvegar sjáanlegt hverju barni og það er ólíðandi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2009 kl. 10:46

20 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þau vilja losna við Þráinn af þvi að hann gerir ekki eins og þau segja honum að gera ...Hann vil þau burt af því að þau brutu loforð hreyfingarinnar við kjósendur.

Andri; það er ekki í lagi

Heiða B. Heiðars, 13.8.2009 kl. 11:34

21 identicon

Heiða, hvaða loforð við kjósendur brutu þau? Ef þú ert að tala um að ganga í ESB þá kemur það ekki fram í stefnu flokksins. Ég kaus ekki borgarahreyfinguna til að fá ESB fram. Ég kaus BH til að fá fram umbætur í störfum þingsins, ég kaus BH vegna þess að ég hafði trú á þau væru eitthvað nýtt afl, ég kaus BH vegna þess að mig langaði ekki til að kjósa neitt annað. En nú hef ég orðið fyrir vonbrigðum. Þið sem standið svona þétt upp við bakið á Þránni eruð að skemma miklu meir en hinir. Er ekki komin tími til að stoppa þetta bull og fara að vinna saman, en ekki að vinna að frekari sundungi. Ég er tilbúinn að styðja það sem þremenningarnir eru að gera til að stöðva þetta Icesafe mál. Þráinn hefur ekki gert neitt gott á þingi.

Þórður Möller (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 12:21

22 Smámynd: Óskar Þorkelsson

algerlega sammála þér Jenný.. þetta er ógeðfelld aðför að þráni, sem einn af þingflokki BH, stóð við stefnuskrána meðan hin þrjú fóru út í klækjastjórnmál og töpuðu..

Óskar Þorkelsson, 13.8.2009 kl. 12:42

23 Smámynd: Billi bilaði

Jenný Anna. Einelti þitt á þremenningana er stöðugt. Dag eftir dag eftir dag. Það er í leigupennastíl.

Að öðru leiti segir Þórður Möller hér að ofan nákvæmlega það sem vildi sagt hafa.

Billi bilaði, 13.8.2009 kl. 12:43

24 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þremenningarnir buðu atkvæði sitt í ESB málinu til sölu opinberlega og án kinnroða. Þeir höfðu einhvern tíman heyrt og séð etv að hrossakaup séu stunduð í stjórnmálum. Þessi söluherferð var hinsvegar blygðunarlaus og 'hórerí' sem von er að hafai farið fyrir bringspalirnar á Þráni. Þetta er ekki góður vegvísir fyrir pólitískt samstarf.

Gísli Ingvarsson, 13.8.2009 kl. 12:47

25 identicon

Jenný Anna

Það sem okkur vantar ekki eru demonizerar,  eða okkur vantar ekki fólk sem er í því að magna upp hatur á milli fóks er stendur í deilum innbyrðis, þú?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 12:51

26 identicon

Smá ábending (ekki til þín Jenný) :
Nf.     Þráinn    
Þf.     Þráin    
Þgf.     Þráni    
Ef.     Þráins

sjá hér   Annars bloggaði ég um þetta, auðvitað. kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 12:54

27 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fyrirgefðu Billi Bilaði að ég skuli hafa sterkar skoðanir á breytingunni á BH.

Þvert á það sem þú heldur þá er þar fólk sem mér þykir vænt um og tel til vina minna.

En vinur er sá er til vamms segir.

Gísli ég kann að beygja en ég ruglast alltaf.  Voðalega vildi ég að ÞB héti ekki þessu nafni.  Ég á í erfiðleikum með það.

Þorsteinn: Það sem ykkur vantar ekki hvað?

Hef ég gefið mig út fyrir að vera að uppfylla þarfir YKKAR sem ég veit ekki hverjir eru?

Þegar stjórnmálaflokkar hegða sér eins og smákrakkar þá verða meðlimirnir að þola umræðuna.

Já og hún er heit.

Ég til að mynda er bálill.

SÓ?

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2009 kl. 13:02

28 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þórður Möller

Á öllum fundum hreyfingarinnar, í öllum þeim miðlum sem fjölluðu um kosningar í aðdraganda kosninganna var farið yfir afstöðu Borgarahreyfingarinnar í ESB.

Það hefur aldrei farið á milli mála hver stefna hreyfingarinnar var og er í þeim málum.

Þó að það hafi ekki verið meitlað í þann stein sem þér finnst stefnuskráin vera þá gerir það ekki þá yfirlýstu stefnu að engu.

Það er löngu kominn tími til að vinna saman. En ég er ekki tilbúin til að styðja hrossakaup. Og mér finnst alveg fáránlegt að þeir sem eru ekki sammála vinnuaðferðum þremenninganna skuli vera stimplaðir sem ólátabelgir þegar þeir eru að bregðast við skoðunum sínum á athæfinu.

Heiða B. Heiðars, 13.8.2009 kl. 13:04

29 identicon

Jenny Anna :"Þráinn beittur "hefðbundnu pólitísku ofbeldi"

Hvar er einhver sönnun þess efnis er segir frá því hvernig hann Þráin hefur verið lagður í einelti? Þar sem hann hefur ekki mætt á einn einasta fund og talar auk þess ekki við  þremenningana, halló? Hvar er allt eineltið sem þú ert að lýsa yfir,  þegar ekki eru nein skoðunnarskipti á milli hans og  þremenningana, eða hvað er það sem þú ert að rembast við að reyna blása upp um einelti hérna?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 13:32

30 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þorsteinn: Þessi málflutningur minnir óþægilega á pólitískar hártoganir fjórflokkanna.

Eigum við ekki að láta það eiga sig?

Ég er ekki að blása upp eitt eða neitt.

Það eru þremenningarnir sem gefa bloggurum verkefni með hegðun sinni nánast á hverjum degi.

Væri sniðugt að ræða við þá bara.

Yfir og út.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2009 kl. 13:41

31 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hjartanlega sammála þér Jenný, Þráinn er sá eini fjórmenningana sem stendur í lappirnar og getur borið höfuðið hátt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.8.2009 kl. 20:53

32 identicon

þetta er væl og gjörið þið svo vel;

Fimmtudagur 6. ágúst 2009 kl 17:51

Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

"Þráinn Bertelsson, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, segir að samflokksmenn sínir þau Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari ættu að taka pokann sinn og láta varamenn sína komast að. Þetta sagði Þráinn í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag.

Þráinn sagði að þingmennirnir hafi ekki fylgt stefnu flokksins eftir að þeir tóku sæti á þingi. Á vef RÚV er haft eftir Herberti Sveinbjörnssyni, formanni Borgarahreyfingarinnar, að innra starf hennar hafi staðið í ljósum logum síðan kosið var um aðildarumsókn að Evrópusambandinu en þrír af fjórum þingmönnum Borgarahreyfingarinnar, fyrrnefndir þrír þingmenn, sem Þráinn vill burt, greiddu atkvæði gegn umsókninni.

Þráinn sagði því ekkert til fyrirstöðu að hreyfingin gæti átt glæsilegan og samstæðan hóð – að því gefnu að þingmennirnir taki pokann sinn og láti varamenn komast að."

sandkassi (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2985804

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.