Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Læknir?

Í gær sá ég einhvers staðar viðtal við sjúkraflutningamann sem flutti Hichem, hælisleitandann sem er í hungurverkfalli, á sjúkrahús.

Hann sagði eitthvað á þá leið að það ætti að setja frímerki á rassgatið á þessu liði og senda það úr landi.

Ég hugsaði með mér: Æi, það eru óhæfir kjánar í flestum störfum.  Vonandi verður hann rekinn.

Svo hugsaði ég ekki frekar um það.

En nú rekst ég á viðtal við lækni á Heilsugæslustöð Suðurnesja.

Hann er ekki að láta þagnarskyldu heilbrigðisstarfsmanna þvælast neitt fyrir sér og tjáir sig glaður um líðan hælisleitandans í samtali við visir.is

Þessi dásamlegi læknir sem er búinn að gleyma Hippokrates og öllum svoleiðis hégóma hefur m.a. eftirfarandi að segja um mál Hichem.

"Maðurinn er í ágætis ástandi. Hann var ekkert lagður inn hér enda ekkert þörf á því," segir Sigurður Árnason, læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, um líðan Mansris Hichem, flóttamannsins sem segist ekki hafa neytt matar í þrjár vikur.

Sigurður segir að málefni mannsins séu í ágætis farvegi. „Þetta er bara Séð og heyrt kjaftæði," segir læknirinn um manninn og hvetur fólk til þess að gera ekki of mikið úr málum hans
. "

Svona eru þeir þessir ömurlegu útlendingar.  Ljúgandi, svíkjandi og prettandi og klikkaðir úr frekju.

Kæri heilbrigðisráðherra.

Er ekki komið að því að taka flýtikúrs fyrir starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja?

Ásamt með sjúkraflutningamönnum.

Ég legg til að þar verði starfsfólk áminnt um þagnarskyldu, virðingu fyrir sjúklingum og síðast en ekki síst tillitsemi við þá sem leita til stofnunarinnar.

Þetta er gjörsamlega ólíðandi fyrirkomulag.

Mér finnst eiginlega á mörkunum að svona fólk eins og kjaftglaði læknirinn sé hafandi í vinnu.

Hann veit greinilega ekkert um hvað starfið snýst.

En hann yrði fínn í slúðrinu á einhverjum fjölmiðli.

Það er nú það.


Hefðasýkin

Í gegnum tíðina, allt eftir hentugleikum og hræringum, hefur mér verið skutlað á milli skrifstofa.

Ég man eftir að hafa verið sett í stærri og minni skrifstofur og ég hafði aldrei neina verki með því.

(Auðvitað voru mínir vinnustaðir ekki á hinu háa Alþingi, en vinna er vinna og henni reynir maður að standa klár á).

Ég held að í dag hafi komið í ljós að margir þingmenn eru með hefðasýki.

Tryggvi Þór Herbertsson er algjörlega mótfallinn afnámi bindisskyldu á þingmenn.

Sigmundur Davíð sagðist vera hrifin af hefðum og hefði því ekkert haft á móti því að bindisskyldan yrði áfram við líði.

Ég er á því að þeir sem hvað hefðasjúkastir eru, séu þeir sem ekki eru líklegir til að ganga hart fram í að breyta hlutum svona yfirleitt.

Ég er á móti hefðum sem eru til af því bara og það hefur alltaf verið þannig.

Ekki nógu gott.

Og nú hefur hefðasóttin lagst þungt á þingflokk Framsóknarflokksins upp á níu þingmenn.

Þeir eiga nefnilega að skipta um þingflokksherbergi við Vinstri Græna!

Hefðin er málið.  Þetta herbergi hefur ALLTAF verið herbergi Framsóknar.

Flokkurinn var nánast stofnaður þarna.

Kæru vinir, ekki deyja úr eigin mikilvægi.

Þið eruð á þingi vegna þess að þið hlutuð til þess kosningu og eigið að vinna af heilindum fyrir umbjóðendur ykkur.

Í hvaða herbergi þið gerið það er aukaatriði.

Það er eins og margir pólitíkusar haldi að þeir séu að skrifa feitletraða Íslandssögu í hvert skipti sem þeir velta inn á Alþingi svo ég tali nú ekki um ef þeir opna munninn.

Þessi kjánagangur minnir mig hins vegar á spígsporandi páfugla og ofdrekraðar prímadonnur með athyglissýki.

Það er kreppa, við hér úti í þjóðfélaginu erum mörg á ystu nöf.

Komið ykkur að verki og hættið þessu helvítis væli.


mbl.is Vilja ekki flytja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Coming from a fruitcake like you"

kid_scratching_head 

Jón Magnússon segir Steingrím J. eiga íslandmet í tvískinnungi og á þá við þá afstöðu hans gagnvart ESB í stjórnarsáttmálanum.

Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona aumkunarert.

Jón Magnússon að tala um tvískinnung!

Maðurinn sem stekkur á milli flokka eins og enginn sé morgundagurinn.

Er margfaldur gullverðlaunahafi í flokkastökki ásamt Kristni Sleggju.

Enginn tvískinnungur í því.  Nei, nei.

Ég á gamla vinkonu sem var gift Breta til margra ára.

Þegar þau voru að skilja, í hávaða rifrildi og báðum orðið heitt í hamsi, gargaði hún á sinn fyrrverandi heittelskaða:

You are friggings crazy!

Þá sagði hann með sinni ísköldu bresku kaldhæðni;

"That´s  a compliment, coming from a fruitcake like you".

Jón er ekki að kasta steini úr glerhúsi, neinei.

Hann er inni í sínu eigin gróðurhúsi og dúndrar gangstéttarhellum í glerveggina.

Later. 


Engin fjandans ganga í Hljómskálagarðinum

Fyrir utan þá staðreynd að það er gaman að vera vinstri maður í dag, þá er fleira sem kætir mig.

Bitru bloggin og viðtölin við stjórnarandstæðinga skemmta mér svolítið.

Það er ekki þornað blekið á málefnasamningi stjórnarinnar þegar allt liðið geysist fram á ritvöllinn og hefur orðið fyrir ferlegum vonbrigðum.

Eruð þið að fokking kidda mig?

Bjarni Ben, Þorgerður Katrín og Sigmundur Davíð voru auðvitað öll með geysilega háar væntingar til samstarfssamnings þessarar ríkisstjórnar!   Vonbrigði þeirra eru í beinu framhaldi þess vegna mikil og sár.  Halló, við erum ekki öll með möndlu í heila stað.

Stebbi Fr. gleðigjafi var ekki lengi að túlka málefnasamninginn.

"VG sviku kosningaloforð gagnvart ESB".

Stebbi hlýtur að hafa upplýsingar sem ég hef ekki.  Öruggar heimildir.

Krúttlegir líka þeir Bjarni Ben og Sigmundur Davíð.

Þeim finnst frekar lélegt að stjórnin ætli að leita til stjórnarandstöðunnar eftir stuðningi við ESB málið.

Aumingja mennirnir hafa auðvitað ekki hugmynd um að það er til eitthvað sem heitir þverpólitísk samstaða, að það er sama hvaðan gott kemur og að stjórnarandstaða er ekki það sama og skotgrafahernaður.

Svo sá ég í gær eða fyrradag viðtal við Sigmund Davíð, þann undarlega þenkjandi mann, sem var á því að Össur ætti að slíta stjórnmálasambandi við Breta út af Gordon Brown fyrirkomulaginu.

Vakna! 

Bretar settu á okkur hryðjuverkalög í október s.l. 

Þá hummaði íhaldið fram af sér viðbrögðin við því stóralvarlega máli.

Haarde hringdi ekki einu sinni og spurði hverju sætti en viðurkenndi seinna að "maby he should have".

Það er svartur blettur á þjóðarsögunni að hafa látið Bretana komast upp með þann gjörning.

Hryðjuverkalög!  Engin fjandans ganga í Hljómskálagarðinum þar börnin góð.

En nú finnst SD að við eigum að stökkva til yfir nýjasta útspili Gordons Brown (sem er alvarlegt, er ekki að draga úr því) en er ekki nálægt því eins alvarlegt og setning hryðjuverkalagana. 

Reyndar er setning hryðjuverkalagana næsti bær við hernaðarlega árás á landið hvað mig varðar.

Ef stjórnmálasambandi yrði slitið núna en ekki í s.l. haust þegar gjörningur Bretanna gargaði á alvarleg viðbrögðm yrðu Gordi og Darling bæði "dazed and confused" eins og skáldið réttilega kvað.

Alveg: Voðalega svíður þeim undarlega þessum Íslendingum.

Ekki að mér sé ekki nákvæmlega sama hvernig þeir bregðast við þessir flækjufætur.

Lalalalalalala

Fram þjáðir menn og allt það kjaftæði.....

 


mbl.is Ríkisráðsfundur fráfarandi stjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja Eiður

Ég sem hélt að við Íslendingar værum í vondum málum með kreppuna, fjárhagsvanda heimilanna, yfirvofandi gjaldþrot þjóðarinnar, Icesave og atvinnuleysi og er þá fátt eitt upp talið af hörmungum vorum.

Stundum er nefnilega gott að horfast í augu við sjálfa sig, draga andann djúpt og átta sig á að maður er bara í þokkalegum málum miðað við það sem á suma er lagt.

Aumingja Eiður, ömurlegt að lenda í þessu.


mbl.is Eiður Smári: Vildi ekki fagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Inn og út (um gluggann)

Hústökufólkið er alveg inn og út á Vatnsstígnum.

Gott hjá þeim, ég vil frekar að einhver búi í þessu húsi en að láta það standa þarna og grotna niður í eina allsherjar slysagildru.

En ég var að pæla í einu, það er ekkert hlaupið að því að fá lögregluna í snatt fyrir sig, þó manni finnst stundum ærin ástæða til, en nó gó, löggan er bissí og ég er í sjálfu sér með djúpan skilning á því.

En af hverju geta eigendur þessa húskofa á Vatnsstígnum fengið lögregluna til að ganga fram af slíkri hörku sem hún gerði í fyrsta skiptið, æi þið munið þegar lögreglan notaði líka tækifærið og reif nánast húsið fyrir eigandann, tók út heilu gluggakarmana og svona?

Hvað er svona merkilegt við að fólk setjist að í hálfónýtu húsi?

Er það merkilegra en heimilisofbeldi t.d.?

Er hægt að fá sérsveitina pantaða ef manni finnst gengið á eignaréttinn?

Ég botna ekkert í þessu, svei mér þá.


mbl.is Segjast hafa tekið yfir húsið á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáfíklar, þrífíklar og fjölþjófar

Það er hægt samkvæmt einhverjum geðlækni (?) að vera fjölfíkill og skorta vilja eða kjark til að taka á sínum málum!

Vá, hafa einhver undur og stórmerki komið fram í læknavísindunum sem rennir undir það stoðum að það sé eingöngu vilji og kjarkur sem til þarf?

Er búið að afsanna að fíkn sé sjúkdómur?  Auðvitað er sjúkdómshugtakið umdeilanlegt en alkóhólismi (sama hvort rýkur, rúllar eða rennur) var skilgreindur sem slíkur innan læknisfræðinnar síðast þegar ég vissi.

Við þurfum að fá öppdeit frá þessum geðlækni hérna.

En að glæpamanninum.

Í fréttinni er hann greindur sem fjölfíkill.

Hm...

Ég var í róandi og áfengi, er ég þá fáfíkill?

Eða tvífíkill?

Ég heiti Jenný og ég er tvífíkill.

Aðrir þrífíklar, fjórfíklar og þegar efnin eru orðin fleiri þá fjölfíklar?

Ef maður reykir og étur eins og enginn sé morgundagurinn þá bætast væntanlega tvær fíknir við í nafnbótina.  Úje!

Svo eru það endurkomumennirnir sem þurfa að fara aftur og aftur í meðferð áður en þeir ná að stilla sér upp sólarmegin á lífsgötunni.

Þeir eru pjúra þráfíklar. 

"Maðurinn var fundinn sekur um ítrekuð umferðarlaga- og fíkniefnabrot. Þá var hann sakfelldur fyrir að stela kókflösku, neskaffi og mjólk úr verslun."

Halló, fjölþjófurinn þinn.  Skammastín"  Kók, kaffi OG mjólk!

Rólegur á græðginni.

Nei þá er betra að koma heilli þjóð á rassgatið og fá orðu á Bessastöðum í leiðinni.

Flytja svo lögheimilið sitt til útlanda og verða aldrei sóttur til saka.

Bilað ástand?

Nei, nei, allt í góðu og svona bara.

Rugl.

 


mbl.is Fjölfíkill í skilorðsbundið fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kastljósið og heimilin

Ég var að horfa á Kastljósið.

Ég skil ekki hann Gylfa, mér finnst hann algjörlega heillum horfinn eftir að hann varð ráðherra, og mér fannst þetta sérstaklega áberandi núna.

Það breytir ekki því að hann sem ráðherra fer auðvitað ekki að taka undir með fólki að það hætti að standa við skuldbindingar sínar.

En hann er orðinn eitthvað svo mikill.. ja, ráðherra ala íhaldsmódelið.

Mér finnst líka ábyrgðarhluti að hvetja fólk til að greiða ekki af lánunum sínum, hver sem það gerir, en það endar auðvitað með ósköpum fyrir alla, bæði menn og þjóð.

Fyrir utan, að það er skelfilega erfitt andlega að standa í slíku, hvað sem hver segir eða því trúi ég að minnsta kosti.

Ég er svolítið höll undir lögfræðinginn og manninn frá Hagsmunasamtökum heimilana sem komu í Kastljósið, báðir skýrir og frómir menn sem töluðu þannig að það skildist.

En halló, þetta viðtal við mann sem er hættur að borga var kannski ekki hið týpíska neyðardæmi, þó ég sé ekki að gera lítið úr slæmri stöðu mannsins, en hann varð atvinnulaus núna um mánaðarmótin.

Hann hætti að borga í september, hann er enn með tvo bíla.

Ég ætla að leyfa mér að benda á að það er fólk sem er bíllaust, atvinnulaust síðan í hruni og hefur þurft að lifa af lágum atvinnuleysisbótum frá því í haust.

Ég vil heyra frá því fólki.

Enn og aftur tek ég fram að ég er ekki að gera lítið úr neinum, það eru bara enn verri dæmi sem kannski myndu frekar opna augu þeirra sem með fjármál ríkisins fara.

Það er nefnilega svo skelfilegt ástand víða um landið, það má m.a. sjá á auknum tilkynningum til barnaverndarnefnda.

Á hvaða leið erum við eiginlega?

Kastljósið


mbl.is Furða sig á ummælum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Koma svo

Ég er eitilharður stuðningsmaður vonandi verðandi ríkisstjórnar.

En það eru forréttindi að fá að hafa fast land undir fótum, kæra Jóhanna.

Allir eru að bíða og bíða.

Reyndar telst þetta ekki langur tími í stjórnarmyndunarviðræðum en ástandið er ekki alveg hefðbundið heldur.

Væruð þið ekki til að rumpa þessu af bara?

Svo biðinni ljúki og það sem ekki síst er um vert;

að bitru Framsóknarmennirnir hætti að tuða, á öllum bloggum og bara alls staðar.

Arg.

Koma svo.


mbl.is „Viljum hafa fast land undir fótum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirgefðu Gylfi!

 

Ég verð eiginlega að biðja Gylfa hjá A.S.Í. afsökunar á framhleypni minni.

Mér varð nefnilega á að skrifa varnarfærslu fyrir hinn búandi skríl á Austurvellinum í gær.

Þetta er sem sagt allt byggt á misskilningi.

Gylfi hefur útskýrt að laun hans sem eru milljón á mánuði séu ekki óeðlilega há.

Þar fyrir utan þá er sú staðreynd að hann er í Samfylkingunni og harður fylgismaður inngöngu í Evrópusambandið fullkomlega eðlileg hjá verkalýðsforkólfi alls almennings úr öllum flokkum, með allar skoðanir á öllum fjandanum.

Fyrirgefðu Gylfi!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband