Færsluflokkur: Ljóð
Þriðjudagur, 14. júlí 2009
Stóð sá gamli við Valhöll og spilaði og söng
"Dag einn er kviknað í húsinu var,
og brunaliðsbíllinn kom æðandi að,
og eldurinn logaði um glugga og göng,
sat sú gamla uppi á þaki og spilaði og söng."
Veit ekki af hverju mér datt þessi texti í hug þegar ég sá að Helgi Björns ætlar að stilla sér upp við rústirnar á Valhöll og halda tónleika.
Plís, ekki gera mér þetta.
Aulahrollurinn ætlar engan endi að taka.
..stóð sá gamli við Valhöll og spilaði og söng..
Hvar er friggings kviðristukittið mitt þegar ég þarf á því að halda?
Helgi syngur við rústir Valhallar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 28. apríl 2009
Loforð
Þegar ég er búin að rústa nokkrum hagkerfum, móðga alla sem fá ekki í hnén af hrifningu þegar þeir hitta mig, skandalisera í beinni á árshátíð þjóðkirkjunnar, láta bera mig út af heimili mínu af öllum íbúum götunnar, þá sko!
Þá ætla ég að rækta kryddjurtir í eldhúsglugganum og skrifa greinar í Bændablaðið.
Þið megið treysta því.
Davíð segist ætla að skrifa smásögur og planta trjám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Mánudagur, 22. september 2008
Fyrir lengra komna og bannað börnum
Mér þykir gaman að láta hugann reika þegar ég geng í húsverk. Sumir setja tónlistina á fullt, ég ekki, einkum vegna þess að bakgrunnstónlist þjónar þeim tilgangi einum að ergja mig.
Þegar ég hlusta á tónlist sest ég niður og geri einmitt það. Þess á milli ríkir þögnin.
Ég hamaðist með tuskur og klúta, moppu og önnur hreinsidýr um allt.
Og það gerðist einhvern veginn þannig að ég fór að hugsa um kærasta.
Sennilega vegna þess að í morgun vorum við Jóna vinkona mín að ræða um að vera "passionately in love" hvað það væri skemmtilegt en jafnframt slítandi. Það er nefnilega algjör þrælavinna að vera á stöðugu hormónafylleríi.
Fyrsti strákurinn sem ég kyssti (á kinn minnir mig) er dáinn, ekki af því að hann hitti mig heldur af náttúrulegum orsökum. Ég stóð í brjáluðu vetrarveðri bak við Glaumbæ og þetta varðaði bara svona. Það tók marga daga að jafna geðið eftir að það rann upp fyrir mér ljós, þ.e. afhverju blaðsíðu 82 í heilsufræðinni var sleppt.
Svo fór ég á fast. Hann var með mér í Hagó. Hryllilega sætur, ekki mállaus, þó ég hafi aldrei heyrt hann segja heila setningu, hann var svo feiminn. Hann roðnaði afskaplega fallega og var ákveðinn í að verða sjómaður. Við vorum par í hálfan mánuð og síðustu þrjá daga sambandsins leiddumst við þegar enginn sá til. Svo sagði ég honum upp. Það dróst ekki upp úr honum orð. Við fermdumst sama dag og ég man að ég hugsaði þegar ég sá hann í kirtlinum í Nes að ég hefði nærri því verið búin að eignast hann fyrir mann!
Ég er ekki að grínast, samböndum fylgir ábyrgð sagði amma mín og þetta var áður en ég hætti að trúa orði af því sem fullorðnir sögðu. Því miður? Örugglega.
Svo var það sendiráðssonurinn norski, hann hafði ótakmarkaðan aðgang að grammafóni heima hjá sér á Fjólugötunni minnir mig. Þar má segja að stelpa hafi hangið með strák af því hann átti Bítlaplötur og gat spilað þær eins og maður.
En eftir þessi djúpu sambönd sem ég er að lýsa fyrir ykkur hér að ofan syrti í álinn fyrir þeim fjölskyldumeðlimum sem sáu mig læra til nunnu, eða húsmóður, eða hjúkrunarkonu með óflekkaðan meydóm.
Eftir þetta tímabil er sagan bönnuð innan 22 og verður skráð í myrkur sögunnar. (Ég var uppi á hippatímanum, what can I say?)
Þ.e. aldrei.
Nema ef vera skyldi að einhver tryði því að ég hefði sögu að segja sem er eitthvað frábrugðin annarra manna upplifunum.
Kannski að svo sé.
Nú eða ekki.
Allavega á ég gamlan vin sem telur mig getað skrifað ákveðið form af biblíu fyrir lengra komna.
Já við erum að tala um kökuppskriftir auðvitað.
Jösses hvað það er gaman að fokka í ykkur elskurnar mínar.
Farin að anda og elska ykkur eins og væruð þið mín eigin börn.
Ekki minna.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 2. september 2008
Ég er með klikkaðan og margklofinn persónuleika - ég sverða
Ef eitthvað er að marka vísan mann sem sagði einu sinni við mig að það væri nóg að líta í bókaskápa fólks til að komast að því hvaða mann það hefði að geyma, þá er ég í vondum málum.
Ég á nefnilega ógrynni bóka í bókstaflega öllum kategóríum nánast. Ég lýg því ekki.
Ég er að passa elsta barnabarnið ennþá hér vestur í bæ og í dag í mínu persónulega hitakófi og flenskuskít vantaði mig eitthvað að lesa.
Og ég fór í skápa minnar elstu dóttur.
Lagasafnið, lagabækur aðrar, bækur um skipulagsmál, krimmar og skáldsögur af betri gerðinni ásamt slatta af ljóðum og bókum um uppeldismál.
Ókei, frumburður er samkvæmt þessu praktískur fagurkeri með kæruleysislegu ívafi.
En hvað myndi mæta svona "bókasálfræðingi" ef hann kæmist í mína skápa?
Ó mæ godd, hann myndi láta leggja mig inn.
Íslenskar þjóðsögur og ævintýri, Þórbergur eins og hann leggur sig, Laxness nánast komplett, öll íslensku ljóðskáldin sem telur að nefna. Fagbókmenntir um ýmis mál sem ég ætla ekki að telja upp hér. Alkabókmenntir, sálfræðibókmenntir, skáldsögur eftir almennilegt fólk, síma- og fyrirtækjaskrá fyrir Reykjavík frá 1914 og svo auðvitað Íslendingasögurnar og helvítis Heimskringla sem felldi mig í orðsins örgustu fyrir jólin þegar hún datt í hausinn á mér og er þá fátt eitt upp talið.
Ég er samkvæmt bókaskápnum mínum í vondum málum, ég er smali, ég er nörd, ég er bókabéus, ég er með klikkaðan margklofinn persónuleika.
Það getur kallað á djúp sálræn vandamál að alast upp hjá fólki sem telst aldamótafólk s.l. aldar en það er rosalega skemmtilegt.
En ég endurtek það sem maðurinn sagði hér um árið:
Segðu mér hvað þú lest og ég skal segja þér hver þú ert.
Jájá, farin upp í rúm að lesa.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Mánudagur, 18. ágúst 2008
Í kompaníi við óvininn?
Ég var að lesa þessa frásögn á Eyjunni.
Matthías birtir dagbækur sínar á síðunni sinni og segir frá allskyns ljótum hlutum um vinstri menn.
Samkvæmt dagbók á Svavar Gestsson að hafa sagt honum frá eyðslusemi Ólafs.
Fyrirgefið en er Moggaritsjórinn sem þá var líklegur trúnaðarmaður eins af oddvitum vinstri manna?
Kannski, en mér þykir það ólíklegt. Samt finnst mér skrýtið ef maðurinn er að uppdikta sína eigin dagbók.
Mér finnst ósmekklegt að vera að tala um kostnað við meðferð fyrri konu Ólafs Ragnars, hver borgaði og svona. Konan var fársjúk og lést síðan af sjúkdómi sínum. Mér þætti jafn leiðinlegt að lesa um það hver sem í hlut ætti.
En af því að Matti hefur haldið svona nákvæma dagbók yfir samskipti sín við pólitíska andstæðinga, hver er þá að halda dagbók yfir miður fallega hegðun íhaldsins í gegnum tíðina?
Sá Matthías enga ástæðu til að skrásetja laumusamtöl sín við forystumenn Sjálfstæðisflokksins?
Eða gerði hann það en sér ekki tilganginn með að birta það á síðunni sinni?
Einhvern veginn held ég að þessar birtingar á þessum tímapunkti séu ekki tilviljun.
En eitt veit ég eftir lestur dagbókanna, að Moggaritstjórarnir hafa verið nálægt því að eiga Ísland á þessum tíma.
En samt er ég svolítið hrifin af Matthíasi. Hvernig er annað hægt? Maðurinn skrifaði hina frábæru samtalsbók við Þórberg Þórðarson, "Í kompaníi við allífið".
Svo er hann skáld maðurinn, ég er svo ógeðslega svag fyrir skáldum, einkum ljóðskáldum.
Svo er engum alls varnað.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Föstudagur, 8. ágúst 2008
Raddir okkar Áddna
Ég blogga stundum um söngröddina sem guð gaf mér, nú eða forfeður mínir, mér er sama hvaðan hún kemur, en hún er voooond.
Réttara væri að segja að ég hafi enga söngrödd hlotið, merkilegt því nú er ég andskotanum næmari á músík og algjörlega tilvalinn kandídat fyrir hljóðnema fyrir utan þessa örlitlu tæknilegu örðugleika sem ónýt rödd hefur í för með sér.
Reyndar vill húsband fá mig á plötu, honum finnst að röddin mín verði að varðveitast. Meiri aulinn.
Stundum man ég eftir lagi sem mig langar til að hann muni eftir líka og svo tek ég nokkrar laglínur og spyr hvort hann muni ekki eftir laginu.
Hann alveg: Hvaða lagi?
Ég: Once upon a time in nowhereland where we blablabla...
Hann: Með hverjum ég kannast ekki við lagið? Ha????? Syngdu það aftur.
Ég: My darling is over the ocean wiiiiithhhhhhhhhhh you (vongóð)
Hann: Einu sinni enn þá næ ég þessu!
Ég: Æi farðu og gleymdu þér addna.
Og af hverju er ég að hugsa um þetta núna?
Júbb, ég sá þetta í visi.is
Ég finn til sterkrar samkenndar með Árna Johnsen vegna söngraddanna okkar.
Munurinn á mér og honum er sá að hann er hamingjusamlega ómeðvitaður um að röddin hans er ekki til að hengja út á snúru en ég syng bara í huganum, það gæti einhver heyrt í mér you see.
Og því bið ég guð um að láta mig aldrei, eitt andartak gleyma því að ég syng hræðilega.
Svo ég fari ekki að vaða um í brekkum landsins eða grillpartíum misþyrmandi eyrunum á fólki, handviss um að ég hafi það sem til þarf.
Ég vil ekki verða svoleiðis.
Lalalalalala og ég blogga til að gleyma.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Laugardagur, 28. júní 2008
Neimdropping tækifæri aldarinnar
Í fyrsta skipti sem ég gifti mig var kirkjan svo lítil að ég og þáverandi vorum komin út á hlað þegar brúðarmarsinn var rétt í startholunum, þ.e. við gengum út á fyrstu tónunum. Það kom hallærislega út og það var þá, í nepjunni fyrir utan litlu Hallgrímskirkju, sem ég ákvað að ég myndi ekki hafa músík í mínum brúðkaupum aftur. Og ég stóð við það.
Ég gifti mig því alltaf í algjörri þögn eftir það og missti þess vegna af mörgum skemmtilegum tónleikum.
"Brúðguminn" sem var í fréttunum um daginn af því hann var ósáttur við að brúðkaupsveislan hans í Þróttarheimilinu yrði í miðjum tónleikum Bjarkar og Sigur Rósar í Laugardalnum, er búinn að redda málunum. Hann flutti veisluna.
Hann er ánægður með það, fílar heldur ekki Björk og Sigur Rós. Finnst músíkin þeirra væl.
Allt í góðu með það sko, smekkurinn er misjafn og ég fell heldur ekkert í stafi yfir Sigur Rós, við erum ólík eins og gengur.
En er hann ekki að missa af frábæru neimdropping tækifæri maðurinn?
Það er ekki margt sem toppar það að geta sagt stórkostlega sanna sögu úr brúðkaupinu sínu.
"Þetta var frábær dagur, það var svo smekkfullt af gestum að ég gat ekki talið þá. Björk og Sigur Rós spiluðu og brúðkaupið vakti heimsathygli".
Margir myndu gefa af sér höfuðleðrið fyrir að geta sagt svona lagað og vera að segja algjörlega satt og rétt frá.
Dem, dem, dem, ef ég væri ekki hætt að gifta mig þá hefði ég stokkið á þetta tækifæri.
Nú er að bíða og vona að Frumburður eða Maysan mín einhendi sér í að gifta sig næst þegar spilað verður með náttúrunni.
Svo vel við hæfi.
Til hamingju Thorvaldur Brynjar og frú.
Brúðkaupinu reddað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Til hamingju villingarnir ykkar
Jón Sigurðsson er að verða tvöhundruð ára, árið 2011.
Hann er ekkert svo mikið eldri en ég maðurinn.
En í dag á hann afmæli og við svolítið líka.
Ég óska ykkur til hamingju villingarnir ykkar og hér er nýji þjóðsöngurinn.
Æi fyrirgefið þetta er eitt af fallegri lögum sem Svíarnir eiga. Kærleiksóður Lundells til landsins síns. Ég fæ alltaf fimmtánfalda gæasahúð af að hlusta. Einkum og sér í lagi núna þegar hitinn er í 39 sléttum.
Og hér kemur annað jafn frábært og hrollvekjandi fallegt lag. Pálmi og Lundell eiga það sameiginlegt að slá á sálarstrengina okkar og hreyfa við þeim.
Ég býð ykkur upp á þetta og vona að þið gefið ykkur tíma til að hlusta.
Og ekkert andskotans hæhóogjibbíjei addna. Það ætti að banna það með lögum að skrifa það í fyrirsögn.
Við öllu búnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Þunglynd og í krónísku áfalli - Hjálp!
Ég er í heví nostalgíukasti núna.
Var að vesenast í geymslunni í morgun og rakst þar á bókakassa (einn af mörgum). Auðvitað á maður ekki að kíkja í kassa í geymslum, því þá getur maður ekki hætt.
Í kassanum voru "stelpubækurnar" mínar, sem ég ætlaði dætrum mínum til aflestrar, en eitthvað hefur það farist fyrir. Sem betur fer held ég svei mér þá.
Fyrir utan að finna fortíðarþránna heltaka mig (eða þannig) þá varð ég samt sjokkeruð að rekast á þær bækur sem voru mínar uppáhalds á árunum frá 8-10 ára, en þá fór ég að lesa fullorðinsbækur.
Millý Mollý Mandý og vinir hennar. Matta Maja dansar, Matta Maja leikur í kvikmynd, Hanna Í París og Katla vinnur sigur.
Miðað við efni bókanna, sem er svo sem meinlaust, þá finnst mér mesta furða að ég hafi ekki orðið eitthvað annað en ég er. Þessar bækur eiga það sameiginlegt, ef mig misminnir ekki hroðalega, að fjalla um saklausar stúlkur, sem eru öllum góðar og þær eru alltaf hlýðnar. Þær rugga ekki einum andskotans bát. Katla var reyndar þunglynd og í krónísku áfalli, og það var ég líka á tímabili. Segið að það hafi ekki áhrif.
Sumar bækur eru ekki góðar fyrir börn. Eins og t.d. Grimms ævintýri, þar sem fólk var skorið, soðið, steikt og myrt á viðurstyggilegan hátt. Margir sadistar í bókum Grimms bræðra, það segi ég satt.
En ég er ok, þrátt fyrir hlýðnu stelpurnar. Ég tók mér þær ekki til fyrirmyndar, enda hefði það verið vonlaust, hvatvísin að drepa mig þá sem nú.
En ég er alin upp á Þjóðsögum Jóns Árnasonar og á þær allar. Ætli ég eigi ekki eftir að hræða líftóruna úr barnabörnunum einn daginn, eins og gert var við mig.
Það er dásamlegt að láta hræða sig með útilegumönnunum í Ódáðahrauni og henni Garúnu, Garúnu.
Muhahahahahaha
Ég kem aftur á eftir. Ég kem alltaf aftur.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Föstudagur, 10. ágúst 2007
FJÖLLISTAMAÐURINN DYLAN
Ég var eimitt að blogga aðeins um Dylan í dag. Var að hlusta á nýjustu plötuna hans "Modern times" og fell auðvitað alltaf fyrir því sem hann gerir. Ég var líka að hlusta á Traveling Vilburys í eftirmiðdaginn, þannig að þetta hefur eiginlega verið svona Dylan dagur hjá mér.
Dylan ætlar að sýna verk sín á safni í Þýskalandi.
Er eitthvað sem þessi maður gerir ekki vel?
Ef svo er langar mig ekki afturenda til að vita um það.
Úje
Dylan heldur listasýningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr