Færsluflokkur: Bækur
Fimmtudagur, 27. desember 2007
Ég og RÚV....
..höfum átt í eldheitu ástarsambandi frá því kl. 19,00 í kvöld og þar til að seinni bíómyndinni lauk, fyrir fimm mínútum eða svo. Svo eldheitt var á sambandið að það slitnaði ekki slefan á milli okkar. Ég daðraði ekki einu sinni við Stöð 2, hegðaði mér eins og ungmey í festum sem hugsar bara um sinn heittelskaða.
Fréttir eru nauðsynlegar. Ég horfði frá upphafi til enda. Só?
Ég horfði á heimildarmyndina um Jón Pál. Hló og grét eftir pöntun. Ég sá þennan merkilega persónuleika í þætti á gamlársdag úti í Svíþjóð, 1983, og féll fyrir þessu krútti. Síðan þá hefur hann átt ponsu pláss í hjartanu mínu, þrátt fyrir að ég sé algjörlega laus við áhuga á íþróttinni sem hann stundaði. Það á reyndar við um flestar íþróttir, en hva, JP var frábær. Mér fannst þeir nú verða ansi hástemmdir í lok myndarinnar, með "Hærra minn Guð til þín" og allt það. Stundum á að kunna sér hóf. Saga JP snertir mann, það þarf enga englakóra til að framkalla jarðarfararstemmingu og sorg, þær tilfinningar koma af sjálfu sér, þegar ungar manneskjur deyja langt um aldur fram.
Ég er búin að bíða lengi eftir að sjá kvikmyndina Börn. Allir segja að hún sé betri en Foreldrar, sem ég er auðvitað heldur ekki búin að sjá. Og nú þegar ég hef séð hana, veit ekki hvað mér finnst. Hún er grípandi þessi mynd en samt svo vandamála sænsk og ég hef séð grilljón svoleiðis myndir. Uppskriftin var pottþétt. Sorgmædd börn, móðir í basli, ábyrgðarlaus faðir og andstyggileg stjúpmóðir, yfirvofandi forræðisdeila, sjálfsmorðstilraun, geðræn vandamál, krabbamein, ofbeldi og Breiðholtið, svei mér þá. Ætla mætti að ég myndi krullast upp, eftir að hafa fengið óverdós af vandamálamyndum, og þessi var meira að segja í svarthvítu, en ég horfði með áfergju. Hvers vegna veit ég ekki. Allt var svo fyrirsjáanlega bömmerað eitthvað. Ég held að mér hafi fundist hún ágæt, eða þá að hún hafi verið vænlegri kostur en Harðskafi sem beið mín á stofuborðinu, en eins og þeir sem lesa bloggið mitt vita, þá er ég ekki mikið fyrir svakamálasögur.
Og svo kom Íslenski draumurinn!! Tammtaratamm. Ég hef séð hana áður og ég elskaði hana og nú elska ég hana enn meir. Hvað er orðið af þessum dásamlega leikara í aðalhlutverkinu? Hann á nottla að vera í vinnu við að gera lífið bærilegt hjá fólki (í Breiðholtinu svarthvíta?). Sjaldan sem ég ligg í hlátri yfir bíómyndum en þarna er íslenskur plebbismi fangaður svo gjörsamlega að ég krullast upp af gleði og aðdáun.
Svona leið nú þetta jólakvöld hjá mér. Með konfekti (skammastín Jenný með sykursýki, líka á jólunum), sjónkanum, húsbandinu og milljón kertaljósum.
Lífið er bjútífúl.
Ég held ég sofni þokkalega ánægð, einkum og sér í lagi vegna þess að það er komið veður.
Verða að minnast á að þegar ég var að kíkja á nýjustu bloggin þá sá ég einn bloggnörðvera að blogga um feminista og Sóleyju Tómasdóttur og ladídadída. Fara sumir aldrei í jólafrí? Er ekki hægt að njóta jólanna fyrir argaþrasinu? Alveg er ég viss um að Sóley er að borða konfekt eða gera eitthvað skemmtilegt og þetta tuð snertir hana minna en ekki neitt. Ekki frekar en það snertir mig.
Sumir kunna ekki að vera í jólaskapi.´
Meira var það ekki í augnóinu.
Ég og jólasveinninn höfum lokað deginum.
Falalalalalala
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 26. desember 2007
Við og græðgin
Á jólunum höfum við leyfi til að liggja á meltunni, éta á okkur óþrif, sofa úr okkur meðan lágmarksmelting og þarmabalett fer fram og svo byrjum við aftur.
Ég er frekar matgrönn undir venjulegum kringumstæðum. Get t.d. aldrei lokið af disknum mínum á veitingahúsum. Skammtarnir eru einfaldlega of stórir. Og ég er ekki að tala um ameríska skammta, enda á ég ekki sögu um að hafa snætt á veitingahúsum í Ameríku, gamli komminn, en á vellinum í denn, borðaði ég 1/4 af því sem fram var borið.
Nú en hvað um það.
Svo koma jólin og þá umturnast ég eins og aðrir landsmenn og nágrannar okkar í kringum okkur, eins og Danir og Svíar. Veit ekki með Finna og Norsarana, norskur matur hugnast mér ekki og ég get ekki ímyndað mér að þeir geti verið ýkja hrifnir af honum sjálfir.
Ég úða í mig forréttum, aðalréttum, desertum, tertum og ullabjökkum í samlede verker. Rétt kem upp til að anda, áður en ég gref fésið á mér ofan í næsta fat. Ég spyr alla sem ég tala við, náið út í hvað þeir eru með í matinn og eins og það sé ekki nóg þá spyr ég; en í gær og hvað ætlarðu að hafa á morgun, en á gamlaárs?
Maður er nottla bilaður úr græðgi. En ég sé samt ekkert athugavert við að stöffa sig til vansa á jólunum. Kommon, lífið er táradalur alla hina daga ársins. Segi sonna.
Minnir mig á myndina sem ég sá í Háskólabíó (örugglega Fellini) sem hét Átveislan. Einhver hópur af körlum söfnuðust saman í einhverjum kastala og úðuðu í sig mat, kúkuðu og ráku við og átu og átu og dóu svo í eigin saur. Fyrirgefið, þetta er ekki jólalegt en myndin var svona.
En ég get glaðst yfir því að hafa í dag aðeins borðað eitt egg og eina ristaða brauðsneið með andapaté (kæfu, arg patékjaftæði). Ég ætla að láta það nægja þangað til ég hendi mér á svínasteikina í kvöld.
Reykt kjöt er út fram að næstu jólum. Fólk er að deyja eða veikjast alvarlega af hangikjöti og hamborgarahryggjum, bæði hér (ok ekki deyja kannski) og í Köben.
Svo eru snapsarnir hjá Danskinum auðvitað efni í heila færslu, en ég nenni því ekki, mér finnst áfengi leiðinlegt umræðuefni nema þegar ég skrifa um fjarveru þess úr mínu frábæra edrúlífi.
Og komasho allir með andlitið ofan í kjötkaltlana.
Úje og falalalalalala
![]() |
Átu yfir sig um jólin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 19. desember 2007
Bókað mál
Jólin koma, það er á hreinu og ég veit hvar ég verð, bæði á aðfangadagskvöld og á jóladag. Þvílíkur léttir. Við verðum stórfjölskyldan, heima hjá frumburði. Meira pláss og sonna. Tjékk, tékk.
Búin að taka helming bókaskápa í gegn. (Dúa, þú átt eftir að verða stolt af vinkonu þinni)., Vá, mikil vinna, það getið þið bókað. Búin að grisja, 4 fullir kassar standa og bíða eftir að komast í jólafrí niðri í geymslu. Þeir munu verða þar lengi. Suss og tékk, tékk.
Búin að búa til ís fyrir jóladagsboðið.
Uppskrift:
6 eggjarauður
1 bolli púðursykur þeytt saman, lengi, þar til ekki arða af kornum er eftir í jukkinu.
1 peli þeyttum rjóma blandað varlega saman við.
1 marensbotn muldur út í.
Sett í form og fryst, Tékk, tékk.
Mjög mikil sykursprengja.
En að öðru.
Sá að David Backham ætlar að gefa Viktoríu bók í jólagjöf. Hún segist aldrei hafa lesið bók.
Aldrei of seint að byrja að lesa.
Ó, þorrí, þetta mun vera myndabók.
Later.
Falalalalala.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 19. desember 2007
Æi dúllan....
..hann Björgólfur Guðmundsson, en hann ætlar að gefa öllum innilggjandi sjúklingum hjá SÁÁ, eintak af bók Einars Más, Rimlar hugans, í jólagjöf.
Þetta finnst mér sætt. Þessi alki hérna útnefnir því hér með, Björgólf Guðmundsson sem krúttsprengju vikunnar.
Ég ætla heldur betur að sjá til þess að fá þessa bók undir jólatréð, enda mér málið skylt.´
Bíbí er út, komin í eigu frumbuðar þannig að þið öll sem eruð að velta fyrir ykkur jólagjöfinni minni, ekki kaupa Bíbí handa mér. Og ekki Harðskafa, hún er líka dottin í hús.
Það er eins gott að fólk sé með húmorinn í lagi hérna, ég kaupi nefnilega mínar bækur sjálf.
Falalalalalala
Bækur | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 19. desember 2007
Vinkonubók
Áfram heldur bókabloggið.
Ég var búin að lofa ykkur bloggvinir og aðrir gestir að blogga um nýju bókina hennar Jónínu Leós, "Talað út um lífið og tilveruna". Ég lofaði því í nóvember, en kva, smá seinkun.
Jónína skrifar á skemmtilegan hátt um ýmsar hliðar mannlegra samskipta. Bókin skiptist í 46 sjálfstæða kafla og meðal þess sem Jónína veltir fyrir sér er máttur hugans, tímaþjófar, kúnstin að þiggja, kukl og blygðunarlausi aldurinn.
Ég skemmti mér konunglega yfir lestrinum. Í hverjum einasta kafla fann ég sjálfa mig í aðstæðunum, hafði velt fyrir mér þema kaflans á einhverju stigi máls og svo gat ég ekki stillt mig um að skella upp úr með reglulegu millibili. Jónína hefur nefnilega húmor fyrir sjálfri sér og á þessum síðustu og verstu virðist það ekki svo algengur eiginleiki, þannig að ég held því svo sannarlega til haga þegar ég rekst á fyrirbrigðið.
Svo er bókin lítil og handhæg, fer meira að segja ágætlega í veski (veit það, tók hana með mér á biðstofu læknis).
Ég ætla að hafa þessa bók í huga þegar ég set í pakka fyrir vinkonurnar. Ekki spurning.´
Falalalalala
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 16. desember 2007
Fín afþreying
Það er mikið spjallað um bækur í athugasemdakerfinu hér á síðunni minni og ég var búin að lofa því að blogga um bækurnar sem ég er að lesa. Er búin að vera að lesa Jónínu Leós (blogga um það á morgun) og svo eyddi ég helginni í þykka og góða afrþreyingarbók. Sú heitir "Undir yfirborðinu" og er eftir bandaíska metsöluhöfundinn Noru Roberts. Roberts hefur skrifað grilljón skáldsögur eða eitthvað, en allar fara bækurnar hennar á toppinn.
Bókin er það sem hún er sögð vera, fín afrþreyingarbók sem inniheldur, morð, rán, ástir og dramatík. Bókin bjargaði lífi mínu um helgina þar sem hér ríkti mikil spenna vegna mögulegrar fæðingar bróðurs Jennýjar Unu, sem síðan ákvað að kanselera hingaðkomunni um smá tíma. Dæs.
Mæli með þessari bók með jólakonfektinu.
Falalalalala
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 12. desember 2007
Eins og fótanuddtækið
Ég er viss um að áður en jólin ganga í garð hefur hver einasti kjaftur á Íslandi, sem getur haldið á peningaveski, keypt sinnum einn eða tveir af Harðskafa hans Arnaldar Indriðasonar. Bókin er að ná þrjátíu þúsund eintökum.
Ég keypti þessa bók í gær og gaf hana dóttur minni sem átti afmæli. Ætli ég eigi ekki eftir að kaupa hana einu sinni enn áður en yfir líkur?
Íslendingar eru brjálaðir í sakamálasögur nú um stundir og þeir sem geta skrifað meira en nafnið sitt fara nú jafnvel að setjast við skriftir og sjóða saman eina bók ala Arnaldur í sumarbústaðnum í sumar. Muhahahaha
Arnaldur er flottur. Svo er Ragnhildur Sverrisdóttir, bloggvinkona, með eina raunveruleika glæpasögu, þ.e. Pólstjörnuna. Rammtatatamm.
Bíbí, mín óskabók, er komin í annað sæti.
Fjör er farið að færast í leikinn. Hver selur mest í ár?
Hvað er búið að kaupa af bókum krakkar?
Ég spyr, ég spyr.
Falalalala
![]() |
Allt stefnir í Íslandsmetssölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Fimmtudagur, 6. desember 2007
Ábendingar óskast
Áfram held ég með bókaóskalistann minn en það eru bækur sem ég ætla að kaupa, fá lánaðar eða láta gefa mér í jólagjöf.
Bókhaldið verður að vera á hreinu.
Vigdís Gríms
Einar Már
Sigurður Pálsson
Gerður Kristný (báðar bækur, líka barna)
Jónína Leós (Tjékk, komin í hús)
Ingibjörg Haralds
Pétur Gunnars (Bókin um Þórberg)
Pétur Blöndal (ekki alþingismaður)
Hrafn Jökulsson
og fleiri. Ábendingar um nýjar bækur þegnar.
Ekki væri verra að fá að heyra álit þeirra sem þegar eru búnir að lesa þessar á listanum.
Segi það enn og aftur; ég myndi myrða fyrir að vera í aðstöðu til að lesa allar útgefnar bækur, en lífið getur verið bölvuð tík.
Falalalala
Bækur | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Mánudagur, 26. nóvember 2007
Halló - ég er að blogga og það er nóóótt!
Ákvað að taka Össur mér til fyrirmyndar og blogga áður en ég slengi mér til sængur, nú um hánótt. Þar sem ég var í matarboði fyrr í kvöld og upptekin í allan dag, eyddi ég tímanum frá miðnætti þar til nú í að horfa á Silfrið og svo Evu Maríu tala við Ragnheiði Gröndal, sem er ein af mínum uppáhalds.
Ég og Sara vorum í stelpumatarboði hjá frumburði, í flottu nýju íbúðinni. Matur: Osta-og pestófylltar kjúklingabringur, kús-kús og saltat. Ég styn af matarfrygð. Íbúðin er æði, útsýnið yfir Vesturbæinn ólýsanlegt og ég skil núna hvers vegna dóttir mín rauk í lögfræði, fremur en fyrirhugað blaðamannanám. Þorrí Helga mín, bara varð.
Oddný var frábær í Silfrinu, bar af eins og gull af eir. Málmur hvað? Reyndar var Silfrið gott í dag, og nú eru tvær bækur komnar á bókaóskalistann til viðbótar, þ.e. Guðni og saga Kleppsspítala. Tékk, tékk.
Það er æðislegt að fylgjast með henni Ragnheiði Gröndal. Þessi unga stelpa er svo þroskuð og flott og svo er hún tónlistarmaður af Guðs náð. Pabbi hennar Jennýjar Unu, hann Erik, hefur spilað töluvert með henni og ég fylgst grannt með henni í gegnum hann, m.a. Hún söng í brúðkaupinu þeirra og hreif alla með sér. Alveg er ég viss um að þessi frábæra listakona á eftir að ná hæstu hæðum.
Ég set hér inn myndband með Ragnheiði, gjörsvovel.
Kl. er núna 2.17 að staðartíma, ég er edrú að blogga, auðvitað, vindurinn gnauðar og lífið er yndislegt. En núna er ég farin að sofa og kem sterk inn í fyrramálið, við fyrsta hanagal.
Lovejúgæs.
Úje.
Bækur | Breytt s.d. kl. 02:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 21. nóvember 2007
Arg, hvað mér finnst erfitt að viðurkenna það...
..en Kiljan er að verða frábær þáttur. Ég er nefnilega svo oft pirruð út í Egil Helgason, bloggið hans sem ég les auðvitað ekki, nei, nei, bara finn á mér að það er pirrandi, smá hrokafullt og smásmugulegt í bland.
En Kiljan er flottur þáttur, hlýtur að vera þar sem ég sit límd yfir honum. Ég hef lúmskt gaman að pirraða parinu, Kolbrúnu og Páli, fyrir mér eru þau verðug áminning um mikilvægi ást og friðar í mannlegum samskiptum.
Bókaóskaistinn bara lengist og lengist. Hér verður unnið daga og nætur með þessu áframhaldi og aðhald í fjármálum heimilisins mun verða aðkallandi vandamál í janúar. Nei, nei, ég er að djóka.
Mig langar í Bíbbí,
og bókina hans Einars Más (hún er um alka, og er milljón sinnum betri en Bítlaávarpið (segir Egill) sem Bördí Jennýarson liggur á löngum stundum uppi á bókaskáp og hann hefur kúkað á nokkrum sinnum). Fuglinn er eins og ég, ber ekki virðingu fyrir selebum.
Ég er búin að fá Talað út eftir Jónínu Leósdóttur og hún er flott. Blogga um hana seinna.
Sobbeggi er auðvitað möstríd og verður keypt á næstu dögum.
Ég er að gleyma einhverju? Þær skila sér bækurnar "undan för undan" eins og Emil i Lunneberga sagði svo fallega.
Þess má geta að í Kiljunni í kvöld var ekki talað nema um einn isma - alkóhólisma.
Nú er ég farin að lesa blogg.
Nema hvað.
Later!
Úje
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2987751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr