Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bækur

ÞETTA BLOGG ER UM...

1

... skyrbjúg fyrir hana Jónu bloggvinkonu (www.jonaa.blog.is) en hún hefur gífurlegan áhuga á því vandamáli.

Jóna mín, skyrbjúgur getur orsakað þrútna fætur og tannmissi.  Kannastu eitthvað við það?

Hvar á ég að flokka þessa færslu?  Hm.. hugs, hugs, ég set hana undir enska boltann.


AUKAFLOKKAR

1

Ég er mikið fyrir aukaflokka á Moggablogginu.  Nota þá óspart.  Mér finnst sárlega vanta fleiri sollis.  Hér eru hugmyndir fyrir ritstjórnina:

Harðangur og Klaustur

Brauð og kökur

Saurgerlarannsóknir

Skautahlaup og vatnaballett

Migreni á Grænhöfðaeyjum

Vatnsbúskapur kaktusa

Danskt fjallaklifur

E-vítamín

Skyrbjúgur

Sjúkdómar og viðhald þeirra

Tímarit og krossgátur

Ég gæti nefnt fleiri flokka en tek þessa sérstaklega þar sem mig hefur svo lent í alvarlegum vandræðum þegar ég hef skrifað um ofangreind efni.  Plís gerið eitthvað strákar.


AÐ ÞESSU SINNI VAR ENGUM KASTAÐ Á DYR

1

Ég var í minni vikulegu bloggvinatiltekt en engin ástæða var til að henda kjafti út.  Allir svo skemmtilegir hjá mér núna.  En ég er í sjokki.  42 konur eru á bloggvinalistanum mín en 7, segi og skrifa 7 karlmenn.  Er ég orðin karlahatari?  Hlutfallið var nokkurn veginn jafnt hjá mér í byrjun en eftir æðisleg útköst, reglulega, stendur ekki steinn yfir steini.  Eru konur skemmtilegri bloggarar en menn?  Er ég aðskilnaðarsinni, er feministiskt ofstæki að blinda mig, gjöra mig óábyrga gerða minna?  Nebb.  Þetta "varðaði" bara svona eins og frumburðurinn minn sagði hérna í denn.  Ég gat ekki stillt mig um að taka mynd af mínu þrifalega bloggvinkonugengi en ég sendi strákana mína 7 til ljósmyndara.

2

Svo sætir þessar elskur.

Gúddnætgæs!


ÉG ÞOLI SVO HJARTANLEGA..

..að horfa á miðnætursólina

..að lykta af blóðbergi

..að halda á börnum og finna lyktina af þeim

..að láta rigna á mig

..að fjúka

..að sofa

..að hlægja

..að lesa

.. að snúa upp á hárið á mér

..að mála á mér augnhárin

..að vera á sjó

og svo margt, margt fleira.

ÉG ÞOLI SVO HJARTANLEGA EKKI

..hentistefnu stjórnmálamenn

.. umræðustjórnmál

..nýrík snobbhænsni

..fólk með fórnarlambsblóðbununa aftan úr sér

..soðinn fisk

..sólregn

..tímann frá nýársdegi og fram í miðjan janúar

..magaspeglanir

..helgislepju og væmni

..lýsi "in any way, shape or form"

..rafmúsíkk

og nokkur atriði til viðbótar sem þola ekki birtingu.

ÉG SKIL SVO HJARTANLEGA EKKI

..Georg Bush

..Pétur Blöndal

..Ellý Ármanns

..Jón Val

..Biskupinn og aðra kirkjunnar þjóna sem praktisera mannréttindabrot á samkynhneigðum

..Jay Leno

..kvenhatara og karlrembusvín

..rasista

..nafnlaus skrif sem beinast gegn persónu fólk

Að öðru leyti er ég með allt á hreinu.

Vildi bara koma þessu að.


LÖNGU TÍMABÆRT

 

1

Falun Gong hreyfingin hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að bæta fyrir framkomu sína við þá árið 2002. ´

tilkynningunni segir að skráð séu rúmlega 66.000 tilfelli um heilaþvott, slæma meðferð og pyntingar á Falun Gong liðum í Kína og segir ennfremur að komið hafi í ljós að stjórnvöld hafi tekið líffæri úr meðlimum Falun Gong, en talsverður markaður er fyrir líffæri í Kína.

Þá segir að iðkendur Falun Gong hafi notað tíma sinn og fé til að ferðast hingað til að iðka hljóðlát mótmæli, en íslensk stjórnvöld hafi beygt sig undir vilja erlends einræðisríkis gegn vilja íslensku þjóðarinnar."

Mikið rosalega er ég sammála þessu.  Það væri auðvitað löngu tímabært að biðjast afsökunar á skammarlegri og mannfyrirlitlegri framkomu íslenskra yfirvalda gagnvart Falun Gong.  Ekki er það minna skammarlegt að ganga erinda kínverskra ráðamanna sem réttilega hafa gróflega brotið mannréttindi á þessum hópi fólks.

Skamm bara.


mbl.is Falun Gong hvetur stjórnvöld til að greiða bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG SEGI EKKI ORÐ..

1

...en ef þið skiljið þetta þá eruð þið greindari en ég.

"Steingeit: Þú hittir nokkra af þeim sem gera sér upp samúð til að breiða yfir hversu miklir píslavottar þeir eru. Vertu léttur við þetta fólk og haltu leið þinni áfram."

Muhahahahaha


UM AÐ GERA AÐ BÆTA VIÐ SENDIRÁÐUM

Alveg geggjaðir hattar og húfur sem páfinn á.  Váááá!  Burtséð frá hattatísku Vatíkansins þá hefur  Stefán L. Stefánsson, sendiherra, afhent Benedikt XVI páfa í Róm trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart páfagarði.

Af hverju ekki að byggja eða kaupa sendiráð í Vatíkaninu?  Við verðum að hafa sendiráð í öllum löndum heims, en eins og allir vita þá er utanríkisþjónustan með atvinnu veislubolta í flottum húsum, víðsvegar um heim (já,já, ég veit að þeir eru í mikilli vinnu og allt það).  Á sama tíma og eldri borgarar og margir öryrkjar lepja dauðann úr skel vegna þess að það er svo DÝRT að láta þá lifa mannsæmandi lífi, þá reisum við sendiráð víðsvegar um veröld alla og það eru ekki neinar smá hallir, takk fyrir.  Mér finnst þetta fín pólitík.  Þrátt fyrir að lifa á upplýsingaöld þar sem öll samskipti eru auðveld og hægt er að komast á örskotsaugnabliki milli landa, hrúgum þá endilega niður sendiráðum sem víðast svo við getum búið til fleiri diplómata.  Það eru þó nokkrir hugsjónamenn og konur úr öllum flokkum sem eru til í að FÓRNA sér fyrir málstaðinn.  Ó þú hái himnafaðir,  ég er svo þakklát fyrir það. 

Amen 


mbl.is Afhenti páfa trúnaðarbréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SEAN HEFUR RÉTT SLOPPIÐ FYRIR HORN

1

Skemmtilegt fyrir aumingja Sean Lennon að fá það inn með skeið í gegnum útvarpið að hann hafi rétt sloppið fyrir horn í upphafi leiðar.  Yoko Ono sagði frá þessu í viðtali á Stöð 4, útvarpsstöð BBC. 

Við vorum nýtekin saman á ný þegar ég varð þunguð. Ég vissi ekki hvort þetta væri rétti tíminn til þess að eignast barn saman þar sem hann vildi kannski ekki eignast barn. Ég vildi ekki þvinga hann í eitthvað sem hann vildi ekki. hann sagði hins vegar að sjálfsögðu eignumst við barnið og var ósáttur við þá hugmynd mína að fara í fóstureyðingu, sagði Ono."

Ég hef alltaf haldið að Yoko hafi verið nokkuð róttækur femmi.  Hún hefur vart verið það þarna.  Mér finnst þetta söguskýring sem kerlan hefði mátt sleppa en hún er greinilega einn stór tilfinningabolti konan eða þannig.

Hm


mbl.is Lennon kom í veg fyrir að Ono færi í fóstureyðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG FÆ KIKK ÚT ÚR ÞVÍ..

..að borða lífrænt ræktaða tómata á speltbrauðið mitt sem ég fæ mér á daginn, vegna hollustu og sykursýkismataræðis.  Finnst ég vera eitthvað svo heilbrigð í lífsháttum þannig.

Mikið ískyggilega langar mig í gamaldags Fransbrauð úr mjólkurbúðinni á Bræðró, með lífrænt "ræktaðri" jarðaberjasultu.

Ég er eitthvað svo klikk í dag.  Muhahahahaha


SÝNUM VANDLÆTINGU Á BORÐI...

1

..en ekki bara í orði að þessu sinni.  Kínversk börn eru látin vinna við að framleiða söluvarning fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í Kína á næsta ári.  Þetta kemur fram í rannsókn á aðstæðum verkafólks í fjórum kínverskum verksmiðum sem framleiða löglega minjagripi tengda leikunum.  Börn og unglingar vinna allt að 15 tíma á dag við afar lélegar aðstæður.

"Þessar staðreyndir koma fram í skýrslu sem lögð var fyrir meðlimi Alþjóða Ólympíunefndarinnar þegar þeir komu saman í London í dag. Í skýrslunni kemur fram að eftirlitsmenn hafi fundið um 20 börn allt niður í 12 ára gömul í verksmiðjunni Le Kit Stationery, í Guangdong. Þau unnu sömu vinnu og fullorðið fólk á lúsarlaunum. Einnig hafi um 3.000 verkamenn hjá verksmiðju í Shenzen fengið um 45% af lágmarkslaunum."

Væri ekki lagi að "dissa" Ólímpíuleikana?  Íþróttir og markmið þeirra eru algjörlega á skjön við þennan nöturlega raunveruleika.  Mér finnst að þjóðum með sómatilfinningu hljóti að finnast þetta ósamræmanlegt hinum sanna íþróttaanda,  og barnaþrælkun er eitthvað sem enginn getur sætt sig við.  Ég bíð spennt eftir viðbrögðum Íslenskra íþróttafrömuða.  Eitthvað hljóta þeir a.m.k. að taka til bragðs.


mbl.is Börn í þrældómi búa til vörur fyrir Ólympíuleikana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2988086

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband