Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bækur

MÉR DYTTI ALDREI Í HUG...

1

..að leggja það á fólk að segja frá því sem mig dreymir.  Eitt af því leiðinlegra sem ég lendi í er þegar fólk, í löngu máli, reynir að útskýra fyrir mér drauma.  En í nótt dreymdi mig ma:

Skartgripi, hjónaskilnað, pabba með míkrófón, heimili fyrir óvirka alka, fullt af börnum, nýtt hús og búferlaflutninga, ferð á sjó, peninga, bilaða síma og helling af fötum.

En eins og ég hef áður bent á, þá dettur mér ekki í hug að segja frá eða blogga um drauma mína.  Þeir eru fyrst og fremst tilfinning.

Hm...


HÁLFGERÐ SNÚRA

snura

Eins og ég hef áður bloggað um þá grípur mig stundum einhver bölvuð játningaþörf sem erfitt er að láta eins og sé ekki til.  Suma daga nota ég til að skoða brestina mína (þeir eru örfáir og ég snögg að því náttúrulega), sem er ekki auðvelt verk en bráðnauðsynlegt til viðhaldi góðs edrúlífs og almennrar geðheilsu.  Í dag fór ég, að gefnu tilefni sem ekki verður látið uppi hér, að velta fyrir mér einum af mínum örfáu löstum (Blush).  Ég hef næstum allt mitt líf gert mér mannamun.  Ekki lengur, að ég tel, a.m.k. ekki á hinum hæpnu forsendum sem ég gaf mér áður fyrr þegar ég mat hverjir væru þess virði að þekkja og hverjir ekki.  Ég veit að það hljómar ekki fallega að maður meti fólk á þennan hátt en það gera allir, meira eða minna, þó það nú væri.  Ég er ekki svo andlega þroskuð að ég þori að gefa það upp á mínum persónulega bloggmiðli hvað ég notaði sem mælistiku á fólk, svo hryllilega yfirborðskennt var það og enn má ég gæta mín stórlega.  "Old habits are hard to break".

Hvað um það ég er að reyna að verða skömminni skárri manneskja en ég löngum var.  En vó hvað ég hef fengið að gjalda (réttilega) fyrir mína afspyrnu hallærislegu fordóma gagnvart fólki.  Það er svo mátulegt á mig en svo asskoti blóðugt að hafa misst af kynnum við fólk sem hefði verið vert að þekkja betur,  og hafa á stundum setið uppi með fólk sem ég átti ekkert erindi við.  Það getur verið fjári dýr skammtímalausn í mannlegum samskiptum að láta fordómana ráða.  Ég hef verið svo heppin að hafa slumpast á einhverskonar pólitíska rétthugsun í lífinu og það hefur skilað mér eitthvað áfram.  Innsæið sem ég hef svo oft hreykt mér af hefur hins vegar sjaldnast fengið að heyrast.  Hefði svo verið væri ég ekki að baxa við þennan "krúttlega" brest orðin háöldruð (!) kona.

Nóg um það.  Ég pjóna ekki (fannst það svo anti-femmó eitthvað), baka ekki (lýg því, er farin að baka), horfi ekki á hryllingsmyndir, er á móti fánalögunum, streðast við að skrifa Guð með stórum staf, setja tvö stafabil á eftir punkt (1.2.3. boðorð læknaritarans), sendi helst ekki gsm því ég þoli ekki skeytamál og kýs alltaf til vinstri vegna þess að hægri menn eru verri menn (íronía plís)  Þetta eru mínir minnstu fordómar.  Mínir verstu þola ekki dagsljósið.

Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt...


HALLÓ - HALLÓ!!

1

Hvernig stendur á því að enginn skrifar lengur í gestabókina mína?  Bloggvinkona mín hún Anna (www.anno.blog.is) var með kurteisilega beiðni um að fólk skrifaði í gestabókina hennar því það á það til að gleymast að fólk kvitti svona af og til.  Ég sjálf er arfalöt við gestabókarskrif, en af skiljanlegum og eigingjörnum orsökum mun ég taka mig á, hér með.  SKRIFIÐ SVO Í GESTABÓKINA GOTT FÓLK (ARG) og þetta á líka við um þig Lundúnabúi, María Greta Einarsdóttir!!


STOLIÐ OG STÍLFÆRT

 1

Ég er að drepast úr sunnudagsleti og ég áttaði mig á því að ég sakna pólitískrar umræðu.  Ég sem ætlaði ekki að minnast á pólitík í allt sumar.  Var í hávaða viðræðum við húsbandið áðan áður en hann fór í vinnuna.  Það þýðir ekki að við værum að rífast því við erum ógeðissammála um stjórnmálin en við tölum okkur í ham.  En nóg um það að sinni. Til að lengja í minni prívat og persónulegu hengingaról, vegna þrifanna á heimilinu sem ég þarf að takast á við, þá fór ég að lesa allskyns blogg.  Á einu þeirra fann ég gamla færslu sem ég stal og stílfærði smá (þe sleppti úr og sollis) og ég skelli henni hér inn ykkur til gamans.  Þetta er sumarlesningin í ár skilst mér.  Gjöriðisvovel:

* Fölskvalaus iðrun - eftir Árna Johnsen

* Stjórnmálaflokkar sem ég á eftir að prófa - eftir Kristin H. Gunnarsson

* Framfarir í mannréttindamálum í Kína

* Hlutir sem ég hef ekki efni á - eftir Björgúlf Thor Björgúlfsson

* Villtu árin - eftir Geir H. Haarde

* Hvernig halda skal formannssæti - Össur Skarphéðinsson

* Félagatal Framsóknarflokksins

* Kúnstin að vera krúttlegur - eftir Gunnar Birgisson (æl)

* Vinsælustu lögfræðingar landsins

* Hvernig á að bjóða útlendinga velkomna - eftir Jón Magnússon

* Úr fréttum inn á þing - eftir Ómar Ragnarsson

* Þingmannsárin - eftir Jón Sigurðsson

* Það sem mér líkar vel í fari framsóknarmanna - eftir Steingrím J. Sigfússon

Hauspokamyndin er af mér audda af því ég stal af blogginu.

SíjúgæsWhistling

 


ÚTI AÐ AKA

1

Ég beinlínis elska Norræna húsið.  Fyrir því eru margar ástæður en nýr forstjóri hússins hyggst gera róttækar breytingar á starfseminni og gera húsið að eftirsóttum alþjóðlegum vettvangi fyrir ráðstefnur, menningarumræður og miðlun af ýmsu tagi.  Flott mál. Ég vil veg þess sem mestan.

Það stendur hins vegar ekkert um það í fréttinni að Norræna verði lokað í amk. heilan mánuð í sumar.  Hún Jenny Una Errriksdóttir fer með pabba sínum um hverja helgi til að skoða og lána sænskar bækur og myndir.  Hún horfir reglulega á Maddicken, Emil i Lunneberga, Pippi Långströmp, Lotta på Bullergatan og fleiri perlur gerðar af bókum Astrid Lindgren.  Eins gott að tíminn líði fljótt svo Jenny geti haldið áfram að drekka í sig sænskar heimsbarnabókmenntir frá hinu landinu sínu.

Ástæðan fyrir myndinni af mér á bílnum sem fylgir færslunni er einfaldlega sú að á bílastæði Norræna hússins hef ég átt minn stærsta ósigur á stuttum ferli mínum sem bílstjóri.  Inga-Lill var hér í heimsókn sem oftar sumarið 1986 og ég hafði látið til leiðast að taka bílpróf.  Ég tók prófið til að fólk hætti að röfla í mér um hvað það væri BINDANDI að kona eins og ég með svo margt á könnunni hefði ekki getu til að keyra sjálf.Fljótlega eftir að ég fékk teinið,  fór ég með minni sænsku vinkonu út í Norræna að drekka kaffi.  Sólin skein, dagurinn var fallegur og hið flennistóra bílastæði við húsið var nánast autt.  Það tók mig bara 20 mínútur að fá bílinn rammskakkan í stæði.  Út fór ég og mikil fagnaðarlæti brutust út.  Á þaki hússins var hópur af mönnum að gera við.  Þeir voru í keng af hlátri.  Þeir höfðu fylgst með mér bisa við að leggja í stæði þar sem engir bílar voru fyrir.  Ég tók þessu sem ósigri, keyrði reyndar einu sinni enn eftir þetta en þá missti ég hjólið undan bílnum á ferð.  Ég tók það sem skilaboð frá almættinu um að láta svona bílatæki eiga sig og.... fékk mér einkabílstjóra.

Ég elska Norræna húsið þrátt fyrir allt.


mbl.is Gerbreytt starfsemi Norræna hússins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ANNASAMUR DAGUR..

..hjá henni Jenny Unu Errriksdóttur og hún staðið á haus nánast með fullt af verkefnum í allan dag.

Hún tók sig til og ryksugaði fyrir foreldra sína og hljóp um allt til að ljúka húsverkunum á tíma.

222324

síðan fór hún í Húsdýragarðinn og horfði þar á öll dýrin en sá ekki gívaffa, kókófíl eða jákarl.  Í þeirri ferð var myndavélin ekki með í för en ég hef það frá fyrstu hendi að Jenny hafi verið glöð og ekki feimin.

2627

Svo kom hún heim úr þeirri merkilegu ferð og hóf að leika sér við dúkkuna sem amma og Einarrr gáfu henni um daginn.  Jenny vill koma því á framfæri að margur sé knár þótt hann sé smár en eins og sjá má þá kemst hún ágætlega fyrir á borðsendanum en Jenny er ekki mjög um það gefið að verið sé að segja að hún sé agnarlítil.  Hún er rúmlega tveggja árrrra og er alveg að verða þrrriggja. 

Þessu er hér með komið á framfæri frá yngismeyjunni nöfnu minni sem núna sefur svefni hinna réttlátu.

Góða nótt frá henniHeart

PS. VOFFINN HENNAR JÓNU BLOGGVINKONU MINNAR (www.jonaa.blog.is) ER TÝNDUR! KÍKIÐ Á BLOGGIÐ HENNAR OG FÁIÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR!

 

 


P.S. BIÐ AÐ HEILSA DÓTTUR MINNI

22

Þegar ég var að glugga í Öldina okkar, rakst ég á þessa "frétt" sem birt var í Norðanfara árið 1867 undir fyrirsögninni: "Þess verður að geta sem gert er".

"Sæl vertu nú Signý!

Vegna allra kringumstæðna læt ég þig vita, að ér er hreint frá því horfinn, að öllu leyti, að taka saman við þig, og mátta hafa huga þinn hvar þú villt annarstaðar en hjá mér, og óska ég þér alls góðs njótandi að verða, fyrr og seinna.

Vertu nú sæl!

Núverandi á Siglufirði 14. febr. 1867.

P.s. Ég bið að heilsa dóttur minni"

Jón Jónsson, snikkari

Og Signý sem vill deila með sér hamingjunni af að þekkja þennan mann sendir þessa línu með bréfi þessa yndislega barnsföðurs:

"Þessar fáu línur bið ég yður, heiðraði ritstjóri að taka í blað yður, höfundinum til virðingar.

Signý Pétursdóttir á Hólum í Reykjadal í Þingeyjarsýslu".

Það fer þá ekki á milli mála að skíthælar hafa alltaf verið til, líka á Íslandi árið 1867.

Lofjúgæs!


UNDIR DÖNSKU OKI

22

Ég var að fletta í gegnum Öldina okkar, þá gömlu góðu sem spannar tímabilið frá 1801-1860.  Sumt er broslegt annað sorglegt en danska kúgunin er alls staðar ráðandi í lífi hverrar manneskju.  Rosalegir aukvisar vorum við undir danskri stjórn.  Kúguð, niðurlægð og fátæk eins og kirkjurottur.  Það ætti að minna okkur á að standa sjálfstæð í báðar lappir en eiga aðrar þjóðir að vinum á jafnréttisgrundvelli. Ekki hengja okkur á neinn.  Ég rakst á "Auglýsingu" frá Fr. Trampe frá 1809.  Ég dembi henni hér,  með upphaflegri stafsetningu.

"Hans konuglegu hátign hefir þann 9da sept. og 30ta ockt. 1807 þóknast hid streingiligasta ad banna alla höndlun og samblendi við Stóra-bretlands þegna ámeðan strídið vid ena ensku þjód varir.  Sérhvör rétt þeinkiandi skynsamur þegn undir enni dönsku stjórn mætti og finna hve straffsvredt það væri að hafa nockur vinfeingis mök við födurlandsins fiandmenn; einkum vonar mig, ad endurminning þeirra mörgu stóru og ógleymanlegu velgjörda er Danmerkur og Noregs konúngar sífeldt hafa auðsýnt Íslandi muni láta þann þákna vakandi vera hjá sérhvörium Íslendinga.  Ad líkindum mun brádum géfast raun á þessu; því ekert er líklegra en ad eya vor, endur og sinnum medan á strídi þessu stendur, verdi heimsókt af enskum skipum.  Alþýdann áminnist því, í slíkum tilfellum náqvæmlega að taka sér vara fyrir, frá sinni hálfu ad hafa nockurt samblendi vid fólkid á þeim ensku skipum; en ef nockur, móti von minni, brýtur ádurnefnd Konungsins og skynseminnar bodord, gétur hann ecki hjá því komist, að sök verdi höfdud móti hönnum og hann dæmdur frá lífinu.

Ísland Stipst-skrifstofa þann 13. júnii 1809"

Þarna er bara höfuðið af ef einhver býður Englendingum góðan daginn, eða því sem næst.  Þeir kölluðu ekki allt ömmu sína Danirnir á þessum tíma.  Ég las líka um ungan dreng sem settur var í hlekki ævilangt fyrir að stela sér fjórum fiskum til matar.  Það óhugnalega er að það er ekki svo rosalega langt síðan þetta var.

Smá sýnishorn úr íslenskum raunveruleika anno 1809

 


AF HITASÓTT, RÁNDÝRUM MAT OFL.

22

Úff ég er með hita.  Sótthitta já. Sit hér og ræð fram í gráðið með beinverki, höfuðverk og almmennt slen. Ég finn til í hárinu.  Hafið þið verið með verki í hárinu? Augun ranghvolfast í höfðinu á mér og það er vont að reykja.  Vont að reykja segi ég en ekki ómögulegt.  Í þessu ástandi er ógerlegt að vera með sleifina á lofti þannig að hér var brugðið á það ráð að panta mat utan úr bæ, sem vegna breytts lífsstíls gerirst ákaflega sjaldan núorðið.  Uppáhaldsstaðurinn Nings varð fyrir valinu. Eftir að hafa hringt þangað vorum við að pæla í því húsbandið og ég hvort það hafi orðið rosaleg hækkun í hafi á hrísgrjónum eða eitthvað.  Þeir eru sko flottir á Nings, ekki misskilja mig en 2.800 karl á mann fyrir svona horaða og matgranna einstaklinga er nú bara hvítan úr augunum á manni.  Bæði hönd og fótur.  Ég er ekki nísk en fyrir þessa peninga má gera ýmsilegt skemmtilegt, nytsamt og uppbyggilegt.

Annars er ágætt að lesa blogg þegar heilsufarið er í lakara lagi.  Ég á reyndar alveg ótrúlega skemmtilega bloggvini úr öllum stjörnumerkjum (hehe) og þeir eru allir í "rithöfundamerkinu" með tungl í húmor og pólitíska vakningu rísandi.

Held áfram að lesa blogg og skrifa líka.  Ef þið eruð ekki sátt við það þá getið þið beðið fyrir ykkur, ég hef parkerað minni eðlu seingeitarpersónu við tölvuna og hananú!


MEIRA BLAÐUR UM STJÖRNUSPÁR

22

Það er nú svo þegar verið er að bíða eftir einhverju eins og kosningunum núna þá finnur maður sér eitthvað til dundurs til að létta biðina.  Ég er enn í stjörnumerkja pælingum þrátt fyrir að ég hafi nú ekki mikla trú á því fyrirkomulagi öllu.  Samt er þetta skemmtilegt dund.  Ég var að velta því fyrir mér hvort eitt merki fremur öðru væri í meirihluta hvað varðar fólkið mitt og vini.  Ég held að á einni æfi séu svona 100 manneskjur sem tengjast manni náið með einhverjum hætti þótt sumir staldri stutt við en aðrir meira og minna allan tímann. 

Ég á sex systur og einn bróður merkin eru: fiskur, hrútur, naut, 2 vogir, steingeit, ljón. Dætur mínar eru bogamaður, vog og ljón. Eiginmenn (þorry þo mikið hjarðeðli og endurnýjunarþörf) tvíburi, sporðdreki og naut.  Vinkonurnar (þessar sem eru komnar til að vera) tvíburi, meyja,  3 naut, fiskur, vatnsberi.   Þetta er það sem ég man.

Niðurstaðan er að meyjur eru sjaldséðar í mínum kunningjahóp.  Nema nottla eitt megababe (Dúa) en meyjur eru svo smámunasamar og korrekt segja fræðin.  Ég er meira svona gjörningakona. Dúa getur sagt ykkur að hún raðar súpupökkunum eftir stafrófsröð, notar reglustriku til að raða í fataskápana ásamt litgreiningarspjaldi.  Þegar hún er að ærast yfir drasli þá er hún oftast að tala um sælgætisbréfið sem hún gleymdi á stofuborðinu. Ég er nú hrædd um það.

Það er bókstaflega allt löðrandi í nautum í kringum mig.  Yndisleg systir mín, eiginmaður og vinkonur og litli Oliver minn sem á 2ja ára afmæli á kjördag. Enda hefur komið á daginn í lífsbröltinu mínu að ég hef haft þörf fyrir alvöru vini. Ójá. Þar kemur nautið sterkt inn.  Vogirnar eru líka í stórum stíl að vega salt við mig, dætur, systir og bróðir og vinir. Vogirnar eru svo yndislega óbalanseraðar og alltaf að taka ákvarðanir um sama málið.  Saran mín er alltaf vegandi og metandi. Ljónið hún Maysa mín er lífsglöð og skemmtileg.  Hún er opin, frjáls og utanáliggjandi.  Elskar margmenni.  Ég þekki svo yndislegt fólk í öllum þessum merkjum.  Bogamaðurinn hún dóttir mín er auðvitað yndisleg og mömmukrúttið mitt.  Þekki annars ekki marga í því merki. Steingeiturnar eru margar (fullkomnar eins og Jenny mín og ég sjálf) en ég vill ekki gera hin merkin döpur.  Þau komast ekki með tærnar þar sem ég hef hælana. Ætli sjálfshól sé einkennandi fyrir steingeit?

Hvaða merki lýsa þá með fjarveru sinni í lífi mínu.  Það er lítið af fiskum, enn minna af vatnsberum, smá af hrútum (á yndislega systur í því merki og pabba líka) dash af tvíburum bara einn lítill og krúttlegur krabbi (hann Jökull minn) og megakúsan mín.  Æðislegt merki.  Afhverju þekki ég ekki fleiri krabba? Vona að ég hafi ekki gleymt neinu orðin kolrugluð í höfðinu á öllu þessu merkjastandi enda ekki vön að hugsa í stjörnumerkjum og það getur gert hvern mann stórbilaðan!

SíjúHeart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2988086

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband