Færsluflokkur: Bækur
Mánudagur, 1. október 2007
Heyrið þið það, þarna fólk..
..sem eruð að láta skap ykkar bitna á blásaklausum nýjum Íslendingum, sem þjónusta okkur við kassann í stórmörkuðunum, að þið eigið ekki lögvarinn rétt til að versla á íslensku.
Annars er auðvitað sjálfsagt og rétt að gera nýjum Íslendingum kleyft að læra íslenskuna og þá ekki á eigin kostnað. Íslenskunámið á að vera sjálfsagður hluti af þeirri þjónustu sem boðið er upp á fyrir fólk sem er að aðlagast nýju þjóðfélagi.
Það er bara ekki við afgreiðslufólkið að sakast, gott fólk, það er launastefnunni í landinu að kenna, og eigendum verslananna, sem borga lúsarlaun fyrir þjónustustörfin.
Nú er bara að taka upp frasabækurnar á hinum ýmsu tungumálum og ræða Göthe og Plató við kassann.
Úje
![]() |
Neytendur eiga ekki lögvarinn rétt á að versla á íslensku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 30. september 2007
Hvers vegna yfirgefa karlmenn konur?..
..er helmingur titils á bók, sem ég var að finna í dag og mun, merkilegt nokk, tilheyra mér. Ég fékk bókakassa með gömlum bókum, sem frumburðurinn geymdi fyrir mig, en hún var að flytja í nýtt húsnæði í síðustu viku. Það var nú svo sem ekkert sprengiefni í kössunum, aðallega allskyns orðabækur og námsbækur frá Svíþjóðarárunum. En ein bókin, enn í plastinu, lá þarna og gargað á mig, knallrauð og fögur. "Hversvegna elska konur karlmenn og hversvegna yfirgefa karlmenn konur" Þegar stórt er spurt, hm.. Nei, þetta er ekki bók sem gefin er út í byrjun síðustu aldar, heldur árið 1989, þ.e. fyrir tæpum tuttugu árum. Ekki veit ég hver hefur þorað að gefa mér hana, en sú manneskja hefur verið barnalega hugrökk.
Ég er búin að liggja í hlátri yfir þessari skruddu í dag. Dæmi I (þau verða fleiri seinna og það sem er innansviga er frá mér komið):
"Þegar karlmanni finnst hann kúgaður
Karlmönnum er meinilla við að láta stjórna sér ()Það vekur ósjálfrátt frumstæðar og fráfælandi minningar um umkomuleysi bernsku og æsku og harðstjórn móðurinnar (gat verið mömmunni að kenna). Þegar karlmönnum finnst þeim vera stjórnað af konu og stjórnunni linnir ekki, líður þeim jafnvel verr - þeim finnst þeir sviptir karlmennsku sinni (mí tarsan jú djein).....
Þegar maður býr með mjög ráðríkri konu finnst honum hann oft vera í úlfakreppu ef hann lætur undan ráðríki konunnar af því hann vill þóknast henni, óttast hann að hún muni telja hann ístöðulausan aumingja. Karlmenn vita (meira en ég veit, það er á hreinu) að konur kæra sig innst inni ekki um að stjórna þeim. Fyrstu viðbrögð mannsins verða því að reyna að gera konunni til geðs jafnframt því sem hann er hræddur um að vera talinn dula ef hann er of eftirgefanlegur....
Konur sem stjórna karlmönnum gera það yfirleitt í góðri trú og af umhyggjusemi. Venjulega gera þær það óafvitandi og óviljandi (auðvitað við erum í svo lélegum tengslum við okkur sjálfar að við erum eins og jurtirnar, allar í ósjálfráðum kippum og viðbrögðum). Þrátt fyrir það er slík framkoma eigingjörn og óskynsamleg og verður sjaldan til þess að afla konunni þeirrar ástar sem hún þráir."
Ég verð að hryggja ykkur með því að þetta er með því skárra og ég er ekki að ljúga til um ártalið á útkomu bókarinnar. Því miður.
Ójá.
Bækur | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Sunnudagur, 2. september 2007
FINGURINN UPP...
..á Barnes & Noble, sem hafa ákveðið að taka að sér sölu á játningabók OJ Simpson. Það er nokkurn veginn ljóst að maðurinn er morðingi og hann er þekktur heimilisofbeldismaður. Smekklegt eða hitt þó heldur að gefa honum vettvang til að koma sjúklegum löngunum sínum sem m.a. felast í því, að hælast um yfir skelfilegum morðunum sem nánast allir telja að hann hafi framið, á framfæri.
Dem, dem, dem og ég sem hef alltaf verið svo höll undir Barnes & Noble.
Júkantrustenýboddíenímor!
ARG
![]() |
Ósmekklegasta bók síðustu ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 27. ágúst 2007
ALMENN SKYNSEMI - EKKI SVO ALMENN - EÐA HVAÐ?
Það er maður úti í Bandaríkjunum sem hefur skrifað bók um það að slæmur yfirmaður geri starfið niðurdrepandi. Jahá, ég hefði átt að skrifa um þetta og verða metsöluhöfundur eins og þessi náungi. Ég hefði líka getað sagt fólki, sem ekki þegar hefur upplifað það á sjálfu sér, að það er ekki vænlegt til árangurs að vera á lélegum launum og að þurfa að fara langar vegalengdir í vinnu.
En ég hef ofurtrú á almennri skynsemi, sem sumir segja að sé alls ekki svo almenn. Ég held að fólk þurfi ekki að kaupa bók sem segir því að lifa lífinu lifandi, að nota jákvæðar hugsanir til sjálfsheilunar og að reikna ekki sífellt með því versta.
Sumum finnst gott að hafa svona í bókum og það er oft ágætt að láta setja hlutina upp fyrir sig. Mér finnst það allt í lagi, en í nútímanum, þegar fólk er að kafna úr stressi, löngun til að höndla hamingjuna, eignast peninga og allt hitt, hafa komnið fram á sjónarsviðið alls kyns gúrúar í ráðgjafaformi, sem velta milljónum á milljónum ofan, til að segja okkur það sem við þegar vitum.
Ég ætti kannski að skrifa sjálfshjálparbók.
Í einhverju..
Demdifædúdemdifædónt!
Úje
![]() |
Slæmur yfirmaður gerir starfið niðurdrepandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 14. ágúst 2007
HIÐ FRJÁLSA FRAMTAK KÆFT Í FÆÐINGU
Þessi unglingur, snillingur, villingur, sem þýddi Harry Potter um leið og hún kom út, og gerði það vel, að sögn rannsóknarlögreglumannanna í Frakklandi, var ekkert minna en handtekinn fyrir vikið. Hann mun þó ekki verða ákærður fyrir athæfið. Það er fyrir tilstilli höfundar Harry Potter og því sleppur strákur með skrekkinn.
Það er ekki fyrr en 26. október sem franska þýðingin kemur út.
Ég meina það, þarna er náungi á ferð sem á eftir að gera góða hluti.
Ég held þeir hefðu átt að ráða strákinn í verkefni hjá útgáfufyrirtækinu.
Sumir þekkja bara ekki sinn vitjunartíma.
Bítsmí.
Úje..
![]() |
Potter-piltur slapp við ákæru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 30. júlí 2007
LATERNA MAGICA
Ein af flottustu og eftirminnilegustu kvikmyndaleikstjórum í heimi, Ingmar Bergman er allur. Það er svo sem ekki neitt sjokkerandi við það, maðurinn orðinn 89 ára gamall. Bergman hefur alltaf heillað mig, myndirnar hans og hann sjálfur sem karakter.
Þegar sjálfsævisaga hans kom út í Svíþjóð (Laterna Magica), var ég snögg að fjárfesta í henni. Maðurinn var hreint ótrúlega litríkur karakter. Hann var opinn og víðsýnn listamaður en alveg ótrúlega erfiður sjálfum sér í hinum smærri hlutum. Ekki að maður kannist ekki við það.
Í bókinni Hrafninn flýgur, segir Hrafn Gunnlaugsson, skemmtilega frá kynnum sínum af Bergman.
Eitt sinn skal hver deyja, þannig er nú það.
Nú fer ég og les bókina hans einn ganginn enn.
Langt síðan að ég hef horft á Fanny og Alexander, best að leigja hana fljótlega.
Ójá.
![]() |
Ingmar Bergman látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 28. júlí 2007
ÞEGAR HÚN AMMA MÍN DÓ...
..og hann afi minn var fullur og sálmurinn var sunginn um blómið. Úff ég elska Þórberg. Sálmurinn um Blómið er ein fallegasta og best skrifaða bók um barn sem ég hef lesið. Þroskasaga lítillar telpu sem ég er viss um að á sér ekki hliðstæðu í öllum heiminum.
Ég bjó við sömu götu og Þórbergur. Við stilltum klukkuna eftir honum heima hjá mér þegar hann stormaði fram hjá með stafinn á leið út í Örfirisey þar sem hann fækkaði klæðum og gerði Mullersæfingar. Hann spjallaði líka við okkur krakkana stundum og ég var yfirkomin af því að vera í návist skáldsins, sem var borin svo mikil virðing fyrir heima hjá mér. Í jólafríinu þegar ég var 13 ára, þrælaði ég mér í gegnum Bréfið (til Láru auðvitað)skildi takmarkað en var samt hin ánægðasta.
Einu sinni las ég um fólk sem lifði í þjóðfélagi þar sem bókum hafði verið útrýmt. Hvert og eitt þessara mannvera höfðu tekið að sér að muna utanað eina bók, til að þær glötuðust ekki. Ef einhvertímann kæmi að því að lífið yrði svona skelfilegt býð ég mig fram í að muna Þórberg, hverja einustu bók, frá upphafi til enda. Það myndi verða mér fremur auðvelt. Það líður ekki sú vika að ég gluggi ekki í bækurnar hans. Mér til sálubótar og hressingar.
Úje
Bækur | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 26. júlí 2007
BÓKASKÁPURINN MINN
Í dag hef ég verið upptekin. Beisiklí á hvolfi. M.a. er ég byrjuð á því vonlausa verki að taka til í bókahillunum. Þessi mynd hér að ofan er af bókum í röð og reglu miðað við ástandið hjá mér. Það eru mannháir staflar (dvergháir ok) ofan á hillunum og ég bíð eftir að heilu ritraðirnar fari í hausinn á mér. Merkilegt annars hvað safnast í hillurnar. Ég helt að ég hefði látið allar "unglingabækurnar", þessar sem hafa fylgt mér frá því á ástarsögutímabilinu, en ég datt í þær alveg upp að 23ja ára aldri eða svo (hefði heldur dáið en að viðurkenna það), í kassa niður í geymslu en í staðinn hef ég troðið þeim í hilluna. Knut Hamsun, margar ljóðabækur og fleiri bókmenntaperlur lentu hins vegar í kjallaranum. En hvað um það.
Ég fann tvær bækur eftir Snjólaugu Bragadóttur (ólesnar, ég sver það). Önnur heitir "Gefðu þig fram Gabríel" og hin "Lokast inn í lyftu". Eina sem ég man úr þessum bókum hennar Sjólaugar er, að það var alltaf verið að gera upp gömul hús, mennirnir hlógu "lágt" (svona sexý af því þeir voru með yfirhöndina) og svo var eldað læri á hverri blaðsíðu. Nú ætla ég að lesa þessar tvær við tækifæri. Maður verður að vera tjúnaður inn á hinn íslenska bókmenntaheim.
Ég fann líka ritröð sem heitir "Svenska Milljonärer" sem mér er fyrirmunað að átta mig á. Ekki beint í mínum stíl. Ég átti það þó til á námsárum mínum í Svíþjóð að kaupa bækur á uppboði og þá flutu með í kössunum alls konar undarlegar ritsmíðar.
Btw. Mér hefur alltaf fundist það eiga að vera kílóaverð á bókum. Bara fara í bókabúðina og velja í körfuna og borga eftir vigt. Þá gæti maður tuðað yfir kílóaverði á bókum, dilkakjöti, grænmeti og mjólkurvörum, svo ég tali nú ekki um verð á sólarlandaferðum.
Ég,
eins og rykfallinn bókaormur.
Úje
Bækur | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
ÉG HEF LOKSINS FUNDIÐ SÁLUFÉLAGA..
..í henni Sunnu Dóru (www.sunnadora.blog.is) bloggvinkonu minni og eðalkvendi. Ekki nóg með að hún sé að drepast úr flughræðslu eins og ég heldur er hún haldinn þeim flotta eiginleika, en jafnframt afspyrnu sjaldgæfa, að lesa endirinn fyrst, þegar hún gúffar í sig bækur. Ég hef bloggað um þennan eiginleika minn, að tékka á endinum til að geta lesið bókina í ró og næði og Sunna Dóra hún gerir það líka. OMG ég hélt ég væri sú eina. Máli mínu til stuðnings "stal" ég eftirfarandi málsgrein af blogginu hennar. Ég vil að við stofnum sjálfstyrkingrhóp (tríó).
"Ég les alltaf endinn fyrst á bókum sem að ég er að lesa. Ég get ekki beðið og lesið alla bókina og ekki vitað hvernig hún endar."
Hehe
Æmnotalónenímorr.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mánudagur, 23. júlí 2007
ENGINN ENDIR ENN
Árni Matt skrifar ritdóm um síðustu bókina um Harry Potter í Moggnanum í dag.
Þar kemur fram að þetta sé skemmtilegasta HP-bókin.
Endir: Margir munu deyja
Só
ARG
![]() |
Uppgjör góðs og ills |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr