Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Mánudagur, 21. apríl 2008
Íslenskt svín?
Ég var að versla í matinn áðan, stofustúlkan og böttlerinn eru á ástarfundi á Þingvöllum.
Nú, það er ekki í frásögur færandi, maturinn rándýr eins og venjulega, en þeir eru farnir að segja manni ítarlega frá uppruna vörunnar hjá Goða.
Á pakkningunni stendur með stórum rauðum stöfum; 100% íslenskt grísakjöt!!!
Og nú spyr ég eins og hálfviti, hvaða andskotans útlendinga eru þeir búnir að vera að selja mér fram að þessu?
Eða er þetta trix? Miðinn á pakkningunni flennigulur með eldrauðum stöfum. Ætli ég hafi átt að grípa þetta, líta ekki á miðann (eins og ég hef sögu um, þangað til núna) og hugsa; ók, þetta kjöt hérna er á tilboði?
Ég ætla að setja mér það sem verkefni á morgun og hringja í Goða og spyrja hvers vegna þurfi að taka fram að kjötið sé af íslensku svíni.
Hvað er búið að vera að gerast í stíunni hjá þeim?
Hm..
Meira ruglið þetta.
Svona í péessi má geta þess að kílóið kostaði 1783. Hva? Tertubiti.
ARG í vegg.
Mánudagur, 21. apríl 2008
Orð eru ódýr
Ég er fædd með vantrúarelement sem sýnir sig helst í því að ég treysti varlega yfirvöldum. Að minnsta kosti set ég yfirleitt spurningarmerki við það sem þau framreiða í formi "sannleika" hverju sinni. Það sama á við trúmál og fleiri þætti.
Vantrúar- og óhlýðnigenið spratt fram í eðli mínu þann dag sem ég byrjaði í Hagaskóla. Síðan hef ég ekki verið söm. Fram að þeim tíma var ég hlýðin eins og mús og hélt að fullorðið fólk væri á vegum Guðs við að gera heiminn betri. Hvað um það, ég er alltaf að undra mig á afhverju það er engin bronsstytta af mér í andyri Hagaskóla. Ég var svo eftirminnilegur nemandi.
Einu sinni var því haldið að fólki að fátæk börn og sennilega önnur börn líka, yrðu að fá lýsi til að lifa af. Tveimur árum áður en ég kom í Meló var til siðs að hella úr lýsiskönnu ofan í blásaklaus börn. Lýsið var volgt, kannski þránað og ég er með martraðir um hvernig ég hefði orðið á geði hefði ég lent í lýsispyntingunni miklu. Ég var nefnilega svo hlýðið barn.
Nú trúi ég varlega öllum selvfölgeliheder sem t.d. stjórnvöld reiða fram í formi stórasannleika.
Ég veit að Doddson vill ekki Evrópusamband. Ég held að sami DO sé að fríka út á valdaflippi í forljóta húsinu við Arnarhól. Þess vegna trúi ég ekki orði af því sem frá þeirri frómu stofnun kemur, um efnahagsmál.
Og ég trúi ekki Geir Haarde heldur, og reyndar ekki kjafti frá íhaldinu þessa dagana og Samfylkingin er ekki að fá uppklöpp á kærleiksheimili mínu þessa heldur.
Ég trúi ekki að bændur geti ekki komist af án styrkja, frá mér, einkum og sér í lagi.
Ég trúi orðið ekki einum andskotans hræranlegum hlut þessa dagana.
Ég trúi á sjálfa mig og fólk sem lætur verkin tala. Orð eru ódýr, upp að því marki að það er hægt að segja þau og láta síðan sem ekkert sé.
Þess vegna er moi ein af þessum 51,8% sem bera lítið sem ekkert traust til Seðlabankans.
Og hana nú og góðan daginn.
Meirihluti ber lítið traust til Seðlabankanss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Fokkings hillusvipurinn
Ég þarf að fara í IKEA, mig vantar svo kjötbollur. Djók, með kjötbollurnar, en í IKEA þarf ég að fara.
Ég á jafnan erfitt með að draga húsband með mér í þessa stórkostlegu dótaverslun almúgans, enda er honum í nöp "hillusvipinn" sem hann segir að komi á mig í búðum. Hann heldur því fram að ég detti út, sé ekki áttuð á stað og stund og ég sé vís til að versla stórt. Hillusvipurinn veldur manninum oft martröðum. Só??
En nú vantar gardínur og myrkvunartjöld, vegna gula fíflsins sem mun bráðlega vera á flakki allan sólarhringinn. Ég er kona sem vill sofa í myrkri.
Samtal í hádeginu:
Ég: Nennirðu að koma með mér í IKEA (á innsoginu)?.
HB: (Skelfingu lostinn) Eigum við ekki að bíða með það fram í næstu viku?
Ég: Ertu með frestunaráráttu maður? Förum núna, mig vantar gardínur.
HB: Manni getur ekki VANTAÐ gardínur, ekki fremur en manni getur vantað t.d. styttur og afskorin blóm!
Ég: Jú, ég verð að kaupa gardínur í svefnherbergið áður en sólin fer að vekja mig hér í bítið.
HB: Það er laaaangt þangað til (lesist; við fötum í júní, daginn fyrir sólstöðuhátíðina). Svo sé ég ekkert athugavert við þessar gardínur sem eru fyrir og svo geturðu farið með Söru eða Helgu, ég fæ höfuðverk inni í svona risaverslun. (Hann er búin að sefja sjálfan sig til hita).
Ég: ókí (gaman, mikið skemmtilegra að valhoppa um himnaríki svona ein og sér). Ég geri það krúttið mitt.
HB: Þú ert kona sem hefur gert búðarráp að listgrein. Ég skiletta ekki.
Við tölum ekki saman í augnablikinu.
Eða þannig en ég elska hann samt.
Ójább
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Ef tími er peningar - "show me the money"
Það er talað um tímasparnað í sambandi við einkaþotudjammið á Sollu og Geir.
Tíminn þeirra er ógeðslega mikilvægur, mun mikilvægari en annars fólks. Þeir sem mæna á valdamenn með aðdáunarblik í augum, skilja svo rosalega vel að það sparast tími og tími er peningar.
Í dag fór ég í apótek. Já, ég gerði það. Ég gleymdi að framvísa afsláttarkortinu mínu og ég tók eftir því þegar ég kom heim að ég hafði þess vegna borgað nokkrum þúsundköllum of mikið. Þar sem við hér á kærleiksheimilinu getum ekki leyft okkur að styrkja apótekin með frjálsum framlögum, þá hringdi ég í lyfjabúðina.
Apótekarinn var hinn vingjarnlegasti, sagði mér að koma með kortið og svo greiddi hann mér það mismuninn. Þetta voru um 5000 kr. sem þarna "spöruðust".
Mig langar til Kúbu, í dag fór ég inn á netið og leitaði að hagstæðum ferðum til Havana. Það kostaði sirka 130 þús. krónur að komast þangað. "Give or take". Þar sem ég sat þarna og skoðaði möguleikana sem í boði voru í Kúbufyrirkomulaginu, fékk ég hugljómun. Nú þegar við eigum að herða sultarólina fer maður ekkert að rjúka til útlanda.
Þarna "sparaði" ég 135 þúsund krónur á einu bretti.
En það er flóknara hjá mér að spara tíma, amk. þannig að það endi í plúsdálknum í heimilisbókhaldinu. Það eru meira svona loftpeningar. Ég bið Geir Hilmar Haarde að kenna mér það þegar hann kemur heim af stríðsráðstefnunni.
Ég mun halda áfram að spara.
Þetta er neytendafærsla.
En ef einhver trúir þessari upphæð sem gefin er upp í fréttinni, en fæst samt ekki uppgefin vegna heiðursmannasamkomulags, þá rétti sá hinn sami upp hönd.
Farin að lúlla.
Ójámm
Munaði 100-200 þúsund krónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Laugardagur, 22. mars 2008
Hér er ég!!!
Halló!! Takið eftir, takið eftir!
Björgúlfur, Jóhannes í Bónus, Jón Ásgeir og þið hinir fáránlega ríku menn.
Höndlið hamingjuna!!!
Hér er ég!!
Úje
Ekki er öll vitleysan eins.
Peningar veita hamingju - séu þeir gefnir öðrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 17. mars 2008
Jarðsprengjur og hvalir
Nú,nú, Heather Mills fær 2,7 milljarða frá Paul vininum sem situr samt eftir með meiri peninga en hægt er að eyða á heilli æfi.
Hún er ánægð, ég veit ekki með hann.
Það er erfitt að vera eiginkona Bítils. Sjáið Yoko sem var kennt um að hafa splundrað Bítlunum! Ég meina það, konan var HÖTUÐ.
Annars finnst mér þessi Mills-kona hálfgerður tækifærissinni en ég ætla að standa með henni (leiðinlegt að hún skuli ekki einu sinni vita að ég er til, standandi með henni af alefli hérna fyrir ofan sjólínu), get ekki verið þekkt fyrir að gefa skít í konuna. Sisters og allt það dæmi, þið skiljið.
Nú hljóta þessi fyrrverandi hjón að geta snúið sér að áhugamálunum.
Hún fer og jarðsprengjast..
og hann..
finnur sér nokkra hvali til að tjilla með.
Allir glaðir.
Líka Stella..
Ójá
Smá flótti í boði hússins.
Mills fær 24,3 milljónir punda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Laugardagur, 9. febrúar 2008
Lyktin verður verri og verri
Hversu lengi á þessi farsi með fyrrverandi borgarstjóra, Vilhjálmi, í aðalhlutverki að ganga óáreittur, með nýjum fullyrðingum eða beinum ósannindum, fremstum í flokki.
Vilhjálmur hefði aldrei skrifað undir án umboðs og það var borgarlögmaður sem tjáði honum að hann hefði það.
Kristbjörg Stephensen, borgarlögmaður, mun ekki hafa verið sá borgarlögmaður, sem Villi átti við.
Villi fékk álit fyrrvernadi borgarlögmanns, Hjörleifs Kvaran á málinu, en sá ágæti maður er nú forstjóri Orkuveitunnar.
Að tala um spillingu.
Gott fólk, nú er að fara og fá kauphækkun hjá fyrrverandi yfirmanni í gömlunni vinnunni og önnur fríðindi sem munu þá gilda á nýja vinnustaðnum. Þetta hlýtur að svínvrirka.
Nú æli ég.
Ætlar maðurinn virkilega ekki að segja af sér?
Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Ætlar Villi að segja af sé? Sei, sei, nei. Rei, Rei
Samkvæmt fróðlegu Kastljósi er á tæru að skýrslan er tilbúin, öllum steinum viðvelt og enginn gerður ábyrgur. Svandís, skelegg að vanda, taldi það ekki vera hlutverk nefndarinnar að dæma um hvort einhver bæri ábyrgðina á klúðrinu og ætti að taka pokann sinn.
Þetta sama og venjulega á Íslandi. Skamm, skamm og svo halda allir áfram í sínum djobbum.
Og svo kom Villi. Hálf vesældarlegur og sorrí, kannaðist ekkert við að hafa verið tvísaga, hvorki þar eða hér.
Hér má sjá stjórnmálamann sem ætlar ekki að segja af sér.
Gjörið svo vel, merkileg kennslustund í íslenskri pólitík.
Ég hins vegar, segi af mér sem trúgjarn áhugamaður um stjórnmál.
Ég grenja þá minna í framtíðinni og nota tíma minn til annars.
Ekki eins og ég grenji ekki nóg samt.
Búú
Fokinngei
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (45)
Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Vakna ég upp við það einn morguninn að það vantar menn í vinnu hjá Impregilo....
..og það verður auglýst eftir þeim inni á minni síðu?. Eða jafnvel auglýsing um skráningu í heimavarnarlið Björns Bjarnasonar, eða eitthvað ámóta ógeðfellt, að minu mati?
Nú er komin hér inn auglýsing á mína síðu frá einhverju NOVA sem ég veit ekki hvað er, og ég hef ekki verið spurð, hvað þá að mér sé borgað fyrir að síðan mín sé tekin undir auglýsinguna.
Auðvitað blogga ég hjá Mogganum, en er ekki síðan mín? Er hægt að setja einhverja geðþóttatexta og auglýsingar inn á síðuna að mér forspurðri.
Mér finnst þetta stór mál og það er lágmarkskurteisi að láta mann vita og gefa manni möguleika á jái eða nei, nema auðvitað að við séum bara aumir hornkarlar og kerlingar hér á blogginu.
Það hlýtur að vera hægt að sýna bloggurum þá lágmarksvirðingu að setja sig í samband við okkur og láta okkur vita hvað er í gangi.
Hvað fæ ég inn á bankabókina mína fyrir ómakið. Flettingar síðustu viku hjá mér voru rúmlega 32.000 og ég er að slaga í milljón heimsóknir á heilu ári.
Kommon, give me a break.
Ég er hérna..
Svara Jenný Önnu og öðrum bloggurum eins og Heiðu sem vilja vita
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (49)
Mánudagur, 4. febrúar 2008
Ég nenni ekki að blogga um þetta...
..en það er ekki á hverjum degi sem það er framið bankarán á Íslandi.
Þýfi fundið, gjaldkeri brást rétt við, lalalala, allir glaðir en heimurinn er ekki að farast.
Það sem mér finnst eitt af því mest fyrirfram dæmt til að mistakast eru bankarán á Íslandi.
Man einhver eftir einhverju sem tókst?
Ekki ég.
Hvað er að fólki, gengur það með djúpa löngun til að komast í fangelsi?
Nóg um það.
Hér eru önnur og stærri málefni sem eru að vefjast fyrir mér.
Það eru miðar.
Svona minnismiðar, sem geta verið umslög, síða á dagblaði, til hátíðarbrigða alvöru gulir minnismiðar með lími á. Það skiptir ekki máli, ég týni þeim öllum.
Það er ekki til óskipulegri manneskja í öllum heiminum en ég í miðabransanum.
Um hver mánaðarmót gegn ég í gegnum eld og brennistein við að leita að ákveðnum reikningsnúmerum sem ég þarf að nota, og ég svitna í lófunum, titra, hjartað staðsetur sig í hálsinum á mér og ég græt. Hvað á ég að gera? Þetta á að borgast í dag! Ég gleymi því alltaf að ég þarf bara að lyfta upp símanum og biðja um viðkomandi upplýsingar. Man það aldrei fyrr en ég er komin á geggjunarstigið og einhver mér velviljaður bendir mér á það.
Svo hef ég reynt að búa til kerfi. Skrifa tvo miða á hvert atriði sem ég þarf að muna. Þá fyrst fer ég að eiga erfitt, bíddu, var ég búin að þessu, ring - ring- var ég búin að ganga frá þessu? Ekki eða já kona, fyrir fimm mínútum. ARG.
Um hver mánaðarmót tek ég miðana mína og set þá snyrtilega ofan í ákveðna skúffu. En... og það er stórt en, er eru margar skúffur og ég er alltaf búin að gleyma hver þeirra sú ákveðna var, enda ég fyrir löngu búin að henda allskonar pappírum yfir alla skipulagninguna, svo það skiptir engu.
Ég kæri mig ekki um neinar ráðleggingar um skipulagsbreytingar hérna. Hluti af mér elskar kaós. En þið megið hnippa í mig ef ég skrifa þessa færslu tvisvar.
Bætmí
Úje
Vopnað bankarán í Lækjargötu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr