Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Fimmtudagur, 18. september 2008
Andskotans kreppan?
Þrátt fyrir staðfasta ætlun mína um að láta krepputalið ekki ná tökum á mér var það búið að læða sér að mér bakdyramegin og núna í vikunni var gekk ég stynjandi um allt.
Ég hrökk við í hvert skipti sem ég stundi, hávaðinn var ógurlegur.
Þar sem mér leiðist hljóðmengun sá ég mér ekki annað fært að gera kreppuúttekt á lífi mínu, en kreppa er hvergi nema í hausnum á venjulegu fólki sem finnur hvorki fyrir upp- né niðursveiflum þannig að mark sé á takandi.
Þetta er útkoman:
1. Ég á heima á góðum stað þar sem mér er líður vel.
2. Ég á mat og aðrar lífsnauðsynjar og mun fyrirsjáanlega hafa á komandi árum. Þ.e. ef ég verð ekki dauð úr einhverju. Það verður amk. ekki hungur sem kemur mér fyrir kattarnef.
3. Ég á sígó enda með góðan og pottþéttan díler. Dópið er með ríkisábyrgð. Heppin ég.
4. Ég er allsgáð og dett ekki um allt og ætla ekki að gera ef ég fæ því ráðið, sem ég geri auðvitað, einn dag í einu.
5. Ég á bestu foreldra í heimi, bestu systkini, bestu dæturnar og barnabörnin, besta eiginmanninn og frábærustu vinkonurnar. Ég á líka fína fyrrverandi þannig að kreppan bitnar ekki á tengslum mínum við fólk.
6. Ég get farið í bíltúra um Stór- Reykjavíkursvæðið og jafnvel suður með sjó ef ég nenni. Enginn hefur enn dáið vegna þess að þeir þurfi að aflýsa Londonferð að hausti. Fúlt en þolanlegt og án verkja.
Ergó: Kreppan er í lágmarki af því að væntingarnar eru í eðlilegu hlutfalli við þá stöðu sem ég er í.
Ég er þokkalega glöð með það.
En...
Er ég sátt við stjórnmálamenn og hvernig þeir ráða málum okkar almennings?
Aldeilis ekki. Matarverð er hroðbjóður, öll þjónusta, lækniskostnaður, bensín, föt, sápa (jájá) og allur fjandinn er á ólýsanlegu lygaverði. Ég er algjörlega í stjórnaraðstöðu héðan frá kærleiksheimilinu. Be fucking sure about it.
En það breytir ekki því að ég get verið nægjusöm með það sem ég hef, þó dragtin og skóhaugurinn verði að bíða betri tíma. Ég lifi það af.
En það er af því að það er búið að sarga úr mér neysluhyggjuna. Ekki af því ég er svona svífandi kona með englageð. Ég er bara svo heppin, getum við sagt að hafa aldrei verið í neinni uppsveiflu.
Enda er það ekki hinn almenni maður sem hamast í lífsbaráttunni sem hefur keyrt þessa þjóð á kaf inn í kaldan klakann.
Ónei, þeir vita hverjir þeir eru og við hin andlitslausi massi erum ekki í þeirra hóp.
En mikið rosalega er þessi lína hér fyrir ofan ofsóknarkennd hjá mér. (Ætli ég fari að heyra raddir innan skamms?).
Hvað um það, kreppan leggst ágætlega í mig.
Farin að tína hafra.
Lánshæfismat ríkisins staðfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 18. september 2008
Dittinn og dattinn dagsins í dag
Ég vaknaði í vondu skapi.
Jájá, ég var nefnilega hangandi fram á nótt þvert ofan í mína betri vitund sem greinilega flutti ekki með mér og sveimar um í Seljahverfinu í góðu rokki.
Ástæða geðvonskunnar var Íslandspóstur. Mig langar að senda það fyrirtæki út í ystu myrkur.
Sko..
Ég flutti fyrir viku. Ég var búin að breyta heimilisfangi gegnum netið daginn áður. Íslandspóstur virðist vera mjög nútímalegt fyrirtæki og býður upp á allskonar ditttinn og dattinn á sinni heimasíðu.
Ég fékk staðfestingu í pósti á mánudaginn, á mitt nýja heimilisfang um að breytingin væri komin til skila.
Og síðan ekki söguna meir.
Við höfum þurft að fara á gamla heimilið til að ná í póstinn og húsband hélt ribbaldanum í mér föstum og sagði fullur bjartsýni að þetta myndi smella í gegn á morgun. Það hefur hann fullyrt á hverjum degi.
Þess vegna vaknaði ég arfaill þar sem ég sá póstmanninn steðja fram hjá íbúðinni minni hvar ég stóð og smókaði mig út í morgunkulinu. Kannski var hann bara að steðja í vinnuna hvað veit ég en það var ekki júníforminu að kenna að ég sá rautt.
Í símann. Blablabla. Sóandsó. Skýringar gefnar í lengd og breidd.
Íslandspóstur í kvenmannslíki: Þú verður að koma og borga fyrir áframsendingar. Kostar sóandsó á mánuði.
Ég: Er ekki nóg að vera búin að tilkynna flutning?
Íík (sárlega misboðið): Þú hefur ekkert tilkynnt flutning. Ég sé það hér í MINNI tölvu.
Ég: Jú ég gerði það fyrir viku.
Íík (hló yfirlætislega): Já er það, hehe, og við hvern talaðir þú (alveg; mér þætti gaman að sjá þig sanna mál þitt)? Hefur þú eitthvað skriflegt í höndunum?
Ég: Ég gerði það á netinu.
Íík (búin að ggera það að verkefni dagsins að setja þessa konu på plads í eitt skipti fyrir öll): Þið verðið þá bara að halda áfram að sækja póstinn þangað til þetta hrekkur í gegn. Nú eða borga fyrir áframsendinguna sem ég var að segja þér frá. En það kostar auka. (Hlakkandi).
Ég: Það er þá ekki til neins að tilkynna flutning gengum heimasíðu? Hvað langan tíma tekur svona lagað að virka?
ÍíK: Því get ég ómögulega svarað.
Ég: Arg.
Og ég er ekki að ljúga.
En ég er betri núna. Búin að pústa og lemja í veggi.
Háeffin eru ekki endilega til að hrópa húrra fyrir.
Ég fékk það sterklega á tilfinninguna að kona þessi væri ráðin til að halda viðskiptavinunum frá fyrirtækinu.
Vink á hana.
En ég er góð.
Kveðja inn í daginn frá ribbaldanum.
Fimmtudagur, 4. september 2008
Íslenskir þrælahaldarar
Ef það er rétt að þessi veitingahúsaeigandi á Café Margrét á Breiðdalsvík sé búin að vera að misnota fólkið sem hann er með í vinnu amk. síðan 2005, af hverju hefur enginn stoppað manninn af?
Reyndar hafa afspyrnu fáir íslenskir þrælahaldarar verið stoppaðir af, sbr. alla útlendingana í uppsveiflunni sem fengu laun langt undir töxtum og var holað niður í húsnæði sem ekki hæfir fólki.
Ef þjóðfélagið vill að reglur og lög varðandi réttindi verkafólks séu virt hvernig væri þá að loka á þetta lið sem fitnar eins og fjandans púkinn á fjósbitanum á kostnað fólks sem getur tæpast borið hönd fyrir höfuð sér.?
Og ef rétt reynist með þennan restaurant á Breiðdalsvík, sem ég er ekki í aðstöðu til að fullyrða neitt um þó allt virðist benda til þess, þá á fólk auðvitað að sitja heima þangað til maðurinn Horst Müller hefur æft sig í mannlegum samskiptum og virðingu við fólk, svo ég minnist nú ekki á að virða íslenska vinnulöggjöf.
Halló. einhver heima?
Arg.
Líkir vinnu í veitingahúsi við fangelsisvist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 2. september 2008
Kommon Geir - "show us how it´s done"
Það var landlægur siður meðal heilbrigðisstarfsmanna lengi vel að segja "við" í tíma og ótíma þegar þeir töluðu við sjúklingana.
Eigum "við" að borða? Eigum "við" að pissa og eigum "við" ekki að hvíla okkur.
Sem betur fer hef ég bara lent í þessu einu sinni á spítala en þá spurði hjúkkan mig hvort "við" ættum ekki að borða svolítið.
Ég svaraði því auðvitað til að hún mætti eiga allan matinn minn og "við" myndum því verða saddar og sælar af sjúkrahúsmatnum.
En...
Það slær mig sem svona "við" dæmi þessi hvatning Geirs Haarde um að "við" (the people) þurfum að búa okkur undir tímabundnar fórnir.
Í fyrsta lagi þá má Geir sjálfur ganga á undan með góðu fordæmi og svo hinir í ríkisstjórninni hver á fætur öðrum þ.e. ef þeir droppa við á landinu.
Í öðru lagi þá treysti ég því alls ekki þegar ráðherra í núverandi ríkisstjórn heldur því fram að eitthvað sé tímabundið. Bara alls ekki. Það stendur ekki steinn yfir steini ef ég fer að bera saman orð og efndir þessa fólks.
Ég held að ég sé orðin að brjáluðum anarkista svona stjórnmálavæs vegna þess að það er ekkert að gerast finnst mér og þeir sem ég styð komast náttúrlega ekki að til að breyta neinu.
En ég fer ekki fet, er byrjuð að færa fórnir og er nokkuð sátt við það bara.
Spara eins og mófó börnin góð.
Geir drífa sig, sýndu okkur hvernig þú gerir svo "við" getum tekið þig til fyrirmyndar.
En ég er ekki í vondu skapi lengur, ég er hins vegar með bullandi hita, hlusta- og beinverki þannig að ég á ótrúlega bágt.
Fyrirgefið meðan ég græt úr mér augun.
Færa fórnir minn afturendi.
Þurfum að búa okkur undir tímabundnar fórnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 2. september 2008
Kóngurinn á Krít
Danir segja að íslenska viðskiptamódelið eigi undir högg að sækja. Vá, hafa þeir komist í heimilisbókhaldið hjá mér?
Mitt einfalda inn - út - inn - út, eða debbi og kreddi eru ekki að gera sig nægjanlega vel þessa dagana.
Og þegar viðskiptamódelið klikkar þá er bara að breyta því.
Þú getur hætt að lifa, horfa á sjónvarp, lesa blöðin og skafið matinn af berum steinunum eins og kerlingin forðum. Jájá, ekki spurning.
En án gríns, ég er ekki sérfræðingur í heimilisrekstri en ég veit þó að ef fyrirtækið er ekki amk. nokkurn veginn á sléttu þá ber mér að gera eitthvað í málinu.
Og þess vegna er ég í því þessa dagana að hugsa upp á nýtt, tæta í burtu óþarfann (nánast allan, ekki að það hafi verið neitt svakalega mikið af honum) og haga mér eins og ábyrgur eigandi þessa örrekstur sem við erum með hér við hirðina.
En...
Mér finnst ég ekki eiga neitt bágt, ég vorkenni mér ekki afturenda, ég er yfirleitt nokkuð glöð og sæl með mitt en mikið skelfing myndi það gleðja mig og herða mig í kreppunni ef ráðamennirnir myndu ganga á undan með góðu fordæmi.
Ég er reyndar á því að ráðherrar, borgarstjórar og aðrar silkihúfur geti keyrt sína bíla sjálfir, nema við opinberar uppákomur. Bara svo ég nefni eitt ördæmi hérna.
Hver í andskotanum ákvað að þeir ættu að veiða lax, spila golf, kaupa glæsikerrur og ráða einkabílstjóra?
Það hlýtur að hafa verið kóngurinn á Krít - sem étur ma....
Lesið þennan pistil hér, hann segir allt sem segja þarf og gott betur.
Íslenska viðskiptamódelið á undir högg að sækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 31. ágúst 2008
Úllendúllendoff aðferðin
Ég vann ekki stóra vinninginn í Lottóinu, djöfuls óréttlæti.
Ó, fyrirgefið, ég var ekki með en það er sama ég hefði átt það svo innilega skilið.
En það eru mánaðarmót á morgun!
Mér líður yfirleitt vel alla daga mánaðarins, mis vel auðvitað, en ég held að ég sé þokkalega ánægð með mig og mitt svona á heildina litið.
Nema fyrsta dag hvers mánaðar.
Þá finn ég svo óþægilega fyrir því hvað manni vantar upp á til að endar nái almennilega saman.
Ég er alltaf með hjartslátt þann fyrsta, alveg fram yfir hádegi.
Þangað til að búið er að borga hverja krónu sem inn hefur komið en þá fer liturinn að koma aftur í andlið og þrýstingur verður eðlilegur, svona nokkurn veginn.
Samt grunar mig að það komi að því hér á mínu heimili og víða annars staðar að maður verði að taka úllendúllendoff aðferðina á reikningana. Strax á morgun reyndar.
Það er borga þennan - bíða með þennan - borga þennan og svo framvegis.
En það er ekki kreppa, ISG sagði það í Viðskiptablaðinu.
Á morgun ætla ég að segja upp öllum óþarfa áskriftum af fjölmiðlum.
Það er sparnaðaraðgerð nr. 1
Æi, ég er alls ekki að kvarta. Hef það ágætt og sérstaklega miðað við marga aðra.
Þjáist bara af smávegis mánaðarmótaskjálfta.
En það hefði verið asskoti gott að vinna í Lottóinu.
Verð með næst. Jeræt.
Fyrsti vinningur gekk ekki út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Nútímalist á krepputímum
Ég sit hér við kertaljós og bjarmann af tölvuskjánum og blogga. Ég elska að sitja í kyrrðinni og heyra í veðrinu úti sem mér heyrist vera að færast í aukana í þessum skrifuðu orðum.
En þegar ég sá þessa frétt um konuna á flæðiskerinu þá snarbrá mér.
Það er ekki klukkutími síðan ég sagði stundarhátt við hinn meðlim kærleiksheimilisins; Einar ég er á flæðiskeri stödd.
Hann: Nú afhverju segirðu það?
Ég: Það er kreppa maður minn og við eigum enga frystikystu.
Og hann náði ekki samhenginu á milli krísu í efnahagsmálum og frystikistuskorti.
Þannig að ég leiddi hann í allan sannleika um nauðsyn þess að eiga svoleiðis þarfaþing.
Og hér með bið ég ykkur að láta mig vita ef þið vitið um slíkt appírat til sölu.
Bara svo það sé á hreinu þá ætla ég ekki að geyma í henni slátur og svoleiðis viðbjóð.
Nei, í hana fer lambakjöt sem ég ætla að kaupa hjá austurlambi, brauð sem ég ætla að baka og fleiri ætem sem ég ætla að viða að mér í þeim tilgangi að spara peninga.
Þarna var sem sagt komin ástæðan fyrir flæðiskerstalinu og þess vegna brá mér smá þegar ég sá þessa frétt.
Ég og Mogginn göngum í takt.
En af því að nú þarf maður að herða hina ömurlegu sultaról þá verður maður enn pirraðri á flottræflishættinum og firringunni á stjórnmálamönnunum.
En ég ætla að taka þetta sparsemisátak alla leið.
Ég er nefnilega ógeðslega góð í hlutum sem ég tek mér fyrir hendur þegar þeir meika sens.
Ég ætla að taka sparsemishugtakið upp á æðra plan.
Ég ætla að gera það að friggings listrein.
Hugmyndir um sparnað í heimilisrekstri óskast.
En engan innmat eða kattarfisk úr fiskbúðinni takk.
Það eru takmörk fyrir öllu.
Farin að lúlla.
Kona á flæðiskeri stödd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Ógeðismatur og vísitala
Ég er æðislega klár kona. Eins gott að segja það sjálf, það er ekki eins og það sé fólk í vinnu við að mæra mann.
En í alvöru, mér er verulega áfátt á sumum sviðum. Svo áfátt að ég held að mér sé ekki viðbjargandi.
Það eru verðbólgutölur, vísitala neysluverðs og fleiri hugtök sem segja mér ekki neitt. Ég er eins og blind kona.
Einhver Svíi sagði í denn að flott hugtök væru búin til til að halda almenningi í fjarlægð frá umræðunni. En auðvitað gæti ég hafa sett það á tékklistann minn að kanna eiginlega þýðingu orðanna.
En..
Ég skil verðlag í verki. Ég skil og finn hvernig það saumar að fjárhagnum að kaupa í matinn svo ég taki dæmi. Það má segja að verkleg kennsla í ömurlegu efnahagsástandi sé í gangi 24/7 í matvörubúðinni.
Ég veit að ef ég skrepp inn í matvörubúð til að kaupa smávegis nauðsynjar þá er það sjaldan undir fimmþúsundkalli.
Ég veit að ef ég þarf að kaupa inn fyrir vikuna t.d. þá erum við að tala um tölu sem fer mis mikið yfir fimmtánþúsundkallin.
Ég veit að ef ég ætla að spara í matvöru þá verð ég að kaupa ógeðis beikonpylsur heimsins þ.e. unnar kjötvörur og fiskibollur í dós.
Ég veit líka að þá get ég ekki verslað almennilegt grænmeti.
Hvernig væri að þetta fólk sem sér um útreikninga á vísitölum heimsins hleypi okkur inn í það allra helgasta og segi okkur hvað þetta þýðir svo við þurfum ekki öll að skrá okkur á kúrsa í HÍ.
En að öðru leyti er ég ógeðslega klár, jájá, algjör mensa bara.
Farin að hakka eitthvað ómeti ofan í fólkið mitt.
Jeræt.
Verðbólgan 14,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 23. ágúst 2008
Budda tæmd - "Say no more"
Ég var ekki búin að blogga um stórkostlega IKEA-ferð fjölskyldunnar í vikunni.
Helmingur okkar er ekki sérstaklega hrifinn af versluninni "þar sem heimilið á heima".
Sumar við tvær, Sara og ég eru hins vegar nokkuð hamingjusamar með sömu verslun.
Ég fór með miða, týndi honum en aldrei þessu vant mundi ég eftir að kaupa það sem hafði mótíverað ferðina.
Og Hrafn Óli var með og þegar maður er 7 mánaða þá er IKEA-ferð "walk in the park". Húsband sá um barn sem "talaði" hátt og skýrt dadada og sriggeliggelú alla leiðina í gegnum þessa endalausu verslun.
En auðvitað rataði hellingur ofan í körfuna sem ég hafði ekki haft grænan grun um að ég gæti ekki verið án fyrr en ég sá það.
En ég keypti gardínur og allskonar fyrirkomulög í búðinni hans Ingvars og kom hlaðin heim ansi mörgum þúsundköllum fátækari eins og lög gera ráð fyrir.
Ég ætla nefnilega ekki aftur í bráð. Birgði mig upp af allskyns óþarfa.
Hvað er þetta með mig og búðir?
Það er eins og að ferðast á milli landshluta gangandi að fara í gegnum þessa verslun. Hún er stór, full af allskyns og það tekur orku. Fleiri kílómetrar voru lagðir að baki þennan dag.
Svo var það vís kona sem sagði mér EFTIR að ég kom heim, að það væru til flýtileiðir.
Jájá, en ég keypti kerti.
Það eru akkúrat þau sem mig sárlega vantar núna þar sem ég vafinn inn í eitthvað IKEA-teppi, sjálfandi úr kulda.
Lífið gæti varla verið betra. Þetta verður mín Menningarnótt og ég ræð tónlistinni.
Úje
Tónlistin ómar á Menningarnótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 23. ágúst 2008
"No bullshit" aldurinn
Ég held að það sé ekki vottur af hópsál í mér. Hjarðeðli kannski, veit það ekki, sumir vilja meina það vegna minna fjölmörgu eiginmanna.
En..
Það viðurkennist hér með að ég fer ekki lengur á stórviðburði eins og það kallast.
En mér finnst vel skiljanlegt að aðrir hafi gaman, ég var þarna sjálf einu sinni. Sá tími er bara liðinn.
Ég sé akkúrat ekkert sjarmerandi við 17. júní eða Menningarnótt, ljósanætur og hvað þetta nú heitir allt saman. Ég elska hins vegar leikhús og listviðburði þar sem ég sjálf ræð ferðinni og er ekki meðal þúsunda.
Ég veit, það er skömm að þessu.
Ég var ekki svona, var alls staðar mætt í denn þar sem fleiri en þrír komu saman enda var það partý.
En eftir að ég komst á "no bullshit" aldurinn sem reiknast vera frá og með fjörtíuogeitthvað, þegar maður nennir ekki að aðlaga sig fjöldaskoðunum lengur, þá stræka ég á að gera svona hluti ef mig langar ekki til þess.
Varðandi "no bullshit" tímabilið þá er það öllu þægilegra og minna tímafrekt en þegar maður setti sig í stellingar og lét fólk komast upp með allan fjandann bara af því maður vildi vera alls staðar til lags.
Tíminn er allt í einu orðinn svo dýrmætur þannig að ég á það til að biðja fólk að koma sér beint að efninu þegar mig er farið að syfja óþægilega undir orðaflaumi um lítið sem ekkert. Inngangar að erindum eru stórlega ofmetnir.
Ég er í því núna að vera sjálfri mér og þeim sem mér þykir vænt um til lags, í því felst mín hamingja.
Nú er ég í samskiptum við þá sem ég hef áhuga á, ég fer og skemmti mér þar sem mér finnst gleðina vera að finna, sem er nú yfirleitt ekki fjöldasamkomum.
Þess vegna fer ég ekki á Menningarnótt, ofan í bæ á 17. júní nema ef barnabörnin biðja mig, og ég nenni ekki að standa í búllsjitt samræðum og samskiptum við þá sem ekkert gefa af sér.
Þessi aldur er "hipp og kúl" aldurinn, það er að renna upp fyrir mér núna.
Lífið er svo frábært og skemmtilegt.
Gull í sjónmáli - úje.
Péess: Hrönn hljóp Maraþonið - en komst hún í mark þetta dreifbýliskrútt - það er stóra spurningin.
Breskur sigur í Reykjavíkurmaraþoni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr