Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Föstudagur, 5. desember 2008
Helvítis fjölmiðlamennirnir
Össur segir að það sé eitthvað rotið í Seðlabankanum.
Ég segi; Velkominn til raunheima Össur minn, en það þurfti engan stjarneðlisfræðing til að reikna þetta út, staðreyndin hangir svo gott sem á nefinu á þér.
Guðlaugur heilbrigðis kemur síðan og súmmerar upp kreppuna og hefur ekki fyrir að svara spurningum fjölmiðlamanna um nýjustu skandaliseringu Davíðs.
Hafið þið tekið eftir að þegar íhaldið er spurt hvað það ætlar að gera við risavaxna dekurdýrið í Seðló þá fara þeir alltaf að tala um eitthvað sem aðrir eru að gera sem má betur fara?
Hann segir einfaldlega að fjölmiðlamenn stjórni umræðunni og fókusinn sé kannski ekki réttur, nær væri fyrir þá að beina sjónum sínum að því sem máli skiptir, hvað sem það nú er..
Úff.. helvítis fjölmiðlamennirnir búnir að kollkeyra þessa vesalings þjóð.
Hugsa sér og allan tímann hélt ég að það væri við banka, embættismenn og stjórnvöld að sakast.
Sillí mí.
Ég lofa að passa mig í framtíðinni.
Fjölmiðlamenn skammist ykkar og takið pokann ykkar!
Djöfuls rugl, hvað dettur þeim í hug næst íhaldsráðherrunum til að réttlæta foringjann á Svörtu?
Eitthvað rotið í Seðlabankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 4. desember 2008
Ribbaldalandið Ísland
Hvers lags ribbaldaþjóðfélag er þetta sem við búum í?
Lög frumskógarins í gildi?
"Each to his own" bara.
Þrátt fyrir að vera fyrir löngu komin með upp í kok af fyrirkomulaginu í íslenskum stjórnmálum, spillingunni, kunningjareddingunum, leyndarmálunum, svikunum, gerræðinu og ég nenni ekki meiri upptalningu, þið notið eftir þörfum, er enn haldið áfram að ganga fram af almenningi.
Davíð lætur taka við sig viðtal í útlöndum. Hann vandar ekki meðulin frekar en fyrri daginn.
Hann hótar okkur í gegnum einhvern snepil í Danmörku.
Hreyfið við mér og ég fer í pólitíkina aftur!
Það skuggalega við þetta er að það er ekki hægt að tala um óðs manns æði, þetta er raunveruleikinn og hann er með Geir í vasanum.
Fyrir Geir er þetta martröð líkast. Hann gæti dottið úr formanninum.
Það er ekki hægt að hunsa Davíð Oddsson með því að blaka röflinu í honum burt eins og kuski af hvítflibba.
Sjálfstæðisflokkurinn er skelfingu lostinn, enda Davíð aldrei sleppt stjórnartaumunum. Hann þóttist bara gera það.
Og til að gera þetta súrrealíska rugl enn geðveikara þá mætir karl fyrir viðskiptanefnd Alþingis og ber fyrir sig bankaleynd....
...sem hann N.B. gagnrýndi harðlega í reiðiræðunni um daginn.
Er ég biluð?
Nei, en ég bý í klikkuðu þjóðfélagi þar sem engar venjulegar reglur gilda og það er aldrei gengið svo langt að nóg sé komið.
Maður ætti kannski að fara fá sér lífverði.
Hm....
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Fimmtudagur, 4. desember 2008
Hvað heitir leynifélagið?
Davíð neitar að svara.
Voðalega er ég hissa. Alveg stein andskotans bit.
Hélt að Seðlabankaljúflingurinn myndi frussa frá sér upplýsingum eins og glæpamaður á píningarbekk loksins þegar hann álpaðist fyrir viðskiptanefndina.
Hann ber við bankaleynd. Hahahahahahaha.
Það er ótrúlegt að verða vitni að því hvernig einum manni tekst að fokka upp heilli þjóð, halda henni í gíslingu, tala hana niður í útlöndum, sýna dónaskap, hóta mönnum, skemma og eyðileggja án þess að nokkuð sé gert í málinu.
Það er svo grátlegt að það verður hlægilegt.
Og mikil ósköp - næst þegar Geir Haarde verður spurður um hvort hann treysti Seðlabankastjóra þá mun hann svara eins og venjulega, með stuttaralegu jái.
Hvaða tök hefur Davíð á mönnum?
Í hvaða leynifélagi eru þessir strákar allir?
Frímúrurunum?
Ég spyr.
Áhugaverð samantekt hjá skessunni.
Davíð ber fyrir sig bankaleynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Miðvikudagur, 3. desember 2008
Aumingjahrollur hér kem ég
Ég skil pirring Dana út í Íslendinga.
Kommon íslenskir sýndarauðmenn keyptu nánast upp Strikið og einkum og sér í lagi fyrirtæki sem Dönum eru kær.
Að kaupa D´Angliterre og Magasin DuNord er eins og að láta útlending kaupa Ráðhúsið eða Þjóðminjasafnið, svei mér þá.
Reyndar hefur íslenskur almenningur ekkert gert Dönum, þeir mættu alveg hafa það í huga.
Nokkrir vísir menn í Danmörku skrifuðu í blöð og bentu á að auðæfi sýndarauðmannanna stæðust ekki nánari skoðun.
Þeir voru úthrópaðir fyrir vikið. Þeir eru öfundsjúkir sagði fólk. Þola ekki að Íslendingar slái í gegn.
Mér finnst að Uffe Riis Sörensen, fyrrum ritstjóri hitti gjörsamlega naglann á höfuðið þegar hann segir að aðgangsorð íslenska helvítisins sé frekja og hroki.
Það er sárt að láta segja svona um sig en það er satt.
Frekja og hroki með dassi af mikilmennskubrjálæði er það sem einkennt hefur þá sem þátt tóku í "útrásaræðinu".
Þessir sem seldu Ísland sem best í heimi á allan mögulegan máta.
Aumingjahrollur hér kem ég. Láttu mig engjast.
Úff.
Frekja og hroki aðgangsorð íslenska helvítisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þriðjudagur, 2. desember 2008
Ekki verðbólgan Árni - heldur þú
Það eru sviptingarnar í þjóðfélaginu og verðbólgan sem eru ástæðan fyrir mótmælunum segir Áddni dýró.
Hva, ég vissi það, maðurinn er jafn næmur á púls þjóðarinnar og stórvirk vinnuvél með bilaðar bremsur.
Árni, ég skal klippa þetta út í pappa fyrir þig og félaga þína.
Það er engin ein ástæða fyrir mótmælum og reiði fólks.
Það er allur viðbjóðurinn og spillingin sem vegna bankahrunsins og annarra atburða í kjölfar þess er nú orðin öllum sýnileg sem á annað borð vilja hafa augun opin.
Dæmi: Þú gefur ekkert upp um þitt persónulega hlutabréfabrölt. Ert með þá sjúku skoðun að það sé einkamál þitt og komi engum við. Halló - vakna, þú ert fokkings fjármálaráðherra.
Og annað dæmi þar sem þú hefur líka slegið í gegn hjá þjóðinni.
Ráðning Þorsteins Davíðssonar sem liggur nú til skoðunar hjá Umboðsmanni Alþingis og er búið að gera í óratíma. Hvar er það statt það bölvað siðleysismál?
Er kannski búið að binda hendur umboðsmannsins?
Fólk mótmælir vegna siðspillingar, leynimakks, kunningjatengsla og ég gæti endalaust talið.
Fólk er reitt vegna þess að stjórnmálamenn senda okkur fingurinn, þrátt fyrir mótmæli, borgarafundið, lélegar niðurstöður úr skoðanakönnunum hvað eftir annað þar sem fram kemur að fólk er algjörlega búið að fá nóg. Vill breytingar.
Þið sitjið og nánast enginn vill það - jú nema þið og örfárir gæðingar.
Stilla mótmælum í hóf segir þú! Hvað þýðir það? Á fólk að mótmæla tvisvar á ári?
Andskotans rugl.
Þarf að stilla mótmælum í hóf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Þriðjudagur, 2. desember 2008
Vönduð vinna - vanar konur
Ég bloggaði einu sinni um þáttinn Gott Kvöld og síðan hef ég ekki horft.
Mér leið eins og boðflennu í einkapartíi en það er ekki að marka ég er komin af "séðogheyrt"aldrinum.
En ég virðist ekki ein um þessa skoðun, áhorfið hefur hrapað.
Fyrir mína parta vil ég sjá dýpri viðtöl við fólk og kannski væri lag að fara að finna nýja viðmælendur, í fleiri þáttum af svipuðu tagi.
Fólk sem hefur ekki lagt líf sitt á borðið fyrir íslensku þjóðina í tugum viðtala á ÖLLUM fjölmiðlum.
Það er nefnilega til fullt að skemmtilegu fólki sem sjaldan heyrist í alls staðar að úr lista- og menningargeiranum.
En að öðru..
Ofnamaðurinn sem ég pantaði mér í gær, af því árans ofninn eyðilagði hverja kökuuppskriftina á fætur annarri, kom sá og sigraði.
Hann tók rúman níuþúsundkall fyrir að hringja á dyrabjöllunni og annan níuþúsund til að gera við (eða fyrirtækið sem sendi hann).
Mér datt í hug að það væri hægt að tala við svona fólk, eins og ofnamanninn í sjónvarpinu.
Og þá er ég auðvitað ekki að meina það, heldur er ég að fokka í ykkur börnin góð.
En það var framið óvopnað rán í eldhúsinu hjá mér í morgun og ég blikkaði ekki auga.
Enda rænd í hvert einasta skipti sem ég fer út í búð að kaupa í matinn.
Vönduð innkaup vanar konur.
Úje
Ört minnkandi áhorf á Gott kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 28. nóvember 2008
Persónunjósnir eru mannréttindabrot
Þegar ég var að alast upp stunduðu sumir íhaldsmenn nokkuð öfluga skrásetningu hér í borg til að fylgjast með hvar kommarnir ættu heima. Þessar upplýsingar virtust líka fyrirliggjandi hjá Ameríska sendiráðinu, amk. komust sumir að því fullkeyptu þegar þeir ætluðu að fá sér vegabréfsáritun til fyrirheitna landsins.
Stundum kom það fyrir að hús voru skráð "rauð" af misgángingi og lenti "venjulegt" fólk í því að fá ekki ferðaleyfi.
Þetta er löngu liðið, ætla ég að minnsta kosti að vona.
En mér hefur alltaf fundist stutt í að lögregluríkið sýni tennurnar.
Við munum meðferðina á Falun Gong hér um árið. Það er ekkert venjulegt þjóðfélag sem lætur hafa sig út í að fangelsa eða hefta ferðafrelsi fólks sem aldrei hefur sýnt af sér ofbeldi.
Nú munu óeinkennisklæddir lögreglumenn vera að taka myndir af fólki á mótmælafundunum á Austurvelli.
Lögreglustjóri Stefán Eiríksson hvorki játar því né neitar eins og venja er.
Það hlýtur að vera ári hentugt að geta skýlt sér á bak við þögnina. Þar er hægt að sýsla ýmislegt miður fallegt á bak við hana.
Það er verið að hvetja fólk til að fela andlit sitt á þessum fundum til að nást ekki á mynd hjá yfirvaldinu.
Ég segi nei, að sjálfsögðu fer almenningur ekki að haga sér eins og það að mótmæla sé eitthvað myrkraverk.
Varla geta þeir handtekið fleiri þúsund manns?
Eða hvað?
Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Svo helvíti forhert
Það eru mörg ár síðan mér hefur fundist verkalýðsforustan á Íslandi bitastæð.
Mest megins eru þessir menn venjuleg jakkaföt á háum launum og í litlum tengslum við hinn vinnandi mann sem þeir þó eru umboðsmenn fyrir.
Það er kannski ekki pólitískt rétt að gefa skít í verkalýðsforkólfana en þeir geta eiginlega sjálfum sér um kennt.
Ég tel mig eiga nokkuð auðvelt með íslenskt mál, bæði lesa það og skilja en þegar t.d. Gylfi Arnbjörnsson talar þá er það eins og að hlusta á talandi lógaryþmatöflur. Ég sakna gömlu karlanna.
Gvendar Jaka, Sigurðar Guðnasonar (hann var nágranni minn í æsku), Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur og allra hinna kempnanna sem ég man eftir.
Reyndar finnst mér Guðmundur Bjarkarbabbi flottur karl og alveg með á nótunum.
Ögmundur er auðvitað þingmaður svo hann er ekki talinn með.
Að því sögðu þá gæti mér ekki staðið meira á sama hvað þessum ASÍ-köllum finnst. Líka þegar ég er þeim sammála. Þeir snerta einfaldlega ekki streng í hjartanu á mér.
Mér þykir það leiðinlegt eða þætti það leiðinlegt ef ég væri ekki svona helvíti forhert.
Kosningar eru hættuspil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Fært til bókar
Ég hélt því fram í gær að Davíð myndi ekki mæta.
Það má vel vera að hann sé lasinn eða upptekinn, ég veit ekkert um það.
En þá sjaldan að ég hitti naglann á höfuðið finnst mér að ég verði að færa það til bókar.
Það er hér með gert!
Davíð frestar komu sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Fellini hvern andskotann
Birna Glitnis er að vinna hjá báðum bönkunum. Þiggur laun frá þeim nýja en tryggð hennar er við sína gömlu vinnuveitendur.
Gætum við fengið bankastjóra sem veit fyrir hvern hann er að vinna?
Leitaðu að "litlaglitnismanninum" og komdu á hann böndum. Það er auðvitað akútmál í stöðunni.
Annars var ég að velta fyrir mér þessu með að verða fyrir áföllum.
Ég hef lent í nokkrum, sumum stórum, um ævina. Það er ekki góð reynsla og það vita allir sem reynt hafa.
En eftir áfallið kemur doðinn, vantrúin, maður gengur um í einhverskonar lofttæmingu og líður eins og í draumi nú eða martröð.
Á einhverjum tímapunkti eftir áfallið hefst úrvinnslan og um leið heilunin.
Manneskjunni er ekki eiginlegt að ganga um í krísu, varnarmekanisminn fer í gang við reynum að gera okkur heilbrigð að nýju.
Þess vegna hef ég verið að velta fyrir mér einu og það ekki að ástæðulausu, hvernig við fólkið á Íslandi þolum þessi stöðugu áföll. Hvernig klárum við okkur út úr einhverju sem engan enda virðist ætla að taka?
Engin úrvinnsla getur hafist á meðan áföllin dúndrast yfir mann á hverjum degi og ég veit eins og flestir aðrir að þetta er aðeins byrjunin.
Ég held að þetta endi með ósköpum ef fram fer sem horfir.
Þess vegna bið ég ykkur andskotans kverúlantarnir ykkar, hverjir sem þið eruð að segja sannleikann, segja af ykkur þar sem það á við, hætta í feluleik og fela alþjóðasamfélaginu að hreinsa upp skítinn eftir sukkárin og setja sannleikann á borðið.
Svo við almenningur förum ekki í grafgötur með hvað gerðist og hvers vegna.
Ég persónulega þoli ekki miklu meir.
En ég læt mig auðvitað hafa það af því annað virðist ekki vera í boði.
Og hápunktur þessa súrrealíska raunveruleika er að við eigum að borga brúsann líka.
Fellini hvern andskotann?
Segja fullyrðingar ekki eiga við Glitni sjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 2987256
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr