Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Mánudagur, 20. október 2008
Áfallajöfnun
Það er best að skella inn eins og einni fíflafærslu til að áfallajafna.
Ég er nefnilega viss um að það að dagurinn á ekki eftir að verða áfallalaus í pólitískum skilningi og þessi stöðuga óvissa, reiði, og depurð geta drepið heilan hest, hvað þá eymingja eins og moi.
Forstokkað viðhorf mitt í sígarettumálunum er nú orðið mest í nefinu á mér enda ég búin að minnka reykingar niður í nokkrar á dag (misnokkrar múha) og er að verða að löðurmannlegum broddborgara í nikótínhegðunarlegum skilningi.
Hvað um það.
Munið þið eftir myndinni "Leaving Las Vegas"? Æi þessi um manninn sem ákveður að drekka sig yfir móðuna miklu og tekst það auðvitað? Nicolas Cage lék aðalhlutverkið.
Sko þessi mynd virkaði á mig þannig að mig langaði ekki til að fá mér í glas lengi á eftir. Best að taka þó fram að þetta var áður en ég fór að drekka mér til vansa og fjölskyldu minni til ama og sárra leiðinda.
Ergó: Myndin virkaði vel á mig sem fyrirbyggjandi boðskapur.
En hún virkaði ekki vel á kæran vin okkar hér á kærleiks sem þá var að reyna að halda sér edrú og gekk verkefnið brösuglega.
Hann sagði mér að þegar hann horfði á myndina hafi gripið hann þessi rosalega brennivínslöngun sem jókst og jókst í takt við dauðadrykkju söguhetjunnar.
Nú hafa Danir gert rannsókn sem sýnir fram á að tóbaksviðvaranir auki reykingar.
Þetta er nefnilega málið. Fíkillinn, alkinn eða nikótínistinn lýtur ekki sömu lögmálum og hófsemdarmaðurinn.
Ég hef nefnilega setið og reykt í nikótínfullnægingu á meðan ég les alveg kúl og kæld textana á pökkunum sem eiga að fæla mig frá stöffinu.
"Reykingar drepa".
Ég alveg: okokok, eitt sinn skal hver deyja.
"Reykingar eru mjög ávanabindandi, byrjaðu ekki að reykja".
Ég alveg stundarhátt við sjálfa mig: Er líklegt að sá sem er ekki byrjaður að reykja liggi og lesi utan á sígarettupakka? Fífl.
"Þeir sem reykja deyja fyrir aldur fram"
Ég alveg: Só, ég er fimmtíuogsex ekkert unglamb og kem sterkari inn með hverjum deginum sem líður. Hvað segirðu um það addna Þorgrímur Þráinsson reykingarstalker og leiðindapúki?
Fíklar finna alltaf réttlætingar. Hroki og forstokkun er helsta vopnið.
Nú má ég ekki vera að þessu.
Farin út að reykja og á meðan ætla ég að lesa vandlega utan á sígópakkann mér til skemmtunar.
DJÓK
![]() |
Ýtir andróðurinn undir tóbaksfíkn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 16. október 2008
Eretta minn eða þinn sjóhattur?
Í mörg ár skráði ég númerið mitt ekki í símaskrá og já börnin mín stillt og prúð það var ástæða fyrir því og nei, ég ætla ekki að segja þá sögu hér og nú.
En nú er ég í nýju símaskránni og þar sem ég vildi koma sterk inn í nýja útgáfu skráði ég starfsheitið fjölmiðill við nafnið mitt.
Húsbandið gat skráð atvinnuheitið sendill við sitt hérna um árið þegar hann notaði símaskránna til að koma aftan að mér af því honum fannst ég alltaf vera að senda hann í snatt. Ég knúsaði hann í klessu þegar hann gerði þetta, fannst hann meinfyndinn og stórskemmtilegur.
Ég vildi sem sé setja þetta flippaða starfsheiti við nafnið mitt og ekki út í bláinn heldur þar sem það eru þúsundir sem eru inni á síðunni minni í hverri viku.
Þessi skráning gekk ekki eftir og ekki heldur hjá heittelskaða sem vildi gera eitthvað nýtt og setti gítareigandi fyrir aftan nafnið sitt.
Enginn stemmari fyrir fíflagangi hjá Símanum af þessu að dæma.
Símaskráin dissaði okkur sum sé og við erum ekki með neitt viðhengi í skránni, bara berstrípuð nöfnin okkar. Plebbalegt.
Ég gleymdi svo að láta setja rauðan ferning fyrir framan nafnið mitt og trúið mér ég er beitt andlegum ofsóknum frá hverju einasta líknarfélagi sem hér starfar og þau eru ekki fá.
Í kvöld hringdi síminn. Kona sem kallaði mig vinan (ég hefði getað verið mamma hennar eftir röddinni að dæma) var ákveðin í að koma mér í aðdáendaklúbb tiltekins félags.
Ég: Nei, því miður, engin aukaútgjöld eins og sakir standa.
Hún á háa Céi: En þetta eru bara 1500 krónur tvisvar sinnum og þú hefur tvo mánuði til að greiða gíróseðilinn VINAN.
Ég brímandi brjáluð en afskaplega kurteis: Má ég biðja þig um að kalla mig ekki vinu þína og ég mun ekki styrkja þitt félag né nokkuð annað í bráð. Ástandið í peningamálunum er þannig. En ég þakka þér fyrir að hringja.
Hún ákveðin í að taka lokahnykkinn sem henni var kenndur í gær á sölutækninámskeiðinu: En þetta félag vinnur þarft starf í þágu sóandsó og spurning hvort það sé ekki hægt að leggja örlítið af mörkum VINAN, það er hægt að skipta þessu í fernt, skipir miklu fyrir fjandans sóandsó félagið.
Ég: Vinan, vinan, vinan, vinan, ég er hérna með afskaplega fallegt lag sem mig langar til að syngja fyrir þig. Það hefur setið í kokinu á mér vinan í allan dag og er að trylla á mér hálsinn.
Hún: Ha, syngja, ha, af hverju, hvað?
Ég blíðlega: Jú ég vil syngja fyrir þig vinan af því að ég get það.
(Þið sem lesið bloggið mitt vitið að það hafa orðið stríð og milliríkjadeildur vegna raddar minnar. Merkilegt hvað fólk verður pirrað þegar ég tek lagið.)
Og ég söng af öllum sálarkröftum í eyrað á þessari elsku:
Er þetta minn eða þinn sjóhattur? Er þetta minn eða þinn sjóhattur?
Ég söng þangað til hún lagði á.
Takk vinan.
Úje.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Laugardagur, 11. október 2008
Upptekin í þágu vísindanna
Merkilegur dagur þessi í gær. Föstudagurinn 10. október.
Ég áttaði mig á því í fyrsta sinn til fullnustu hversu smá þjóð við Íslendingar erum.
Þetta gerðist eftir að ég sá:
Guslu systur mína í hóp faðmlagi við kollega sína fyrir utan Glitni í fréttatímum beggja sjónvarpsstöðva.
Erik tengdason minn með Hrafn Óla í Kastljósinu, þar sem hann var spurður út í kreppuna.
Robba tengdason minn í sama Kastljósþætti undir umfjöllun um Iceland Airways hvar hann sat og talaði í síma, enda mikið að gera hjá Airways mönnum.
(Það má svo bæta því við að í fimmtudagskastljósinu sat Guðjón Magnússon læknir fyrir svörum og hann er bróðir míns heittelskaða. Hvar endar þetta?).
Þegar minni litlu fjölskyldu ber fyrir í fréttamiðlum þrisvar sama daginn þá verð ég að horfast í augu við þá staðreynda að við Íslendingar erum örkrúttaþjóð. Míkró, eins og lítið hverfi í stórborg.
Ég er búin að vera (og er enn) í einhverskonar kreppuástandi undanfarið.
Sú staðreynd að við römbum hér á barmi þjóðargjaldþrots og erum komin í stríð við Bretann ásamt öllu sem því fylgir, síast auðvitað inn í vitundina í skömmtum. Sem betur fer.
Í Kastljósi í gærkvöldsins sagði Egill Helga eitthvað á þá leið að hann vonaði að hér myndi gefast tækifæri til að mynda nýtt íslenskt samfélag og að honum þætti það spennandi.
Þetta er einmitt tilfinningin sem ég og fleiri höfum haft undanfarið. Að nú sé lag til að breyta. Fyrst svona fór, eins skelfilegt og það nú er, væri auðvitað frábært ef á rústunum gæti risið ný tegund samfélags. Með nýju verðmætamati. Þar sem manneskjan og náttúran er í fyrirrúmi.
Sjáið þið til, hin glerharða og mannfjandsamlega stefna kapítalismans gengur ekki upp. Hún hefur beðið skipbrot.
Ég er ekki reið út í Jón Ásgeir og þá Bónusmenn.
Ég er eitthvað pissed út í Björgúlfsfeðga, verð að játa það, enda þeir hvergi nærri til að taka þátt í reddingunum og til að þrífa upp eftir sig.
Ég er hins vegar haldinn háheilbrigðri og tærri reiði út í landstjórnina og stofnanir sem undir hana heyra.
Hrein og tær reiði sem beint er út í stað inn er afskaplega góð orka til að nýta til góðra verka.
Það vekur nefnilega öryggisleysi með mér að sjá þá ráðamenn rúlla um eins og stjórnlausa valtara dag eftir dag, alsendis ófæra til að taka á málinu.
En fyrst og fremst er ég með von í hjarta.
Ég vona svo innilega að við nýtum þessa skelfilegu atburði til að læra af reynslunni og byggja eitthvað nýtt og betra á rústum þess gamla.
Við erum nefnilega forrík, af mannauði. Við eigum sand af honum.
Later.
P.s. Ég ætlaði að steðja á Arnarhól og mótmæla í gær en gat það ekki vegna þess að ég var að svara spurningum í rannsókn sem ég er að taka þátt í um alkóhólisma. Ég var því löglega afsökuð, ég var að fórna mér í þágu vísindanna.
Mér varð hins vegar ekki um sel þegar ég sá í fréttum að það var verið að nota þetta tækifæri til að boða kommúnisma og syngja Nallann.
Halló, hoppið inn í nútíðina.
![]() |
Aleigan í 2 Bónuspokum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 7. október 2008
Aðþrengdur kynlífsfíkill?
Ég verð að játa á mig algjöra vanþekkingu á vandamáli David Duchovny.
Ég veit ekkert hvernig ég á að taka á svona hrútleiðinlegu fólki með lágmarks leikhæfileika sem alltaf er að trana sér í sjónvarp og bíómyndir.
Ókei, við reynum aftur.
Ég veit ekkert hvað það inniber að vera kynlífsfíkill. Ég hef greinilega fordóma gagnvart þessari fíkn því ég glotti alltaf með sjálfri mér þegar ég les um hana og hugsa alveg: Góður þessi, fullkomin réttlæting til að eyða lífinu í láréttri stöðu með einhvern ofaná/undir/uppá eða bakatil.
Ég er kynlífsfíkill. Ég ræð ekkert við gredduna. Halló, en ég á erfitt með að skilja þetta. Súmí.
Ég viðurkenni hér með að ég er á tíuára stiginu þegar þessa "fíkn" ber á góma.
Alltaf þegar talað er um fíkn sperri ég eyrun. Er sjálf óvirkur áfengis- og lyfjafíkill og máta þá aðrar fíknir við mína eigin reynslu.
Mín fíkn er konkret. Hún felst í inntöku hugbreytandi efna sem ráðast á ákveðnar stöðvar í heilanum og misþyrma þeim. Ergo: Vandamálið er áþreifanlegt.
Spilafíkn skil ég, vegna þess að ég hef lesið um hana og ég hef talað við fólk sem hefur verið haldið henni.
En kynlífsfíkn? Hvernig virkar hún? Þ.e. þegar viðkomandi er ekki á fullu í "neyslu"?
Alveg: Ég verð að fá að r.... ég er svo bullandi veikur eitthvað?
Eru til leynifélög sem styðja við bakið á kynlífsjúku fólki?
Ég játa mig algjörlega úti að svamla í drullupolli.
Já og ég veit að þetta er ekki hlægilegt. Sjáið Davíð hann er greinilega alveg búinn á því karlinn.
Best ég fari að kynna mér sexaddiction.
Sko strax eftir að ég er búin að kynna mér muninn á rússnesku og pólsku prentmáli.
Þetta er dagur afhjúpunar hvað mig varðar.
Ég er illa upplýstur pöbull í eintölu.
Fjandinn sjálfur.
Úje
![]() |
Duchovny kominn úr meðferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Mánudagur, 6. október 2008
Ertu veikur - ekki gera neitt í því
Evan Handler öðru nafni "maðurinn hennar Charlotte í Sex and the City, heldur að hann sé að boða einhverjar nýjungar þegar hann hvetur sjúklinga til að óhlýðnast læknum sínum.
Halló krúsífer tíuárumsíðareðalengurmeðfréttirnar. Ég hef gert óhlýðni við lækna að miðnafni mínu, ég hef meira segja gert svona læknaóþekkt að keppnisgrein.
Án þess að ég ætli að fara að opinbera aðra en sjálfa mig hér á þessari bloggsíðu þá get ég upplýst að mamma mín hún Anna Björg er ekki léleg í þessari íþrótt.
Í gegnum tíðina hafa læknar ráðið mér heilt þá sjaldan ég hef þurft á fund þeirra að sækja.
Þú þarft að vinna minna, borða betur, sofa meira, taka vítamínin þín, borða morgunmat, absólútt borða morgunmat og svona yfirleitt BORÐA og hætta að REYKJA.
Ég alveg: Jájá. Ladídadída. Væl í þessum mönnum, hugsaði ég og hélt áfram að reykja, gleyma að borða, sofa 4-5 klukkutíma á sólarhring.
Merkilegt nokk þá slapp ég nokkurn veginn lifandi þrátt fyrir að hafa sent þessum elskum fokkmerkið í huganum um áratuga skeið.
Seinni ár þegar heilsufarið fór að setja stein í götu mína mætti ætla að ég hafi setið og hlustað með öllum mínum eyrum.
Á meðan mér voru lagðar lífsreglurnar hugsaði ég alveg: Heyrðu hvenær ætlarðu að bjóða mér eitthvað við ástandinu. Eitthvað krassandi sem svæfir, róar og kemur í veg fyrir að ég þurfi að hafa fyrir þessu sjálf?
Ef það kom ekki nú þá tók ég dauðaatriði Hamlets á skrifstofugólfi læknisins og eftir gífurlega margar tilraunir tókst mér að kría út svefn og meððí. Ég verið svo heppin (allt eftir því hvernig á það er litið) að ég hef alltaf haft lækna sem hafa verið að drepast úr samviskusemi og verið tregir á lyfseðlalausnir.
The rest is history.
En án gríns, Evan Handler er ekki að hvetja til þeirrar óhlýðni sem ég er að skrifa um hér, heldur hvetur hann sjúklinga til að fylgjast með og taka ábyrgð á eigin meðferð. Sem er auðvitað rétt og satt.
En varðandi fíflið mig sem þurfti hálfa ævina til að þekkja minn vitjunartíma og læra að þiggja ráð og aðstoð, þá var það rauður þráður í gegnum alla mína sjúkrasögu sem var ekki mjög stór eða umfangsmikil lengst framan af að opírera eftir hinni gullnu reglu sjálfbirgingsins.
Segi læknirinn þér að taka 2 töflur að morgni, svo ég taki dæmi, þá tók ég amk. tvisvar sinnum meira.
Af hverju?
Jú ég svona greind eða þannig reiknaði dæmið út sem svo að læknar væru svo hryllilega varkárir að þeir létu fólk örugglega taka allt of lítið að öllu.
Er það nema von að ég hafi lagst í rúmið fárveik einu sinni þegar ég úðaði í mig stórum skammti af fúkkalyfjum af því ég nennti ekki að dreifa töflunum niður á daginn.
Það gerir maganum í manni hluti.
Arg í boðinu.
Er Geir vaknaður og kannski með fréttir?
![]() |
Hvetur sjúklinga til að óhlýðnast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 1. október 2008
Lít ég út fyrir að vera gula línan?
Hvernig er að vera kona, hugsaði ég áðan þegar ég fattaði að ég er ekki enn búin að ná því út á hvað það gengur og komin á rétt liðlega fimmtíuogeitthvað.
Já ég veit hvernig það er að vera líffræðilega kona. Var alveg viðstödd mitt líkamlega líf, ofast að minnsta kosti og ég er ekki algjör nóbreinier.
Það sagði einu sinni við mig maður að konur sæktust í þvegla, tuskur, skrúbba og bón.
Það væri þeim áskapað, genetískt og að sama skapi væru menn fæddir án þessa hreinlætisvörublætis.
Ég hef séð vinkonur mínar fá raðfullnægingar í hreinlætisvörudeildum stórmarkaðanna. Já ég gæti nefnt nöfn en ég geri það ekki. Nöfnin eru með lögfræðipróf og ekki gott að fá þau upp á móti sér.
Kona ein sem hefur gert heyrinkunnugt að henni finnist konur ekki eiga að vera á Alþingi eða í stjórnunarstörfum sagði að það væri vegna þess að konur hugsuðu í knipplingum, víravirki og annarri krúttvöru.
Bæði maðurinn með genetísku kenninguna og þessi kona eru ekki skoðanasystkini mín.
Þetta var ég nú að hugsa þar sem ég frussaðist áfram í andlegu blóði mínu og kvenleika með uppþvottabursta og ég brenndi á mér puttana. Heitt vatn er mjög heitt.
Hvað eru skýr merki um kvenleika?
Þegar ég var yngri þá var þetta nokkuð ljóst.
Kvenleiki var settur í samband við útroðna snyrtibuddu, falleg föt, háa hæla, bökunarhæfileika, eldunarfimi, handavinnu, barneignir, plástraálímingar, nefsnýtur, skeinerí, þvott, saumaklúbba (ég hef ekki alið aldur minn í slíkum samkundum bara svo það sé á hreinu), viðkvæmni, grátköst og sláturtökur og eilífa höfuðverki og túrablæðingar.
Hm.. hvar var ég, tók ekki þátt í þessu nema að mjög litlu leyti?
Þetta eru auðvitað mýtur, allar mínar vinkonur ásamt moi fóru á túr þetta 12 sinnum á ári (give or take). Sá sem lýgur stöðugum túrablæðingum upp á konuna sína er sjálfur með vandamál í neðra. Eitthvað lágt á honum risið. Æi dúllukrúttin.
Núna er þetta öðruvísi.
Hvernig öðruvísi spyrð þú og ég svara; lít ég út fyrir að vera gula línan?
Er það nema von að ég siti hérna og átti mig ekki á því hvort ég er að koma eða fara?
Ég er komin á byrjunarreit, ég veit ekkert hvern fjandann ég er að gera hérna sem kona.
Ég veit hvað ég er að gera sem manneskja.
Ég er komin til að bögga yður.
Farin út að hlaupa berfætt í Laugardalnum af því mér líður eins og ég sé í aðalhlutverki í tútappa auglýsingu.
UNAÐUR.
Djóhók.
Later, þegar ég er komin með svar og niðurstöðu.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mánudagur, 29. september 2008
Að elska sig á Fésbók
Ég er ekki á Fésbók. Ég hef ekki einu sinni skoðað umhverfið þar vegna þess að ég held að þetta sé meira fyrir ungt fólk, annars veit ég ekki afturenda um það.
Eitt er að minnsta kosti á hreinu, 100 milljónir manna eru með prófíl inni á bókinni.
Margar vinkonur mínar og dætur. Nánast hver einasti kjaftur sem maður þekkir.
En ég þekki enga sjálfsdýrkendur persónulega. Ekki svona alvöru að minnsta kosti.
Þekki reyndar fólk sem heldur reglulegar sjálfshátíðir en það er bara krúttlegt. Fólk sem tryllist úr gleði og hamingju þegar það hittir sjálft sig fyrir.
Sko einfaldasta leiðin til að þekkja úr sjálfsdýrkendurna fram að þessu hefur verið að fylgjast með þeim horfa í spegil. Þeir verða alltaf yfirkomnir af ást og aðdáun á eigin persónu og enda með því fara í heví sleik við sjálfan sig.
Jájá.
Hinir eiginlegu narsissistar eru hins vegar margir á Fésinu samkvæmt þessari rannsókn.
Þeir birta fjölda fegrandi mynda af sjálfum sér, smá kynferðislegar og svona.
Þeir eiga ógeðslega mikið af vinum og nú dettur mér í hug einn lögfræðingur, karlkyns sem er með óteljandi vini á bókinn. Svo er mér sagt og nei, ég nefni engin nöfn.
Í viðtengingu segir orðrétt:
"Rannsóknin var gerð við Háskólann í Georgíu. Í ljós kom, að auðvelt var að bera kennsl á sjálfsdýrkendur meðal félaga á Facebook. Það voru þeir sem töldu flesta vinina og birtu opinskáustu myndirnar (oft kynferðislegar).
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar nota sjálfsdýrkendur samskiptavefi til að auka sjálfstraust sitt og hækka stöðu sína. Þeir þrífast best þegar öðrum fellur vel við þá strax við fyrstu kynni, og markmið þeirra er að virðast hafa leiðtogahæfileika, vera spennandi og kynferðislega aðlaðandi. Sjálfsdýrkendur telja sig einstaka."
Og:
"Almennt eru þeir lítið gefnir fyrir að mynda hlý, langvarandi og náin tengsl. Þeim er meira í mun að virðast svalir, vinsælir og dómínerandi, sagði Buffardi."
Nú verð ég eiginlega að skrá mig á bókina. Ég er nefnilega að drepast úr forvitni. Mig langar að máta liðið þarna inni við upptalninguna hér að ofan.
Úje, þetta er nú eitthvað bitastætt. Maður getur ekki velt sér upp úr fjármálafarsanum 24/7.
Þetta er svokölluð pása í fréttum dagsins. Ég er komin upp til að anda.
Ég kem að vörmu.
Er farin að pikka út sjálfsdýrkendur.
Ég - um mig - frá mér - til mín.
Narsissistinn.
![]() |
Sjálfsdýrkendur þrífast á Facebook |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Sunnudagur, 28. september 2008
Jennískur rekstur.
Ég er orðin svo sparsöm að það á eftir að verða fært í annála þegar fram líða stundir. Gott ef nýtni mín og útsjónarsemi í heimilishaldi verður ekki kennslugagn í matreiðslutímum framtíðarinnar.
Ég á jafnvel von á því að sú aðferð sem ég nota til að draga úr rekstrarkostnaði heimilanna fái sérstakt nafn og verði síðan þekkt hugtak innan vísindanna.
Svokallaður "jennískur rekstur". (Ég er að reyna að slá dreifbýlisdúllunni við, þegar kemur að því að spara alveg heví).
Á fimmtudaginn setti ég mig í stellingar og sagði húsbandi að nú væri lag að fara í Bónus og versla inn mat til kærleiksheimilis.
Svo var það sturta, blástur, málning, dragt, flottir skór (bara að hnykkja á þessu með skóna enda verslar alvöru kona ekki klemmu á ómerkilegum túttum) og listi skrifaður.
Vér steðjuðum í Bónus, týndum í körfu samkvæmt miða og ekkert umfram það.
En nú er ég komin að erfiðum kafla.
Ég er nefnilega að ljúga. Með miðann sko, reyndar var ég með flottan miða en mér tókst illa að halda mér við efnið.
Ég var búin að gleyma að mig vantaði skóáburð, silfurpúss, nýja moppu með tilbehör, súkkulaðispæni (), sérstaka olíu fyrir tekkhúsgögn (ég er viss um að ég á eftir að eignast eitthvað úr tekki í framtíðinni), flugnaspaða og sagógrjón. Ókei, ókei, smá ýkjur en þið vitið hvert er er að fara.
Hljómsveitin sagði: Jenný, miðinn. Halda sér við miða.
Ég pirruð: Viltu hætta þessu, bíddu bara á meðan ég skrepp yfir í næsta gang.
Hljómsveitin: Þú verður að fara að taka sjálfa þig alvarlega. Ekki að einhverjir smáhlutir skipti máli en hvernig væri að standa við gerðan samning við sjálfa þig?
Mér stórlega misboðið: Einar, ertu að fíflast í mér, erum við að tuða um þetta? (Ég stóð við körfuna sem var kjaftfull af einu og öðru þegar hér var komið sögu og hélt dauðahaldi í körfufjandann eins og ég væri hrædd um að minn heittelskaði eiginmaður tæki hana af mér með valdi og skilaði henni í hendurnar á Jóhannesi Bónussyni, pabba okkar allra).
Minn heittelskaði: Jenný Anna - grow up!
Ég rauk út úr búðinni og hann á eftir og hann vissi ekki hvað hafði hlaupið í þennan engil í mannsmynd sem hann er giftur. Eða þannig.
Karfan varð eftir og verðið var 0 krónur.
Svo tuðaði ég þarna á bílaplaninu dágóða stund og til að þið hríðfallið ekki úr áhyggjum af matarleysi þá var taka tvö tekin í annarri Bónusverslun og í þetta sinn var miðinn notaður.
Það er nauðsynlegt að læra einhvern tímann, því ekki núna.
Þannig að hér er sparnaðarráðið mitt komið upp á núll krónur.
Rífist elskurnar eins og mófóar við einhvern þegar þið eruð búin að henda í körfuna allskyns óþarfa og ég lofa að 100% garanteruðum ægisparnaði.
Og hér á kærleiksheimilinu finnst okkur við hafa stigið feti framar á þroskabrautinni. Mér hefur amk. farið fram, veit ekki með hljómsveit, þetta hefur aldrei vafist fyrir honum. Ég lít á innkaup af öllu tagi sem dásamlegt listform sem má hefja upp í æðra veldi og snudda við guði sjálfum.
Ég ætla að vera með kjúkling í kvöldmatinn. Nema hvað?
Pétur Blöndal snæddu hjarta.
Neysluboltinn.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Laugardagur, 27. september 2008
Edrú í boðinu
Ég svaf út í morgun, þ.e. ég vaknaði 8,30 í staðinn fyrir 07,00 eins og venjulega.
Svo settist ég með mína sígó út í reyk og kaffibollinn var oss til samlætis. Þið vitið að allir konungbornir eru í fleirtölu þannig að vér verðum að gangast við voru bláa blóði af og til.
Og þar sem vér sátum þarna og reyktum í ró og næði sló það oss í höfuðið að núna eftir nokkra daga eru tvö ár síðan vort nýja líf hófst hér við hirðina.
Þann 5. október 2006 fór ég í meðferð og síðan hef ég ekki verið söm.
Á hverjum degi síðan þá (fyrir utan 12 daga lyfjafallið í janúar) hef ég upplifað hvern byrjaðan dag sem fyrirheit.
Ég er ein af þeim sem hef hlaupið í gegnum lífið og leitað að lífshamingjunni á bak við hverja hæð og hvern hól, þrátt fyrir að hafa verið með hana í vasanum allan tímann.
Ég trúði því svo innilega að lífshamingjan hlyti að vera eitthvað stórt og merkilegt og ég lagði mig alla fram í að finna lykilinn sem mér fannst að sjálfsögðu liggja í stórum afrekum, miklum veraldlegum sigrum og troðfullum fataskáp (djók með fataskápinn, væmnijöfnun).
Stundum tókst mér vel upp stundum mistókst mér hrapalega.
Ekki misskilja mig, lífið er ögrun og það er hægt að gera stóra hluti - og njóta þeirra, en aðeins ef maður getur þolað sjálfan sig.
Svo var ég stoppuð illilega af. Ég fór að drekka og éta róandi til að slá á sársaukann innan í mér sem mér tókst ekki að hlaupa frá.
Alkinn ég var mættur í vinnuna. Varúð, varúð! Og þar sem ég hef alltaf farið heilshugar í öll verkefni, til góðs og ills þá eyddi ég hartnær 12 árum give or take, misslæmum auðvitað í stöðugum faðmlögum við Bakkus, við vorum samvaxin á mjöðm félagarnir og sambandið var afskaplega ástríðufullt. Einn langdrægur sleikur þar sem ég kom aðeins upp til að anda. Úje bara.
Í sambandinu við þennan slóttuga félaga má segja að ég hafi farið að praktísera og leggja rækt við mína frábæru skapgerðarbresti.
Jájá.
En nú sit ég hér, ekki teljandi daga, heldur með það á hreinu hvenær ég kom til mannheima og fór að lífa lífinu á eigin safa. Ekkert hugbreytandi fyrir mig takk.
Svo fékk ég þessa fínu áminningu í janúar þegar ég fékk lyf við Heimskringluáverkanum á löppinni á mér og hóf fljótlega upp úr því 12 daga lyfjafyllerí og endaði inni á Vogi.
Ég er þakklát fyrir þá áminningu svona eftir á að hyggja, alkinn er aldrei kominn í mark.
Ég er frasahatari. Ég berst gegn frösum hvar sem ég til þeirra næ. S.k. skyndibitar sálarinnar gera mér hluti.
Samt hef ég tekið í fóstur eitt frasakvikindi og það er frasinn um daginn í dag. Ég hef bara daginn úr að moða og það virkar algjörlega fyrir mig.
Ég hef verið svolítið fráhverf því undanfarið að skrifa í alvöru um minn alkóhólisma vegna þess að ég hef tekið nærri mér þegar óvandað fólk er að beita honum gegn mér í bloggheimum þegar rökin þrjóta, en eftir smá hugarleikfimi og þankastorm upp á fleiri metra á sekúndu komst ég að því að það má einu gilda hvað öðrum finnst um mig á meðan ég er sjálfri mér trú.
Svo er yndislegt fólk í stórum og yfirgnæfandi meirihluta í lífi mínu.
Og víst er ég alveg friggings þakklát fyrir það (væmnijöfnun 2).
Svo skuluð þið skammast til að eiga góðan dag þið öll sem komið hér inn á síðuna mína.
Þetta með að rífa kjaft er auðvitað della, ég er alltaf góð, alltaf glöð og alltaf að skiptast á.
Og þegiðu svo Jenný Anna Baldursdóttir, alkóhólisti og sykursýkissjúklingur
Verum edrú í boðinu.
Úje
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
Föstudagur, 26. september 2008
Alkasamfélagið
Hebbi er edrú, hann hætti í búddismanum og snéri sér til Krists.
Edrúmennska margra byggir á trúarbrögðum, allt gott um það að segja. Hver velur sína leið.
Til hamingju með það Hebbi.
Merkilegt en stundum þá les maður eitthvað svona rétt á eftir eigin pælingum um svipað efni.
Ég er nefnilega dálítið að bíða eftir bók stórvinar okkar hjóna honum Orra Harðar, en hún kemur út 3. október og heitir Alkasamfélagið.
Orri lýsir þar hvernig er að koma úr meðferð og fara inn í leynifélagið.
Ég ætla ekki að fara að ræða neitt sérstaklega um viðkomandi leynifélag en ég hef alltaf átt erfitt með að kasta örlögum mínum í hendurnar á "æðri mætti" sem ég veit ekki einu sinni hvort er til. Hallast þó að því á góðum dögum. Mín fílósófia er einföld. Ef ég gef mér að alkóhólismi sé sjúkdómur og innan vestrænna læknavísinda er hann skilgreindur sem slíkur, þá er mér meinilla við að láta nokkurn annan en sjálfa mig taka ábyrgð á mínum sjúkdómi.
Ég ber hins vegar fullt traust til þeirra lækna sem hafa meðferðað mig til heilsu og til þeirrar sjúkrastofnanar hvar þeir starfa.
Það meikar einfaldlega engan sens fyrir mér að setja jafn mikilvægan hlut og alkóhólismann, sem gengið hefur svo nærri heilsu minni að ég þakka fyrir að vera ofanjarðar, í hendurnar á óskilgreindu afli sem mögulega er ekki einu sinni að hlusta væri það til.
Svo má nota sumt, reynslu annarra bæði góða og slæma í batanum. Það geri ég.
Kannski er svarið fundið. Það má vera að leynifélagið sé svarið og það þurfi ekki að leita lengra en það væri þokkalegt.
Hér erum við Billarnir og Bobbarnir frá 193tíuogeitthvað og við erum komnir með lokasvar.
Samt hrynja alkarnir eins og flugur.
Ekki illa meint en má ekki leita víðar?
En að þessu skemmtilega í edrúmennskunni. Vogur er ákaflega merkishlaðið orð. Hann er á Vogi (rómur lækkar um 100 desibel). Ég og mín fjölskylda sem eru með alkann mig á borðinu notum þetta orð eins og flest önnur. Ekkert merkilegt við það. Spítali og ekki orð um það meir.
Núna er ég að taka þátt í rannsókn á vegum SÁÁ um alkóhólisma. Í gær þurfti ég upp á Vog í blóðprufu og til að ná í pappíra. Hljómsveitin keyrði mig.
Á meðan ég var inni hringdi náinn ættingi minn í Hljómsveitina og var að leita að mér.
Einar: Þú hefur ekki náð í Jenný, ég er fyrir utan Vog, var að skutla henni.
Sá náni: Jesús minn góður guð, er hún komin inn á Vog!!!!! Hvenær féll hún?????
Það tók við áfallahjálp á ættingjanum í gegnum símann.
Annars góð og það er Svarthöfði líka, þ.e. ef bloggarar hafa húmor fyrir sjálfum sér.
Later.
![]() |
Herbert: Kokteill af bjór, kannabis og kókaíni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr