Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Fimmtudagur, 6. september 2007
SNÚRA
Í gærkvöldi varð mér illa við. Í sakleysi mínu fór ég inn í skáp heima hjá mér, sem átti að vera tómur og ætlaði að láta þar inn hluti. Tek fram að þarna hef ég ekki komið síðan ég kom úr meðferð í fyrra. Ég opnaði skápinn þann arna og þar var troðfullur poki af umbúðum utan af síðasta fylleríi Jennýjar Önnu Baldursdóttur. Þetta veit ég vegna þess að pokinn var úr ríkinu og miðinn var í. Hann var dagsettur þ. 4. ágúst í fyrra. Mér kom svo sem ekki á óvart að ég ætti eftir að ganga fram á "sönnunargögn" sjálfri mér til handa, þar sem ég hef allt s.l. ár verið að finna bjórdósir og rauðvínsflöskur, þar og hér, á ólíklegustu stöðum. En ég viðurkenni að mér brá í gær. Á móti mér kom súr rauðvíns- og bjórlykt og ég kastaðist til baka í tíma, þegar ég sat og reyndi mitt besta til að drekka mig í hel. Núna hef ég jafnað mig og er nokkuð glöð með atburðinn, þar sem hann er alveg gríðarlega góð áminning um hvaðan ég kem. Allavega ákvað ég að blogga um hann, þar sem ég er svo opin, frjáls og utanáliggjandi í mínu edrú lífi.
Skammturinn þetta kvöldið hefur samkvæmt innihaldi pokans verið:
8. bjórdósir (stórar)
2 rauðvínsflöskur
Og auðvitað eitthvað af pillum fyrir svefninn.
Og ég er á lífi.
Ég er farin að hallast að því að ég sé heppin kona.
Æmsóberandhappý.
Ójá
Fimmtudagur, 6. september 2007
KVENNABYLTINGIN Í 101
Mér stórbrá þegar ég las frétt á Mbl.is áðan sem fjallar um þá umsækjendur sem sóttu um prestsembætti við Dómkirkjuna. Af sjö umsækjendum voru 6 konur. Það er ábyggilega eitthvað sem ekki gerist reglulega hjá þeirri karllægu stofnun sem þjóðkirkjan er.
Ég er ekki í þjóðkirkjunni, er ein af þeim sem sagði mig úr henni í beinni á blogginu fyrr á árinu. Það var eftir kirkjuþingið margfræga þar semtekin var ákvörðun um að samkynhneigðir væru ekki Guði jafn þóknanlegir og aðrir. Þá langaði mig ekki að vera með lengur, enda trúarlegt viðrini í þjóðkirkjulegum skilningi.
Mér er nokk sama, þannig hver messar í Dómkanum, en samt ekki alveg. Ég er að orna mér við tilhugsunina um að ef fleiri konur komast að þá breytist kannski hið innsnjóaða viðhorf þessarar ríkisstofnunar sem þjóðkirkjan er.
Þess vegna fylgist ég með.
My own personal Jesus!
Úje
Miðvikudagur, 5. september 2007
EF HEILASKAÐI - HVAÐ ÞÁ?
Héraðsdómur hefur úrskurðað að tveir kunnáttumenn skuli dómkvaddir til að meta, hvort maðurinn sem ítrekað hefur verið dæmdur fyrir hrottalegar líkamsárásir á konur, hafi orðið fyrir framheilaskaða í slysi árið 1999 og hvort sá áverki hafi haft áhrif á sakhæfi hans og hvort refsing geti borið árangur.
Kannski er manninum ekki sjálfrátt. Hvað veit ég um leyndardóma heilans? Minna en ekki neitt. En þetta var ofbeldi sem stóð yfir mánuðum og jafnvel árum saman. Marg endurtekið sem sagt og að því er best veit, beindist það eingöngu að konum. Bráði aldrei af manninum?
Ef maðurinn telst ekki sakhæfur vegna heilaskaða en það er jafnframt vitað að hann er stórhættulegur þeim konum sem hann kemur nálægt, þá verður væntanlega að vista manninn á stofnun til að vernda hann fyrir sjálfum sér og öðrum.
Er það ekki annars?
![]() |
Metið hvort heilaskaði hafi haft áhrif á sakhæfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 4. september 2007
VIÐ SEM ERUM FLUGHRÆDD..
..veltum okkur endalaust uppúr allskyns hlutum þegar við erum sest um borð í flugvél. Ég til dæmis hugsa eftirfarandi:
Eru flugfreyjurnar "eðlilegar" á svipinn? Hvernig horfa þær á hvor aðra t.d. þegar vélin er komin á loft og þær eru grunlausar um tilvist fólks eins og mín, sem fylgjast með hverju svipbrigði, eru þær ræða um Dow Jones og eitthvað svoleiðis eða eru þær að hughreysta hvor aðra?
Ég velti fyrir mér af hverju það séu gúmmíbátar undir sætunum, þegar maður er eins langt frá hafi og hugsast getur. Er ekki rökréttara að hafa fallhlíf undir sætunum. Ég meina, snúið dæminu við. Döhö!
Síðast en ekki síst eyði ég rosalegum tíma í að pæla í þeim sem eru í kokkpittinu. Var annar þeirra nokkuð að rífast við konuna og er í víðtæku messi út af því? Ef einn fær hjartaáfall myndi hinn taka eftir því? Mega flugstjórar setja á átópælot og fara svo að tefla eða eitthvað? Er annnar eða jafnvel báðir þunnir eða FULLIR? Þetta hef ég aldrei sagt upphátt sum sé, af því ég veit að þegar að flugvélum kemur, er ég erkifífl. En núna hefur mér verið kippt harkalega "niður á jörðina".
Ganga bátar til Englands?
Would you like to fly in my beautiful baloon?
Úje
![]() |
Drukkinn flugstjóri millilenti farþegaþotu á Arlanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
Mánudagur, 3. september 2007
ÉG OG RIVOTRIL
Reglulega "finnast" lyf sem eiga að vera betri en þau sem fyrir eru. Rivotril er eitt þeirra. Þríhyrningsmerkt og róandi flogaveikilyf, sló í gegn sem staðgengill hinna vondu Valium taflna sem eru reyndar það sama og Diazepam. Rivotril er úr Dísufamilíunni. Hún ég fékk þetta lyf fyrir nokkuð mörgum árum síðan og mér var sagt að þetta lyf væri ekki ávanabindandi. Ekki að það hefði skipt einhverju máli fyrir alkann mig sem át allt sem að kjafti kom í von um að það kæmi mér í "ástand".
Nú eru nánast allir síbrotamenn á Rivotril og ég þori að sveia mér upp á að það er hellingur af konum sem fá þessi lyf í þeim tilgangi að þær hætti að kvarta. Konur eru nefnilega teknar minna alvarlega en karlar þegar þær bera upp vandamál sín hjá læknum.
Það muna allir eftir Stones laginu um Valiumpilluna "Mothers little helper". Það var ekki sú húsmóðir hérna í denn sem ekki fékk Valium ef hún var með óljósar kvartanir um vanlíðan.
Ég ætla mér ekki að vita betur en læknar. En ég veit þó eitt, að þau lyf sem virka á miðtaugakerfið, róandi eða örvandi, eru ávanabindandi og stórhættuleg.
Ég man ekki margt eftir að ég sturtaði í mig Rivotrilinu hérna um árið. Auðvitað tók ég það í allt of stórum skömmtum, eins og allt sem gaf mér vímu og helst minnisleysi.
Það gekk upp, óminnishegrinn tók völdin og meðan að pillurnar dugðu var ég í öðrum heimi.
Ég held samt að ég hafi ekki brotist inn.
There´s a little yellow pill!
Úje
![]() |
Síbrotamenn misnota nær allir lyfið Rivotril |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 3. september 2007
ASNALEGT BLOGG UM VEÐUR
Það verður veður á morgun. Í nótt mun frysta inn til landsins. Frost þýðir hrikalegt hrun í geitungastofninum, sagði mér einhver. Það getur ekki orðið betra. Þessa dagana, eru geitungarnir geðveikir í skapinu, búið að loka vinnustaðnum, reka þá og þeir eru heimilislausir og verkefnalausir. Dauðablanda. Í dag kom einn hérna inn, lítið kvikindi en illur í gegn. Hann stefndi á mig með hatursglampa í augum en var drepinn áður en áfangastað var náð. Áfangastaðurinn flippaði út, fór inn á veðurstofuvefinn og andaði léttar.
Svo mun rigna. Allt er eins og það á að vera. Haustið er komið og það er bara dásamlegt.
Á morgun kemur nýr dagur, með skemmtilegum, fróðlegum, leiðinlegum og ömurlegum bloggum. Það gerir mig örugga. Það er svo gott að vita að hverju maður gengur.
Nætínætí!
Újeje
![]() |
Líkur á frosti inn til landsins í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 1. september 2007
EKKI LENGUR HÆGT HVAÐ???
.. það átti aldrei að vera hægt að fá áframtengingu í læsta síma. Síminn er svo ömurlegt fyrirtæki þegar kemur að því að þjónusta viðskiptavinina. Gerast mistök þá leyfa þeir sjálfum sér alltaf að njóta vafans.
Þegar ég sá þessa frétt þá þakkaði ég Guði fyrir eftirfarandi:
Að hafa skipt yfir í Hive ,þó það sé stundum smá vandamál með tengingu, símareikningurinn bætir það upp.
Að eiga dætur sem eru fluttar að heiman, því þær hefðu NOTAÐ þetta gat all verulega, held ég að ég geti fullyrt. Þvílíkar símadömur sem ég á. Það er varla hægt að ná Maysunni á mynd nema talandi í gemsann. Sara og Helga hafa róast.
Að símareikningar sem voru á við meðal álverksmiðju, heyra nú sögunni til.
Kæri Guð, tack så jätte, jätte mycket.
Hejdå!
![]() |
Ekki lengur hægt að fá áframtengingu á farsíma úr læstum símum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 1. september 2007
ÞÆR ERU AÐ YFIRTAKA HEIMINN..
..eins og ég hef margoft haldið fram, köngulærnar sko. Ég blogga reglulega um þessa köngulóarfóbíu sem ég er haldin og fær mig til að gera undarlegustu hluti. Eins og að hoppa út um glugga, stökkva hæð mína, standa og garga hjálparvana, læsa mig inni, úti og gráta eins og líf mitt hafi verið slegið stórkostlegum harmi.
Ég hef líka marg talað um að ég þori ekki að drepa þær eða reyna það, að því ég er nánast viss um að þær muni koma, í skjóli nætur og hefna sín, skríða á mér, þar sem ég ligg varnarlaus í rúminu mínu og þær munu að sjálfsögðu ekki komar einar, ónei, þær munu koma í fylgd allra stóru og feitu ættingjanna og vinanna.
Nú eru þær farnar að færa sig upp á skaftið. Í Texas hafa þeir fundið risastóran köngulóarvef sem er allt að 190 metra breiður. Það er verið að leiða að því líkum að köngulóahópur hafi unnið saman að gerð vefsins. Ekki láta ykkur detta í hug að köngulær séu bara hlaupandi fífl á 500 fótum. Ónei, þær eru með samráð, samvinnu og mjög skýr markmið.
Þær ætla að yfirtaka heiminn og við.. við manneskjurnar erum sunnudagsmaturinn.
Krípístöff!
Ænó
![]() |
Risavefur í Texas |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 30. ágúst 2007
KONA Í VONDUM MÁLUM
Síminn hringdi rétt áðan, þar sem ég sat í rólegheitum og las blogg og var nýbúin að segja bless við Maysu og Oliver, sem voru hér í heimsókn. Ég sagði halló og..
Ókunnugur maður (ÓK): Heyrðu ég er búinn að reyna að möndla apparatið til og hef legið yfir því í allan morgun og þetta er ekki að virka (gargandi úr reiði). Þú skalt ekki halda Margrét að ég ætli að sætta mig við þessa afgreiðslu og nú hef ég ekki tíma til að panta nýtt ætem og veturinn að koma.
Ég: Ha??
ÓK: Þú sagði að þetta væri klaufaskapnum í mér að kenna, og það segir mér að þú veist ekkert um vöruna sem þú ert að selja, að þú ert ómerkileg í viðskiptum og ég ætla ekki að láta bjóða mér þetta (slegið í vegg).
Ég: Heyrðu...
ÓK: Nei góða, það þýðir ekkert að fara í massíva vörn, ég er á leiðinni út í bíl með þetta ömurlega apparat og ég ætla að fá borgað til baka og það þýðir ekki að reyna að búllsjitta mig einu sinni enn. (Bang-Pang síma skellt á, skruðningur óbærilegur í eyra).
Nú sit ég og hef áhyggjur af Margréti sölukonu sem er í vondum málum, í þessum skrifuðu orðum.
Kræst!
Úje
Miðvikudagur, 29. ágúst 2007
ENDURSKOÐAÐUR ÞVAGLEGGUR
Það er eflaust að æra óstöðugan að halda áfram að blogga um þetta mál. En mér er sama. Að mínu mati framdi Selfosslögreglan alvarlegt mannréttindabrot, þegar hún með valdi setti þvaglegg upp í konuna sem grunuð var um ölvunarakstur.
Þetta mál hefur ekkert að gera með skoðanir almennt um ölvunar- og hrottaakstur. Auðvitað er slíkt gjörsamlega ólíðandi og á þeim málum á að taka. En að ganga á mannhelgi fólks, ganga fram með ofbeldi og nauðung á ekki að eiga sér stað í siðmenntuðu ríki.
Það furðulega er að margir virðast setja sama sem merki á milli þess að taka á ölvun undir stýri og að beita þeim aðferðum sem Selfosslöggan beitti. Að það sé réttlætanlegt að ganga svona langt í því skyni að "upplýsa" brot. Ég spyr; er í lagi með fólk?
Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild H.Í. segir að konan sem fyrir gjörðinni var, geti fengið endurskoðun á máli sínu hjá dómstólum. Um það má lesa nánar í viðtengdri frétt.
Mikið skelfing vona ég að þessu máli verði fylgt eftir. Ég vil engri manneskju svo illt að vera tekin með valdi af lögreglu og "heilbrigðisstarfsmönnum" eins og gert var í þessu tilviki.
![]() |
Mögulegt að endurskoða þvagleggsmálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2987761
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr