Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Föstudagur, 25. janúar 2008
Ég er ekki eins góð og ég hélt
Ég hef alltaf skilgreint mig sem þokkalega góða manneskju. Ég finn til samkenndar með fólki, ég græt út af örlögum allra sem um sárt eiga að binda, stundum hef ég lagt mig alla fram til að leggja mitt á vogarskálarnar til að bæta heiminn og já.. mér hefur fundist ég bara nokkuð sæmileg manneskja.
Eftir að ég lærði leyndarmálið sem felst í fyrirgefningunni, þ.e. að fyrirgefa sjálfri mér og svo öðrum, þá hefur lífið orðið 100% auðveldara og skemmtilegra. Einfaldleikinn er nefnilega það sem allir eru að leita að, en sjá oft ekki skóginn fyrir trjánum.
En ég ætla ekki að fara að vera heimspekileg hérna núna.
Ég er eiginlega í nettu sjokki yfir vondri og miður fallegri tilfinningu sem ég er að kljást við.
Hún felst í því að ég get ekki í huganum (hvað þá upphátt) óskað valdaræningjunum þeim Villa og Óla, velfarnaðar í starfi. Það hef ég alltaf getað gert áður og trúið mér að sem vinstri maður, tilheyrandi þeirri pólitísku fylkingu sem sjaldan kemst til valda, þá er ég vön að þurfa að hugsa fallega til þeirra sem hafa farið með sigur af hólmi. Og það hefur ekkert truflað mig. Lýðræðið virkar svona og það á að starfa í þágu okkar allra.
En núna er ég með kökk í hálsinum, púka á sitt hvorri öxlinni og sem styðja mig í mínum einbeitta vilja að senda körlunum frekar kaldar kveðjur.
Og það versta er að mig langar ekkert til þess að vera góð í þessu tilviki. Ég hef nefnilega þá tilfinningu að þarna hafi ekkert lýðræði verið viðstatt, þegar gjörningurinn var framinn, aðeins undirferli og valdapot.
Ég bið Guð auðvitað að gefa mér æðruleysi og allt það
En núna er ég forstokkaður andfyrirgefningarsinni.
Hjálpi mér Óðinn og Týr og Baldur til vara.
Amen
Föstudagur, 25. janúar 2008
Meira um brjóst
Nú eftir að ég fékk brjóstameikóverið í London og er með þau uppi á hálsi, þá er ég heltekin af brjóstafréttum.
Sumar upplýsingar eiga bara ekki erindi til almennings. Hvers eiga þær konur að gjalda sem eru með sílíkon í brjóstum, að fá þessar upplýsingar inn á borð til sín, verandi búnar að ákveða að láta kveikja í sér? Að brjóstin springi við athöfnina? Búmm-pang. Svo nú þarf að fjarlæga þau (brjóstin eða fyllingarnar eða bæði) fyrir brennslu. Sjáið þið fyrir ykkur brennslumanninn með kutann á lofti, eins og slátrara að sneiða af viðkomandi líkamsparta?
Hver þarf á þessum upplýsingum að halda? Nú geta sílikonkonur gengi' um og hugsað t.d.; enginn veit sína ævina fyrr en öll er, ég gæti td orðið fyrir bíl hérna, en eitt er á hreinu að á einhverju stigi máls mun ég springa í loft upp.
Smekklegt.
Ég ætla að láta orméta mig í staðinn. Ekki af því ég sé með fyllingar í brjóstum, ónei, en kannski er ég með eitthvað annað sem explóderar á bálinu. Ég er nefnilega norn.
Muhahahaha
Súmí.
Úje
![]() |
Springa í líkbrennslunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 16. janúar 2008
Halló - opna augun, eruð þið með klamydíu eða hvað?
Sjáið þið ekki nýjustu myndina af mér hérna uppi í hægra horninu á síðunni minni? Myndin er auðvitað þræl fótósjoppuð og var tekin þegar ég var að hefja flugið heim af síðustu Stonehenge-ráðstefnu, og ég hefði haldið að ég fengi amk. sveittattann skammasín fyrir effortið. Aular
Hvað finnst ykkur um þessar klamydíutölur hérna? Er þetta kynfræðslan í hnotskurn? Eru allir að gera það bara úti um stokka og steina verjulaust? Ég hélt að kynsjúkdómar heyrðu sögunni til. Man eftir á mínum unglingsárum að nokkrir töffarar fengu lekanda og þurftu að láta sprauta sig og höltruðu um allt (minnir að það þætti smá töff og jafnvel manndómsbragur á lekandasýkinni, sko í tilfelli karlmanna, stelpurnar voru auðvitað kallaðar mellur). Og enn er lekandinn við líði.
Meðalaldur kvenna í klamydíunni er 22 ára en karla 25 ára.
Erum við þriðji heimurinn í kynferðismálum hérna eða hvað?
Þetta upplýsta þjóðfélag.
Enginn heyrt um smokka? ´
Það hefði mátt rota mig með fjöður þegar ég las þetta, en sem betur fer gerði enginn tilraun til þess.
21 greinidist með lekanda og þeim tilfellum fer ört fjölgandi.
Þetta er sko ekki fyndið þó mér finnist þetta alveg stór furðulegt.
Hvernig er hægt að koma sér upp kynsjúkdómi, með alla vitneskjuna sem við höfum og er allsstaðar aðgengileg? Og það er ekki eins og þetta séu unglingar sem eru að smitast, unglingar sem mögulega skortir fræðslu í þessum efnum.
Plís inform me somebody - anybody!
Hvernig er þetta hægt?
Bítsmítoðebón
![]() |
1863 greindust með klamydíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 14. janúar 2008
Fólk ER fífl....
..þar með talin ég sjálf og ég meina það. Að minnsta kosti akkúrat núna. Dúa, villtu lána þér bolinn þinn með áletruninni?
Ég var að velta því fyrir mér af hverju það eru amk 2-3 fréttir af ömurlegu lífi Britneyjar Spears í öllum fjölmiðlum hér uppi á Íslandi á hverjum degi?
Britney lætur raka á sér hárið!
Britney dinglar klobbaling framan í ljósmyndara!
Britney fer í sleik við vinkonur sínar!
Britney mætir ekki fyrir dómara!
Britney giftir sig og skilur daginn eftir!
Britney hótar sjálfsmorði!
And on and on
En hvað með
27.000 börn deyja af völdum fátæktar í dag.?
1 milljón barna deyja úr AIDS á ári hverju?
Unichef telur að um það bil 200,000 börn frá Vestur og Mið Afríku séu seld í ánauð á hverju ári?
Og þetta er bara pínulítið dæmi sem ég tók með því að slá upp nokkrum síðum. Raunveruleikinn er þarna fyrir okkur að lesa á netinu. Hann birtist ekki í blöðunum undir "Fólk í fréttum", né er þessum raunveruleika haldið neitt sérstaklega að okkur. En það gerir okkur ekki stikkfrí. Við kunnum að leita upplýsinga. Það er nú ein af dásemdum internetsins. Ég hef einsett mér að leita mér að óþægilegum en nauðsynlegum fróðleik amk. einu sinni á dag, til að minna mig á hver skylda mín er, sem manneskju. Þó valdalaus sé, þá get ég látið rödd mína heyrast, hér á blogginu, og ég mun ekki arga mig hása, né fíflast um Britneyju Spears og annað slíkt fólk, nema til einstakra hátíðabrigða.
Og svei mér þá ef sýklalyfin eru ekki farin að svínvirka.
Ójá.
Hvet fólk til að fara inn á þennan link og lesa um barnaþrælkunina í Súdan sem kölluð er "Hin nýja helför"
Mánudagur, 14. janúar 2008
Úff ég gæti sagt ykkur krassandi sögur...
..af megrunartilburðum mínum og minna systra og vinkvenna. En af því að ég blogga ekki um annarra manna leyndarmál þá get ég svo sem sett ykkur inn í nokkrar góðar aðferðir sem ég hef prufað um dagana, sem virkuðu, alveg þangað til að þær hættu að virka.
Sko þetta með megrun og fitu er ógeðslega afstætt og persónulegt. Þegar ég skoða myndir af mér afturábak í tíma, og af systrum mínum líka, sem voru með mér í megrunarrússíbananum, þá verð ég alltaf rosa hissa. Við erum örmjóar á myndunum og ég hugsa alltaf: Af hverju hélt ég að ég væri ógeðslega feit þarna? Af hverju hélt ég að ég yrði lögð í einelti á Óðali, Glaumbæ eða hvar sem væri, ef ég léti sjá mig svona spikfeita, opinberlega? Svona getur maður spurt en það verður fátt um svör.
Málið er einfalt. Ég var andlegur offitusjúklingur og það hafði ekkert með líkamsþyngd mína að gera. Ég gæti skrifað heilu ritgerðirnar um hvernig umhverfið mataði okkur stelpurnar á mjónunni, gegnum tísku, bíómyndir, leikkonur og fleira, en ég nenni því ekki. Hér er mín reynsla til umfjöllunar.
Þegar ég vann í Eymundsson 21 árs gömul, fannst mér ég vera fituhlussa. Ég fór í megrun. Á einum mánuði náði ég nánast að afmá sjálfa mig af yfirborði íslenskubókadeildar Eymundssonar. Ég var með matseðil. Í hádeginu, ein ristuð brauðsneið með engu smjöri og skrælnaðri ostsneið ásamt vatnsglasi. Kvöldmatur var pakkasúpa. Á sunnudögum borðaði ég eina venjulega máltíð.
Fólk fór að tala um að ég væri að hverfa. Það hljómaði eins og englasöngur í mínum eyrum. Fólk sagði mér að ég liti út eins og Biafrabarn, ég hentist upp um hálsinn á því af einskærri hamingju og þakklæti. Um leið og einhver sagði að ég liti vel út, dimmdi yfir lífi mínu og ég herti sultarólina enn frekar.
Ég fór á hvítvínskúrinn, hikk, hann virkaði en ég var ekki orðinn alki þarna og fékk ógeð á hvítvíni og greip. Ég fór á Prins Póló og kók kúrinn þangað til ég ældi lifur og lungum. Scarsdale kúrinn var krúttlegur en tók alltof mikinn tíma.
Ég landaði hinni fullkomnu megrunaraðferð með því að næla mér í magasár og bólgur og átti því erfitt mað að borða. Ég var grindhoruð. Þvílík sæla, alveg þangað til ég endaði nær dauða en lífi inni á Lansa.
Samt hef ég ekki verið feit svona yfirleitt ef undan eru skilin meðan ég drakk og át pillur og einhverjir mánuðir til eða frá eftir barnsburð.
Þetta er nefnilega ekki spurning um raunverulega vikt, heldur hugsanavillu.
Það sem ég er að pæla héra. Af hverju er svona auðvelt að fokka í ímynd okkar kvenna? Ég er að verða fimmtíuogeitthvað innan fárra daga og enn er ég heltekin af kílóum. Ætlar þessum andskota aldrei að linna?
Þriðji hver Breti er í stöðugri megrun. Einhvernvegin er ég viss um að stór hluti þeirra eru konur.
Itsjúrlíbítsmí.
Úje
![]() |
Þriðjungur stöðugt í megrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 13. janúar 2008
Ef Bjarni segir það, þá trúi ég því!
Miðað við vestrænar þjóðir er heildarneysla áfengis á Íslandi með minnsta móti, jafnvel þótt veruleg aukning hafi orðið á áfengisneyslu hérlendis á síðustu árum. Þetta kemur fram í grein eftir Bjarna Þjóðleifsson lækni í nýjasta hefti Læknablaðsins.
Ennfremur segir Bjarni í greininni að með tilkomu bjórs hafi drykkjusiðir Íslendinga orðið meinlausari.
Það er ábyggilega satt og rétt. Ætli manni rámi ekki í ölóða landa sína á helgarfylleríunum (maður sjálfur með talinn), drekkandi brennivín og slíkt eitur, dettandi hver um annan þveran, talandi útlensku, eða það hélt maður oft, því fólk var orðið ómælandi á móðurtunguna á þriðja glasi. Jesús minn, þvílíkir tímar.
Það sem mér þykir þó markverðast í þessari grein, er að Bjarni telur að frumvarp sem kveður á um afnám einokunarsölu ríkisins á áfengi, og heilbrigðismálaráðherra hefur lýst stuðningi við, stofni þessum árangri í hættu.
Heyrið þið það Sigurður Kári og Gulli Heilbrigðis. Pæliðíðí, maður ætti ekki að þurfa að sannfæra heilbrigðisráðherrann um slíkan hlut. Svo skýrt sem hann liggur í augum uppi,
Við erum að minnsta kosti orðin meinlausari en við vorum.
Þökk fyrir það.
![]() |
Drykkjusiðir Íslendinga orðnir meinlausari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 6. janúar 2008
Á hnén kæru barnaperrar og þá er alltílæ!
Eða er það ekki það sem Kardínálinn í Páfagarði er að fara fram á. Að prestar kirkjunnar falli á hné og biðji fyrir sálarheill allra þeirra barna sem eflaust má telja í háum tölum ef farið er aftur til byrjunar, sem kirkjan hefur sálarmyrt og smánað.
Og þeir eru enn að.
Claudio Hummes segir í viðtalinu: " að það megi hins vegar ekki gleyma því að það eru einungis fáir prestar sem hafa tekið þátt í slíku óhæfuverki. Hlutfallið sé innan við 1% sem hafa tekið þátt í andlegu og líkamlegu ofbeldi."
Hvernig veit Hummes hversu margir hafa ekið þátt í þessum óhæfuverkum? Hafa þeir spurt þá sem uppvísir hafa orðið á barnaníðinu og neyðst til að játa en látið hina í friði? Hver tekur mark á svona kjaftæði.
Kaþólska kirkjan er tímaskekkja, hún misnotar aðstöðu sína gagnvart safnaðarmeðlimum sínum, einkum og sér í lagi konurnar og börnin. Ef allar gáttir þessarar kirkju yrðu opnaðar upp á gátt þá segi ég nú : Pandórubox hvað?
Misnotkun presta kaþólskra er jafn gömul kirkjunni. Hún er óafmáanlegur smánarblettur á henni, ég myndi aldrei treysta þeim fyrir barni, í eina mínútu. Ekki eina örskots stund.
Ég er viss um að Jesú er orðinn helvíti pissd á þessari kirkju sem þykist vera á hans vegum, föður hans og móður Maríu.
Arg.
![]() |
Bænastund fyrir fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 5. janúar 2008
Hvað segja þjóðernissinnarnir núna?
Hehemm, ég þorði ekki að kalla þjóðernissinnana rasista eða útlendingahatara, sem þeir auðvitað eru, þannig að ég notaði þjóðernissinnar í staðinn. Þið vitið hvað ég meina.
Pólverjar eru þeir löghlýðnustu af öllum þjóðarbrotum á landinu. Þetta eru hlutfallslegar tölur.
"Erlendir ríkisborgarar sem ákærðir eru fyrir glæpi eru sumir ferðamenn og því má ætla að hlutfall ákærðra með erlendan ríkisborgararétt sem búsettir eru hérlendis sé enn lægra."
Mér finnst þetta bráðnauðsynleg vitneskja með tilliti til þeirra fordóma sem beinst hafa gegn ákveðnum þjóðarbrotum, í tengslum við glæpi í þjóðfélaginu.
Kannski slá þessar staðreyndir á útlendingaótta hjá þeim sem eru haldnir honum og þá má jafnvel búast við því að það verði ekki einblínt á þjóðerni þess sem glæpinn fremur, heldur verknaðinn sjálfan.
Glæpir, einkum og sér í lagi ofbeldisglæpir eru skelfilegir og þá verður að stöðva með öllum ráðum. Að einblína á nýja Íslendinga fremur en samfélagið sem glæpirnir spretta úr, er að drepa málum á dreif. Skilar engu nema ótta og hatri.
En ég gladdist við að fá grun minn staðfestan. Auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé, hér á Íslandi, sem og annars staðar, en þjóðerni glæpamannsins skiptir engu máli, að mínu mati.
Og svo er að henda fordómunum út með ruslinu.
Kikkmíandsúmí.
Úje
![]() |
Pólverjar þeir löghlýðnustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 5. janúar 2008
Ég alkinn
Á morgun á ég 15 mánaða edrúafmæli, (á morgun hvað, það er kominn sá 5. sé ég núna).
En í kvöld var ég eitthvað ónóg sjálfri mér og gat ekki fest hugann við neitt, fann mér ekkert að gera, mér leiddist og ég var pirruð. Sum sé ekki gott mál fyrir alkann mig. Sem betur fer hendir þetta sjaldan, en ég verð alltaf jafn óróleg, jafnvel óttaslegin þegar mér líður svona.
Ég fann enga ástæðu fyrir líðaninni, þannig að ég hætti að velta mér upp úr af hverju og fór að leita lausna. Ég var nýbúin að lesa í AA-bókinni, þannig að ég endaði við sjónvarpið. Ég fletti, (flett,flett) milli stöðva og á norsku sjónvarpsstöðinni var verið að sýna "Leaving Las Vegas" sem er ein öflugast mynd um eyðingarmátt alkahólismans sem ég hef séð, enda fjallar hún um mann sem ákveður að drekka sig í hel.
Svei mér ef ég fékk ekki trú á almættinu, upp á nýtt. Þarna fékk ég inn með skeið, allan viðbjóðinn sem hinn virki alki gengur í gegnum og þarna endar alkinn dauður eftir að hafa eitrað fyrir sér með brennivíni þar til yfir lauk.
Og nú sit ég hér svo sæl og róleg, mér leiðist ekki lengur, hjarta mitt er bara fullt af þakklæti fyrir að hafa fengið hjálp, áður en það var of seint.
Eins og amma mín sagði alltaf; manni verður alltaf eitthvað til bjargar.
Það er sæll og glaður alki sem leggst til svefn núna eftir að ég kem þessari snúru minni í loftið.
Fimmtán mánuðir er nokkuð góður tími. Ha???
Farin edrú að lúlla.
Góða nótt elskurnar mínar.
Úje.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Fimmtudagur, 3. janúar 2008
Á ábyrgð lækna?
Ég las í Mogganum að kona hafi verið heima hjá sér meðan hún framkvæmdi fóstureyðingu með þar til gerðri pillu. Það kemur fram eindreginn vilji konunnar að hafa haft þennan háttinn á.
Það er ekki hægt að blogga um fréttina.
"Fóstureyðingarpillan er lyf sem konum er gefið með tveggja daga millibili og brýtur niður slímhúð legsins. Á meðan hún er að skolast út er ætlast til þess að konur séu á spítala. Konan segist þó um síðir hafa fengið leyfi læknis til að eyða fóstrinu heima hjá sér."
Fyrir utan hvað mér finnst þetta kuldalegt þá langar mig að vita hvort læknirinn beri ekki ábyrgð hérna, þ.e. ef eitthvað óeðlilegt hefði komið uppá?
Blæðingar geta orðið miklar við notkun svokallaðrar fóstureyðingarpillu.
Hvað næst, getur maður þjarkað sig í gegnum minni háttar inngrip heima í stofu?
Kannski gegnum síma?
Mér er eiginlega hálf ómótt eftir þennan lestur.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr