Leita í fréttum mbl.is

Ég alkinn

spaceball

 

Á morgun á ég 15 mánaða edrúafmæli, (á morgun hvað, það er kominn sá 5. sé ég núna).

En í kvöld var ég eitthvað ónóg sjálfri mér og gat ekki fest hugann við neitt, fann mér ekkert að gera, mér leiddist og ég var pirruð.  Sum sé ekki gott mál fyrir alkann mig.  Sem betur fer hendir þetta sjaldan, en ég verð alltaf jafn óróleg, jafnvel óttaslegin þegar mér líður svona.

Ég fann enga ástæðu fyrir líðaninni, þannig að ég hætti að velta mér upp úr af hverju og fór að leita lausna.  Ég var nýbúin að lesa í AA-bókinni, þannig að ég endaði við sjónvarpið.  Ég fletti, (flett,flett) milli stöðva og á norsku sjónvarpsstöðinni var verið að sýna "Leaving Las Vegas" sem er ein öflugast mynd um eyðingarmátt alkahólismans sem ég hef séð, enda fjallar hún um mann sem ákveður að drekka sig í hel.

Svei mér ef ég fékk ekki trú á almættinu, upp á nýtt.  Þarna fékk ég inn með skeið, allan viðbjóðinn sem hinn virki alki gengur í gegnum og þarna endar alkinn dauður eftir að hafa eitrað fyrir sér með brennivíni þar til yfir lauk.

Og nú sit ég hér svo sæl og róleg, mér leiðist ekki lengur, hjarta mitt er bara fullt af þakklæti fyrir að hafa fengið hjálp, áður en það var of seint.

Eins og amma mín sagði alltaf; manni verður alltaf eitthvað til bjargar.

Það er sæll og glaður alki sem leggst til svefn núna eftir að ég kem þessari snúru minni í loftið.

Fimmtán mánuðir er nokkuð góður tími.  Ha???

Farin edrú að lúlla.

Góða nótt elskurnar mínar.

Úje.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Góða nótt og sammála þér. Það er líka alltaf yndislegt að vakna á morgnana, engin þynnka, enginn mórall eða skandall og ekkert samviskubit. (Ég veit að það er alltaf verið að tönnlast á þessu, en tilfinningin er samt alltaf jafn góð) Knús frá mér

Bjarndís Helena Mitchell, 5.1.2008 kl. 02:32

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

til lukku með þennan stóra áfanga elsku Jenný mín ég veit af eiginn reynslu að þetta er ekki auðvelt og tekur langan tíma en hver dagur er eitt kraftaverk og þetta tekst ef vilji manns er fyrir hendi og að taka einn dag í einu skiptir líka miklu máli.kv.linda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.1.2008 kl. 02:34

3 identicon

Til hamingju !

Rétti andinn sem sveif yfir vötnunum þínum í dag. Ekkert smá dugleg að tjá þig svona -enda færðu það beint til baka elsku kerlingin mín.

1. Ég drakk ekki í gær.

2. Engin þynnka.

3. Ég er til hvað sem er.

4. Hei, ég er hér - frábær sem áður!!

Til hamingju elskan og mundu - einn dag í einu.

Þú veist af öllum vinunum hér úti - AA !

Kveðja frá einni þarna úti

Hanna (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 02:34

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til hamingju með daginn í dag og alla þessa 15 mánuði  Mér finnst þú standa þig vel og það er meiriháttar að fá að fylgjast með þér, í gegnum súrt og sætt 

Jónína Dúadóttir, 5.1.2008 kl. 07:32

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju Jenný mín mér finnst þú flott.
Þú stendur þig með sóma, á ég heldur ekki von á öðru frá þér.
Maður fær hjálp þegar maður biður um hana.
Hafðu það gott og hugsaðu um allt góða fólkið í kringum þig.

Og fjandinn hafi það láttu okkur hafa það óþvegið áfram.
                        Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.1.2008 kl. 09:11

6 identicon

Þú getur verið stolt af sjálfri þér! Segi eins og hér fyrir ofan það er ekkert eins gott og þegar maður vaknar óþunnur og fínn og er svo feginn að hafa ekki dottið í það kvöldið áður :)

hm (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 10:01

7 identicon

Til hamingju með þennan frábæra áfanga

Bryndís R (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 10:05

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Friður í hjarta er stærsti áfanginn. Sjálfri er mér starsýnt út um gluggann núna. Útsýnið er töluvert öðruvísi en það hefur verið. Tréin í garðinum bærast ekki og í fjarska sé ég bjartan himinn með ljósappelsínugulu ívafi. Yfir Bláfjöllunum er liturinn meira út í bleikt. Þessi sjón vermir í mér hjartað og gefur mér frið... í smá stund allavega

þú ert dúlla. Og svolítið mín dúlla  allavega pínulítið

Jóna Á. Gísladóttir, 5.1.2008 kl. 10:49

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Til hamingju og láttu ekki deigan síga.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.1.2008 kl. 11:03

10 identicon

Góð lesning

Sólveig Hannedóttir (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 11:04

11 identicon

Til hamingju Jenný, þú sigraðir glæsilega eins og þín er von og vísa. Ég samgleðst þér af öllu hjarta og er þess fullviss að þér gengur vel á nýja árinu, þú átt svo marga góða að sem hugsa hlýtt til þín. Kærar kveðjur..

Kristjana Leifsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 11:09

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég man alltaf, kannski hef ég sagt þetta áður, en hvað með það, bíómyndina "Dagar víns og rósa" með Jack Lemmon og hvað heitir hún aftur fallega ljóshærða, bíddu, var það ekki Lee R... eitthhvað, allavega man ég að hún dó úr krabbameini. En s.s. öll börn voru tekinn einn morguninn úr Miðbæjarskólanum og dembt í Ausurbæjarbíó að horfa á þessa mynd, það kostaði túkall! Ég skildi nú ekki alveg fylleríisofbeldið, leitin að flöskunni úti í blómabeði eða í gróðurhúsinu, en skilningurinn kom seinna og þá fór mig að langa að rifja upp myndina. En áhrifarík var hún.

Takk fyrir innleggið, það vekur upp hugsanir um óstöðugleikann í lífi manns og hvað er gott og hvað er slæmt.

Til hammó með 15 mánuðina, engin smá áfangi, krúsa mín. 

Edda Agnarsdóttir, 5.1.2008 kl. 11:14

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll fyrir fallegar kveðjur.  Mér veitir ekki af þeim þessa dagana, eitthvað eftirjólaþunglyndi að hrjá mig eins og fleiri.

Þú ert að tala um Days of wine and roses með Lemmon og Remick minnir mig að hún heiti.  Mér fannst hún líka sterk en þegar ég sá hana þekkti ég ekkert til alkahólisma og fannst hún bara eins og hryllingsmynd með enga raunveruleikatengingu.  Það hefur nú heldur betur breyst.  Hehe

Leaving Las Vegas er skelfilega áhrifamikil mynd.  Amerísk með slatta af væmni auðvitað, enda eins gott, annars yrði maður brjálaður.

Jóna: Við eigum heilmikið í hvor annarri

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.1.2008 kl. 11:19

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Lee Remick hét hún.

Lee Ann Remick (December 14, 1935 – July 2, 1991) was an Academy Award- and Tony Award-nominated American film and television actress. Among her best-known films are Anatomy of a Murder (1959), Days of Wine and Roses (1962), and The Omen, as Katherine Thorn (1976).

Jóna Á. Gísladóttir, 5.1.2008 kl. 11:19

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hallgerður: Þetta með dagana í böggli er brilljant.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.1.2008 kl. 11:20

16 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fimmtán mánuðir eru góðir.

Til hamingju með áfangann og láttu ekki deigan síga.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.1.2008 kl. 11:37

17 Smámynd: Hugarfluga

Manni verður nebblega alltaf eitthvað til bjargar, það er málið! En maður þarf stundum að bera sig eftir björginni. Til hamingju með þessa 15 mánuði. Mér finnst þetta algjörlega frábær árangur hjá þér. Spáðu í að vakna aldrei þunn, lasin og með móral útaf drykkju! Absolútlí marvellös. Lovjú!

Hugarfluga, 5.1.2008 kl. 11:47

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Til hamingju með fimmtán mánuðina! Mér finnst þú Cool!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.1.2008 kl. 11:48

19 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju yndið mitt, þú ert dugleg. :):)  þessi bíómynd er hrikalega sterk, sá hana fyrir nokkrum árum og gleymi henni aldrei. Fíknin og allar þær tilfinningar skiluðu sér ótrúlega vel fannst mér. Eigðu góðan dag.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.1.2008 kl. 12:12

20 identicon

Til hamingju Jenný! Langar líka til að benda þér á eina frábæra mynd um alkhólisma sem er mun raunverulegri og dýpri en aðrar myndir sem hafa verið gerðar um þetta efni: "The Lost Weekend". Hún er að vísu gömul og svart-hvít en líklega með áhrifameiri myndum sem ég hef séð.

 Mæli eindregið með henni.

 Með kveðju,

Gunnar Hrafn 

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 12:30

21 Smámynd: Þröstur Unnar

Gleymdirðu að taka niður jólagardínuna?

Þú rúllar.

Þröstur Unnar, 5.1.2008 kl. 13:07

22 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.1.2008 kl. 13:24

23 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk enn og aftur öll sömul.

Sumir dagar eru bestir, aðrir ekki eins góðir og þessa dagana er ég að ekki alveg upp á mitt besta, en alls ekki upp á mitt versta heldur, þetta er allt að koma og ekki verra að fá góðan stuðning.

Gunnar Hrafn: Getur verið að þessi mynd sé sú frá Wales, sem ég hef oft talað um? 

Takk aftur krakkar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.1.2008 kl. 13:58

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gunnar Hrafn: Aðeins of fljót á mér, þarna á að standa "sem ég hef oft HEYRT talað um?"

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.1.2008 kl. 13:59

25 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þrölli: Blúndan er ekki jólagardína, hún er nýja lúkkið á síðunni minni addna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.1.2008 kl. 14:00

26 identicon

Jenný: Nei, þessi er reyndar frá Bandaríkjunum en góð engu að síður. Ég var í vandræðum með sjálfan mig þegar ég sá hana fyrst og hún fékk virkilega á mig, ákaflega raunveruleg og á undan sínum tíma.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 20:15

27 identicon

Myndin:

 http://en.wikipedia.org/wiki/The_Lost_Weekend_%28film%29

 http://www.imdb.com/title/tt0037884/

Bókin:

http://en.wikipedia.org/wiki/The_Lost_Weekend_%28novel%29

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 20:16

28 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Til lukku með þennan nýja og merkilega áfanga þinn !

Sunna Dóra Möller, 5.1.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband