Færsluflokkur: Dómar
Miðvikudagur, 13. febrúar 2008
Hinn vafasama gullmola vikunnar hljóta...
..sonur Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi ráðherra og unnusta hans, sem hafa höfðað meiðyrðamál á hendur Kastljósi og Páli Magnússyni, útvarpsstjóra. Það sem gerði útslagið er þó skaðabótakrafa þessa fólks, sem telur sig ekki þurfa lúta sömu reglum og aðrir borgarar í fjölmiðlum, en stúlkan fer fram á 2,5 millur í skaðabætur og piltur eina millu.
Ég myndi nú fara á námskeið og læra smá auðmýkt ef ég væri þetta forréttindafólk, ásamt því að láta segja sér að um þau gilda sömu reglur og um alla aðra í þessu þjóðfélagi.
Það ER fréttnæmt þegar stúlka sem verið hefur hér í skamman tíma hlýtur ríkisborgararétt, hviss bang, þegar aðrir útlendingar þurfa að berjast með kjafti og klóm, ár eftir ár að hljóta þennan rétt.
Megi gullmolinn minna þau á hversu ömurlega langt frá hinu raunverulega lífi þau eru.
Allir eiga að vera jafnir fyrir lögum, eða er það ekki.
Skaðabætur og meiðyrðamál minn afturendi!
Spennandi að fylgjast með því.
Hver mun axla ábyrgðina, Kastljós, dómarinn, löffarnir, móðir fórnarlambsins eða þau sjálf?
Újehehehe
![]() |
Meiðyrðamál gegn Kastljósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Miðvikudagur, 13. febrúar 2008
Lesbíur geta auðvitað ekki átt gæludýr
Samt sektaði sænskur áfrýjunardómstóll í Svíþjóð konu, sem neitað hafði að selja lesbíu hvolp, sagði hana seka um mismunun og sektaði kerlingarskömmina um ca. 200.000 þús. krónur.
Mér hefði fundist réttlátt að sekta kerlu gott betur fyrir heimsku og fordóma, milla hefði verið fín.
Kerlingin hafði heyrt að klæðskiptingar væru vondir við dýr.
Ég gæti sagt henni sögur af fólki í blokkum sem er algjörir dýrahatarar og það er slatti af Dönum líka sem er uppsigað við ketti og hunda. Eitthvað af Finnum líka.
En núna geta þessar lespíur látið eiga sig að vera að falast eftir hundum og köttum.
Í þeirra röðum gætu leynst dýrahatarar.
Sko ef þú getur ekki rökrætt við fólk þá er eina leiðin að verða aðeins vitlausari en það. Það fær það stundum til að hlusta.
Ekki að ég ætli að fara að tala við kerlingarófétið í Svíþjóð. Hún gæti verið hommi, hvað veit ég?
Ég er svo streit að ég er farin að lúlla.
Ója
Vóff
![]() |
Sektuð fyrir að neita að selja lesbíu hvolp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Laugardagur, 26. janúar 2008
Ætli það sé hægt að fara í meiðyrðamál við mig?
..fyrir að hugsa?
Sko, Ómar Impregilotalsmaður (frusss), er farinn í meiðyrðamál við einhvern bloggara sem kallaði hann rasista og þá aðallega vegna ofsókna Ómars á hendur Pauls Nikolovs á bloggsíðu sinni.
Ég verð að játa að ég var eimitt að hugsa þetta sama, oft þegar ég las síðuna hans Ómars, en ég get svarið það að ég skrifaði það hvergi, sagði það aldrei upphátt og hvíslaði því ekki einu sinni út í nóttina.
En ég er alveg viss um að ég hugsaði eitthvað á þessa leið: Ómar er í vondu djobbi, hjá mannfjandsamlegu fyrirtæki sem fer illa með útlendinga og svo er honum uppsigað við hann Paul. Ætli hann sé rasisti?
Ætli það sé hægt að súa manni fyrir að hugsa?
Dóntsúmíplísjeræt
Úje
Sjá nánar á visi.is
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Þriðjudagur, 15. janúar 2008
Beint úr sandhrúgunni
Eftir að hafa fylgst með farsanum í kringum skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti dómara (tek fram að ég þekki þann mann ekki nokkurn, skapaðan, lifandi, hræranlegan hlut), undanfarna daga, er mér allri lokið og ég hef endanlega áttað mig á að þetta sjónarspil sem leikið er fyrir okkur af stjórnvöldum, eru Pótemkíntjöld. Framhliðin ein. Á bak við leiktjöldin stendur ekki steinn yfir steini.
Dýralæknirinn dissar álit nefndarinnar og neitar að rökstyðja það og svo sér maður hann hlaupandi upp og niður stiga, inn og út um hurðir á flótta undan fjórða valdinu sem krefur hann svara og þeir uppskera muldur yfir öxl áður en hann tekur á rás. Í sjónvarpinu fékk ég engan botn í hvert hann var að fara. Hafði bara á tilfinningunni að hann hefði vondan málstað að verja. Það eina sem ég taldi mig skilja voru þessi skilaboð: Það er sama hvað þið segið, sama hvað er rétt og hvað er rangt, þetta verður svona. Basta. Þannig horfði það við mér.
Svo kemur forsætisráðherra í ræðustól á Alþingi í dag og sagðist telja að af þeim þremur málum sem upp hafa komið um embættisveitingar ráðherra og hafi verið gagnrýndar, hafi ráðherrar verið innan marka sinna valdheimilda og undirbúið embættisveitingarnar eftir bestu samvisku! Nú er það Geir, fyrst þú segir það, þá þarf engan rökstuðning!
Ingibjörg Sólrún,minnist eitthvað á að breyta þyrfti einhverju sóandsó í sóandsó, en summan af því er zero.
Ekkert. Svona verður þetta og í þeirri vissu um að værukærir Íslendingar gleymi þessu, með sitt gullfiskaminni, stendur þetta, án tillits til hversu óréttlátt eða siðlaust það er.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sagði að fólk ætti ekki að gjalda fyrir hverra manna það væri. Sammála henni þar en að sama skapi ætti enginn að hafa hag af því heldur.
Ég hef sagt það áður að ég upplifi mig sem sandkorn í einhverri fjandans eyðimörk, en þetta sandkorn hefur nákvæmlega enga virðingu fyrir ráðamönnum sem svona fara að ráði sínu.
Við í sandhrúgunni erum ekki alveg heillum horfin.
![]() |
Embættisveitingar innan marka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Þriðjudagur, 15. janúar 2008
Þetta heitir að "reyna" að komast yfir barnaklám.
Héraðsdómur Reykjavíkur, hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 6 máaða skilorðsbundið fanglesi fyrir að vera með 23.937 ljósmyndir og 750 hreyfimyndir, sem skilgreindar eru sem barnaklám, í einni tölvu. Í tveimur öðrum tölvum fundust tæplega 500 myndir til viðbótar.
Nú, fyrir utan þetta lítilræði hér að ofan, þá var maðurinn fundinn sekur um að hafa reynt að afla sér hreyfimyndar sem sýnir stúlkubarn á kynferðislegan og klámfenginn hátt af heimasíðu á netinu. Maðurinn pantaði myndina með rafrænum hætti á netinu og greiddi fyrir hana með greiðslukorti en myndin komst aldrei í hans vörslu.
Maðurinn játaði og hefur leitað sér sálfræðihjálpar.
Só?
Það er amk á hreinu að það þykir ekki sérstaklega kriminellt að hafa með höndum allt þetta barnaklám, eða hvað. Ekki dagur innan múranna.
Það er þetta með hangilærið. Ekki margt sem toppar það í alvarleika.
![]() |
Dæmdur fyrir barnaklám |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Fimmtudagur, 10. janúar 2008
Og alt er tómt hér og í höfðinu á sumum
Eftir að við rukum í að rífa niður jóladótið, bý ég í nánast tómri íbúð. Ég hlýt að hallast að minnimalisma, þar sem að ég sé ekki hluti nema á stangli. Eitt borð hér, annað þar og einn sófi í horni.
Hvað varð um mína yfirfullu íbúð? Var allt mitt dót rifið niður með jóladótinu?
Ég er að furða mig á þessari skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara og það er erfitt að átta sig á hvað hefur gerst þarna.
Það virðist augljóst að maðurinn var valinn vegna tengsla, og ég er ekkert að segja að hann sé ekki góður til síns brúks, þetta liggur bara í augum uppi.
Nefndin á að segja af sér í mótmælaskyni vegna þess að álit hennar er gjörsamlega dissað.
En fyrr mun frjósa í helvíti að þetta verði leiðrétt eða endurskoðað.
Þannig gerast hlutirnir ekki á Íslandi.
Ráðamenn fara sínu fram.
Munið bara ríkisborgaramálið hjá tengdadóttur Jónínu Bjartmarz.
Það dó bara drottni sínum.
Glatað kerfi, sem fer ekki að eigin reglum.
Já það er allt tómt. Bæði hér hjá mér og í höfðinu á ráðamönnum.
ARG
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 2. janúar 2008
Fjörið ekki aldeilis búið - ónei
Mundi eftir því áðan, ruglhausinn ég, að ég er á leiðinni til London þ. 18. janúar. Ég mun ELDAST í þessari ferð, í alvörunni sko, þar sem ég á afmæli á meðan ég dvel í heimsborginni.
Ég fékk þessa ferð í jólagjöf frá dætrum mínum og frumburður fer með mér.
Við erum að velta okkur upp úr leiksýningum.
Úrvalið er ógurlegt.
Og á afmælisdaginn ætla ég að fara á Simon Cowell veitingastaðinn hennar Maysu
Annars ætlaði ég að blogga kvikindisblogg um Þorstein Davíðsson, af því hann tilkynnti sig veikan, fyrsta dag í vinnu. Allir að fara á límingunum í vinnunni og svona, en ég hætti við. Hafið þið séð augun í manninum. Þau eru faaaaalleg. Þess vegna læt ég hann í friði og óska honum snöggs bata.
En ég býð eftir rökstuðningi frá ráðherra, vegna þessarar ráðningar.
Já elskurnar, nú undirbý ég fyrir jólaniðurrif og ferðalag.
Ég heldi nú það.
Kikkmíæmvolnerabúll.
Úje
Dómar | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þriðjudagur, 1. janúar 2008
Krúttsería
Ég lofaði og nú stend ég við.
Ég á að gæta bróður míns (en vúps... hann hefur skroppið eitthvað frá)!
Jenný Una hjálpar til í eldhúsinu!
Jenný Una, Jökli, Erik og Einar sem er að þamba kókið sitt. Hm.. skamm Einar! Kók er á bannlista.
Jenný Una gætir Hrafns Óla svo vel meðan hann sefur..
..og svo leggur hún sig svo fallega hjá honum líka
Jæja ég lofaði myndum, hér getið þið borið þær augum.
Farin að hlusta á "the pres"
Síjúgúdddpípúl.
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 19. desember 2007
Fallist í faðma og farið í sleik, viðskiptalegan sleik.
Bissness er bissness segja þeir sem vit hafa á. Þeir segja líka að enginn sé annars bróðir í leik, að samkeppni sé hörð en alls ekki persónuleg og að það sé ekki illa meint þó andstæðingurinn sé hafður undir.
Allt eru þetta framandi hlutir fyrir mér, enda ég ekki í bisness með krónur og aura. Þess vegna ætla ég ekki að segja mikið um þau mál.
En....
Sumir verða ríkir á vörum fyrir börn. Ok, það er í lagi, börn þurfa hluti rétt eins og við hin, bæði hvað varðar grunnþarfir sem og aðra neysluvöru.
Leikföng eru reyndar ofmetinn hluti í uppeldi barna, að mínu mati, þau mættu vera færri og krefjast notkunar á frjóu ímyndunarafli barnsins og sköpunarþörf þess. Að þessu sögðu má vera ljóst að ég er ekki mjög hrifin af Barbí og Kendúkkum, allskyns fígúrum eins og Köngulóarmanni og slíku, en auðvitað tek ég þátt, það er ekki eins og allur hinn vestræni heimur njóti hugmyndafræði Hjallastefnunnar um hvað eru skapandi leikföng og hver ekki.
En mér finnst það lágmarkskrafa að þeir sem selja barnaleikföng t.d. sýni sæmandi hegðun og góða viðskiptahætti í sinni samkeppni. Að fara í hár saman í verðstríði er ekki mjög þroskað né heldur smekklegt fyrir þá sem hafa þennan bisness að lifibrauði. Tek það fram áður en einhver æsir sig, að ég er ekki að tala um helbrigða samkeppni.
"Djöstfohkidddds" og "Tojsarrrrrrösssss" (ég þoli ekki þessi útlensku nöfn) eru komin í bullandi verðstríð og ásakanirnar ganga á víxl. Geta þessi fyrirtæki ekki framkallað í sér jólandann og hugsað til barnanna sem eiga innihaldið í pökkunum úr verslunum þeirra?
Ég á eftir að kaupa nokkrar "barnagjafir" og fyrir mér eru börn mikilvægasta fólkið og því vanda ég valið..
..ég bíð því spennt eftir að sá sem hóf þetta ósmekklega stríð, rétti fram friðarhönd og að hinn taki í hana. Þarna munu víst ódýrustu leikföngin vera til sölu. Ef ég væri lódid færi ég auðvitað í Völuskrín.
Það eru að koma jól FCOL.
Kommon, leikfangabúðir eru jólasveinaverkstæði nútímans.
Laga og sættast, fallast í faðma og fara í viðskiptalegan sleik.
Falalalalala
Dómar | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Miðvikudagur, 12. desember 2007
Kynferðisafbrotamaður á línunni?
Grunur vaknaði um daginn á því að kynferðisafbrotamaður sem situr inni á Kvíabryggju hafi hringt og hóta fórnalambi sínu.
Hva, á Kvíabryggju er Gemsaleyfi á línuna eða frá 8-23. Þá er auðvitað sá möguleiki fyrir hendi að hringja og hrella þá sem brotið hefur verið á.
Ég hélt satt best að segja að Kvíabryggja, sem er s.k. opið fangelsi væri fyrir alla aðra fanga en ofbeldisglæpamenn. Mér hefði t.d. fundist flott að þarna fengju yngri afbrotamenn að vera, í staðinn fyrir að vera látnir inn á Hraun, innan um gamla refi í innbrotum og slíku.
Mál þessa kynferðisafbrotamanns var kannað eftir að þolandi sá sem fyrir símtalinu varð setti sig í samband við Fangelsismálastofnun vegna hótunarinnar. Ekki þótti sannað að símtalið hafi komið frá hinum dæmda kynferðisafbrotamanni.
Er ekki lágmark að búa þannig um hnútana að ofbeldismenn sem sitja af sér sína málamyndadóma, í flestum tilfellum, séu ekki með Gemsa upp á vasann? Mér finnst kannski í lagi að taka af þeim möguleikann að hringja út um allt svona rétt á meðan þeir sitja inni.
Amk horfir það þannig við mér, ef ég set mig í spor þolendanna.
Arg.
![]() |
Afplána á Kvíabryggju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr