Færsluflokkur: Dómar
Mánudagur, 7. apríl 2008
Gengið á ofbeldi
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á konu á veitingastað á Akureyri í september s.l.
Gengið á eftir eftirfarandi er sem sagt 30 daga skilorðsbundið og 145 þúsund í bætur:
"fyrir líkamsárás, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 22. september 2007, á veitingastaðnum Vélsmiðjunni, Strandgötu 49, Akureyri, veist að [X], þegar hún var á leið út af salerni staðarins og ýtt henni til baka þangað inn, þannig að til átaka kom er hann varnaði henni útgöngu jafnframt því sem hann reyndi að loka hurð salernisins að þeim, með þeim afleiðingum að hún hlaut roða og eymsli vinstra megin á höku, um 2 cm roðablett vinstra megin á hálsi, stórt óreglulegt roðasvæði yfir allri vinstri öxl, roða á bringu rétt neðan við viðbein beggja vegna, eymsli yfir viðbeini vinstra megin og yfir 2 rifjum þar fyrir neðan, einnig væg eymsli yfir 1 rifbeini, auk andlegrar vanlíðunar vegna þessa."
Þetta kalla ég ekki minniháttar ofbeldi gott fólk. Og mér er spurn, hvað hefði maðurinn fengið fyrir að berja á bíl nágrannans? Er að velta því fyrir mér samræminu á milli árása á fólk annars vegar og á dauða hluti (eignaspjöll) hins vegar.
Þarna hélt Þorsteinn á hamrinum.
Þetta heitir minniháttar árás í dómskerfinu.
Get a live.
Dóminn má sjá hér í heild sinni.
![]() |
Skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Skammastín Hannes!!
"Skammastín Hannes að stela frá honum Laxness. Skamm, skamm, skamm. "
"Ef þú gerir þetta einu sinni enn, þá færðu sko áminningu karlinn minn".
"Svo skaltu hunskast upp í RÚV og fara þangað í tilfinningahlaðið drottningarviðtal, vera smá sorrí, en samt smá kjaftfor. Það ætti að róa liðið".
Ætli þetta hafi hljómað svona upp í HÍ þegar rektor veitti Hannesi EKKI áminningu?
Svo fékk hann heillangt drottningarviðtal í Kastljósinu eins og flestir hafa séð. Þar hélt hann langa varnarræðu um sjálfan sig, á prime time.
Hehemm, eruð þið ekki að djóka í mér?
ARG
![]() |
Átelur vinnubrögð Hannesar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Andskotans dómskerfi
Hvað geta Íslenskar konur gert til að vernda sjálfa sig þar sem dómskerfið hefur brugðist okkur algjörlega, með dómum sem eru svo skammarlega lágir að það væri hlægilegt, ef líf kvenna lægi ekki beinlínis við.
Fyrir eftirfarandi fær maður 8 mánaða dóm og þarf að sitja 3 þeirra í fangelsi:
Að hafa að kvöldi miðvikudagsins 27. apríl 2005, ráðist á konuna í svefnherbergi íbúðarinnar og dregið hana á hárinu úr rúmi sem hún sat í og ítrekað slegið hana með krepptum hnefa þar sem hún lá í gólfinu, með þeim afleiðingum að hún hlaut eymsli í baki, hálsi og í hársverði og mar yfir vinstri rasskinn.
Að hafa laust eftir miðnætti mánudagsins 20. febrúar 2006 ruðst í heimildarleysi inn á heimili konunnar og gripið í hár hennar og haldið henni fastri á meðan hann sló hana hnefahöggum í andlit og í bak, og svo sparkað í fætur hennar, með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og rispur á enni, þreifieymsli yfir á höfði og hálsvöðvum, marbletti á hægri öxl og upphandlegg, mar á brjóstkassa og þreifieymsli undir rifjum.
Að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 23. mars 2006 ruðst í heimildarleysi inn á heimili konunnar og í svefnherbergi íbúðarinnar ráðist á hana með hnefahöggum í öxl og andlit, dregið hana á hárinu og sparkað í hana, og svo gripið um hönd hennar og snúið upp á hana, allt með þeim afleiðingum að hún var margrispuð í andliti, bólgin yfir vinstra kinnbeini og með eymsli á höfði, hún hlaut marbletti og bólgur á brjóstkassa vinstra megin og marblett á vinstri upphandlegg.
Dómstólar landsins hafa gefið út veiðileyfi á konur í þessu landi.
Dómsvaldið á ekki í neinum erfiðleikum með að dæma menn í fangelsi fyrir allt frá lifrapylsustuld og uppúr. Það er fyrst þegar kemur að ofbeldi gegn konum, hvort sem um nauðganir eða líkamlegt ofbeldi er að ræða, sem þeir lenda í erfiðleikum.
Ef við miðum við önnur brot, er þá ofannefndur dómur, fyrir það sem upp er talið, í einhverju samræmi við dóma á öðrum hegningarlagabrotum?
Ég er orðin vænisjúk kannski, en hvað þarf til, til að hrista upp í þessu karlæga andskotans dómskerfi áður en það kostar einhverja okkar lífið?
Ég legg til að við konur í þessu landi förum að hittast og ráða ráðum okkar.
Eins og ég hef sagt áður, þá eru þessir dómstólar ekki fyrir okkur.
Við erum annars flokks.
ARG
![]() |
Átta mánuðir fyrir ítrekaðar líkamsárásir gagnvart fyrrverandi eiginkonu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Sunnudagur, 30. mars 2008
Þar fuku lifur og lungu
Ég er orðin glórulaus varðandi fréttir af samskotamálinu og vinafélagi Hannesar Hólmsteins.
Nú er fullyrt við mig að þetta sé ekki grín. Alveg dauðans alvara bara.
Við því er fátt að segja annað en:
Fyrirgefið þið á meðan ég æli lifur og lungum og garga mig hása í leiðinni.
Ég hef nákvæmlega enga samúð með frjálshyggjupostulanum.
Myndi frekar brenna peningunum mínum.
Annars góð.
Súmíandkikkmítúðebón.
Ójamm.
![]() |
Söfnun fyrir Hannes Hólmstein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Laugardagur, 29. mars 2008
"Gula fíflið mætt til leiks"
Ég er að drepast úr leiðindum. Það er allt svo rólegt. Jenný Una er farin heim, húsbandið að hvíla sig fyrir næturvinnuna og allt er fargings spikk og span hérna, eftir að ég fór um allt eins og stormsveipur fyrr í dag.
Þá blogga ég. Búin með allt lestrarefni.
Ég sá að vinir Hannes H. Gissurarsonar, eru farnir af stað með samskot honum til handa, vegna nýgenginna dóma, Hannesi í óhag.. Hm... hvað með svona frjálshyggjupostula? Passar söfnun meðal almennings inn í þá hugmyndafræði? Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að meginþema róttækrar frjálshyggju væri "The Survival of the Fittest". Hannes ætti bara að snara út þessum peningum sjálfur. En auðvitað fer ekki alltaf saman orð og gjörð.
Það er ekki mikil einstaklingshyggja þarna á ferð.
Aumingja Hannes, allir að fokka í afkomu hans. Búhúhú!
Hver er svo sannarlega sjálfum sér næstur.
Jenný Una vaknaði kl. 7 í morgun. Ég reyndi að plata hana til að sofa lengur, af því nóttin væri ekki alveg búin, en hún hélt ekki, því það glitti auðvitað í gula fíflið í gegnum gardínurnar í svefnherberginu. Mitt fyrsta verk eftir helgi, verður að kaupa mér myrkvunartjöld. Annars mun barn vakna um miðjar nætur í sumar og heimta að fara út í "fótboltaleik við þig amma".
Og hún sagði;
Amma, sko ég er alltað stækka mjög mikið, og þú líka og Einar og mamma og pabbi en EKKI Hrafn Óli.
Amman: Jú Jenný mín, bróðir þinn stækkar líka.
Jenný: (Ákveðin) Nei amma, hann verður alltaf bara bébé (barn með sænska takta) og mamma og pabbi verða bara alltaf að segja agú viðann.
Amman: Ha?
Jenný; jájá, þaerbara sollis.
Svo mörg voru þau orð.
Síjúgæs.
Úje.
Dómar | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Fimmtudagur, 13. mars 2008
Útaf með dómarana
Ég er loksins búin að opna augun.
Íslenskir dómstólar eru hvorki fyrir konur né börn.
Aftur og aftur sér maður dóma þar sem framið hefur verið alvarlegt ofbeldi á konum og börnum og ofbeldismaðurinn sleppur með nokkra mánaða fanglesi.
"Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt rúmlega fertugan karlmann í eins árs fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðsbundið, fyrir gróft ofbeldi og nauðgun gegn þáverandi unnustu sinni. Manninum var einnig gert að greiða konunni rúmlega 600 þúsund í skaðabætur og að greiða allan sakarkostnað."
Ég segi eins og Beta vinkona mín, að íslenskir dómstólar gæta ekki hagsmuna kvenna. Þeir eru að gefa út veiðileyfi á konur með því að segja að það megi hálfdrepa okkur svona nánast án óþæginda fyrir glæpamennina.
Við stofnum á endanum okkar eigin dómstól.
Þannig er nú það.
Héðan í frá vænti ég einskis frá þessu batteríi.
ARG
![]() |
Dæmdur í fangelsi fyrir ofbeldi og kynferðisbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
Þriðjudagur, 11. mars 2008
Pirringsblogg
Ég tók upplýsta ákvörðun um daginn um að ég myndi ekki blogga um það sem fer mest fyrir brjóstið á mér.
Þar var ma. innifalið dómar fyrir ofbeldisbrot, fréttir af fræga fólkinu og þá aðallega Bubba, misrétti og ójöfn lífskjör. Ég hef haldið mér á mottunni en ég er að springa. Ég er sprungin.
Minnsta pirringsefnið er auðvitað viðtengd frétt um að bloggarar séu margir þunglyndir og noti bloggið til að berjast gegn sjúkdómi sínum. Alveg er ég viss um að bloggarar eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Það er einhver árátta í gangi sem felst í því að skilgreina okkur sem eina ákveðna tegund af fólki, bölvuð vitleysa.
Fruuuuuuuuuuuuuusssss
Nú hafa fimm menn verið handteknir, grunaðir um að hafa nauðgað konu. Mennirnir eru útlendingar og konan líka. Það var vart búið að birta fréttina er ég sá að Frjálslyndi baráttumaðurinn á blogginu (nei, ég ætla ekki að linka á hann) var búin að gera þetta mál að kynþáttaissjúi. Það er slæmt ef svona atburðir, sem eru nógu skelfilegir í sjálfu sér, verði vatn á myllu þeirra sem eru uppteknir af "hreinu" Íslandi.
4 ára dómurinn yfir nauðgaranum um daginn var held ég, fyrsti dómurinn sem ég hef séð sem nálgaðist refsingu til samræmis brotinu. Ég vona að það hafi ekki skipt máli frá hvaða landi ofbeldismaðurinn kom.
Nauðganir eru grafalvarlegt mál. Mér finnst þjóðerni ekki eiga að vera aðalmálið. Íslendingar hafa nauðgað konum í stórum stíl í gegnum árin.
Nauðganir hafa alltaf verið jafn stórt vandamál hér og í öðrum löndum. Hinsvegar gerði smæð þjóðfélagsins og viðhorf almennings til nauðgana það erfitt fyrir konur (menn) að leita réttar síns. Það mun væntanlega breytast meir og meir með tímanum. Aukin umræða, fleiri úrræði og breytt viðhorf skila miklu.
En að öðru og léttvægara máli sem gerði mig hálf veika úr pirringi en það var Frímúrarakvöldverðurinn fyrir ríku kellurnar (kostaði 70 þús. krónur per. konu) þar sem að peningarnir runnu til Fiðrildaverkefnisins sem er verðugt verkefni að styðja. En stendur ekki í Bibbu að vinstri höndin eigi ekki að vita um hvað sú hægri gerir? Af hverju gaf þetta ríka lið ekki peninga í verkefnið, hægt og hljótt og borðaði heima hjá sér í staðinn fyrir að slá upp snobbdinner og láta Björgúlf Thor og annan nýríkan náunga, sem ég kann ekki deili á, taka á móti sér með súkkulaði og tilgerð.
Þetta gerir mig brjálaða. Verð að fara hér með æðruleysisbænina og þið sem eruð á því að svona liff sé eftirsóknarvert þá er svarið nei....
..ég öfunda ekki þetta fólk, ég aumka það í bölvuðu snobbinu og yfirborðsmennskunni.
Arg, bíðið á meðan ég kasta mér fyrir björg.
Later og annars góð.
Úje
![]() |
Blogg gegn þunglyndi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Laugardagur, 1. mars 2008
100% sammála
Ég og Gaukur Úlfarson, eigum ýmislegt sameiginlegt.
Eins og skoðunina á því að hafa fundist Ómar R. Valdimarsson hafa lagt Paul Nikolov (VG) í einelti á bloggsíðu sinni s.l. vor, svo dæmi sé tekið.
Við eigum það líka sameiginlegt að hafa verið útilokuð úr kommentakerfi Ómars og athugasemdum okkar eytt.
Nú eigum við það sameiginlegt að vera 100% sammála.
Þessu komst ég að þegar ég las viðtengda frétt.
Mér finnst Gaukur flottur.
Súmí.
![]() |
Leyfði honum að bragða eigin meðal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Nú fæ ég mér lögfræðing, það er á hreinu.
Nú er hægt að hagnast á öllum ærumeiðingunum sem maður hefur fengið í athugasemdakerfið sitt. Ég hef falið þær ljótustu með persónulega skítkastinu og lokað á IP-tölurnar. Gott mál.
Nú er búðið að dæma talsmanninum skaðabætur vegna meiðyrða sem um hann voru höfð á blogginu.
Vó hvað þetta gæti orðið til þess að kona kæmist í almennilegt sumarfrí!
Á lúxussiglingu í Karabískahafinu með húsbandi. Eða til Kúbu OG Kína.
Þetta eru pjúra tekjumöguleikar.
Svo mikið af löffum í kringum mig. Bara að velja.
Úje og það er sko liff í þessu.
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Fimmtudagur, 14. febrúar 2008
"Stormasamt" samband fullorðins manns og 10 ára drengs! Hvað þýðir það?
Þvagleggsdómurinn hefur dæmt fertugan karlmann í mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá 10 ára gamlan stjúpson sinn í andlitið, í tjaldútilegu í fyrrasumar. Drengurinn marðist á andliti og fékk blóðnasir.
Þetta er flott, þó dómurinn sé ekki merkilegur en þá finnst mér það vera töluverð tímamót að högg í andlit á barni, framkvæmdu af forráðamanni skuli dæmt refsivert.
Það hefur nefnilega lengi verið til siðs á Íslandi að líta á það sem einkamál foreldranna hvort þau slái (dangli í er það oft kallað) börn sín.
"Fram kemur í dómnum, að maðurinn var mjög ölvaður þegar þetta gerðist og sagðist ekki muna eftir að hafa slegið drenginn. Einnig kom fram að samband mannsins og drengsins hafði oft verið stormasamt en drengurin er greindur ofvirkur."
Af fenginni reynslu, bæði gegnum atvinnu mína og í kynnum við fólk, þá veit ég að það liggur sorgarsaga að baki þessari litlu frétt. Stormasamt samband milli fullorðinnar manneskju og 10 ára drengs? Hvað þýðir það nákvæmlega? Það er talað um þá tvo eins og jafningja sem standa í erjum. Hver er saga barnsins og hvað á að gera til að að kanna aðstæður hans og bæta úr þeim?
Hann á kröfu á því barnið, frá fullorðna fólkinu sem ber ábyrgðina.
Mikið djöfull verð ég reið.
ARG.
![]() |
Sló stjúpson sinn í andlitið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2987752
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr