Leita í fréttum mbl.is

Sláturhúsið hraðar hendur

Vó maður, löggan vinnur með hraða ljóssins á þessum síðustu og verstu.

Haldið þið að þeir hafi ekki gómað Bónusflaggarann þar sem hann var í heimsókn í Alþingishúsinu með skólanum?

Ójú, einhver bar kennsl á flaggarann og áður en hann gat sagt: "Helvíti laglegir litirnir á þessu betrekki hérna á klósetti Alþingis", var búið að handtaka hann og færa í böndum beint í betrunarhúsið.

Þetta er svo kölluð hraðrefsimeðferð sem lögreglan notar gegn stórglæpamönnum á ófriðartímum.

Sláturhúsið hraðar hendur í aksjón.  Jájá.

"Ástæðan fyrir því að flaggarinn var handtekinn er hinsvegar ekki vegna þess að hann flaggaði fánanum, heldur átti hann eftir að afplána dóm sem hann hlaut árið 2006. Þá var hann dæmdur fyrir að klifra upp í krana á Kárahnjúkum í mótmælaskyni vegna virkjunarframkvæmda. Þá var honum gert að greiða tvö hundruð þúsund krónur. Í stað þess að borga sektina ákvað mótmælandinn að afplána fjórtán daga refsingu.

Hinsvegar var maðurinn handtekinn fyrirvaralaust, sem samrýmist ekki lögum um afplánun, en þar segir að tilkynna verði, með minnsta kosti þriggja vikna fyrirvara, hvar og hvenær viðkomandi eigi að afplána refsingu sína. Samkvæmt móður mótmælandans, þá fékk hann ekki slíka viðvörun. Sjálf taldi hún ástæðuna einfaldlega vera að koma eigi í veg fyrir að hann komist á skipulögð mótmæli."

Ég er svo fegin því að lögreglan er áttuð á stað og stund og lætur til sín taka þegar hættulegir glæpamenn eru annars vegar.  Kommon hann ógnaði íslensku þjóðinni með því að hanga í krana í Kárahnjúkum.  Maðurinn er greinilega stórhættulegur og það verður að setja hann á svo kallað klifurskilorð.

Drengurinn verður að hafa fasta jörð undir fótum þar til í febrúar n.k.

Er það nema von að minni tími gefist í önnur og minni mál eins og að eltast við fjárglæframenn og ofbeldisseggi?

Kannski verða mótmælendur á Austurvelli teknir niður allir sem einn og settir í fangelsi bara. 

Það getur beinlínis verið bannað að vera með hávaða við þinghúsið.

Þar inni er fólk að reyna að hugsa og tala og muna - aðallega muna.

Frusssss

Jæja glæpamaðurinn er kominn á bak við lás og slá.

Ætli hann verði ekki settur í klefa með hinum stórglæpamönnunum, þessum sem stal hangikjötslærinu og svo hinum alræmda lifrapylsuþjófi?

Jess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er nú bara til þess fallið að hleypa illu blóði í annars friðsama mótmælendur.

Sigrún Jónsdóttir, 21.11.2008 kl. 22:46

2 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Þeir héltu að þetta væri Jón Ásgeir,hver annar mundi flagga Bónus fánanum!

En í alvöru,greiningadeild Björns Bjarnarssonar situr ekki auðum höndum í því að finna og láta handsama forherta hryðjuverkamenn!

Ég vona bara að þeir hafi fundið fánann líka!

Konráð Ragnarsson, 21.11.2008 kl. 22:51

3 Smámynd: Bara Steini

Bara Steini, 21.11.2008 kl. 22:56

4 Smámynd: AK-72

Ef þetta hefði verið Björgúlfur, Hannes Smárason eða félagar, þá hefði nú ráðherrar boðist til að skutla honum út á flugvöll, á meðan jakkafötin hans væru straujuð í Seðalbankanum.

Yrði allavega sambærilegt við réttlætið hér á landi:gerðu skemmtilegt prakkarastrik og þá færðu víkingasveitina og alla lögregluna á eftir þér, rústaðu heilu hagkerfi og þér er gefinn nógur tími af hálfu valdhafa, til að forða eigin fé og eyða gögnum

Hér er svo frásögn af atburðinum-the real story?

http://maurildi.blogspot.com/2008/11/g-l-h-e-i-t-r-f-r-t-t-i-r.html

AK-72, 21.11.2008 kl. 22:57

5 Smámynd: Bara Steini

Vont að búa i stígamannasamfélagi þarsem þeir sem verja sitt land eru settir i flokk glæpamanna af GLÆPAMÖNNUM....

Bara Steini, 21.11.2008 kl. 23:00

6 identicon

Þar kom að því, maður vissi að einhver hlyti að lenda bakvið lás og slá :-o

Manni líður eiginlega eins og maður sé staddur í "Undralandi" þessar vikurnar.....

ASE (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 23:24

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jebb. Ógurlega harðir í horn að taka og snöggir í snúningum þarna í Alþingishúsinu og löggunni. Veitir ekki af í stríðinu gegn þessum forhertu glæpamönnum sem ekki hafa fæturna á jörðinni.

Jóna Á. Gísladóttir, 22.11.2008 kl. 00:12

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Ég fagnaði þegar fáninn var dreginn að húni, eins og allir hinir á Austurvelli, á ekki að handtaka okkur líka??????

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.11.2008 kl. 00:28

9 Smámynd: Bara Steini

Fær enginn annar en ég tár í augun....

Það er 2008 og við erum að horfa uppá smákrakka eyða litla eylandinu okkar með Öll yfirvöld á bakvið sig að því sýnist....

Hvað er í alvörunni að hérna heima.....

Bara Steini, 22.11.2008 kl. 00:33

10 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hú hú - þá stútfyllast fangelsin af mótmælendum ca 2010 ekki satt.  Dópsalar, kynferðisofbeldismenn og aðrir smákrimmar fá þá lausn til að rýma til fyrir lýðnum hávaðasama...........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.11.2008 kl. 00:50

11 Smámynd: Bara Steini

Fólk er handtekið fyrir flagg... en ekki minnsta rannsókn á afhverju eyjan okkar er að sökkva útaf vesenesstandi svokallaðra yfirvalda...

Og enn haldið sumir i friðsöm mótmæli....

8 vikur OG ENGIN SVÖR ENN....

Bara Steini, 22.11.2008 kl. 00:53

12 identicon

haha  i Portugal handtaka þeir bankastjóra yfir banka sem er farinn í þrot, hér er slóði sem sínir þetta http://www.euronews.net/en/article/21/11/2008/portuguese-banker-quizzed-over-fraud-and-money-laundering/

Johannes (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 07:42

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já víst er hægt að flissa subbulega yfir þessum fáránleika eða alveg þar til manni verður ljóst að þetta er raunveruleikinn sem við búum í alvöru við. Það er svona ríki sem hefur orðið til og það er ekkert sem við getum gert í því...eða hvað??  Við tölum um Undralönd og farsa og  teljum vikur fáránleikans eins og við höldum að svo einn daginn falli tjaldið, leikritinu vonda sé lokið og við getum farið heim og andvarpað af feginleika yfir að þetta var bara leikrit. En þetta er ekki leikrit. Þetta er raunveruleikinn. Svona akkúrat er samfélagið okkar og við erum sum okkar enn að spá hverju sé verið að mótmæla. Það er enn venjulegt fólk sem trúir að svona sé þetta eðlilegt og að við eigum að halda okkur til hlés og ekki vera trufla yfirvöld í björgunaraðgerðum sínum.  Ég ætla að fara að leita að regnkápu og stígvélum..veitir ekki af að vera vel búin á Austurvelli í dag. A.M.K læt ég veðurugðina ekki ráða því hvort hér verði komið á raunverulegu lýðræði eða ekki.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.11.2008 kl. 08:40

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Úff, hvað maður getur orðið langreiður.  Eða langreið, eins og hvalur.  Neiþetta er ótrúlegt alveg.  Af hverju er dómsmálaráðherrann ekki kallaður í viðtal til að gera grein fyrir þessari nýtilkomnu hörku út í mótmælendur?  Ó nei afsakið, það má bara spyrja hann kurteislega út í bankamálin, sem hann veit náttúrulega ekkert um, fjálmálaeftirlitið sem kemur honum auðvitað ekkert við.  Spurninguna um hryðjuverkalögin, sem hann segir að blaðamennirnir hér heima eigi að rannsaka  Látið mig vita þegar þið hafið reist gapastokkinn á Austurvelli, þá geri ég mér sér ferð suður til að sparka í nokkur rassgöt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2008 kl. 11:28

15 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Næsta laugardag munu allir krefjast þess að verða handteknir...

Ef ekki verður orðið við því mun lýðurinn ráðast inn í lögreglustöðina og troða sér inn í klefana...

Greta Björg Úlfsdóttir, 22.11.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2985804

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband