Færsluflokkur: Dómar
Sunnudagur, 14. júní 2009
Mafía hvað?
Alveg frá því ég man eftir mér hef ég svifið um allt í barnslegri trú á að Íslandi sé lítið og krúttlegt dúllusamfélag að megninu til laust við glæpi.
Svona miðað við víða annars staðar að minnsta kosti.
Enda höfum við hátt um það vér Íslendingar hversu mikil fádæma heppni það sé að hafa fæðst hér.
Nú er annað að koma á daginn.
Myndin af stórasta litla landi í heimi er aðeins tálsýn.
Djöfulsins glæpasamfélag höfum við haft dinglandi fyrir framan nefið á okkur án þess að sjá eða heyra nokkurn skapaðan hlut, þrátt fyrir að merkin hafi beinlínis gargað á okkur.
Nú er búið að senda mál Sigurjóns varðandi sjálfslánið til FME.
Vonandi týnist það ekki í pósti eins og vill koma fyrir þegar sent er til eftirlitsstofnana á Sikiley, ég meina á Íslandi.
Og hér er annað dæmi um mafíósku íslenska sjálftökuaðalsins. Þetta er hægt á Íslandi.
En þetta réttlætismál hér hlýtur enga náð fyrir augum kerfisins.
Svo leyfa háttsettir embættismenn sér að koma svona fram þegar landið er á barmi gjaldþrots og almenningur í fullkominni óvissu um framtíð sína.
Annars gæti ég setið hér fram á nótt og linkað á ógeðisfrásagnir af spillingu, hroka, afneitun og samtryggingu í samfélaginu en ég treysti mér hreinlega ekki til þess, ég er miður mín og í hálfgerðu sjokki yfir öllum óþverranum sem vellur yfir okkur nánast á hverjum degi.
Það er eins gott að opna augun og það upp á gátt og horfast í augu við raunveruleikann og henda mýtunum sem við höfum verið svo dugleg að búa til um hipp- og kúlmennsku okkar Íslendinga.
Vó hvað við verðum að taka til.
En hvernig er það hægt þegar allir neita að taka pokann sinn, rífa kjaft og eru með attitjúd?
Þegar siðleysi þeirra sem við eigum að treysta er algjört?
Mafía hvað?
Máli Sigurjóns vísað til FME | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 13. júní 2009
Strengjabrúður?
Eva Joly hefur sagt oftar en einu sinni að þegar rannsókn hefjist á alvarlegum efnahagsglæpum, stígi fram það sem hún kallar "puppies" eða strengjabrúður.
Strengjabrúðurnar setja þá í gang ófrægingarherferðir gegn rannsakendum, þá væntanlega fyrir hönd þeirra sem telja sér ógnað af þeim möguleika að mál upplýsist.
Nú veit ég ekkert hvort þeir sem hafa reynt að gera lítið úr Joly eða hafa gagnrýnt hana harðlega fyrir einarðar skoðanir hennar á hvernig framkvæma skuli svona rannsóknir undanfarna daga, séu "strengjabrúður", en óneitanlega flökrar það að manni.
Þó ég hafi ekki blanka hugmynd um það.
Later!
Málflutningur Joly gagnrýndur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 12. júní 2009
Jösses á galeiðu
Er það ekki merkilegt að Valtýr Sigurðsson skuli setja eiginn hag fram fyrir heildarhagsmuni heillar þjóðar?
Þegar bankahrunið verður gert upp fyrir dómsstólum má ekki leika nokkur vafi á því að ríkissaksónari sé hæfur.
Þetta er ekki spurning um persónu Valtýs, ónei, það er farið fram á þetta til að koma í veg fyrir þann möguleika að persónur og leikendur í hruninu sleppi ekki vegna mögulegs vanhæfis hans.
Ég skil ekki þetta séríslenska fyrirbrigði.
Að sitja sig bláan í framan.
Að hlekkja sig við skrifborðið.
Að láta draga sig út með valdi.
Þá er ég að vísa í suma bankastjóra.
Jösses á galeiðu.
Ríkissaksóknarinn hyggst ekki víkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Gerum eitthvað!
Margir ungir krakkar í neyslu lenda í að verða burðardýr til að greiða upp skuldir sínar.
Þau hafa val um það eða alvarlegar líkamsmeiðingar á eigin kroppi eða það sem verra er, sínum nánustu, eins og ég þekki dæmi um.
Þetta unga fólk er sent til fjarlægra landa, eða Evrópu, skiptir ekki öllu nema þegar þau nást, og eftir situr spikfeitur eiturlyfjabaróninn ósnertanlegur með öllu en líf ungrar manneskju er eyðilagt fyrir lífstíð.
Við teljum okkur vera góðar manneskjur Íslendingar og ég held að við séum það svona meira og minna.
Við getum ekki vitað af þessum manni þarna, þrátt fyrir að hann sé sekur um alvarlegan hlut og látið hann rotna þarna í ógeðsfangelsinu í Brasilíu ef nokkur möguleiki er á að grípa inn í.
Það meiðir mig inn í hjarta að lesa blogg fólks sem hlakkar yfir örlögum þessa unga manns.
Hversu ljótt og siðlaust er það?
Þetta gerir fólk sem er réttu megin við siðferðisstrikið og á að heita með eðlilega dómgreind.
Ég skil þetta ekki, hvaðan kemur þessi óþverraháttur?
En hvað um það.
Íslensk stjórnvöld verða að grípa inn í, reyna að koma Ragnari E. Hermannssyni til hjálpar.
Svo má setja allt á fullt við að finna bölvaðan glæpahundinn sem selur og flytur inn dóp og notar ánetjaða fíkla í skuld til að leggja líf sitt undir meðan hann gengur um í samfélagi manna óáreittur.
Gerum eitthvað!
Ég á eftir að deyja hérna" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (89)
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Nauðgun - alvarlegur glæpur
Nauðgunum þar sem árásarmenn eru fleiri en einn virðist vera að fjölga.
Þessi skelfilegi glæpur verður æ hryllilegri, grófari og ofbeldisfyllri.
Refsingarnar eru sjaldnast í samræmi við alvarleika brotsins.
Refsiramminn fyrir nauðgun er sá sami og í morðmálum.
Er einhver von til að dómskerfið fari að senda skýr skilaboð til ofbeldismannanna og nota betur það svigrúm sem þeim er gefið innan lagana?
Mikið skelfing ætla ég að vona það.
Lögreglan rannsakar nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þriðjudagur, 14. apríl 2009
Í boði Súkkulaðiguðsins
Ég sagði mig úr kirkjunni fyrir tveimur árum.
Ástæðan var einföld. Ég hef ekkert þar að gera.
Hvatinn var samt afstaða kirkjunnar til samkynhneigðra sem er álíka úldin og gömul borðtuska sem gerjast hefur í sólskini.
Ég vill aðskilnað ríkis og kirkju.
Íslenska þjóðkirkjan er svona andlegur gagnagrunnur.
Sko, gagnagrunnur Íslenskrar Erfðagreiningar var með þeim hætti að þú þurftir að hafa frumkvæði að því að segja þig úr honum, hvað ég reyndar gerði.
Auðvitað á þetta að vera omvent. Ef þú vilt í kirkjulegan eða erfðafræðilegan gagnagrunn þá átt þú að hafa fyrir því að ganga í viðkomandi.
Þessi úrsögn mín var hárrétt, ég fæ það stöðugt staðfest.
Gunnar Björnsson var sýknaður í Hæstarétti.
Ég veit hvað ég myndi gera ætti ég barn í kirkjustarfi á Selfossi.
Það færi einfaldlega ekki fet, málið er einfalt.
Það væri bless, bless, Selfosskirkja og prestur þar innifalinn.
Börn eru of dýrmæt til þess að láta þau ekki njóta vafans.
Þeir sem vinna með börnum eiga að vera hafnir yfir allan vafa. Þar er einfaldlega of mikið í húfi.
Svo getið þið ésúsað ykkur í bak og fyrir þið sem haldið að guð sé í kirkjum.
Halló, ef svo væri með þetta attitjúd sem kirkjur heimsins hafa gagnvart fólki og líferni, þá væri guð ekki til að flagga með. Guð múslíma og katólikka er þó sýnu verstir, sbr. kvenfyrirlitningu þeirra fyrrnefndur og nýjasta stöntið með smokkafordæminguna í Afríku hjá þeim síðarnefndu.
Hann væri samansúrraður afturhaldsseggur, stokkfullur af kvenfyrirlitningu, fullur heiftar og hefndargleði, refsiglaður með afbrigðum og alveg ferlega kinkí í hugsun neð vægast sagt vafasamar hugmyndir um sanngirni og réttlæti.
Í þjóðkirkjunni fer bibbufrasinn; "leyfið börnunum að koma til mín", að orka heldur betur tvímælis svo ekki sé nú meira sagt.
Minn guð er hins vegar góður.
Þetta var mánudagshugvekja í boði Súkkulaðiguðsins.
Sr. Gunnar tekur við störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Þriðjudagur, 24. mars 2009
Stundum er best að þegja
..og presturinn fer aftur til starfa 1. maí.
Hann krefur Biskupsstofu um skaðabætur vegna frávikningar úr starfi á meðan málið var í vinnslu hjá dómstólum.
Finnst presti það skaðabótaskylt að víkja prestum (kennurum og öðrum sem hafa með ungt fólk að gera) úr starfi á meðan grunur um kynferðislegt ofbeldi er rannsakaður?
Greinilega.
Ég held að ég fari ekkert út í að blogga um þetta frekar.
En konur og börn eiga sér ekki málsvara innan dómskerfisins á Íslandi.
Og kirkjan?
Stundum er best að steinþegja.
Séra Gunnar aftur til starfa 1. maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Föstudagur, 20. mars 2009
Komið til mín
Hér er sólarhrings gömul frétt sem ég ætlaði ekki að blogga um.
Mér líður svo illa með hana og ég er svo reið.
Í staðinn fyrir að láta liggja ætla ég svona fyrir sjálfa mig að blogga um dóm Hæstarétts sem hefur sýknað sóknarprestinn af ákæru um kynferðislega áreitni við unglingsstúlkur.
"Presturinn, sr. Gunnar Björnsson, var á síðasta ári ákærður fyrir að hafa brotið gegn tveimur 16 ára gömlum stúlkum með því að faðma þær og strjúka aðra þeirra og segja straumarnir streymdu úr líkama hans við það að faðma hana. Hann var ákærður fyrir að kyssa hina stúlkuna á kinnina og segja að hann væri skotinn í henni og hún væri falleg."
Mér skilst að presturinn hafi játað verknaðinn sem að hans sögn hafði ekkert með kynferðisáreiti að gera, hann er bara svo opinn og tjáningarríkur maður.
Svo snertiglaður og blíður. Jesús bara alla leið og kraftaverk í gangi.
Er það nema von að ég hafi skömm á kjólklæddum mönnum hjá þessari glötuðu ríkisstofnun.
Það er ekki í fyrsta sinn sem kærleikurinn lekur út í útlimina á þeim blessuðum guðsmönnunum.
En ég, heiðin eins og ég telst vera af tæknilegum ástæðum sem ekki verða gefnar upp hér, skil auðvitað ekki að Jesús er að verki í prestum eins og þessum.
Kyssa, strjúka og faðma telst samkvæmt þessum dómi eðlilegt í kirkjunni.
Það þarf engan Hæstarétt til að segja mér hvað er viðeigandi og hvað ekki.
Mikið rosalega bíð ég spennt eftir því hvort biskupinn yfir kirkjunni setur sérann aftur í vinnuna.
Komið til mín börnin góð.
Sóknarprestur sýknaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Fimmtudagur, 19. mars 2009
Það má vona
Skrímslið Fritzl mun eyða ævinni á stofnun fyrir geðsjúka einstaklinga.
Eins lengi og honum endist aldur til.
Ég hins vegar, vonast til að hann drepist fljótlega.
Fritzl sakfelldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 14. mars 2009
Ofbeldi á börnum!
Ekkert, alls ekkert, kemur mér í jafn mikið uppnám og ofbeldi á börnum.
Hér var ég búin að ákveða að vera í ljúfum laugardagsgír þegar ég sá þessa viðtengdu frétt!
"Illmögulegt virðist vera að víkja ófaglærðum leikskólastarfsmanni úr starfi þó að þrívegis hafi sést til hans slá tæplega fimm ára dreng. Starfsmaðurinn sjálfur viðurkennir einungis að hafa slegið barnið einu sinni."
Illmögulegt að víkja viðkomandi úr starfi?
Hvaða kjaftæði er það?
Jú, það er málið að nýlega féll dómur í Hæstarétti sem gaf grænt ljós á líkamlegt ofbeldi á börnum. Það má rassskella börn og þá væntanlega slá þau í andlitið líka.
Þetta er viðhorfið gott fólk, viðhorf sem sæmir ekki siðaðri þjóð.
Við erum vesæl við Íslendingar. Höfum ekki einu sinni staðfest barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Við þykjumst svo framarlega og nútímaleg í öllu sem lítur að mannréttindum en leyfum síðan ofbeldi á börnunum okkar.
Það eina sem leikskólinn getur gert í málinu er að bjóða móðurinni að skipta um leikskóla fyrir drenginn.
Auðvitað. Látum hann flytja sig og höldum starfsmanninum sem beitir ofbeldi!
Þetta er eins og í eineltismálum barna í skólum í gegnum tíðina. Þar er þolendanum boðið að skipta um skóla.
Réttlátt?
Nei, og það sem meira er, skilningurinn á líðan barna er undir frostmarki.
Þetta barn er á svipuðum aldri og tvö barnabarnanna minna. Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef einhver myndi gera þeim svona og það í umhverfi sem þau þurfa að dveljast allan daginn og eru undirseld fullorðna fólkinu sem á að gæta þeirra og hjálpa þeim til þroska.
Ég vona að foreldrar á þessum leikskóla bindist samtökum um að losna við ofbeldismanninn.
Og setji sig í samband við umboðsmann barna.
Ofbeldi gegn börnum er gjörsamlega ólíðandi og á ekki að eiga sér stað.
Er svona erfitt að skilja það?
Já, greinilega og dómstólarnir gefa tóninn.
Er ekki kominn tími til að setja í lög bann við ofbeldi á börnum?
Það hafa þjóðirnar í kringum okkur fyrir löngu gert.
Hvað er að þvælast fyrir okkur?
Sló barn utan undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr