Færsluflokkur: Lúkas
Föstudagur, 17. október 2008
Hamfarablogg
Ég var að horfa á fréttir. Það er orðið áhættuþáttur í heilsufari fólks að leggja þann andskota á sig, dag eftir dag, kvölds og morgna.
Það er hættulegt andlegri heilsu manna að horfa upp á ráðaleysi, yfirklór og leikaraskap þann sem hafður er í frammi af ráðamönnum þjóðarinnar.
Það eru haldnir blaðamannafundir þar sem akkúrat ekkert kemur fram annað en að allt standi enn í stað í besta falli en að hlutirnir hafi versnað í versta falli.
Framhaldssagan með gjaldeyrisvandamálin er orðin næstum kómísk eða væri það ef það bitnaði ekki á sárasaklausu fólki.
Mér finnst vont að láta ljúga að mér.
En viti menn. Í dag kom Össur, settur utanríkisráðherra, glaðbeittur af ríkisstjórnarfundi og hann hafði hluti að segja. Ég öðlast endurnýjaða trú á mannkyninu þarna í augnablik.
Við myndum ekki fá Bretana til að verja okkur í desember. Það myndi særa þjóðarstolt Íslendinga (sem er auðvitað helvíti rétt hjá karlinum).
Ég náði að hoppa hæð mína í fullum herklæðum (vopnuð svuntu með skúringafötu fulla af sápuvatni, í hönd) áður en það var drepið í gleði minni eins og vindli.
Dem, dem, dem.
Geir grautlini kom í hægðum sínum niður sömu tröppur og gerði að engu það sem Össur var að enda við að segja. Þetta má sjá á bandi í viðtengdri frétt.
Er einhver hissa þó fólk sé að fara í andlegt tjón hingað og þangað með þennan undirlægjuhátt?
Og Davíð situr enn í Seðlabankanum. Voruð þið búin að taka eftir því?
Í dag sendu bresk yfirvöld frá sér bréf sem átti að skýra frystingu þeirra á eignum Landsbankans í Bretlandi eitthvað betur.
Viti menn í sama bréfi er það undirstrikað að hryðjuverkalögin sem skellt var á Ísland séu enn í fullu gildi.
Hryðjuverkamenn eru morðingjar og illmenni, þetta er ekki neitt máttleysis skammistykkar krakkar mínir, við skulum halda því til haga.
Ætlum við að sætta okkur við að vera í samskiptum við land sem flokkar okkur með verstu illmennum nútímans?
Menn sem skirrast ekki við að drepa fjölda manns til að leggja áherslu á mál sitt?
Af hverju í fjandanum slítum við ekki stjórnmálasambandi við þessa þjóð?
Af hverju í fjandanum er enginn farinn að fjúka eftir þetta fjármálafárvirði sem hefur lamað þjóðina undanfarnar tvær vikur?
Af hverju eru eignir útrásarvíkinganna ekki frystar?
Hvað veldur þessum andskotan doða?
Enn ein helgin í óvissu er framundan. Við vitum hvorki haus né sporð á einu né neinu.
Er það nema von að það sé farið að fjúka í mann.
Amma mín hefði kallað íslenska ráðamenn bölvaðar ekkisens geðluðrur væri hún hér. En ég geri það fyrir hana alveg blákalt.
Á morgun munu vel flestir borgarar vænti ég mæta á Austurvöll til að kveðja fórnarlambshlutverkið, taka ábyrgð, krefjast breytinga. Sjá hér.
Ég vil að minnsta kosti vona að nýir tímar séu að renna upp en það er auðvitað undir okkur sjálfum komið.
Gerum ekki þau skelfilegu mistök að sitja heima, tuða og tauta og láta svo yfir okkur ganga.
Hristum af okkur slyðruorðið.
Sjáumst í bænum á morgun.
Annars tek ég Lúkasinn á ykkur, égsverða.
Vill ekki Bretana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lúkas | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Mánudagur, 23. júní 2008
Helvítis ísbjörninn eina ferðina enn - Lúkaaaaas;)
Ég veit ekkert um "markaðinn", skil ekki neitt um fréttir af honum, sölur, kaup, hækkanir, lækkanir eða skortstöður. Væri flott samt að geta slegið um sig með skortstöðuhugtakinu í partíum en það kemur ekki að sök er hætt að fara í partí, ég er svo brjálæðislega edrú og flott.
En samkvæmt viðtengdri frétt þá er markaðurinn ekkert til að hengja á vegg þessa dagana. Hann er að drepast úr illgirni helvítið á honum. Kvikindið gleðst yfir væntanlegum uppsögnum hjá Flugleiðum. Frusssssss.
Og það er komið sumar. Og þá er það ekki veðrið sem lokið hefur upp augum mínum varðandi það mál, ekki almanak Þjóðvinafélagsins heldur.
Það er einfaldlega kominn nýr Lúkas og nýr Lúkasarmorðingi
Þú sem áttir að hafa kviksett hundinn, farðu í felur. Samkvæmt blogginu þá ertu í stórkostlegri lífshættu mæ men.
Og þið ísbjarnarbloggarar. Ég bið ykkur bara um eitt. Ekki skrifa Ísbjarnarblús og Þríbjörn í fyrirsagnirnar ykkar Maður kemst ekki hjá því að reka augun í þær nefnilega og ég einfaldlega dey ef ég rekst á fleiri slíkar.
Takið Lúkasinn á ísbjörninn. Það er þó húmor í því.
Farin út í eitthvað. Sólbað, göngutúr, sundferð, pikknikk, garðvinnu, tjaldferð, grillveislu. Notist eftir þörfum.
Bara góð.
Súmítúðetbón.
Úje.
Uppsagnir gleðja markaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lúkas | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 16. júní 2008
Þetta er ekki bjarnarblogg
Þetta er alls ekki blogg um björn. Alls ekki. En ég verð að játa að hann blandast svolítið inn í málið.
Það má segja að þessi færsla sé mótvægisaðgerð við öll milljón blogginn á Mogganum um björn II.
Ef ég rekst á eitt blogg enn, með "Ég vona að hann lifi", "Ég vona svo sannarlega að hann deyi ekki" og allt þar á milli, þá hreinlega æli ég.
Og veruleikinn er absúrd. Eins og ég skrifaði inn í athugasemdakerfið hjá Lilju Guðrúnunúna áðan. Hún skrifað brilljant færslu um erindið. Ein af fáum.
Svo hefur allt kommósjónið í kringum Bjössa sett mig í svo undarlegt hugarástand að ég hef fengið hvert hláturskastið á fætur öðru - á röngum stöðum.
Í fréttunum var verið að tala við BÓNDANN á bjarnarsvæðinu og mynd af viðkomandi birtist á skjánum. Maðurinn var þreytulegur á myndinni, hún örugglega tekin í einhverjum atganginum í sveitinni, allt vitlaust þar í sumarverkunum og þá gerðist það að ég hló hátt og lengi.
Húsband horfði á mig með fyrirlitningu.
Ertu að hlægja að manninum, spurði hann.
Ég: Nei ekki sko að manninum þannig (hahahahaha), heldur sitúasjóninni. Maðurinn er grándaður heima hjá sér um hábjargræðistímann á meðan Þórunn reddar búri fyrir innrásaraðilann.
Húsband algjörlega búin að segja sig úr lögum við mig: Þú ert ekki í lagi. Frusssssssss
Og ég hélt áfram að reyna berja niður þennan smekklausa og ótímabæra hlátur þegar fréttaritarinn úr Náttúrufræðistofnun sem fræddi okkur um björgunaraðgerðirnar sendi boltann á RÚV og fréttaþulurinn svaraði snöfurmannlega að bragði: "Þakka þér fyrir þetta BJÖRN!"
Og þá missti ég mig gjörsamlega.
Ef þið trúið mér ekki þá má sjá þetta í lok fréttarinnar.
Og síðan þá hef ég ekki getað hætt.
Ég er örugglega á einhverri post-gelgju.
Ég veit að þetta er alvarlegt, hvítabirnir eru hættulegir, í útrýmingarhættu og alles. En þetta er komískt. Öll þessi læti. OMG
Og nú vill örgla enginn stjórnmálaflokkur atkvæðið mitt einu sinni.
Ég verð rekin úr mínum stjórnmálasamtökum, ég finn það á mér.
Ég er ekki húsum hæf og ég hlæ að björgunaraðgerðum hvítabjarnar.
Kannski Frjálslyndir vilji...DJÓK
Ég mun næstu daga læðast með veggjum og með hauspoka.
ARG
Erfið aðgerð framundan að Hrauni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lúkas | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Nei!
Aðalfréttin í Danmörku í dag er um hundinn hennar Möggu drottningar, sem varð fyrir bíl og slasaðist.
Halló, auðvitað hef ég samúð með dýrinu en rosalegt hype er þetta í sveltandi heimi. Einn hundur á slysó og Danmörk bara í frussandi hýsteríu. Það er eitthvað að þessari forgangsröðun. Svíar eru svona drottninga- og kóngaóðir líka. Jafnvel þó því væri trúað um árabil að sjálfur kóngurinn væri eitthvað heftur. Hann reyndist svo ekki vera það, er bara seinn til og fælin, sem mér finnst vel sloppið komandi undan nánustu ættingjum sínum. Samkvæmt einræktun í kóngafjölskyldum ætti allt þetta lið að vera hálfvitar og rúmlega það.
Annars var Gurrí að skrifa um meðvirkni. Sumir misskilja það hugtak geypilega og heimfæra samúð og samkennd upp á meðvirkni og sjúkdómsgera eðlilega hjálpsemi við fólk.
Einu sinni var aðalmálið að læra að segja nei og fólk fór á námskeið til að fullnuma sig í þeim hæfileika. Það átti að slá á meðvirknina. Ég þekkti nokkra sem rifu sig á viðkomandi fræðslu og urðu gjörsamlega óþolandi á eftir.
Geturðu rétt mér kaffið? Nei! Villtu gefa mér eld? Nei! Geturðu svarað í símann, ég er í baði? Nei! Ég er fótbrotin, villtu hringja á sjúkrabíl? Nei!
Ef þetta er ekki sjúkt, þá er ég mamma mín.
Maður má ekki fella tár yfir óförum annarra þá heyrast ramakvein í sérfræðingunum sem helda að þeir séu með fræðin á hreinu: "Ertu að grenja, djöfull ertu meðvirk."
Jájá. En eitt er á hreinu, ég er ekki meðvirk með hundinum hennar Möggu, það eru aðrir í því.
Skiljið þið mig?
NEI!
Farin að lúlla. Ójá.
Ekið á hund Danadrottningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lúkas | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 1. apríl 2008
Þar fauk svo húmorinn
Nú varð ég bæði hissa og reið. Og ég týndi húmornum þegar ég las þessa frétt.
Utanríkis- og Forsætisráðherra leigðu sér eitt stykki einkaflugvél til Búkarest. Á einhvern Nató fund til að toppa fyrirkomulagið.
Gréta Ingþórsdóttir, segir að munur á verði við að leigja einkaflugvél og fara með almennu farþegaflugi, sé óverulegur. Og þegar spurt er hver óverulegi munurinn er, þá er það trúnaðarmál!
Flest sem er trúnaðarmál í stjórnsýslunni þolir ekki dagsins ljós.
Ég vil, sem skattborgari fá að vita allt um "óverulega" muninn á verði. Það getur nefnilega verið, að ef hann er pínuponsulítill bara, að þá leigi ég mér svona flugvél í haust, þegar ég og minn heittelskaði förum til Londres.
Svo koma réttlætingarnar á færibandi. Jájá. Ég kaupi það ekki að mismunurinn sé óverulegur.
Nú þegar allt er í kaldakolum og almenningi ráðlagt að herða sultarólina, og hækkanir eru yfirvofandi, taka ráðherrarnir einkaflugvél á leigu og bjóða "völdum" fjölmiðlum sæti í vélinni.
Mikið andskotans bruðl. Mig grunar að nú þykir enginn maður með mönnum í íslenskri valdastétt sem ekki hefur eins og eina einkaflugvél til umráða þegar farið er í heimsóknir.
Í skammarkrók með þetta fólk. Það getur ekki verið í tengslum við íslenskan raunveruleika.
Hvernig væri að ganga á undan með góðu fordæmi?
Svo er ég ógeðisþreytt á að verða alltaf rosa hissa. Ég ætti fyrir löngu að vera búin að ná því að þetta hefur ekkert með réttlæti eða sanngirni að gera.
Það erum við og þau.
Þetta er Lúkas. Ég sverða.
Lúkas | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Varúð ekki fyrir fyrir nokkurn vegnin normal fólk - og ég meina það.
Ég get ekki hamið mig lengur. Hvað á að gera við þessa ídjóta sem flytja inn eitraðar köngulær af stærstu gerð og eru með þær í búri og gefa þeim mýs í matinn? Hvað á að gera við fólk sem flytur inn hættuleg dýr, sem geta sloppið (eins og oft gerist) og gætu ráðist að börnum svo ég fari nú ekki lengra í möguleikunum. Löggan fann líka 3 gr af "meintu" hassi, sem allir vita að gerir fólk svo ábyrgt og vakandi og skerpir dómgreindina til mikilla muna, eða þannig. Hvað ef viðkomandi Tarantúlubóndi, víraður upp í heila, fengi þá brilljant hugmynd að setja köngulóarviðbjóðinn í kvöldgöngu? Ég brjálast. Ég bý á Íslandi, ekki við Amazon. Þetta á ekki að vera á áhyggjulistanum mínum.
Var að lesa frétt um Dana nokkurn sem hafði óvart tekið með sér eina baneitraða og kasólétta Tarantúlu úr ferðalagi og setti töskuna inn í bílskúr. Þar kom að, að einhver álpaðist inn í bílskúrinn, og þá var orðin til nýlenda af þessum kvikindum og það tók langan tíma að eyða þeim. Börnin hans léku sér oft í bílskúrnum, þannig að það var Guðs mildi að þau hafi ekki rekist inn í köngulóarborgina.
Í alvöru, það er slatti af fólki sem smyglar inn í landið, baneitruðum ógeðisdýrum. Þeir sem það gera geta ekki verið mjög ábyrgir persónuleikar. Því skyldu þeir sýna einhverja ábyrgð í dýrahaldinu?
Er ekkert hægt að gera? Ég er í kasti hérna, ég hata þessi kvikindi og rétturinn er minn. Ég kom á undan og þetta eru þeir einu innflytjendur sem ég vil ekki inn í landið mitt.
Ísland fyrir íslenskar köngulær (hrollur)
Fokkingmækrósjitt
ARG
Hald lagt á tarantúlu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lúkas | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Föstudagur, 1. febrúar 2008
Nú kemur Ósama, það er næsta víst.
Jesús
minn
almáttugur
hjálpi
minni
aumu
sál
Kaupþing seldi ARÖBUM 2% hlut í Kaupþingi.
Ætli þessir siðleysingjar hafi ekki selt KELTUM eitthvað líka?
Nei nú fyllast Þingvellir af arabískum sumarbústöðum og það verður opnaður hver Kebabstaðurinn á fætur öðrum í miðbænum.
Ég er flutt til Dubai.
AEG
Kaupþing seldi aröbum 2% hlut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lúkas | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Mánudagur, 26. nóvember 2007
Svefntími Össurar enn á ný
Nú er Geir Haarde farinn að blanda sér í það, hvað Össur er órólegur á nóttunni.
Hvert ungabarn gæti verið stolt af svefnvandamálunum sem Össur glímir við.
Það eru allir að drepast úr áhuga á nætursperringi ráðherrans.
Geir finnst að menn eigi að gæta sín þegar þeir tjá skoðanir sínar á netinu.
Einhvert íhald, maður að nafni Ingólfur segir eftirfarandi í sínum pistli:
"Það er með ólíkindum að ráðherra í ríkisstjórn sitji við tölvuna, á miðri nóttu tæplega allsgáður og skrifi svona um bæði pólitíska samverkamenn og andstæðinga. Það er ekki stórkallalegt að uppnefna fólk eins og Össur gerir þegar hann kallar Júlíus Vífil "Fífil. Held að þú Össur Skarphéðinsson ættir að einbeita þér að þeim verkefnum sem þér voru falin til eflingar landsbyggðinni nú í miðjum kvótaniðurskurðinum, frekar en að sitja á nóttinni og bulla á lyklaborði þegar þú átt að vera sofandi."
Össur, skammastín addna, þú átt að vera sofandi. Það stendur í málefnasamningnum að ráðherrar skuli sofa á nóttunni.
Sjallarnir ættu að spara stóru orðin á meðan þeir eru með Pétur Blöndal í lausagöngu.
Pælið í því sem sá kóni segir, bláedrú og um hábjartan dag!!!
Ég ætla að láta Össur njóta vafans þar til annað kemur í ljós.
Sjálfstæðismenn eru að taka Lúkasinn á Össur, svei mér þá.
Úje.
Gæti sín á stóryrðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lúkas | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 19. nóvember 2007
Nú ætla ég að blogga um jólatré - Varúð - Ekki fyrir viðkvæma
Nú blogga ég um jólatré.
Jólatré eru dásamleg.
Þau lykta vel og eru sígræn.
Fólk skreytir þau og kveikir síðan á þeim með ljósaseríum.
Seríurnar geta verið einlitar og marglitar, allt eftir smekk.
Svo er sett skraut á toppinn, sem oft er engill eða stjarna.
Ég keypti mér ógeðslega flott gervijólatré í fyrra (165 cm. s.s. stærri en ég sjálf).
Það gerði ég af því ég fann á mér að það yrði hörgull á jólatrjám í Evrópu í ár.
Hm.. Ef einhverjum finnst að sér vegið með þessari jólatrésfærslu, þá er ég magnaður bloggari.
35 dagar til jóla og
skreytum hús með greinum grænum (eða grænum greinum).
Falalalalala!
Norðmenn flytja út jólatré til Þýskalands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lúkas | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Fimmtudagur, 18. október 2007
Katrín vill banna þvaglegg!
Það er varla að ég geti skrifað orðið "þvagleggur" núorðið, án þess að fara í hamfarastellingar og skrifa það með stórum staf, því þá birtist Þvagleggurinn í Þvaglegslögregluumdæminu, ljóslifandi, fyrir hugskotssjónum mínum.
En Katrín Júlíusdóttir, þingkona Samfylkingarinnar telur að það "eigi hreinlega að banna þetta", og á þá við þvagsýnatöku með þvaglegg úr ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímugjafa.
Þingmenn VG og Sjálfstæðisflokks tóku undir þetta hjá þingkonunni.
Ég vona að þessir þingmenn vilji banna þvagleggsnotkun, á grunðum sakamönnum, yfir höfuð, nema þá með sérstökum úrskurði og þá inni á sjúkrastofnun af læknum sem enn muna Hippokratesareiðinn.
Dem, ég verð óð í skapi, bara við tilhugunina um hina upphaflegu þvagleggsfrétt.
Bölvað valdníðslupakk.
Ogégmeinaða.
Lúkas hvað?
Skýr skilaboð frá Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lúkas | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr