Leita í fréttum mbl.is

Varúð ekki fyrir fyrir nokkurn vegnin normal fólk - og ég meina það.

Tarantula

Ég get ekki hamið mig lengur.  Hvað á að gera við þessa ídjóta sem flytja inn eitraðar köngulær af stærstu gerð og eru með þær í búri og gefa þeim mýs í matinn?  Hvað á að gera við fólk sem flytur inn hættuleg dýr, sem geta sloppið (eins og oft gerist) og gætu ráðist að börnum svo ég fari nú ekki lengra í möguleikunum.  Löggan fann líka 3 gr af "meintu" hassi, sem allir vita að gerir fólk svo ábyrgt og vakandi og skerpir dómgreindina til mikilla muna, eða þannig.  Hvað ef viðkomandi Tarantúlubóndi, víraður upp í heila, fengi þá brilljant hugmynd að setja köngulóarviðbjóðinn í kvöldgöngu?  Ég brjálast.  Ég bý á Íslandi, ekki við Amazon.  Þetta á ekki að vera á áhyggjulistanum mínum.

Var að lesa frétt um Dana nokkurn sem hafði óvart tekið með sér eina baneitraða og kasólétta Tarantúlu úr ferðalagi og setti töskuna inn í bílskúr.  Þar kom að, að einhver álpaðist inn í bílskúrinn, og þá var orðin til nýlenda af þessum kvikindum og það tók langan tíma að eyða þeim.  Börnin hans léku sér oft í bílskúrnum, þannig að það var Guðs mildi að þau hafi ekki rekist inn í köngulóarborgina.

Í alvöru, það er slatti af fólki sem smyglar inn í landið, baneitruðum ógeðisdýrum.  Þeir sem það gera geta ekki verið mjög ábyrgir persónuleikar.  Því skyldu þeir sýna einhverja ábyrgð í dýrahaldinu?

Er ekkert hægt að gera?  Ég er í kasti hérna, ég hata þessi kvikindi og rétturinn er minn.  Ég kom á undan og þetta eru þeir einu innflytjendur sem ég vil ekki inn í landið mitt.

Ísland fyrir íslenskar köngulær (hrollur)

Fokkingmækrósjitt

ARG


mbl.is Hald lagt á tarantúlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Keyptu þér tuskudýr sem líta út eins og kónglær  og sýndu barnabörnum þínum hvað þær eru sætar! Það er nauðsynlegt að ræða það við þau alveg einas tuskubangsar eiga sér fyrirmyndir í mun hættulegri dýrum en kóngulær.

Edda Agnarsdóttir, 5.2.2008 kl. 11:36

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Átti að standa: "alveg eins og tuskubangsar"

Edda Agnarsdóttir, 5.2.2008 kl. 11:36

3 identicon

Það var reyndar Svört Ekkja sem var í Dk sem er töluvert hættulegri en Tarantúlan sem var tekin hérna heima. Tarantúlur eru nefnilega nánast skaðlausar fyrir menn...

Orri (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 11:42

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

"Nánast" skaðlausar er ekki nóg, Orri.

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.2.2008 kl. 11:44

5 identicon

Já tarantúllur og hamstrar eru svona svipað hættuleg. Hvað á að gera við allt þetta fólk sem er með hamstra og svo geta þeir bara sloppið og bitið mann í tærnar, þetta eru stórhætttuleg dýr. Býflugurnar og geitungarnir eru líka alveg rosalega hættuleg, það er bara tímaspursmál hvernær eitthver deyr eftir árás kolruglaðra bíflugna.

Ég held að þið séuð búnar að horfa á aðeins of margar bíómyndir. 

Bjögg (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 11:59

6 Smámynd: Steinn Hafliðason

Tarantúlur eru ekki eitraðar. Þær eru álíka hættulegar og venjulegar íslenskar krossköngulær en þær eru algengustu vefköngulær á íslandi. Hægt er að sjá umfjöllun um Tarantúlur á vísindavefnum.

Hins vegar er ég sammála þér að þó að Tarantúlan sé ekki eitruð þá er það ekki geðslegt að hingað sé verið að smygla dýrum án eftirlits, sum hættuleg fólki og önnur geta borið með sér sjúkdóma sem fólk getur smitast af.

Steinn Hafliðason, 5.2.2008 kl. 12:08

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

T'ypiskt fyrir einhverjar karlkynshetju wannabees að sjá ekkert athugavert við  "gæludýrahald" á dýrum sem flestir óttast.  Og það er ómannúðlegt að vera að gefa þeim mýs að éta.  Sumir hafa ekki fyrir því að deyða matinn áður en hann er gefinn viðbjóðnum.  Hér eiga þessi dýr ekki heima.  Þarf að klippa það út í pappa?

Flytijið til Amazon eða eitthvða þið sem fárið raðgleði af þessum kvikindum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.2.2008 kl. 12:08

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Steinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.2.2008 kl. 12:09

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Tarantúllur eru meinlaus grey!

Heiða B. Heiðars, 5.2.2008 kl. 12:20

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heiða: Meinlaus grey, nono,  svo gott að knúsa þær og leyfa þeim að lúlla hjá sér.  Gússígússi. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.2.2008 kl. 12:44

11 identicon

"T'ypiskt fyrir einhverjar karlkynshetju wannabees að sjá ekkert athugavert við  "gæludýrahald" á dýrum sem flestir óttast."

Karlahatur þitt er svo átakanlega augljóst að ég á varla til orð. Einhver er ósammála þér og þú ræðst á hann fyrir að vera karlmaður. Hvað í rauðröndóttum andskotanum kemur þetta því við?

Hábeinn heppni (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 13:03

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehe flytja til Amason.... styð það! Vil ekki sjá þessar tarantúlur í gluggakarminum mínum vefandi sinn vef og spúandi óþverra í allar áttir þótt mér finnist vænt um þær íslensku - litlu loðinbarðana

Hrönn Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 13:05

13 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég held að það sé fátt sem að myndi koma mér jafn mikið úr jafnvægi og valda hjartsláttartruflunum eins og þessi dýr. Meinlaus or not......þetta er bannað! Ég fæ hroll niður í tær við tilhugsunina að mæta svona könguló.....svo ég tala nú ekki um horfa á hana gæða sér á mús.....!

Sunna Dóra Möller, 5.2.2008 kl. 13:09

14 identicon

Það er vissulega alltaf alvarlegt mál þegar dýrum er smyglað inn án þess að réttar ráðstafanir séu gerðar í tengslum við sjúkdóma. 

Hins vegar tel ég bloggarann vera á villigötum að fordæma tarantúluhald almennt. Mörg gæludýr eru kjötætur (t.d. kettir, hundar). Mörg gæludýr geta bitið (t.d. kettir, hundar).

T.d. er líka sumt fólk móðursýkislega hrætt við hunda, og ekki eru þeir bannaðir. Til dæmis er hundahald mun sóðalegra en tarantúluhald (tarantúlur eru nánast lyktarlausar, og hafðar í búri), og ef maður á gæludýr sem er í búri, t.d. páfagauk eða gullfisk, er ekki um það að ræða að "knúsa" það eða leyfa því að "lúlla hjá sér".

Úlfur (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 13:51

15 identicon

Tarantúlur

Davíð (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 14:39

16 identicon

úpps.. rakst í senda takkann. Allavega, tarantúlur verða seint taldar baneitraðar og mér finnst algjör óþarfi að vera með ranghugmyndir um þessi dýr bara út af því að fólki finnst þau ógeðsleg. Tarantúla á kvöldgöngu hér myndi ekki lifa í 5 mín í kuldanum þannig að ég geti séð að þú þurfir að hafa miklar áhyggjur af þessu. Það breytir því ekki að auðvitað er þetta ólöglegt og ef fólk getur ekki lifað án þess að hafa þetta sem gæludýr ætti það jafnvel að íhuga að búa bara einhvers staðar annars staðar í staðinn fyrir að flytja þetta hingað. Talandi um það... þú ættir kannski að íhuga það sama fyrst þér finnst svona gaman að svona enskuslettum. Fokkingmækrósjitt eða hvað sem þú skrifaðir... Á þetta eitthvað heima hér frekar en tarantúlur?

Davíð (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 14:49

17 identicon

Það væri nú ekki mikið líf á stormskerinu okkar beittum við þeim rökum að hér mættu bara vera dýr úr okkar náttúrulega umhverfi... the more the merrier segi ég nú bara!

Nói (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 15:58

18 identicon

Þetta er náttúrulega bara hystería, tarantúla gerir ekki nokkrum manni mein og oftast eru þær fóðraðar á skordýrum. Það eru heldur ekki allir landsmenn haldnir ofsahræðslu við meinlaus skordýr og arachnida, þrátt fyrir það sem hefur hér verið haldið fram (að vísu er ég dauðhræddur við þetta helvíti en það er allt annað mál, veit alveg að það er bara fóbía) 

Þessi pæling með að einhver yrði svo steiktur af því að reykja hass að hann færi að senda könguló út í göngutúr á  Íslandi er þó vissulega ekki skemmtileg. Aðallega vegna þess að viðkomandi væri búinn að drepa greyið á nokkrum mínútum og ég fengi taugaáfall við að koma að líkinu.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 16:22

19 identicon

Ef það ætti að banna eitthvað dýr af því að það er hættulegt eru það hundar. Þeir ráðast oft á fólk og bera alskonar sjúkdóma í skoltinum á sér og ég veit ófá dæmi þar sem hundar hafa skaða fólk eða drepið börn.  Svo skíta þeir út um allt og maður er að stíga í þetta. Svo er fullt að fólki hrætt við hunda. Hundar eru ógeðsleg dýr sem ætti að banna.

Ég hef ekki fundið nákvæmar tölur en bara í Virginíu fylki hafa hátt í 300 manns verið drepin af hundum síðan á áttunda áratugnum. Ég held að það sé hægt að fullyrða það að tarantúllur eða svartar ekjur drepa færra fólk en hundar.  Það eru meiri líkur að fá banvænan rafstraum af sjálfsala á strandstað en að vera drepin af svona litlu kvikyndi.  

Bjöggi (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 17:22

20 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 hahaha þú mátt ekkert segja dúllan mín.. þá verður allt vitlaust. En pistillinn er viðurstyggilega kómískur og skemmtilegur.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.2.2008 kl. 17:29

21 identicon

Ég er svooooo sammála þér Jenný.  Ég skal meira að segja hjálpa fólki við að bóka miðann til amason.

Þau borga ferðina og ég skal veifa bæbæ frá Kef.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 18:30

22 identicon

Köngulær eru virkilega kjútí dýr, í öruggri fjarlægð.  Ég fæ samt alltaf kast þegar að ég sé einhver skordýr úr eins metra fjarlægð án einhverrar viðvörunar, barasta bregður, fæ næstum hjartaáfall.  

Og þótt hundar og kettir séu rándýr og hafi oft ráðist á menn, dýr og börn þá hafa þau góð áhrif á fólk og sérstaklega börn, styrkir líka ónæmiskerfið að umgangast loðin dýr, það er feldurinn sem veldur oftast óðnæmi, og núna er einhver ruglaður krakkhaus niðri í bæ sem er farinn að flytja inn stórar loðnar köngulær.  Það er samt rétt að þessi dýr þoli ekki kuldann á Íslandi en veðrir fer hlýnandi á landinu með hverju árinu og dýr eru fljót að aðlagast (Það eru bara tvær vikur síðan að ég sá könguló á vappi á svölunum og svalirnar voru alls þaknar í snjó og frost var úti).  En hugsið ykkur að þessi krakkhaus væri klikkaður vísindamaður, köngulóin ólétt og hann myndi genabreyta henni svo hún þyldi kuldann og litlu börnin hennar myndu sleppa út.  Tarantúllur út um allt.

Og þetta með það hversu hættulegir hundar eru, þá er það bara staðreynd að því minni sem hundarnir eru því grimmari eru þeir en þeir eru ekki þar með sagt hættulegri en stóru hundarir (hugsið um terríer og chuhuahua, fyrri hefur skegg, seinni minnir á rottur), hvers vegna ætti þetta ekki að gilda um köngulær líka, þessar stóru loðnu hlussur og littlar ekki loðnar hlussur. 

Þessi seinasta grein var vörn til hundanna minna tveggja,  þeir eru silki- terríer og pommer (blendingur, terríer er veiðihundur, pommer er loðinn bolti með fætur, geltir mikið) og svo er það chuhuahua (lítill chuhuahua, hvernig er það hægt og geltir meira) sem er tveggja ára og á stærð við þriggja mánaða hvolpa sem eru meðalstórir og sama tegund.  Þessir hundar hafa aldrei ráðist á börn og ég á fimm yngri systkini, sjálf varð ég 14 ára í janúar

eysie (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 19:17

23 Smámynd: Tiger

Þó ég telji mig nokkurn töffara og kaldan gaur  - þá er mér líka meinilla við þessar blessuðu kóngulær, hata þær og vil ekki sjá þær hér á landi. Ég hrekk við þegar ég sé hina venjulegu íslensku og vil ekki hugsa um hve mikið áfall það væri ef álíka druslur og nú er verið að ræða um myndu poppa upp hér og hvar um ilhýra kalda klakann - Punktur með það.

Skítt með hvað önnur dýr geta bitið eða eru misjafnlega hæf uppí rúm að kúrast eða lúlla - erlendar skepnur og skordýr eiga bara alls ekki að komast óhindrað hingað til lands. Þessi kvikyndi eru fljótari en kanínur að fjölga sér og aðlaga sig að aðstæðum, kulda og vosbúð en það er eitthvað sem ég kýs að vera á móti alfarið.

Kveðja, töffari sem kærir sig ekki einu sinni um að stíga á kvikyndi eins og kóngulær, hvað þá fá erlendar ógeðslegar tegundir hingað sem geta verið lófastórar eða stærri og eru í þokkabót kjötætur - ojjjbarasta..  

Tiger, 5.2.2008 kl. 19:18

24 identicon

Jeminn eini. Þú virkilega veist ekkert hvað þú ert að tala um Jenný.

Bjarni Rafn (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 00:39

25 identicon

Hvur andskotinn er að ykkur addna!

Er erfitt að skilja að þessi kvikindi eins og tarantúlur og slöngur og fleiri skorkvikindi og skriðdýr eru BÖNNUÐ MEÐ LÖGUM hér á Íslandi og að fjöldinn allur af fólki er dauðhrætt við þetta???  Við sem erum Íslendingar og búum á Íslandi eigum meiri rétt en þessi viðbjóðslegu kvikindi.  Þið sem viljið eiga þetta og halda þetta sem gæludýr skulið bara eiga heima einhversstaðar annarsstaðar ef þið getið ekki verið án þeirra!!!!

Andskotinn !!!! 

Sigga (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 07:30

26 identicon

Eitt sem ég vil bæta við úr því að ég er komin í þennan ham!!

Man eftir umræðu um mann austur á fjörðum fyrir mörgum árum.  Hann var sjómaður og átti heima í blokk og var með kyrkislöngu sem gæludýr.  Íbúarnir í blokkinni  höfðu komist á snoðir um þetta gæludýrahald hans og voru að bilast úr hræðslu því að maðurinn var lítið heima þar sem hann var mikið úti á sjó.  Hann skildi ekki í þessari taugaveiklun nágranna sinna af því að eins og hann sagði: "dýrið er sauðmeinlaust".

Mynduð þið vera alveg pollróleg vitandi af nágranna ykkar með svona gæludýr og þið eruð að fá barnabörnin í heimsókn?  Eða að þið eigið sjálf börn og mikið um að börn séu að koma til ykkar?  Það eiga að vera mjög hörð viðurlög við svona að mínu mati, háar fjársektir.  Það eru svo margir sem hlusta ekki eða fara ekki eftir neinu fyrr en þeir þurfa að opna peningaveskið.  Ég væri ekki róleg með svona nágranna!  Því get ég lofað ykkur.

Sigga (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 2985718

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.