Færsluflokkur: Femínistablogg
Þriðjudagur, 9. október 2007
Ofbeldi á konum í bókum og textum I
Ég elska Bítlana. Ég er ein af þeim sem varð fyrir hamskiptum, í bítlaæðinu og hef aldrei orðið söm. Ég veit bara, að án Bítla og Stones væri heimurinn enn fullur af mislitlum og misungum kjéddlingum og köllum. Þannig var það áður en Bítlaæðið rann á vestræna unglinga, þá var enginn unglingakúltúr til, það voru til lítil börn og stærri börn sem síðan stökkbreyttust í ráðsettar konur og karla.
Bítlarnir verða ekki sakaðir um innihaldsríka texta, fyrstu árin eftir að þeir hófu að spila saman. Enda skipti það ekki nokkru máli, það var rytminn, villingahátturinn og yfirlýsingin sem fólst í músíkinni og enginn ætlaðist til að geta lesið einhverja speki úr textunum. Eitt af mínum uppáhaldslögum var lagið "Run for your live". Það var ekki fyrr en löngu seinna, að ég fór að vinna með þolendum heimilisofbeldis, að ég áttaði mig á innihaldi textans. Og til að gera langa sögu stutta, þá fór um mig hrollur.
Hvað finnst ykkur?
"Well I'd rather see you dead, little girl
than to be with another man
You better keep your head, little girl
or I won't know where I am
You better run for your life if you can, little girl
Hide your head in the sand little girl
Catch you with another man
That's the end'a little girl
Well I know that I'm a wicked guy
And I was born with a jealous mind
And I can't spend my whole life
trying just to make you toe the line
You better run for your life if you can, little girl
Hide your head in the sand little girl
Catch you with another man
That's the end'a little girl
Let this be a sermon
I mean everything I've said
Baby, I'm determined
And I'd rather see you dead
You better run for your life if you can, little girl
Hide your head in the sand little girl
Catch you with another man
That's the end'a little girl"
I'd rather see you dead, little girl
than to be with another man
You better keep your head, little girl
of I won't know where I am
You better run for your life if you can, little girl
Hide your head in the sand little girl
Catch you with another man
That's the end'a little girl".
Þessi fallegi óður er í boði hússins. Hlustið hérna
Bítlarnir eru engir sérstakir sökudólgar í ofbeldistextagerð. Kvenfyrirlitning veður uppi í bókmenntum, í auglýsingum og textum, út um allar koppagrundir. Málið er að við tökum sjaldnast eftir því.
Þess vegna ætla ég að birta, ykkur til fróðleiks, svona sjokkara, af og til.
Újeje!
Femínistablogg | Breytt s.d. kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Sunnudagur, 30. september 2007
Hvers vegna yfirgefa karlmenn konur?..
..er helmingur titils á bók, sem ég var að finna í dag og mun, merkilegt nokk, tilheyra mér. Ég fékk bókakassa með gömlum bókum, sem frumburðurinn geymdi fyrir mig, en hún var að flytja í nýtt húsnæði í síðustu viku. Það var nú svo sem ekkert sprengiefni í kössunum, aðallega allskyns orðabækur og námsbækur frá Svíþjóðarárunum. En ein bókin, enn í plastinu, lá þarna og gargað á mig, knallrauð og fögur. "Hversvegna elska konur karlmenn og hversvegna yfirgefa karlmenn konur" Þegar stórt er spurt, hm.. Nei, þetta er ekki bók sem gefin er út í byrjun síðustu aldar, heldur árið 1989, þ.e. fyrir tæpum tuttugu árum. Ekki veit ég hver hefur þorað að gefa mér hana, en sú manneskja hefur verið barnalega hugrökk.
Ég er búin að liggja í hlátri yfir þessari skruddu í dag. Dæmi I (þau verða fleiri seinna og það sem er innansviga er frá mér komið):
"Þegar karlmanni finnst hann kúgaður
Karlmönnum er meinilla við að láta stjórna sér ()Það vekur ósjálfrátt frumstæðar og fráfælandi minningar um umkomuleysi bernsku og æsku og harðstjórn móðurinnar (gat verið mömmunni að kenna). Þegar karlmönnum finnst þeim vera stjórnað af konu og stjórnunni linnir ekki, líður þeim jafnvel verr - þeim finnst þeir sviptir karlmennsku sinni (mí tarsan jú djein).....
Þegar maður býr með mjög ráðríkri konu finnst honum hann oft vera í úlfakreppu ef hann lætur undan ráðríki konunnar af því hann vill þóknast henni, óttast hann að hún muni telja hann ístöðulausan aumingja. Karlmenn vita (meira en ég veit, það er á hreinu) að konur kæra sig innst inni ekki um að stjórna þeim. Fyrstu viðbrögð mannsins verða því að reyna að gera konunni til geðs jafnframt því sem hann er hræddur um að vera talinn dula ef hann er of eftirgefanlegur....
Konur sem stjórna karlmönnum gera það yfirleitt í góðri trú og af umhyggjusemi. Venjulega gera þær það óafvitandi og óviljandi (auðvitað við erum í svo lélegum tengslum við okkur sjálfar að við erum eins og jurtirnar, allar í ósjálfráðum kippum og viðbrögðum). Þrátt fyrir það er slík framkoma eigingjörn og óskynsamleg og verður sjaldan til þess að afla konunni þeirrar ástar sem hún þráir."
Ég verð að hryggja ykkur með því að þetta er með því skárra og ég er ekki að ljúga til um ártalið á útkomu bókarinnar. Því miður.
Ójá.
Femínistablogg | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Föstudagur, 21. september 2007
Hallærishefð aflögð.
Skelfing yrði ég glöð ef við Íslendingar fetuðum í fótspor sænskra frænda okkar og dömpuðum þessari hallærislegu hefð að láta feður "gefa" dætur sínar í hjónabandið, eða til brúðgumans. Eins og um bústofn eða fasteign sé að ræða. Hefðir eru ágætar nema þegar þær standa í vegi fyrir breyttum hugsunarhætti sem auðvitað fela í sér nútímalegri siði.
Séra Hallin ætlar að verða einn af þeim fjölmörgu prestum sem neitar að leyfa þetta miðaldafyrirkomulag í sínum athöfum.
"Pör sem gifta sig eru jöfn þegar kemur að fjármálum, stjórnmálum og gildum, en þegar þau koma í kirkjuna er konan skyndilega eign mannsins, segir Hallin og bendir á að það sé ekki sænskur siður að fylgja brúði að altarinu, heldur hafi Svíar tekið þetta upp úr breskum og bandarískum bíómyndum."
Höfum við ekki líka apað þetta upp frá amerískum bíómyndum, eins og slaufubílana, hrísgrjónaregnið og allt hitt krúsidúlluverkið?
Svíar eiga það til að vera ári flottir á því.
Ójá.
![]() |
Karlremba að feður fylgi dætrum að altarinu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 21. september 2007
Konur með augum auglýsingabransans.
Föstudagur, 21. september 2007
Feminismi 1
Feminismi felur í sér þá róttæku hugmynd að konur séu fólk.
Er það nema von að það verði allt brjálað í kommentakerfunum hjá Sóley og Katrínu Önnu ef þær bjóða góðan daginn. Kva!
Konur eru að kafna úr heimtufrekju.
Ójá
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr