Færsluflokkur: Snúra
Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Samkvæmt stundarskrá
Á Vogi hef ég unnið frá morgni til kvölds, eftir stífri stundarskrá sem ma. inniheldur, fyrirlestra, grúppuvinnu, vitöl við ráðgjafa, lækna og svo auðvitað AA-fundir í lok dags.
Svo er matur og kaffi, sígó úti í kuldanum (hætt að reykja í maí, þetta er orðið svo hættuleg iðja, ekki lungnadæmið og allt það, heldur kvefið sem þetta bíður upp á, maður lifandi, ég er að kafna úr hósta).
En þrátt fyrir stífa vinnu, sem er bara gefandi, mannbætandi og lífsnauðsynleg öllum alkahólistum,( og almenn mannrækt í þokkabót), þá hefur mér tekist að lesa sem aldrei fyrr.
Ég á svo góðan eiginmann sem dældi í mig bókum eftir pöntun og ég saknaði reyndar bókatíðinda, því auðvitað fannst mér tilvalið að fá bara allan pakkann, fyrst ég var á annað borð búin að koma manninum á skrið.
Ég las:
Rimlar hugans eftir Einar Má, sem var vel við hæfi. Fjallar um alkahólisma og afleiðingar hans. Mér fannst hún góð, aðeins og mikið af endurtekningum og hefði hlutur Einars mátt vera stærri. En hún er flott.
Hrafn Jökulsson, Þar sem Vegurinn endar: Er mikill aðdáandi Hrafns, bókin er falleg en svo lókal á Strandirnar að mér fannst á tímabili ég vera að lesa símaskrána enda þekki ég ekki kjaft af Ströndum.
Beond Ugly, eftir Constance Briscoe: Las hana aftur, frábær bók, mæli með henni. Hef bloggað um hana áður.
Karítas án titils: Upprifjun á dásamlegri bók sem ég átti ekki sjálf en fékk til eignar og endurnýjaði kynni mín við, mér til mikillar gleði.
Óreiða á striga: Sjálfstætt framhald Karítasar. Er að byrja, efast ekki um að hún er góð.
AA-bók, 24stunda bókin ásamt öðrum alkabókum, lesið kvölds og morgna.
Og ég sem var farin að sofa upp úr kl. 23,00 á hverju kvöldi.
Jón Steinar hlýtur að vera með rétta sjúkdómsgreiningu.
Ég ER manísk.
Nei asnarnir ykkar, ég er skipulögð, edrú, frábær, hraðlesari og ofurkona.
Svo er ég hógvær svo eftir er tekið.
Annars bara góð.
Úje
Snúra | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Fremínisti og morgunpælingar
Var að vakna eftir að hafa sofið frá kl. 22,00 í gærkvöldi. Úff hvað það er gott að vera komin heim, þó farangurinn af Vogi sé hér í pokum og töskum út um alla íbúð. Hvernig getur kona farið inn á meðferðarheimili þar sem maður er á slopp, með fulla ferðartösku af fötum og finnast hún samt hafa gleymt helmingnum heima? Það kemur seint sá dagur að það verði allt í lagi með mig. En nú verður þvegið.
Ég er búin að lesa AA-bókina og er tilbúin inn í daginn.
Jenný Una og Hrafn Óli komu í heimsókn í gær og það urðu miklir fagnaðarfundir hjá okkur nöfnunum, en hún sagði í ásökunartón við ömmu sína: Amma þú ert búin að vera mjög, mjög lengi á spítalann, alveg þrjá daga (með áherslu á þrjá), það er það lengsta sem hún veit varðandi framtíðina.
Hrafn Óli agúaði bara og brosti framan í mig og þurfti enga áfallahjálp vegna fjarveru ömmunnar, enda bara tveggja mánaði og í þrusu góðum gír. Jössses hvað hann er fallegur.
Í gærmorgun átti eftirfarandi samtal sér stað á milli Jennýjar og mömmu hennar, þegar þær voru í bílnum á leið í leikskólann. Þær voru að keyra fram hjá Hallgrímskirkju hvar iðnaðarmenn voru við vinnu uppi í kirkjunni.
Mamman: Jenný sjáðu mennina sem eru að vinna svona hátt uppi í kirkjunni.
Jenný: Þa er líka kona þaddna.
Mamman: Já auðvitað, það segirðu satt elskan það getur líka verið kona að vinna þarna. Ertu femínisti Jenný?
Jenný: Nei ég er Jenný Una Eriksdóttir. Ka err fremínisti?
Mamman: Það er þegar strákar og stelpur fá að leika með sama dótið eins og bíla og dúkkur. Og allir fá að gera jafn mikið. Mamma er femínisti, pabbi, Helga frænka og amma líka. Og eiginlega allir sem við þekkjum.
Jenný: Ég leik með bleikan bíl og strákarnir með brúnan. Það er gaman. (Barn á prinsessuflippinu).
Mamman: Já eða strákarnir með bleikan og þú brúnan ef þið viljið.
Jenný: (löng þögn). Ég er FREMÍNISTI.
Auðvitað er dótturdóttir mín fremínisti, þó það nú væri.
Sé ykkur á eftir ódámarnir ykkar. Farin að lesa færslurnar ykkar.
Dóntcræmíariver.
Úje
Snúra | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Jenný komin heim - Snúra - Úje - Úje
Viðkomandi alkóhólisti var að detta inn úr dyrunum, og þar sem ég sit hér í kápunni (djók), með sígó innandyra, eftir að vera búin að reykja úti í kuldanum í 11 daga og komin með króníska lungnabólgu eða þið vitið hvað ég meina (hóst, hóst), er auðvitað það fyrsta sem ég geri að henda mér á bloggið. Ekki séð sjónvarp, ekki heyrt í útvarpi, ekki litið í blöðin (þrátt fyrir að þau hafi verið í boði) í allan þennan tíma.
Ég er afvötnuð og yndisleg, og á leiðinni í göngudeildarmeðferð 4 kvöld í viku og sollis næstu misserin.
Ójá.
Ég veit ég á ekki að segja það, en það er mannbætandi að hafa komist í meðferð, þó auðvitað sé það ekki á óskalistanum að hrapa í batanum.
Mikið andskoti sem ég er ánægð með mig þótt minn nýráðni afleysingaritstjóri sé hér með rekin úr djobbinu. Jóna mín ég tek þig á teppið á eftir.
Ég hef svo margt að segja ykkur óþekktarangarnir ykkar, að nú verður bloggað í maníu. (Já Jón Steinar, þakka þér fyrir að klína á mig þessum geðsjúkdómi. Það er dásamlegt að það skuli vera hægt að greina mann óséðan yfir netheima og það án þess að hafa til þess tiltekna menntun. Þakka þér kærlega fyrir, en ég held að ég láti lækna um að sinna heilsu minni og sjúkdómsgreina mig í framtíðinni. Ég er svo höll undir lækna. Ég er líka höll undir rafvirkja þegar það klikkar og hef ofurtrú á pípulagningarmönnum á meðan þær fara ekki í mínar pípur).
Ég hreinlega kemst við, vegna allra fallegu kveðjanna frá ykkur. Það er ekki að ástæðulausu að mér þykir vænt um bloggsamfélagið. En að láta mig hrapa niður í 20. sæti á vinsældarlistanum er leim, svo ekki sé meira sagt. Hvar er tryggðin? Ég rétt brá mér frá. Búhú.
Nú verður batinn tekinn traustataki, enda um líf og dauða að tefla.
Ég get ekki bloggað úr kirkjugarðinum. Tækninni fleygir einfaldlega ekki nógu hratt fram.
Nú ætla ég að anda. Hringja nokkur símtöl og knúsa og kyssa mitt kæra fólk fram eftir degi.
I´m back and sober like mo-fo.
Úúújeeeee!
Snúra | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (69)
Föstudagur, 15. febrúar 2008
Ég hreinilega elska ekki Valentínusardaga
Haldið þið ekki að minn ástkæri hafi komið stormandi með Rimlar Hugans sem ég bloggaði um í gær, að mig langaði svo í. Hann er svo afspyrnu næmur á hvað ég er að hugsa (ekki orð um að hann hafi lesið það á blogginu, engin rómantík í því).
Varðandi bókina, þá er mér nánast lífsins ómögulegt að leggja hana frá mér, svo mögnuð er hún.
Hún fjallar um alkahólisma frá mörgum hliðum. Þessa dagana veitir mér ekki af að lesa mér ítarlega til.
Meira um það seinna.
Þessi er "must read" fyrir þá sem hafa gaman af lestri.
Ójá, lífið er svo skrýtið stundum, að það gæti verið skáldsaga og ég skáldsagnapersóna.
En
Ég er á lífi upp á gott og vont.
Lovejúgæs.
Snúra | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 9. febrúar 2008
Að horfa á dvd í blakkáti er ekki alveg ónýtt
Þegar ég var í áfenginu og pillunum, leigðum við okkur oft myndir á kvöldin, stundum fyrir okkur bæði og stundum fyrir mig eina. Og ég drakk og horfði og skemmti mér konunglega stundum, grét stundum og engdist af sorg, allt eftir efn myndarinnar.
Svo rann af mér fyrir 16 mánuðum síðan og oftar en ekki hefur komið mynd í sjónvarpinu sem mig hefur langað til að sjá. Húsband: Já en við/þú ert búin að sjá hana, manstu, hún er um sóandsó og sóandsó, og endar einhvernvegin sóandsó.
Ég tóm í framan: Er það, kannast ekki við hana, ætla að kíkja og þá man ég strax hvort ég hef séð hana eða ekki.
Í flestum tilfellum hef ég ekki nokkurt minni af myndinni, ekki einu sinni bergmál, og horfi glöð í sinni. Bandið alltaf jafn hissa. Manstu virkilega ekki eftir þessu atriði. Þú flippaðir út? Ég nei, alveg á hreinu, alveg nýtt fyrir mér.
Í kvöld var svona mynd. Minn heittelskaði svoleiðis með það á hreinu að ég myndi amk. gloppur úr henni.
Fyrir mér var myndin ný ógissla spennandi frá upphafi til enda, ég komst ekki einu sinni til að pissa og band spurði legulega; manstu í alvörurunni ekki eftir þessu. ÞÚ GETUR EKII HAFA TAPAÐ ÞESSU MAGNAÐA ATRIÐI ÚR HÖFÐINU Á ÞÉR.
Ég: (orðin all svakalega pirruð. Á efir skal ég flytja fyrir þig fyrirlestur um hvaða áhrif það hefur á heilan, að blanda saman áfengi og svefnpillum í töluvert miklu magni.
Ég er eiginlega fegin að þetta er bara spurning um bíómyndir hjá mér, hugsið ykkur ef ég væri ofbeldishneigð.
Þannig að ég hef nóg að horfa á næstu 10 árin eða svo. Að vísu í annað sinn en það fyrra er týnt í fyllerísbankanum og á ekki þaðan afturkvæmt..
Það er ljúft að vera edrú.
Farin að lúlla allsgáð.
Úje
Snúra | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
16 mánaða edrú - úje, úje, úje
Þetta er afmælissnúra
Sko tíminn líður svo fljótt á milli edrú afmæla að ég var nærri búin að gleyma 16 mánaða áfanganum mínum í dag. Mundi allt í einu eftir þessum merkisdegi, þegar ég var önnum kafin við að beita heimilisfólkið hinu hefðbundna kvöldofbeldi fyrir svefninn. Vont en nauðsynlegt til að hafa skikk á fólki.
Ég var steinhissa að vera nærri búin að gleyma þessum merkisdegi í lífinu mínu. Eins og það sé eitthvað lítilræði að hafa verið allsgáður og happí í 16 mánuði. Mishappí auðvitað eins og þið venjulega fólkið. Dagurinn í dag hefur verið hörmulega leiðinlegur t.d. en á morgun kemur nýr, með nýjum tækifærum og brosvökum á hverju horni Hvað eru 16 mánuðir margir dagar annars?
Ég fór inn á Vog þ. 5. október 2006 hálf dauð og kom þaðan út nokkuð bein í baki ca. 25 dögum seinna.
Já, búin að blogga um það svo oft.
Annars er vinnan i edrú mennskunni stöðug, nauðsynleg og skemmtileg. Nú er ég búin að fara edrú til útlanda og það tókst með svo miklum ágætum að þá er bara ein hetjudáð eftir en hún er að klífa einhvern fjallstind eða eitthvað. Æi ég held ég sleppi því, verð alveg jafn edrú og glöð þrátt fyrir vera ekki eins landafjandi út um allar jarðir.
Og takk fyrir Vogur, 1000 sinnum og göngudeildin líka.
Ég á ykkur líf mitt að launa
Ég held að ég fari soldið seint að sofa í kvöld, ekki gott en stundum er ég í stuði fyrir næturgölt.
Hver fer edrú að sofa á eftir?
Jenný Anna Baldursdóttir og milljón annarra glaðra alkóhólista í bata.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
Snúra | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Aftur innanhúserjur á kærleiksheimili - nú með einum þátttakanda
Hvað er það við þessa daga núna? Kuldinn, myrkrið, langt í vorið, enn lengra í jólin (hm) páskar langt undan (mér er slétt sama) og svo þessir bolludagar og saltkjötsát (sem ekki er stundað á mínu heimili), sem er baneitrað og tilraun til sjálfsvígs, ekkert minna. Ég er alla vega ekki glöð, alls kyns fífl að pirra mig. Amk. eitt (ekki minn heittelskaði)
Í dag hef ég verið svo upptekin að vera í vondu skapi að ég hef gert nákvæmlega ekki neitt. Er samt að búa mig undir að steikja fisk. Af hverju er ég alltaf eldandi? Er það tattúerað á ennið á mér "Eldaðu"? Eða var ég dáleidd sem smábarn og því komið inn í kvarnirnar á mér að það væri hlutverk mitt í lífinu? Ekki að mér finnst það leiðinlegt, en akkúrat núna á ég bágt.
Ég sparkaði í kommóðu áðan: Ástæðan, óréttlæti heimsins.
Dásamlegt að gera ekkert í heilan dag nema að taka upp rými.
Færa mig á milli stóla.
Eina ráðið við þessum febrúarbömmer er að drífa sig á AA-fund. Ekki gott að vera alki í pirruðu skapi. Nánast á gargstiginu.
Og þið sem mögulega ætluðuð að koma í kaffi - sleppið því, ég gæti sett eitthvað óhollt út í það.
Nú þá er að fara á fund, í sund og kaupa sér hund.
Svo sagði mætur maður.
Guð plís skenktu mér smá æðruleysi.
Amen.
Snúra | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Ráðagóðir alkahólistar
Í gegnum árin hef ég heyrt ævintýralegar sögur af hugmyndauðgi alkahólista, til að fá að drekka í friði fyrir umhverfinu og virðist sem hugmyndaflugi þeirra virðist lítil takmörk sett. Spurning hvort heimurinn væri ekki komin lengra á veg í öllu tilliti ef við þessar elskur hefðum notað frjósemi hugans til góðra verka.
Ég fór að pæla í þessu þegar ég sá þessa frétt um að Danir ættu Evrópumet í ofdrykkju.
Mér detta í hug nokkrar aðferðir bara með að láta hugann reika aðeins til baka.
Einn úr fjölskyldu minni var kominn í ónáð heima hjá sér vegna brennivínsdrykkju. Hann tók á það ráð að sprauta vodka inn í góðan slatta af appelsínum, sem hann úðaði í sig yfir ensku knattspyrnunni.
Sá hinn sami, tók niðursuðudósir sem hann stakk gat á tæmdi, fyllti af áfengi og lóðaði fyrir gatið. Þetta var nestið hans í vinnunni.
Maður mér vel kunnugur þurfti að mæta í dönskutíma á laugardögum, flaskan var í skólatöskunni, plaströr var leitt úr flösku og undir jakka og upp í hálsmál. Hann var glaður í dönskunni og kennarinn lét hann lesa fyrir bekkinn, hann hafi svo afslappaðan framburð.
Þegar ég sjálf var farin að fara ótæpilega oft í ríkið (alltaf það sama vegna bílleysis) klæddi ég mig í dragtina, skellti áfenginu á borðið og bað um nótu, ferlega kúl í framan. Var auðvitað að kaupa fyrir "fyrirtækið" mitt. Ég er svo viss um að þær hafa allar séð í gegnum mig á kassanum en voru svo vinsamlegar að láta sem ekkert væri.
Boðskapur þessarar færslu er ekki að segja krúttlega brandara af ölkum með hugmyndir. Þó ekki sé annað hægt en að brosa af vitleysunni. Heldur hversu langt maður er tilbúinn að teygja sig til að geta fengið sitt fíkniefni og að fá að hafa það í friði.
Hvað söguhetjurnar í dæmisögunum áhrærir, þá hafa þær allar farið í meðferð, sumar oftar en einu sinni,hehemm. Ætli við séum af dönskum ættum?
Farin edrú í lúll.
Þarf enga nótu fyrir því.
Úje
Evrópumethafar í ofdrykkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Snúra | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 28. janúar 2008
Þegar alkinn ég flaug í fyrsta sinn eftir meðferð
Já börnin góð, það er löngu kominn tími á snúru.
Ég ákvað að draga úr alkabloggunum, tímabundið, eftir viðtalið í Fréttablaðinu í desember, því mig langaði ekki til að stimpla minn sem "ALKANN" því ég er auðvitað mikið meira en bara það.
En nú er það snúrutími.
Það sem mig kveið mest fyrir af öllu eftir að ég varð edrú, var að fara og fljúga. Flughrædd, vön að fara svona nærri því á herðablöðin í Fríhöfninni, til að draga úr hræðslunni (jeræt), drekka um borð í vélinni og allur þessi pakki, þið vitið, gerði það að verkum að það vafðist töluvert fyrir mér, hvernig ég ætti að fara í gegnum þetta ferli, bláedrú á eigin safa og það án þess að tapa mér úr flughræðslu.
Ég kom í Fríhöfnina, verslaði og svo fengum við okkur morgunmat og síðan beint í reykherbergið ólöglega í Leifsstöð og þá fattaði ég, þar sem ég var uþb að hósta upp úr mér lungunum, í ólofti herbergsins, að mér hafði ekki dottið áfengi í hug. Ekki frekar en ég hafi verið að hugsa stíft um lýsi, sem allir vita að ég hata.
Nú þá var kallað út í vél. Ég leitaði tryllingslega að flughræðslunni, án árangurs, gafst upp og gaf mér að hún biði mín um borð.
Nú ég var sest, belti spennt, flugvél þaut af stað og svo í loft og ég held að ég hafi verið sofnuð áður en við vorum komin í áætlaða flughæð. Hræðslufjandinn sem hefur staðið mér fyrir þrifum í öll þessi ár, var ekki til staðar. Mér leið eins og í stofunni heima hjá mér. Ég og Frumburður vorum vaktar þegar flugvél var farin að lækka flugið og ég stóð svo á enskri grundu, pollróleg eins og breskur símaklefi.
Niðurstaða: Ef fólk vill losna við flughræðslu, þ.e. og hefur notað áfengi til að slá á hana, ráðlegg ég viðkomendum að fljúga edrú. Nú er ég hér eins og villtur landkönnuður sem veit af óuppgötvaðri álfu á jarðarkringlunni, og vill koma mér strax af stað aftur, fljúandi, þess vegna í loftbelg.
Ég segi það nú og ég hef sagt það áður. Það toppar ekkert edrúmennskuna. Ekki nokkur skapaður, hræranlegur, lifandi hlutur.
Hver haldið þið að fari edrú að lúlla á eftir?
Ég, ég, ég,
Vó hvað ég er heppin kona og það sem ég er þakklát almættinu og Vogi fyrir að vera edrú og sæl.
Úje
Snúra | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Fimmtudagur, 10. janúar 2008
Nú gleðjast hin forhertu alkahjörtu!
Ég er viss um að margir alkar sem eru ekki búnir að horfast í augu við að þeir séu það, hoppa hæð sína af gleði vegna þessarar fréttar. Enn eitt vopnið í baráttunni til að fá að drekka í friði, fyrir röflandi mökum, börnum, atvinnurekendum og vinum.
Ég þekki ekki enn einasta virkan alka, sem finnst hann ekki drekka í hófi.
Ég sjálf drakk eitt og eitt rauðvínsglas eða bjór "af og til". Af og til var því eitt teygjanlegasta hugtak sögunnar í mínu tilfelli. Þýddi í raun, nánast alltaf meðan ég var vakandi.
Nú er hægt að skella því framan í fésið á slettirekunum að maður sé beinlínis að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma með því að drekka bús. Staðreyndin er auðvitað sú að á meðan maður drekkur gegn hjartasjúkdómum, þá er maður að eyðileggja bris og nýru og fleiri líffæri, en hva, alkar eru ekki að velta sér upp úr smáatriðum.
Hvað um það, þá hefði ég örugglega klippt út þessa grein og lagt hana í í safnið yfir ástæður þess að það sé gott og jafnvel bráðnauðsynlegt að drekka. Allir vita að þegar maður hefur vondan málstað að verja, þarf að hafa einhverjar kannanir og slíkt máli sínu til stuðnings, þrátt fyrir að ekki einn einasti kjaftur bíti á agnið, af því að fólkið sem situr uppi með okkur alkaskæruliðana er löngu búið að sjá í gegnum lygarnar og leikaraskapinn. En...okkur sjálfum líður betur. Þetta snýst nefnilega allt um rassinn á okkur sjálfum. Það erum við sem bendum á Gumma í næsta húsi sem drekkur MIKLU meira en við, Siggu á loftinu, sem stendur ekki lappirnar þegar hún fær sér í glas og Hilli frænda sem hverfur í viku á hverju fylleríi, og svo er verið að ráðast á OKKUR!!! Englana, sem fáum okkur örlítið í glas af og til.
Nú er ég edrú, gæti ekki verið meira sama hvort áfengi í hófi lengir eða styttir líf mitt, einfaldlega vegna þess að ef ég hefði ekki dömpað áfenginu þá lægi ég í moldarhrúgu í kirkjugarðinum í Gufunesi.
Ójá, ég fer edrú að lúlla!
Nema hvað?
Úje
Áfengi í hófi getur verið heilsusamlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Snúra | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 2987151
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 69
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr