Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Snúra

Illa hamingjusamur alki

500

Á hverjum degi þarf ég að kljást við brestina mína.  Þeir hverfa ekki þó ég sé edrú, amk ekki allir.

Það sem reynist mér erfiðast og hefur verið að bögga mig lengi, er frestunaráráttan.  Ég hef þjáðst af þessum fjanda ansi lengi og ekki lagaðist það í neyslunni, þar blómstraði kvikindið.  En vegna þess að ég var meira og minna maríneruð þá sló ég á frest.  Svo komu fráhvörfin og þá var hvert einasta smáviðvik nánast óframkvæmanlegt.  Svo vökvaði ég lífsblómið til að losna við spennuna og vítahringurinn hélt áfram að rúlla.

Og enn er ég að kljást við þetta.  Sem er tilbreyting í sjálfu sér, því áður lét ég hlutina bara gossa.  Ég fresta reyndar ennþá, en bara um dag eða nokkra (já ég er ekki fullkomin)Whistling, en ég geng í málin á endanum og upplifi þvílíkan létti á eftir, að það er lyginni líkast.  Og ég er ekki að tala um einhver stórmál endilega.  Bara þessar venjulegu útréttingar í lífinu.

En ég hef svo sem fleiri bresti að berjast við en frestunaráráttuna og mér dettur ekki í hug að blogga um þá að svo komnu máli.

Einn brestur má vera og ég ætla að hlú að honumDevil

Og þó..

Er hvatvísi neikvæð?  Já, flestum finnst það.  Ég er hvatvís og ég elska hvatvísina nema þegar hún kemur mér í bobba.  Ég bregst við hlutum með tilfinningunum. Það er ekki alltaf til góðs en þá er að fara og biðjast afsökunar og ég er ágæt í því.  En oftast er ég ánægð með mín flautaþyrilshátt, en það er nokkuð ljóst að ég myndi aldrei rekast í pólitík.  Sé fyrir mér gusurnar bara og blæðandi hjörtu.

Jájá, það er að koma helgi.  Verkefni dagsins (fyrir utan þessi venjulegu) komið á hreint.  Léttirinn talsverður og nú ætla ég að njóta lífsins.  Ég reyndar geri ekki annað þessa dagana en að hafa gaman af lífinu, nema þegar ruglið í þjóðfélaginu keyrir um þverbak.

Ég er illa hamingjusöm

Later og úje


Reikningsraunir alkans

95 

Ég er stundum ekki alveg í lagi.  Það játast hér með.  Ég nefnilega stend mig að því að gera vandamál úr ótrúlegustu hlutum.

Eins og snúruafmælið mitt.  Hvernig á ég að telja edrúmennskuna?  Voðalegt vandamál, en það fannst mér í morgun a.m.k. þegar ég var að velta fyrir mér edrútímanum mínum.

Hm... ég drakk áfengi síðast um verslunarmannahelgina 2006.  Nei ég var ekki á útihátíð, ekkert svo stórfenglegt og dramatískt, ég var heima hjá mér og orðin svo veik að ég sá ekki fram á að lifa mikið lengur.  Ég gat ekki sofið, martraðirnar voru skelfilegar og ég gat ekki vakið því raunveruleikinn var beinlínis kvalafullur.  Ég sat og starði á stofuvegginn og beið eftir að hann opnaðist, eða réttara sagt að ég var að gæla við hugmyndina um að ég myndi detta niður dauð.

Svo hætti ég að drekka.  En þá voru pillurnar eftir.  Það var erfiðara.  Sykursýkinn sló mig í hausinn og ég grenntist um 20 kg. á mettíma.  Allur pillu og bjórlopinn rann af. 

Ég fór á Vog 5. október 2006.  Síðan hef ég verið edrú, mínus 12 daga í janúar þegar ég féll í pillurnar.  En.. inn á Vog hentist ég aftur og náði eitrinu úr mér á 11 dögum.  Takk Vogur fyrir lífgjöfina enn og aftur. 

Sko, nú er ég búin að misþyrma lyklaborðinu með þessum smámunum, hvernig skuli telja. Frussss!!  Eins og það skipti máli.  Það sem skiptir máli er dagurinn í dag og hversu þakklát og glöð ég er að vera á lífi, edrú og fær í flestan.  Fyrir utan flensur og reykingahósta auðvitað.

Hm.. ég hef verið edrú frá 4. október 2006 mínus 12 dagar.  Hva?

Er það ekki málið?

Ég segi það, gerðu úlfalda úr mýflugu Jenný Anna á meðan heimurinn rambar á barmi örvæntingar.

Og svo skrifaði ég lista fyrir verslunarferðina á morgun.  Hann var langur og ég var sátt.

Ég er það ennþá.

Flott útsýnið á minni snúru.

Úje!


Alkinn ég saklaus í þetta skiptið

11 

Getið þið ímyndað ykkur 24,8 milljónir lítra af vökva?

Erfitt?  Ekki svo rosalega, en þetta er gífurlegt magn.

Þetta magn rann ofan í áfengisþyrsta Íslendinga á s.l. ári.  Ómægodd.

En góðu fréttirnar eru að undirrituð á ekki dropa af brennivínsflóðinu mikla á nýliðnu ári.

Það er af sem áður var.

Dagskammtur hjá mér, síðustu tvö árin sem ég drakk var:

4-6 bjórar á góðum degi, meira um helgar.

Stundum var vínlistinn poppaður upp með rauðvíni ásamt dassi af pillum.

Það þarf enginn að vera hissa þó sumir hafi ætt í meðferð.

Ef ekki þá hefði þessi tala verið mun hærri og það væri mér að kenna.

Jesús minn, íslenskt þjóðarbú á mér ýmislegt að þakka. ´

Ég væri enn að fokka upp sölutölum bæði í Ríkinu og hjá lyfjaframleiðendum.

Hm..

Ég er að minnsta kosti edrú og síðast drakk ég brennivín í ágúst 2006.  Svo fuku pillurnar í kjölfarið.

Úúújeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeee

Péess dagsins er sú staðreynd að SUMIRWhistling áttu það til að biðja um nótu í Vínbúðinni, til að láta líta út fyrir að verið væri að versla fyrir fyrirtæki.   Þvílíkur plebbismi og alkarugl.  Þetta var ekki ég sko, ónei, heldur kona sem ég þekkiW00t, hehemm.. sko frænka mín - utanað landi.


mbl.is Áfengissala jókst um 7% á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjallarhornsfíbblið

Jæja, hér er mynd af mér sem húsband tók af mér núna áðan.  Það sést kannski ekki, en ég var að versla fyrir páskana.  Djók.

Ég er alveg svakalega bloggin í dag, enda hefur dagurinn (með smá undartekningum) liðið við lítið.  Ég verð svo undarleg á páskum, veit ekkert hvað ég á að mér að gera.

Ég hitti konu áðan, í verslunarferðinni, hún er hávær og miður skemmtileg, enda þekki ég hana nánast ekkert.

Hún: Ég las það á blogginu þínu að þú hefðir farið í meðferð!! Ertu edrú?

Ég (lágt): Jabb. (Hugsaði: en þú gjallarhornsfíbblið þitt?).

Hún: Þú féllst um daginn sá ég, hvað ertu að pæla?

Ég: Hm.. það var stutt fall og ég fór strax inn á Vog (ég hvíslaði).

Hún: Frusssssssss aumingjaskapur.

Ég: Já finnst þér það.

Hún: Jább, klárlega.

Ég: Gleðilega páska.

Hún: (brosir sínu blíðlega og kallar til Ísafjarðar) Ég elska að lesa bloggið þitt.  Það er alltaf eitthvað vesen á þér.  Við liggjum yfir því vinkonurnar.

Ég:#%))$)$W)%(#=($%ö

Jájá, gaman að hitta fólk.

Ég hreinlega elska fólk (með örrrrrrfáum undantekningum)

Ekki segja að ég deili ekki með ykkur mínu stórskemmtilega lífi hérna.

Alltsvo yfir og út!

Súmíbítmíbætmí.


Háhælar og blingbling

 

61

Þessi dagur hefur verið frábær.  Hjá mér sko, en ekki svo mikið hjá sjoppueigendum í Breiðholtinu, en það er önnur saga.

Toppur dagsins var afmælisfundurinn í Laugardagshöll, sem var stoppuð með fólki.  Mínu fólki. 

Ef ég verð einhverntíma fyrir "trúarlegum áhrifum" eða "andlegri vakningu" þá er það á svona fundum.

Það er svo gaman að vera edrú megin í lífinu.

Í kvöld hef ég hitt fullt af skemmtilegu fólki, allir í hátíðaskapi.

Margir voru á leiðinni á tónleikana í Háskólabíó þar sem verið er að safna fyrir öflugri sendi fyrir AA-útvarpið.

En ég fór heim, ég er svo mikill heimavöndull stundum.

Ég skutlaði af mér þeim háhæluðu, slengdi blingblinginu ofan í skúffu, ruddi málningunni af andlitinu og nú sit ég hér, sápuþvegin í framan, með hárið í allar áttir og hamra á lyklaborðið. 

Augun í mér eru geðveikisleg og starandi.

Ók það er ekki rétt, þetta með augun sko, en mig langaði til að tóna færsluna út í hryllingssögu.

En það má ekki.

Það er föstudagurinn langi.

Knús inn í nóttina.

Þessi alki fer edrú að sofa, jájá.

Cry me a river!


mbl.is Tónleikar fyrir 12 spora sendi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér krossbrá og er enn í rusli..

..en á vísi.is er fjallað um að Þórarinn Tyrfingsson sé að hætta hjá SÁÁ. 

Auðvitað eru fleiri frábærir læknar hjá SÁÁ og alltaf kemur maður í manns stað, en ég sé einhvern veginn ekki fyrir mér Vog og allt þetta hjálparbatterí, án Þórarins.

Þar sem mér er málið skylt, á líf mitt SÁÁ að launa, eins og þúsundir annarra Íslendinga, þá var ég fljót að klikka á meðfylgjandi myndband

Ég er engu nær.

Er maðurinn að hætta eða ekki?

Þessi alki er eitt spurningamerki,

æi afhverju þarf allt að vera breytingum háð?

Hm...


Föstudagurinn langi - Tékklisti

Í fyrra, á lengsta degi ársins, hef ég skrifað bömmerfærslu út af eintómum leiðindum.

Í ár, á mínum 57. föstudeginum langa, ætla ég að hjala og skoppa eins og lítið vorlamb.

Einlægur ásetningur minn er múr- og naglfastur að þessu sinni, ég ætla ekki að verða blúsuð af því almanakið segir til um að nú sé sorgardagur.

Ég ætla..

..að fá skemmtilegt fólk í heimsókn..

..borða góðan mat..

..hitta stelpurnar mínar og barnabörnin (þar sem það er landfræðilega mögulegt)..

.og ég ætla á hátíðarfundinn í Laugardagshöllinni en AA-samtökin voru stofnuð á föstudaginn langa 16. apríl 1954.   Hvergi verður samkenndin meiri, vonin sterkari og viljinn einbeittari en á þessum degi.

Þannig að í ár ætla ég að leggja hugsuninni um gömlu helgislepjuna og gleðisnauðu föstudagana löngu og láta hugafarið koma mér í reglulegt hátíðarskap.

Jesús myndi fíla það og pabbi hans líka.

Farin í meðferðina mína.

Tékklisti gerður; tékk, tékk, tékk!

Later!

Úje


Eldhúsalkar

 60

Það er ekki nokkur friður. 

Ekki segja að ég sé vænisjúk, þótt mér finnist að sífellt sé fjallað um mig bæði í blöðum og sjónvarpi.

Djísöss, ég hefði aldrei átt að fara "pöblikk".

Svo þreytt á frægðinni.

En...

..án gríns þá er þetta alvarlegt mál en um leið jákvætt að fólk á miðjum aldri skuli sækja sér meðferð hjá SÁÁ í staðinn fyrir að halda áfram að drekka og sollis í eldhúsinu bara, bak við gluggatjöldin.

Þórarinn heldur að bjórinn komi sterkur inn sem problemeliment.

Annars er þessi alki farinn að sofa.

Góða nótt og verið edrú í rúminu.

Later!

 


mbl.is Eldra fólk drekkur meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

!x2 töflur á dag við alkahólisma!

Í gegnum tíðina hef ég fallið fyrir allskyns gylliboðum sem ekki hefur verið innistæða fyrir.

Eins og t.d....

.. bölvaður hvítvíns megrunarkúrinn (hikk)..

..kók og prinspóló kúrinn..

(danski kúrinn, norski kúrinn, thailenski kúrinn osfrv.)

..og fleiri slíkum, sem allir áttu það sameiginlegt að árangurinn var, þegar upp var staðið, enginn.  Nákvæmlega enginn.

Nú er talið að það séu ekki mörg ár í að Erfðagreining komi með lyf á markaðinn gegn offitu.

Ég veit ekki með ykkur en í mínum bókum hlýtur offita að stafa af  ofáti í stórum stíl (nema með einhverjum undantekningum).  Ergó; þú úðar í þig og það sest utan á þig.

En..

..þarna er greinilega eitthvað nýtt á ferðinni.

Ætli það komi þá ekki lyf við alkahólisma?  Alkagenið er þekkt stærð.

Er þá ekki bara að drífa sig og framleiða pilluna fyrir alkann og no more trouble in paradise?

Sem alkahólisti þá er ég dauðfegin að það finnst ekki pilla handa mér að taka.

Ég trúi því ekki að breyttur lífstíll, heiðarleiki, jafnvægi,  og þau bráðnauðsynlegu tæki og tól til  að viðhalda edrúmennsku komist fyrir í pillu.  Ekki séns.

En einu sinni trúði fólk því að jörðin væri flöt og þannig yrði það um aldir alda.

Við vitum hvað varð um þá kenningu börnin góð.

Kannski verður til lyf í framtíðinni við fíknisjúkdómum.

1x2 töflur á dag við alkahólisma.

Takist ekki á fastandi maga.

Geymist þar sem börn ná ekki tilW00t!!

Æi, mér finnst best að hafa fyrir hlutunum.

Æmsóhappíandsóberrrrr!!!

Úje


mbl.is Nýju ljósi varpað á orsakir offitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klár í bátana!

 

61 Stundum getur maður þakkað almættinu fyrir flensur og aðra óáran.  Ég hef nefnilega verið "gránduð" heima alla helgina með hita og ekki getað hamast um allt eins og ég hafði ætlað mér.  Þess vegna hef ég getað lent og áttað mig. 

Á 500 km. hraða hafa hlutirnir gerst á nýju ári og að vandlega athuguðu máli hafa þeir allir verið til góðs.

Læknirinn minn á Vogi sagði mér að ég væri töffari sem væri sjálfri mér harður húsbóndi og vissulega er það rétt eins og allt annað, sem þeir sem vita í alvörunni betur, hafa gaukað að mér í gegnum tíðina.  Mér hefði verið vísast að hlusta betur, en það er aldrei of seint að byrja.

Nú hef ég verkefni að vinna.  Það fyrsta er að þvo þvott og dúlla í kringum mig.

Svo tekur við skemmtilega erfið vika í göngudeildarmeðferðinni minni.  Þar sem ég þarf að nýta alla mína orku.

Þess vegna þakka ég mínum sæla fyrir kyrrsetninguna.

Ég er enn með hita og hósta.  Kva!  Íslensk kona, tek það með vinstri.

Nú er ég nefnilega klár í bátana.

Ójá og njótið sunnudagsins elskurnar mínar.

Það ætla ég að gera.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 15
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987146

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband