Færsluflokkur: Hamfarablogg
Fimmtudagur, 13. september 2007
Og litla gula hænan sagði ekki ég...
Skelfing verð ég hallærislega mikill almúgi þegar ég les fréttirnar af því að Randver Þorláksson, verði ekki með í Spaugstofunni í vetur. Ég er sum sé að drepast úr forvitni sem hinn nafnlausi sjónvarpsáhorfandi. Mig langar í alvörunni að vita hvað það er sem stendur ekki í fréttunum af þessu máli.
Það vísar hver á annan hérna. Randver segir ekkert, Örn vísar á Þórhall og Þórhallur á Randver. Kommon, hver er ástæðan fyrir því að Randver, sem mér finnst einn af þeim betri í Spaugstofunni, er látinn fjúka? Og fyrirgefið, má ekki setja upp leikverk, leikþátt, gamanþátt, fjölskylduþátt eða bíómynd án þess að Hilmir Snær skreyti þá með nærveru sinni?´
Mér finnst Hilmir Snær magnaður leikari en þeir eru bara svo margir góðir sem við eigum og suma sjáum við allt of sjaldan.
Ég tek fram að þetta er svo sem ekkert hitamál hjá mér, enda enginn sérstakur Spaugstofufan síðustu árin, en ég horfi samt þegar ég hef ekki eitthvað annað spennandi að gera. Mér finnst stelpnahúmor skemmtilegri, enda hefur maður fengið óverdós af karlahúmor í gegnum árin. En Randver er flottur. Hvað er í gangi?
Þegar maður segir A þá er það náttúrulögmál að á eftir fylgi B.. og
Komasho
![]() |
Randver hættir í Spaugstofunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hamfarablogg | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Fimmtudagur, 13. september 2007
Er þetta lélegur brandari?
Síðast þegar ég vissi var 16 ára fangelsi lífstíðardómur á Íslandi. Hvernig getur maður sem dæmdur var fyrir manndráp að ásettu ráði fyrir níu árum, verið á áfangaheimili Verndar, eins og flottur maður?
Annar tvíburinn sem dæmdur var fyrir að drepa mann á hrottalegan hátt í Heiðmörk 1997, lét sig hverfa af áfangaheimilinu á sunnudag og er hans nú leitað.
Halló, er ekki í lagi?
Ég ætla rétt að vona að maðurinn sé ekki hættulegur umhverfinu.
Nú frussa ég af hneykslun.
![]() |
Strokufangi fundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 12. september 2007
Halló, trúboðar óskast í miðbæinn um helgar!
Í viðtali á sjónvarpsstöðinni Ómega, þar sem Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, sat í fullum lögregluskrúða, þá er vænlegra til árangurs að róa miðbæinn með trúboðum fremur en lögreglumönnum.
Er það nema von að trú almennings á lögregluna sé á undanhaldi þegar einn af yfirmönnum hennar treystir fremur "stríðsmönnum" Guðs til að stilla til friðar en sínum eigin undirmönnum.
Geir Jón viðurkennir að vísu að hann hefði ekki átt að mæta í einkennisbúningi til viðtalsins.
Svona til glöggvunar þá segir Geir Jón m.a. í viðtalinu.
"Það er verið að tala um að það þurfi að fjölga mikið í lögreglunni í miðborginni og annað til að taka á óeirðaseggjum, en það væri miklu betra að vinna það frá hinum endanum, að láta þá kynnast Drottni og breyta um líf og lífshætti og verða góðir og gegnir þegnar. Það er líklega það eina sem myndi leysa þetta, að auka trúboð í miðbænum".. og áfram í sama dúr.
Það má auðvitað segja að það gæti verið sniðugt að trúboða fólk þar til af því rynni og hundskaðist heim.. úr leiðindum.
Kannski löggan prufi aðferðarfræði yfirlögregluþjónsins... í Jesú nafni.
Ég er með tillögu að trúboðum..
Hósíanna!
Miðvikudagur, 12. september 2007
Í FIÐURMJÚKUM "MÖRMUM" MÍNUM
..sungu skátvibbarnir mínir, þegar þeir voru litlir. En þeir voru algjör krútt. Mér datt þetta í hug þegar ég las þessa frétt þar sem ISG segist hafa "tekið" eftir því að Ísland væri ekki lengur á lista yfir hinar staðföstu þjóðir (þvílíkt nafn á stríðandi þjóðum).
Ég vil að utanríkisráðherrar þessa lands taki mig í fangið í pólitískum skilningi. Segi við mig: Jenný Anna við gerum ekki neitt sem stofnar landinu þínu, þjóðinni og afkomendum þínum í hættu. Við efnum ekki til ófriðar og við virðum rétt annarra þjóða til að ráða ráðum sínum.
Hm.. ég hvíli þessa dagana ekki í fiðurmjúkum "mörmum" utanríkisráðuneytisins. Er til of mikils ætlast að ráðherrann (sem ég lít upp til og virði mikið), viti hvort við erum á þessum bölvaða lista eða ekki? Taki ekki bara eftir því einn daginn að við séum horfin af honum? Eigum við að bíða eftir að vera sett eða tekin af honum, ef og þegar Bandaríkjamönnum dettur það í hug?
Hvað varð um okkar eigin ákvarðanarétt?
Farið það í hoppandi, hvað ég er öryggislaus.
Súmí.
![]() |
Ísland ekki lengur á lista yfir staðfastar þjóðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 11. september 2007
TÖKUM FEGURÐARSAMKEPPNISLEYFIÐ AF LAUFDALNUM OG HENDUM ÞVÍ ÚT Í HAFSAUGA..
..þar sem tímaskekkjur eins og keppni í fegurð eiga heima, með réttu.
Hann getur svo dílað við missirinn "innanhúss" eins og hann ætlar að gera í sambandi við ofbeldið sem MR-krakkarnir urðu fyrir í s.l. viku, af hendi dyravarða Broadway.
Starfslraftar Elínar Gestsdóttur nýtist örugglega betur á nýjum vettvangi.
Hvað er það með veitingamenn.... sem hm.. gerir þá frábrugðna
Og hana nú.
![]() |
Elínu Gestsdóttur sagt upp störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hamfarablogg | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 11. september 2007
ÞÖGGUN SKRIFAR JÓNÍNA BEN..
..og ég er eitt spurningamerki í framan. JB skrifar um vinsældarlista Moggabloggs og bendir á að konur séu í fimm efstu sætum þessa lista (að margra mati mjög vafasama lista). Svo skellir hún orðinu þöggun í fyrirsögnina.
Ég spyr Jónínu, af því hún leyfir ekki kommment á síðunni sinni, hver er þöggunin?
Er ekki þöggun óviðeigandi orð hér?
Ég vil vita ef ég er fórnarlamb þöggunar.
Það er svo annað og alvarlegra mál að ég þagna ekki allan Guðslangan daginn.
Ójá
Hamfarablogg | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Þriðjudagur, 11. september 2007
MORGUNSKELFING
Líf mitt er þrungið ægispennu og mikilli dramatík. Það er aldrei nokkur friður. Indíana Djóns hvað?
Ég vaknaði hér í hægðum mínum (oj), í rólegheitum sum sé, og eftir morgunverk þá settist ég hér við að lesa Moggann. Eitthvað undarlegt hljóð barst mér til eyrna, svona klikk, klikk, ósköp mjúkt og þægilegt bara og til að byrja með var ég alveg róleg yfir þessu.
Það rann síðan upp fyrir mér að þetta hljóð er ekki heimilisfast hér. Á sem sagt ekkert með að heyrast. Hvað var? Ég hentist á fætur (okokok, stóð virðulega á fætur) og hóf leit að hljóði. Ég óð um allt, ég fann ekkert. Hugs, hugs, nú voru góð ráð dýr. Það er með hljóð eins og verki, hvorutveggja er afleiðing af einhverju sem er að eiga sér stað. Loksins varð mér rambað á útidyrahurðina. Haldið þið ekki að borgarhliðið hafi verið opið og það beint inn í kastalann?
Ég skil vel að ykkur sé brugðið kæru gestir. Hver hefði átt að skrifa ódauðlega pistla fyrir ykkur ef ég hefði fundist myrt í rúminu? Eða eitthvað þaðan af verra (já það er hægt að lenda í verri hlutum en að drepast).
Málið er; hver á að taka sökina? Ég eða húsband? Æi, ég er svo glöð yfir að hafa sloppið lifandi og ætla ekkert að vera að segja honum frá því að ég hafi farið út í sjoppu seint í gærkvöldi. Hann gæti séð ástæðu til að ætla að ég hafi gleymt að skella á eftir mér.
Ég slapp fyrir horn úr hurðalausu helvíti.
GMG
Mánudagur, 10. september 2007
HVER ER AÐ FOKKA Í SÍÐUNNI MINNI..
..og annarra hér á blogginu? Það stendur ekki steinn yfir steini, ég er margbúin að fara inn í stjórnborð og raða hlutunum eins og ég vil hafa þá, en allt kemur fyrir ekki. Tónlistarspilarinn er meira að segja dottinn út
Laga plís.
Ég þoli ekki svona truflanir á mínu naglfasta lífi, það setur mig í UPPNÁM!
Ég er nú hrædd um það.
Mánudagur, 10. september 2007
INNILOKARINN ÓGURLEGI
Þessi frétt minnnir mig á að ég hef lokast inni:
..í þvottavélum (hrmpff)
..í bílum
..í lyftum
..í eigin heimi
..í eigin húsi
..í meðferð ()
..á geðdeild (hm)
..í skápum
og í skotti á bíl
Ég hef enn ekki lokast inni á klósetti...
en ég fer í það næst.
Honníkomklóser!!
Úje
![]() |
Komst ekki út af salerninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 10. september 2007
DYRAVARÐAMARTRÖÐIN
Dyraverðir eru reglulega í fréttum vegna ofbeldis eða gruns um það. Hvaða fólk er það sem finnur sig í þessu starfi? Mér er sagt af ýmsum sem til þekkja, að oftar en ekki eru þetta steratröll og þegar verst lætur, áhugamenn um ofbeldi. Tek fram að ég er ekki að alhæfa um alla "starfsgreinina" en ég hef heyrt og lesið um of mörg tilvik þar sem ofbeldi er framið, til að þetta geti verið tilviljun.
Nú lentu krakkarnir í MR í þessu á skemmtistaðnum Broadway s.l. fimmtudagskvöld. Nemendurnir telja sig hafa verið beitta "óhóflegu" (hvenær er ofbeldi í hófi?) harðræði á dyravörðunum þar.
Arnar Laufdal Ólafsson framkvæmdastjóri staðarins ætlar í málið og segir það verða kannað og brugðist við því innanhúss ef þörf krefur. Halló, býr þetta fólk í sjálfstæðu ríki innan ríkisins? Rosalegur hroki er þetta. Minnir á mafíuna, allt leyst heima bara. Höfuð munu fjúka og allt það.
Ef ég ætti ungling í MR myndi ég fara fram á að skólinn kannaði þetta mál ofan í kjölinn. Það hlýtur að eiga að vera nokkuð öruggt að skemmtanir á vegum skólans séu ekki beinlínis hættulegar og að ofbeldisfrömuðir séu ekki fengnir sem verktakar.
Æmsjokkdandfjúríus.
Úje
![]() |
Hart tekið á MR-ingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr