Færsluflokkur: Hamfarablogg
Laugardagur, 29. september 2007
Erill efndi til hópæsingar..
..á Akureyri í gær, bölvaður mörðurinn. Ég var síst að skilja í hvað hefði orðið af honum, en ég hef ekki séð eitt orð í Mogganum í dag um að hann hafi verið á ferðinni í miðbæ Reykjavíkur. Erill er klárlega með hegðunarvandamál og það þarf að fara að stoppa karlinn af.
Erill efndi til múgæsingar í miðbæ Akureyrar í nótt, sem sagt, fyllti alla sem úti voru og rann mikið ölæði á fólk. Skömm að þessu.
Annars efndi ég til hópæsingar í Hagkaup í Kringlunni áðan og það varð mér dýrt spaug. Það var æsingur upp á sautjánþúsundsexhundruðogáttatíukrónur.
Aðilar að hópæsingu var undirrituð ásamt húsbandi, gamalli vinkonu og sárasaklausum eiginmanni hennar.
Dem, dem, ég hefði betur sett Eril í málið.
Úje
![]() |
Hópæsingur á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 26. september 2007
Hamur!
Ég er í ham, veðurham. Mikið skelfing líður mér vel í svona veðri. Ég hef komið mér fyrir við tölvuna, innvafin í eiturgrænt flísteppi úr IKEA sem Jenný Una Eriksdóttir, færð mér á dögunum. Ég sit hérna með tebolla, nikótínnefúða (er að byrja að trappa mig niður) og les blogg og annan fróðleik á netinu. Úti hamast veðrið og ég er barnalega hamingjusöm yfir því.
Samt vona ég að veðrið valdi ekki óþægindum fyrir fólk. Hm.. ekki eðlilegt hvað vel hefur tekist til með uppeldið á mér. En vinafólk okkar er á leiðinni til Tenerif og það er búið að fresta brottför fram á kvöld, vegna væntanlegs veðurs. Þorrí krakkar.
Var að velta fyrir mér megrunarkúrum, eftir að hafa lesið frétt í Mogga, um mann sem úðaði í sig bökuðum baunum í kílóavís og uppskar mikið þyngdartap. Þar sem ég hef marga fjöruna sopið í megrunardeildinni, þá er ég afskaplega glöð yfir því að hafa ekki heyrt af þessari aðferð þegar ég stundaði hamfaramegranir af miklum móð hérna í denn. Ég hefði stokkið á þetta, ég er dedd á því og bara tilhugsunin um bakaða BAUN veldur mér ógleði, hvað þá heldur viðkomandi kvikindi í stampavís. Ég hefði þó sett mörkin við sláturmegrun. Hefði heldur látist úr offitu en að láta þann bölvaða viðbjóð ofan í mig.
Mig rámar í hvítvínsmegrun, rámar í er rétta orðið, því ég fór í hana, og mér er sagt að hún hafi borið árangur í mínu tilfelli. Ég er ekki til frásagnar um það. Merkilegur andskoti hvað áfengi klæðir mig illa.
Jæja elskurnar, nú ríf ég mig upp af stólnum, hendi teppinu og geysist í hreingerningarhaminn, þvottahúshaminn og bökunarhaminn. Var einhver að segja að ég væri manisk? Hélt ekki?
Síjúgæs!
Laugardagur, 22. september 2007
Stormur!
Í tilefni hans hef ég bundið niður grillið á svölunum.
Farið með plasthúsgögnin af sömu svölum niður í kjallara.
Lokað nánast öllum gluggum.
Kveikt á kertum (ekki út af mögulegu rafmagnsleysi, ónei) til að hafa það huggó.
Kaupa upp matarlagerinn í Kringlunni (er að deyja úr neyslusýki).
Endurnýja sjúkrakassa heimilisins.
Og nú bíð ég spennt.
Hvað gerist?
Ha.. var einhver að segja að ég væri drami?
Ég hélt ekki.
![]() |
Stormviðvörun á sunnanverðu landinu í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 21. september 2007
Með töluverðri virðingu fyrir lögreglunni..
..en róið ykkur á dramatísku tilburðunum.
Þeir láta eins og það eigi að afhjúpa eitthvað stórkostlegt listaverk.
Dópið er hulið pappírsrenningi og var "afhjúpað" kl. 10.
Hvað kostaði inn?
Ef konur létu svona, hvað ætli það yrði kallað?
Móðursýki? Fyrirtíðaspenna? Tunglsýki? Dramakast?
Kannski allt þetta og meira til.
Á að blóðmjólka þenna fíkniefnafund til síðasta dropa?
Give me a farging break here!
![]() |
Lögreglan sýnir fíkniefnin sem fundust í gær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 21. september 2007
Dramadrottningin ég!
Ég er dramadrottning, hef alltaf verið, en þessi skapgerðarbrestur fer eitthvað dvínandi, eftir því sem ég verð eldri. Mér finnst allavega að ég verði að slaka aðeins á tilfinningaupphlaupunum, eftir að ég varð ráðsett amma og svoleiðis.
Ég man eftir fyrsta dramakastinu þegar ég var sex ára. Þá átti að setja mig í kjól sem mér líkaði ekki og fjandinn varð laus. Það endaði með að múgur og margmenni hafði safnast saman til að róa drottninguna.
Þetta jókst síðan bara og setningar eins og þessar heyrðust oft ef dætur mínar gleymdu að laga til í herbergjunum sínum, vildu ekki matinn og þ.u.l.
"Þið slítið HJARTAÐ úr brjóstinu á mér"
"Ég myndi slíta af mér ÚTLIMINA til að gefa ykkur að borða " (Þessi vakti alltaf mikla lukku)
"Heimurinn sveltur og lítil börn DEYJA í milljónatali og þið neitið að borða"
"Ég er yfirkomin af HARMI vegna útgangsins hérna"
"Þó ég lægi hér í BLÓÐI mínu mynduð þið ganga fram hjá mér án þess að sópa mér upp"
"Það er heilt LÍFRÍKI að myndast í fatabingnum á gólfinu"
Dætur mínar eru stálheilbrigðar ungar konur þrátt fyrir að eiga þessa yfirspiluðu konu fyrir móður.
Þess ber þó að geta að ég ýki BRJÁLÆÐISLEGA þegar ég segi frá og hendi mér í VEGG af eintómri viðleitni til að segja sannleikann hverju sinni.
Ójá.
Þriðjudagur, 18. september 2007
Pirringsblogg!
Það gat nú verið, helvítis, djöfulsins, andskotans skortur á virðingu fyrir prívatlífi manns. Hér fer ég með bílinn í skoðun, lendi á algjörum hálfvitum, sem skoða fjandans ökutækið og ætla að ræna mig aleigunni fyrir nokkra mínútna vinnu og það er komið í blöðin, þó það hafi fokið í mig við djöfuls karlana þarna í skoðunarstöðinni.
Sko, ef þeir hefðu ekki ætlað að okra svona djöfulli, andskoti og helvítis mikið á mér þá hefði ég auðvitað ekki brotið djölfulsins rúðufjandann þarna hjá þeim. Og svo hringdu mannfjandarnir á lögguhelvítin.
Það er ekki nokkur virðing borin fyrir minni fjandans persónu.
Hehe, smá hugleiðing um orðaforða þess, sem sér sér ekki fært að leysa málin á eðlilegan máta.
Ég keyri ekki og hef aldrei í bifreiðaskoðun komið nema á annarra manna bíl.
Ég er eins og hin fíflin sem eru stöðugt að blogga í tilraunaskyni. Segi svona.
Góðan daginn og er ekki bölvaðekkisens lífið í góðum gír bara?
Æmsóhappí!
Úje
![]() |
Reiddist rukkun fyrir endurskoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 16. september 2007
Þvagleggshvetjandi ofbeldi!
Hey karlinn, það er bannað að slá. Algjörlega blátt bann við ofbeldi hér vinurinn og maður lemur ekki lögguna þrátt fyrir að það sé búið að hella í sig einhverjum helling af brennivíni.
Er ég að missa vitið? Mér finnst ég alltaf vera að lesa um að djammararnir í hátíðarskapinu séu að slá löggur, ráðast á þær, slá af þeim húfurnar og fleira í þessum dúr. Algjört lögguofbeldi bara, nema á hinn veginn. Ætli löggur séu með atvinnutryggingu?
Mér brá þegar ég fyrirsögnina á fréttinni. Já, auðvitað er ég að koma að þvagleggnum. Ég læt ekkert tækifæri ónotað til að þvagleggsblogga. Mér datt nefnilega svona í hug þegar ég las fyrirsögnina, "vá hvað ég vona að viðkomandi árásaraðili búi ekki í Selfossumdæminu, því þetta er þá pottþéttur þvagleggjari".
Sjúkkit, þetta var á Suðurnesjum, þar er bara notaður þvagleggur á sjúkrahúsinu, í læknisfræðilegum tilgangi.
Pissípissí!
Úje
![]() |
Sló til lögreglumanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 15. september 2007
Pirringsblogg, arg!!!
Ég gleðst auðvitað með konunni í Åkarp í Svíþjóð sem má aftur reykja í garðinum sínum. En þessi leiðindagaur, nágranni hennar, sem er svo viðkvæmur fyrir reyk, að hann þurfti að setja upp grímu til að komast inn til sín, fer ekki lítið í taugarnar á mér. Svona vælukjóar gera mig ekki bara tens, heldur koma mér í brjálað skap. Þetta er hóst, hóst, týpa. Maður sem leggst í rúmið þegar hann fær kvef, hann stendur tímunum saman, fyrir framan spegilinn og plokkar úr sér nefhárin og sendir þau í bakteríu- og útblástursgreiningu. Hann veit upp á krónu hvað hann á að borga, ÁÐUR en kassinn er búinn að reikna saman í matvörubúðinni og hann telur afganginn, vandlega úr lófa afgreiðslustúlkunnar. Þetta er maðurinn sem er búinn að hringja og kvarta tíu mínútum yfir 10 ef einhver er að spila Bítlana. Þetta er maðurinn sem setur "bannað að reykja í hverfinu" á útidyrnar og hann gengur um allt með broddstaf og poka og týnir upp rusl og röflar í leiðinni, að heimur versnandi fari.
Maðurinn með grímuna sem fór í mál við konuna sem reykti í garðinum sínum, er allsstaðar. Hann er nágranni þinn, hann er húsvarðartýpa, hann á kraftgalla og lopahúfu, til að geta verið rétt græjaður í snjómoksturinn. Vandamálið er að honum finnst sér koma það við hvort þú eigir ekki líka kraftgalla og réttu skófluna, því hann deilir ekki sinni skóflu með nokkrum manni. Hann gengur með húsvörðinn í maganum og hann heitir örgla Þórður, Thor, Anderson, Petterson, Sigurður eða Marteinn.
Hann er óþolandi.
Mér líður betur. Mikið djö.. myndi ég reykja þessari konu til samlætis ef ég þekkti hana.
Ójá
![]() |
Má aftur reykja á lóðinni sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hamfarablogg | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Laugardagur, 15. september 2007
Hættulegt fólk!
Í gærkvöldi horfði ég á Bill O´Reilly á Fox, mér til dundurs og skemmtunar. Maðurinn er svo sjúklega hægri sinnaður, eins og allir vita sem kíkja þarna inn, að CIA er eins og sunnudagaskóladrengur á leið í kirkju, þegar kemur að samsæriskenningum.
Öfgafullir vinnstri menn og óvinir Ameríku eru skv. O´Reilly, þessa dagana:
Sean Penn, Alec Baldwin, Rosie O´Donnell og John Cusack (sem að sögn Bills er varla frægur, sko, hefur bara leikið í nokkrum lélegum myndum).
Ameríkanar eru í góðum málum í óvinadeildinni, ef þetta fólk er mesta áhyggjuefnið.
God bless America.
Úje!
Fimmtudagur, 13. september 2007
Hamfarablogg
Sumir eiga einfaldlega ekki að hafa með börn að gera, það er alveg klárt, hvað mig áhrærir. Reglulega í gegnum árin hef ég heyrt af foreldrum sem keyrt hafa drukkin undir stýri með börnin í bílnum. Í sumum tilfellum hefur það gerst reglulega.
Ég fer ekki ofan að því að fólk sem stofnar lífi barna sinna í hættu með þessum hætti, ætti að fá frí frá foreldrahlutverkinu, a.m.k. þar til viðkomandi hafa kippt upp um sig og tekið á sínum málum.
Er barnaverndarnefnd tilkynnt um svona mál?
ARG
![]() |
Ölvaður ökumaður með barn sitt í bílnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr