Færsluflokkur: Hamfarablogg
Sunnudagur, 9. september 2007
KRÓNÍSKUR SKANDALL
Að kynbundin launamunur á Íslandi sé til staðar eru auðvitað ekki fréttir. En það er ágætt að fá múr- og naglfastar tölur, reglulega til að minna á hversu kvenfjandsamlegt þetta samfélag í rauninni er, þrátt fyrir stöðugar viljayfirlýsingar til að breyta ástandinu, hægri vinstri.
"Í gær var kynnt niðurstaða nýrrar launakönnunar sem SFR hefur gert og sýnir hún að meðal félagsmanna í fullu starfi eru konur að jafnaði með tæplega 25% lægri heildarlaun en karlar. Félagsmenn SFR eru tæp 6 þúsund. 70% þeirra eru konur."
Ég er satt að segja alveg að missa trúna á að vilji til að laga þetta sé til í raun og sann. Ég er líka orðin hundleið á sífelldum endurtekningum á status kvó í launamálum þeirra sem annast um börn, sjúka og aldraða. Þetta er fjandinn hafi það ekkert óvart og allir alveg í rusli. Alveg: Jösses hvað leikskólakennarar eru á lélegum launum, bara helmingi lélegri en bankagjaldkerar. Sjitt, þetta verðum við að laga.
Peningar hafa meira vægi en fólk. Karlmenn hafa meira vægi en konur. A.m.k. hér á landi. Samt heldur fólk áfram með einbeittum vilja, að kjósa sömu pólitíkina yfir sig, aftur og aftur. Alltaf bætist á afrekalista þeirra sem völdin hafa en samt kýs hinn almenni maður á móti sjálfum sér, í hvert sinn sem hann hefur tækifæri til að breyta samfélaginu sér í hag. Samkvæmt þessu ættu vel flestir að vera í gúddí fíling yfir launamun kynjanna, skólamálum og umönnunarmálum.
Ég ætla ekki að segja ykkur var nær.
En ég hugsa það pottþétt.
Árinn sjálfur.
![]() |
Félagskonur SFR með 25% lægri heildarlaun en karlar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hamfarablogg | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 9. september 2007
ERILLINN - TAKA TVÖ
Aftur var "Erill" vinurinn, á ferðinni hjá löggunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Útköll 120 og 40 manns handteknir.
Fyrir utan ofbeldi og önnur alvarleg hegðunarvandamál fólks í miðbænum, var slatti tekin við að brjóta flöskur, míga utan í veggi og svoleiðis smotterí.
Ég bíð enn eftir skilgreiningu á orðinu "understatement". Það kemur nefnilega aftur og aftur upp í hugann þegar fjallað er um geggjunina í miðbænum um helgar.
Mér finnst eins og þetta ástand sé orðið nokkurskonar náttúrulögmál í hugum fólks. Að það sé ekki hægt að breyta þessu og taka upp betri siði.
Ekki frekar en við breytum veðrinu.
Ójá
![]() |
Um 120 útköll hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 8. september 2007
Á MÓTI, Á MÓTI, ALLTAF Á MÓTI
Ég varð voða glöð þegar ég sá þessa frétt um að ríkisstjórnin hafi samþykkt að tillögu forsætisráðherra að verja 500 þúsund kr. í að samræma mismunandi útgáfur þjóðsöngsins.
Ég hélt í einlægni að nú ætti að laga þjóðsönginn að nútímanum og jafnvel leyfa öðruvísi flutning á honum.
Ég sá fyrir mér að nú mætti rapp´ann, rythm´ann, dans´ann, smell´ann, dúadúa´ann og djazz´ann. Ég gladdist alveg ógurlega mikið á meðan ég hélt að ríkisstjórnin hefði vaðið inn í nútímann með þennan sorgarsöng.
Nebb, minn misskilningur eins og sjá má þegar fréttin er lesin.
Annars er ég á móti þjóðsöngvum. En ég er líka á móti orðum og öðrum borgaralegum vegtyllum, á móti þjóðarrembingi og öllum nasjónalisma. Gott ef ég er ekki á móti skátafélögum líka. Sama máli gegnir um stúkur og leynifélög. Ég er rakið fífl.
Leiðinlegt fyrir Spaugsstofuna þetta með óguðvorslandið, þeir hefðu getað bítlað´ann.
Þíjúgæs.
Úje
![]() |
Mismunandi útgáfur þjóðsöngsins samræmdar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hamfarablogg | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 8. september 2007
"UNDERSTATEMENT" ÁRSINS
..ef það ástand sem lýst er í fréttinni er "mikill erill" hvað þarf að ganga á til að geðveikin í miðbænum kallist "alvarlegt og óviðunandi ástand"?
"Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglan hafði handtók yfir 40 manns í nótt og 14 manns dúsa nú í fangageymslum lögreglu. Að minnsta kosti sex voru teknir ölvaðir við akstur og þá komu upp fjölmörg fíkniefnamál og líkamsárásarmál. Að sögn lögreglu voru fjölmargir í bænum og ölvun mikil. Lögreglumenn úr sérsveit ríkilögreglustjóra störfuðu með lögreglu höfuðborgarsvæðisins við eftirlit í miðborginni."
Ég auglýsi eftir íslenska orðinu yfir "understatement". Maður þarf svo mikið að nota það, á þessum síðustu og verstu.
Æsjottðesjeriff!
Úje
![]() |
Mikill erill hjá lögreglunni í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 7. september 2007
KONA FRUMSÝND - ORÐALAG HVERS?
Nú er ég allt að því stúmm. Ég trúði ekki mínum eigin augum þegar ég las þessta frétt. Mikið rétt hún fjallar um að Clooney sé kominn með kærustu. Alveg er mér slétt sama um það og ekki orð um það meir.
En hvaðan kemur orðalagið "Clooney frumsýndi nýju kærustuna"?
Er það Mogginn sem er svona fullur kvenfyrirlitngar eða er það þýðandinn sem lét þetta fara svona frá sér athugasemdarlaust?
Nú myndi ég vilja fá svör.
Hér er bara tekið stórt stökk aftur til miðalda og það á einu föstudagseftirmiðdegi.
Arg hvað þetta er ósmekklegt.
No woman no cry.
Ójá
![]() |
Clooney frumsýndi nýju kærustuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 7. september 2007
MARGRAMANNASNÚRA
Þegar ég blogga um mína edrúmennsku þá kalla ég skriftirnar snúru. Edrúmennskan mín heitir s.s. snúra, þannig að það sé á hreinu hvað ég á við með hugtakinu. En mín snúra er ekki hér til umfjöllunar heldur allt það fólk, í baráttunni við sjúkdóminn alkahólisma, hvort sem áfengi eða vímuefni, eiga í hlut.
Sama hvort það rýkur, rúllar eða rennur, sagði ráðgjafinn minn á Vogi, sem er sérlega mætur maður og góður í sínu starfi. Ergo; það er í raun aukaatriði hvort fólk reykir dóp, tekur það í pillu-eða sprautuformi eða drekkur það. Afleiðingarnar eru alltaf skelfilegar fyrir alkahólista.
Samhjálp hefur haldið úti kaffihúsi sem mikið er sótt af utangarðsmönnum en einnig öðrum aðstöðulausum. Nú hefur henni verið lokað og ekkert húsnæði hefur fengist í staðinn. Mikil aukning hefur verið í aðsókn að kaffihúsinu (veitingastaðnum). Heimsóknir kvenna hafa t.d. aukist gífurlega.
Íslendingar byggja og byggja og stæra sig stöðugt af auðlegð sinni, bæði prívat og sem þjóð. Samt er það svo einkennilegt að þegar kemur að börnum, skólamálum, fjölskyldumálum almennt, sjúklingum og eldra fólki, svo ég tali nú ekki um þeim sem eiga við fíknisjúkdóma að stríða, þá verður þjóðarsálin nísk og allar opinberar hirslur skella í lás.
Mín ráðlegging til þeirra sem ráða er einföld. Hysjið upp um ykkur. Þessi litlu mál sem eru samt svo stór geta auðveldlega verið í lagi. Finnið húsnæði fyrir þessa bráðnauðsynlegu kaffistofu og það strax í gær, ef ekki fyrr.
Komasho.
ója
![]() |
Kaffistofu Samhjálpar lokað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hamfarablogg | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Föstudagur, 7. september 2007
ÉG ELSKA SVARTAN HÚMOR..
..en þarna er skotið yfir markið. Vó hvað þessi platósómi er dauður fyrir stjórnvöldum í Ástralíu og víðar (þ.e.a.s. sjónvarpsstöðin sem sviðsetti atriðið audda).
Þetta flokkast undir sjúklegan húmor.
En ég glotti smá.
Ég veit það,
ég er fífl.
Súmíandkikkmí
Úje
![]() |
Eftirherma bin Ladens komst inn fyrir öryggisgirðingu Bush |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr