Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vefurinn

Yfirlýsing til að róa íslenska þjóð

 11

Ég undirrituð lýsi því hér með yfir, til að slá á öflugar vangaveltur þess efnis að ég og minn heittelskaði munum flytja á Stór-Hafnarfjarðarsvæðið næstu 18 mánuðina, að planið hefur verið blásið af.

Þannig er mál með vexti að við vorum svona að gæla við hugmyndina um að flytja búferlum og nefndum það í bríari við einhvern að Hafnarfjörður gæti komið sterklega til greina sem búsetusvæði vegna nálægðar sinnar við berjamóinn í hrauninu.

Nú mun fólk vera í mikilli spennu og frústrasjón yfir þessum mögulegu breytingum á högum okkar.

En við erum sem sagt hætt við.

Ég ætla að safna hári og hugleiða í sumar og verð alveg bissí í því og húsband mun vinna fyrir okkur á meðan.

Þetta finnst mér mikilvægt að Íslenska þjóðin fái að viti.

Nánari skýringar á málinu fást hér.


Fréttir úr mollinu

Ég fór í Smáralind með Söru dóttur minni, en skírnarveisla stendur fyrir dyrum um næstu helgi.  Hún var að kaupa sér föt.

Ég keypti líka föt til að sýna henni stuðning.  Að sjálfsögðu.  En ekki hvað.

Ég þarf að fara að hætta að sjoppa, þetta er engan veginn viðeigandi.  Ég geng þvert á eigin reglur og haga mér eins og óábyrgur materíalisti.  Sem ég er ekki svona yfirleitt.

En ég geri auðvitað meira úr þessu en efni standa til.

Ég afrekaði líka að fara í sykurfall í mollinu.  Hreint dásamleg lífsreynsla. 

Afrakstur verslunarferðar:

Dásamlegir skór sem ég keypti í GS ég er búin að stilla þeim upp á stofuborðið og ég get horft endalaust á þá og dáðst að þeim.  Svartir með háum hæl, ökklabandi og fyrirkomulagi.

Kjóll og peysa, sem ég get ekki lýst nánar en amman verður að vera fín í skírnarveislunni.

Rosalega get ég verið yfirborðskennd.

En ég er afskaplega djúp að öðru leyti.

Ójá.


Í gargandi gír

 900

Dagur þverbrotinna prinsippa er senn á enda liðinn.  Hann var dásamlegur auðvitað og ævintýrin biðu eftir mér við hvert horn. 

Ég byrjaði og endaði í Hagkaup í Holtagörðum, eftir að hafa verið leidd burt í járnum eftir grun um mögulegan búðarþjófnað.  Ekki alveg, en nærri því.  Við tökum þetta í réttri röð.

Ég skveraði mig til, fór í hálæana, úr þeim aftur, speglaði, greiddi, málaði, skipti um kjól, fór úr honum aftur (búðarferð er biggdíl, þegar maður hefur varla farið út í viku vegna hita).  Ég sættist á dásamlegan kjól sem dró fram massaðan og fagurlimaðan líkamann.  Þegar ég gekk inn í verslunina, stoppuðu allir, hálsar snérust og það heyrðist hvíslað úr öllum áttum; þarna er hún, þarna er hún.  Nokkrir féllu í öngvit.

Ók, taka tvö.  Ég fór í Hagkaup með miða, verslaði eins og motherfucker, og á leiðinni út, pípti á mig í hliðinu.  Í fyrsta sinn á ævinni.  Mér fannst þetta spennandi, enda blásaklaus, til tilbreytingar, og ég spjallaði glaðlega við öryggisverðina sem höfðu nálgast mig ógnandi.  Sá ég glitta í gasbrúsa?  Ók, þetta var misskilningur, konurnar fóru yfir málið og báðu mig afsökunar.  Mér varð litið á húsband.  Hann var rauður í framan, svona vandræðalegur.  Þá rann upp fyrir mér að það er ekki sniðug hugmynd til félagslegs samneytis að láta taka sig á þjófapípinu.  Frrrrusssss!

Ég hundskaðist út í bíl.  Afskaplega glöð og ánægð.  Það fer ekki langri sögu af gleði eiginmannsins, en hva, ég skemmti mér.

En ég vildi bara segja ykkur að ég keypti mér stórar náttbuxur, örugglega í karladeildinni, ég veit það ekki, stórköflóttar og þær eru þægilegar.

En það er óþægilegt að ganga fram hjá spegli.  Mér bregður.  Ég garga.

Okí?

Cry me a river.

Líf mitt er vonderfúll.


Taumlaus grimmd og villimennska

Það er því miður gömul saga, að konur eigi börn með föður sínum sem afleiðing af kynferðislegri misnotkun.

Ég get eiginlega ekki hugsað um þennan mann í Austurríki, því hann er svo mikið villidýr.  En því miður er hann ekki sá eini.  Hvað veit maður hversu margar konur eru undir hælnum á ofbeldismönnum og enginn veit neitt, eða þá að fólk þorir hvorki að æmta né skræmta?

Korteri eftir að fréttin komst í fjölmiðla var byrjað á sama gamla söngnum.  Hvað með mömmuna?  Vissi hún virkilega ekki?  Athyglin á konuna, því hún "gerði" ekki neitt.  Ég skil alveg að fólk beini sjónum að hennar þætti, en ég veit nógu mikið um heimilisofbeldi til að skilja að þessi kona er auðvitað þolandi mannsins, eins og dóttir hennar.  Það er hægt að halda fólki í heljargreipum óttans, án þess að múra það inni. 

Í hvert skipti sem upp kemst um misnotkun á konum og börnum, er það sigur, áfangasigur, en sigur engu að síður, því svo margir þjást í þögninni og geta ekki leitað sér hjálpar af ýmsum orsökum.

Karlmenn á Íslandi hafa gert dætrum sínum börn með því að nauðga þeim.  Ójá, þetta er ekki eitthvað sem gerist bara í útlöndum.  Sennilega eru flestir búnir að átta sig á því.

En þarna eru þolendurnir svo margir og hryllingurinn svo langvarandi að það er ekki einu sinni hægt að ímynda sér hvað allt þetta fólk hefur gengið í gegnum.


mbl.is Norsk kona eignaðist þrjú börn með föður sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkamál.is

Hvað er deitmenning, eða stefnumótamenning?  Er hún til?  Hm.. Hvernig fólk kynnist er að minnsta kosti með dálítið öðrum hætti en þegar ég var og hét.  Í hringiðunni sko.

Vinkonur mínar sem hafa prufað "blind" stefnumót og slíkar meldingar á milli manna, hafa sagt mér ótrúlegar sögur af furðulegum uppákomum.

Ein fór til að hitta mann sem hún hafði talað við nokkrum sinnum í síma.  Þessi maður sem var að eigin sögn "mjög svipaður Banderas í útliti, en með aðeins ljósara hár" reyndist vera nákominn ættingi hringjarans í Notre Dame, að vísu albínói, en ættingi samt,  ekki að útlitið hafi verið númer eitt til tíu.  Kjaftæði.  Auðvitað skiptir útlit fólks máli, kommon, en það er ekki til siðs að segja það.  Konan snéri við í dyrunum og lét skrímslið aldrei sjá sig.

Ein gerði það sér til dundurs lengi vel að hanga inni á einkamálum.is og kynntist þar hverju sýnishorninu af öðru í formi lygara og kverúlanta.  Giftir menn, perrar og giftir menn og nýfráskildir menn í kreppu.

Áður en einhver fer á límingunum þá er ég bara að segja frá þeim sem voru ekki í lagi.  Veit ekkert um alla hina sem eru jafnvel á stefnumótaþráðum af því þeir eru ekki á börum bæjarins á veiðum.

Ég er af gamla skólanum.  Ég færi aldrei inn á svona vefi.  Fyrir mér eru þeim hámark plebbismans.  Í mínu ungdæmi drakk maður sig fullan, fór á séns og lét sig svo hverfa þegar af manni rann.  Miklu menningarlegra og uppbyggilegt með afbrigðum. (Ég er að ýkja, ekki hringja á siðferðislögregluna).

Og nú er Jennifer Aniston undir fölsku flaggi á einkamálavef.  Að leita að manni.  Mikið rosalega held ég að möguleikar hennar til að finna ástina á þessum vettvangi séu litlir.  Zero, nada, eins og nál í heystakki.

Hvað varð um fyrirbærið kona hittir mann fyrir tilviljun, þau fara út að borða, í bíó eða bara út að labba?

Mikið svakalega er að verða vandlifað í heiminum.

Úje.


mbl.is Undir fölsku flaggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dulbúin auglýsing á Mogga - ekki kúl

Fjarskiptafélagið Nova er með auglýsingu á síðunni minni og ég sit uppi með það eins og aðrir Moggabloggarar, hvort sem mér líkar betur eða verr, nema að sjálfsögðu að ég greiði fyrir að hafa auglýsinguna úti.  Það dettur mér ekki í hug að gera og því er hún þarna og gargar á mig í hvert sinn sem ég fer inn á síður, á annars ágætu bloggsvæði Moggans.  Annars líð ég ekki beinlínis fyrir þetta, en þið vitið hvað ég meina.

En við misstum hana Betu Rónalds, vegna þessa.  Það er súrt. 

En halló Mogginn!  Það er ekki góð blaðamennska er það að skrifa "fréttir" sem eru ekkert annað en auglýsingar.

Þarna er ný gjaldskrá og fyrirkomulag símafélagsins tíundað í þessari mjög svo vafasömu frétt.

Ef Bónus lækkar verð á kjötfarsi eða gefur blöðrur, á ekki að birtast frétt um það, samkvæmt þessari hugmyndafræði?

Og ég blogga við fréttina.  Fíbbblið ég en ég get ekki stillt mig.

Mér finnst þetta alveg ferlega hallærislegt.

Nóva, Smóva, þið platið mig ekki.  Ég er hjá Hive.

Þessi færsla er í boði Vodafón.

Nei djók.

 


mbl.is Ekkert gjald fyrir símtöl innan kerfis Nova
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei!

 nada

Aðalfréttin í Danmörku í dag er um hundinn hennar Möggu drottningar, sem varð fyrir bíl og slasaðist.

Halló, auðvitað hef ég samúð með dýrinu en rosalegt hype er þetta í sveltandi heimi.  Einn hundur á slysó og Danmörk bara í frussandi  hýsteríu.  Það er eitthvað að þessari forgangsröðun.  Svíar eru svona drottninga- og kóngaóðir líka.  Jafnvel þó því væri trúað um árabil að sjálfur kóngurinn væri eitthvað heftur.  Hann reyndist svo ekki vera það, er bara seinn til og fælin, sem mér finnst vel sloppið komandi undan nánustu ættingjum sínum.  Samkvæmt einræktun í kóngafjölskyldum ætti allt þetta lið að vera hálfvitar og rúmlega það.

Annars var Gurrí að skrifa um meðvirkni.  Sumir misskilja það hugtak geypilega og heimfæra samúð og samkennd upp á meðvirkni og sjúkdómsgera eðlilega hjálpsemi við fólk.

Einu sinni var aðalmálið að læra að segja nei og fólk fór á námskeið til að fullnuma sig í þeim hæfileika.  Það átti að slá á meðvirknina.  Ég þekkti nokkra sem rifu sig á viðkomandi fræðslu og urðu gjörsamlega óþolandi á eftir.

Geturðu rétt mér kaffið? Nei! Villtu gefa mér eld?  Nei! Geturðu svarað í símann, ég er í baði?  Nei! Ég er fótbrotin, villtu hringja á sjúkrabíl? Nei!

Ef þetta er ekki sjúkt, þá er ég mamma mín.

Maður má ekki fella tár yfir óförum annarra þá heyrast ramakvein í sérfræðingunum sem helda að þeir séu með fræðin á hreinu: "Ertu að grenja, djöfull ertu meðvirk."

Jájá.  En eitt er á hreinu, ég er ekki meðvirk með hundinum hennar Möggu, það eru aðrir í því.

Skiljið þið mig?

NEI!

Farin að lúlla.  Ójá.

 


mbl.is Ekið á hund Danadrottningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atli Húnakonungur

Gas-gas-gasmann eða Atli Húnakonungur með piparúðann var að beita honum "rétt".  Hann var að beita honum eins og gert er í löndunum "sem við berum okkur saman við".  Hvaða lönd geta það mögulega verið? 

Hvaðan var Atli Húnakonungur ættaður?  Mongólíu held ég.

Ber löggan sig saman við USA, Ísrael, eða Írak við beitingu piparúða?

Ef þessi froðufellandi geðveiki sem löggumaðurinn virtist haldinn er að erlendri fyrirmynd, þá held ég að við ættum að bera okkur saman við aðrar þjóðir sem eru ögn mannúðlegri í framkomu.  Eða (guð hjálpi mér) setja okkar eigin reglur um meðferð á fólki við þessar aðstæður.

Það er gott að lögreglan ber ekki skotvopn.  Er að hugsa um manninn í NY sem löggan þar skaut og var óvopnaður.  Það var verið að sýkna lögregluna.

Ég er heitur andstæðingur ofbeldis en ég geri mér grein fyrir því að við ákveðnar aðstæður þarf lögreglan að geta gripið til örþrifaráða og beitt þá fyrir sig þessum andskotans piparúða.

En ég þori að éta hattinn upp á að þarna var notkun eiturgass engin nauðsyn.

Ég er enn með martraðir út af Atla.

Ég vil ekki mæta honum í myrkri.

Góðan og ofbeldislausan dag.


mbl.is Rétt aðferð við beitingu piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pjúra, andskotans aukaverkanir!

Þegar kjöraðstæður myndast, eins og núna, þegar bílstjórar mótmæla og löggan hagar sér eins og fífl, skríða smámennin úr holum sínum og reyna að nýta aðstæðurnar til að fá útrás fyrir ofbeldiseðlið.

Þetta er eins og með lyfin.  Pjúra aukaverkanir.

Það ætti að skammast sín, fullorðna fólkið sem notaði aðstæður í gær, þegar mótmælt var og í dag þegar bílstjórar ætluðu að sækja bíla sína, að fara fram með ofbeldi.

Svo er mér sagt að fréttakona á Stöð 2 hafi heyrst í beinni útsendingu á útvarpsstöð, gera tilraun til að sviðsetja fréttir.  Það er alvarlegt mál.  Skelfilega alvarlegt mál ef rétt reynist.

Það mál hlýtur að verða skoðað.

En það er einhver ofbeldisalda í loftinu, fjárinn hafi það.

Væri hægt að fara fram á það við lögreglu og borgara að sína á sér betri hliðina?  Þetta ofbeldi er gjörsamlega óásættanlegt.  Hefur fólk aldrei heyrt talað um aðferðir Ghandis?

Harmurinn er að við Íslendingar erum nýskriðnir út úr torfkofunum og kunnum ekki einu sinni að haga okkur í mótmælum.  Eða, eins og ég sé það, löggan og sumir borgarar kunna ekki að haga sér. 

Löggan ætti að vita hvað 2 ára barnabarnið mitt er hrifið af þeim.  Jenný Una ber svakalega virðingu fyrir löggunni, "aþí þeir passa böddnin ef þau týnast".

Þessi þjóð er ekki nógu kosmópólítan.  Það lagast ef við göngum í EvrópusambandiðWhistling

Jeræt.

 

 


mbl.is Ráðist á lögregluþjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamslausar sumarkveðjur

 laughingsunGleðilegt sumar ALLIR.  Enginn er undanþeginn einlægri ósk minni um gleðilegt hlýtt og fallegt sumar ykkur til handa.  Megi ævintýrin og hamingjan ofsækja ykkur fram á haust.

Ég er að pæla í trú.  Ég er að pæla í Guði.  Ég á mér nefnilega minn prívat guð og hann er ekki viðkvæmur fyrir dyntum mínum og óþolinmæði.  Hann sér ekkert athugavert við ótta minn á trúarnötteríi og öðrum ofstæki.  Sé guð sáttur þá er það í lagi, "take a chill pill good people".

Ég var að lesa fram á rauða nótt.  Bók Ingibjargar Haraldsdóttur, "Veruleiki draumanna".  Ég varð fúl þegar bókinn lauk, vildi lesa meira um þennan frábæra kventöffara sem fór í kvikmyndanám til Moskvu á sjötta áratugnum og bjó síðan á Kúbu.  Konan er snillingur, hún er rithöfundur af guðs náð og hélt mér fanginni frá fyrstu blaðsíðu til þeirrar síðustu.  Nú þarf ég að negla mig yfir ljóðin hennar.  Ráðlegg ykkur að lesa þessa bók.  Lesa, lesa, lesa.

En aftur að trúarpælingum.  Ég er í áreynslulausu sambandi við gussa.  Þegar ég leggst til svefn er ég oftast alveg dauðþreytt, en af því ég var alin upp við að fara með bænaromsu, þá finnst mér að ég þurfi að gera það alltaf.  Þetta er eins og að vera með brunatryggingu, maður borgar iðgjaldið, ef ske kynni.  Varnaglarnir skiljið þið.

En svo díla ég við minn æðri mátt.  Ég segi við hann þegar ég legst á koddann:

Guð, ég ætla að díla við þig.  Ég sleppi "vertu guð faðir", "faðirvorinu" "vertu yfir" og ég tek æðruleysisbænina.  Ég tek romsuna seinna.  Erum við sátt með það?  Ennþá hefur ekki komið mótmælamúkk að ofan.

Guð gefi mér æðruleysi

til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,

kjark til að breyta því sem ég get breytt

og vit til að greina þar á milli.

Í votta viðurvist hef ég lokið bænum dagsins.  Í kvöld er mér frjálst að sofna bænalaus og með saurugar hugsanir í höfðinu.

Later!

Eintóm hamingja ykkur til handa.

Újeeeeeeeeeeee


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2987751

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.