Færsluflokkur: Vefurinn
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Á geðdeild
Stundum þegar ég les blogg, hlusta á fréttir eða bara á samræður við fólk, heyrir maður eitthvað sem snertir í manni streng, vekur upp minningar, misgóðar auðvitað.
Nimbus bloggar um þunglyndi.
Árni Tryggva skrifaði bók um þunglyndi.
Ein mín besta vinkona hefur þjáðst af þunglyndi og tekist af miklu hugrekki á við það.
Hallgerður bloggvinkona mín bloggaði um þunglyndi.
En hún ég, sem er með greininguna þunglyndi, þó greining í sjálfu sér segi ekki nokkurn skapaðan hlut, hef þjáðs af þunglyndi, að því marki að ég tel mig heppna að vera hérna megin grafar.
Ég blogga um alkahólisma, minn auðvitað, batann og annað því tengt, en ég hef ekki bloggað um þunglyndi. Það gerir mig, dapra (verulega passandi orð).
Ég hef lyf við mínu þunglyndi og núna er ég fín, en ég veit satt að segja ekkert hvort þessi sjúkdómur er orsök, afleiðing eða hliðarbúgrein við alkahólismann. Mér er slétt sama. Ég veit bara að það er ekki nokkur leið að útskýra líðan mína þegar mér leið hvað verst.
Að taka ákvörðun um að fara í sturtu var tveggja daga prósess. Þannig að ég var stöðugt á leiðinni í sturtu og eins gott annars hefði ég verið illa lyktandi þunglyndissjúklingur. Að gera einfalda hluti var mér um megn nema með meiriháttar undirbúningi.
Ég var hrædd við símann, hrædd við fólk, hrædd við lífið og ég læddist um. Hjartað barðist um í brjóstinu þannig að mér fannst ég vera að deyja í verstu köstunum.
Reyndar fannst mér tilhugsunin um dauðann nokkuð sjarmerandi, en ég hafði ekki orkuna til að framkvæma verknaðinn.
Ég fór á dagdeild geðdeildar um tíma og mér leið eins og ég væri komin á leikskóla.
Ég lá inni á geðdeild í tvígang fyrir rúmum áratug eða svo. Það skelfilega við þá innlögn var þegar ég uppgötvaði að mig langaði ekki út. Lífið hlýtur að sökka þegar vera á geðdeild er ákjósanlegur kostur í stöðunni.
En nú er ég fín. Ég veit ekkert hvað triggeraði sjúkdómnum en ég hef ákveðna kenningu um það. Mörg áföll, hvert ofan í annað geta gert kraftaverk í hina áttina.
En eitt veit ég, að ef ég ekki held mér edrú og í bata frá áfengissýkinni, þá er þunglyndið mætt á dyrapallinn eins og maðurinn í morgun.
Þá er þetta komið á blað. Tímabært og flott að koma þessu frá sér.
Lífið er bjútífúl and só am æ.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Mánudagur, 21. apríl 2008
Að blogga nafnlaust!
Ég er hugsi. Hm... var að horfa á fína umfjöllun í Íslandi í dag og nafnlausa bloggara. Og hinsegin líka reyndar.
Ljótu athugasemdirnar sem koma undir nafni þekki ég vel, bæði í mínu kommentakerfi og annars staðar. Samt vil ég ekki loka fyrir óskráða bloggara, því margir sem eru ekki með Moggablogg koma oft með skemmtileg innlegg í umræðuna.
En, það er ekki eins og maður sé stráheilagur svo sem, undir nafni og allt. Það er ágætt að fá svona áminningu í formi umræðu.
Á að blogga nafnlaust? Það er erfið spurning. Sumir kjósa að blogga nafnlaust og eru engan að meiða, hafa bara sínar ástæður fyrir nafnleysinu. Ef Mogginn myndi t.d. banna nafnleysingja, þá hyrfi fullt af fínum bloggurum.
En svo eru það þeir sem í skjóli nafnleysis láta vaða á síðunum sínum, í kommentakerfum og þeir vita sem er, þrátt fyrir að hægt sé að rekja ip-tölur þá er það ekkert í hendi. Ég held að það þurfi dómsúrskurð.
Hm.. hvað finnst fólki?
Með og á móti, komasho.
Föstudagur, 18. apríl 2008
Frummaður - sorrí
Mér finnst vont að verða að játa það hér, en ég geri það samt.
Hin Norðurlöndin, eru alla jafnan með mun meiri félagslegan þroska en við villingarnir, snillingarnir á Íslandi.
Ég get verið ruddi, ég veit það, einkum og sér í lagi þegar mér hitnar í hamsi. Mér hitnar í hamsi þegar ofbeldi og misnotkun á fólki, einkum konum og börnum, ber á góma.
Mér eru sendar kveðjur, undir rós stundum og svo með beinum persónulegum árásum í kommentakerfinu. En það er ekki öðruvísi en við er að búast. Málefni um vændi, mansal og allt sem því viðkemur, vekja heit viðbrögð þeirra sem sjá "frelsið" myndbirtast í niðurlægingu fólks.
Frelsi til að kaupa konur, frelsi til að horfa á klám, frelsi til að haga sér eins og frummaður (frummaður fyrirgefðu að ég geri þér skömm til).
Mér finnst fínt að ræða þessi mál, fá fram viðbrögðin, líka þessi sem er beint að persónu minni, því það segir mér hvað fólk er tilbúið að leggjast lágt, í stjórnlausri bræði.
Ég tek svona athugasemdir ekki alvarlega nærri mér, amk. ekki nóg til þess að ég þagni.
En hvað um það. Ég er auðvitað að æra óstöðugan með því að blogga um þetta hitamál, en ég vona að helgin blási fólki í brjóst málefnalegum hugsanagangi, áður en þeir æða fram á bloggvöllinn.
Mikið andskoti eru Norðmenn þroskaðir og vísir, að gera kaup á kynlífsþjónustu refsiverða, svo að segja á sama tíma og við leyfum allan pakkann.
Ójá, það var víst gert í skjóli nætur undir því yfirskyni að koma vændinu upp á yfirborðið.
Er það ekki fljótandi á yfirborðinu nú þegar? Það hlýtur að vera.
Til hamingju Norge.
![]() |
Kaup á kynlífsþjónustu gerð refsiverð í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 17. apríl 2008
Í höfuðið á mér
Stundum verða martraðir manns ljóslifandi í raunveruleikanum.
Stundum er ég sjúklega hrædd um að deyja, reyndar mun minna núorðið eftir að ég varð edrú. En mæómæ, hvað ég gat gert mér lífið erfitt.
Þegar ekki er haldbær innistæða fyrir óttanum sem heltekur mann þá er gott að geta gripið til einhvers sem mögulega gæti gerst.
Ég truflast úr hræðslu ef mér verður hugsað til hjartans í mér. Ég meina, kommon, það er búið að slá í 56 ár, án þess að hvíla sig í eina sekúndu. Ef ég fer að velta mér upp úr því og bæti við dassi af staðreyndum, ég reyki, ég er sykursjúk, ég er "alki on the rebound", ég hreyfi mig á milli stóla (nei, annars, rúlla mér um á sama stólhelvítinu, elda meira að segja sitjandi. Ok,ok,ok, ýkjur) og kransæðastífla í famílíusögunni, þá finnst mér að líffærið hljóti að fara að gefast upp þá og þegar og það, gott fólk, heldur fyrir mér vöku. Ég tel slögin, svitna og bíð eftir að krumla dauðans læsist um hjarta mitt.
Nú, það má grípa til annars óbrigðuls ráðs þegar maður þarf að vera hræddur. Ég mæli einmitt með því að sjá fyrir sér að það detti eitthvað af himnum ofan. Allt frá flugvélum til skrúfa og og skrúfjárna úr verkfærakassa vélarinnar til geimsteina og stjörnubrota. Það eru kannski lágmarks líkur á því, en það hefur gerst og þegar ég er í hræðslufóbíu, þá er ég viss um að ég sé óheppnasta mannvera í heimi. Hreinræktað og náttúrulegt úrtak af eintaki sem fellur beint undir "Murphys law".
Svo má bíða eftir að skordýr komi á svæðið, að einhver hafi smyglað inn spordreka frá Grikklandi og að sá komi óboðinn í heimsókn. Við tilhugsunina veit ég ekki hvort er verra, að sjá kvikindið eða vera bitin af því. Hér má líka setja inn slöngur, Tarantúlur, morðóðar Býflugur og annan óþverra eftir þörfum eða p.n.
Ég hef langa reynslu af því að vera skelfingu lostin. Ég býð ykkur upp á hugmyndir. Tek bara lítilræði fyrir. Bara fyrir kostnaði.
Njótið vel.
Mufokkingha.
![]() |
Járnstykki féll af himnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Heimskulegar spurningar
Hallgerður bloggvinkona mín skrifaði skemmtilega færslu sem oftar, í dag.
Hún fékk mig til að fabúlera um óþarfa spurningar.
Einu sinni átti ég bók (Mad) sem hét snappy answers to stupid questions. Sú var dásamleg.
En það eru þessar spurningar sem vaða uppi og eiga ekkert erindi. Eru eyðsla á tíma og orku og valda pirringi sem er nú ærin fyrir.
Eins og:
Ég er komin í kápuna, búin að hengja mig í treflinum, troða á mig nefhlíf, hönskum, húfu og eldingavara og einhver spyr: Ertu að fara eitthvað?
Ég fæ ljósakrónu í höfuðið, ligg veinandi á gólfinu með blóðpoll undir mér, beinflísar úr höfuðkúpu liggja eins og hráviði út um allt gólf og einhver spyr: Meiddirðu þig?
Ég vinn stóra Lottópottinn í beinni útsendingu, ég hoppa hæð mína, öskra og garga af hamingju og blæs í lúður og einhver spyr: Hvernig líður þér?
Ég geng úti með vinkonu og ég hitti manneskju sem ég hoppa upp um hálsinn á, kyssi knúsa og rugla hárinu á og vinkonan spyr: Þekkir þú þessa?
Ég ligg í djúpum svefni og hrýt þannig að það heyrist til Hornafjarðar, slefa í djúpsvefni og sýni engin merki um að vita í þennan heim né annan og "einhver" spyr: Ertu sofandi?
Ég sit og tala í síma þannig að það stendur bunan út um munninn á mér, ég sveifla höndum, tala hátt og er að kafna úr fjálgleika og sá sem kemur aðvífandi kallar hátt til að yfirgnæfa rödd mína: Ertu í símanum?
Nei nú er ég farin að urlast.
Ætla að reyna að sofna.
Eruð þið að lesa þetta?
Segi svona.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Þriðjudagur, 15. apríl 2008
"Sounds like a plan"
Í gegnum allar mínar megrunarkúra hef ég lært amk einn hlut. Kíló eru afstæð. Ég hef heldur aldrei orðið vör við að tvær baðvogir væru eins. Það munar alltaf helling af grömmum, gott ef ekki kílóum. Þá velur maður út þá vog sem vigtar minnst og ættleiðir hana.
Nú á að endurskilgreina kílóið og þá ætti maður að geta notið þess að lifa.
Annars á ég vinkonu sem hefur verið í megrun nánast frá fæðingu. Hún hefur gert megrun að listrgrein og sérfræðiþekkingu. Hún hefur svo mikla skömm á orðinu kíló að hún getur ekki sagt það. Í staðinn segir hún kóló. Það er eitthvað svo fyndið en sick að heyra hana segja; "ég er örgla búin að fitna um ein 5 kóló yfir jólin". Krúttkast.
Kannski verður þetta endurskilgreint á persónulegum level. Mín kílóþyngd yrði prógrammeruð inn í mína einkavog og vei þeim óviðkomandi mannfjanda () sem stigi á hana. Vogin gæti þá sent frá sér svipuð hljóð og þjófavörn í bílum gefur frá sér. Sounds like a plan?
Það er dásamlegt að liffa á upplýstum tímum þar sem hægt er að endurskilgreina allan fjárann.
En..
Jenný Una var lasin heima í dag, en fékk að koma til ömmusín til að brjóta aðeins upp daginn.
Hún varð smá pírí og fór inn í svefnherbergi og lagðist í rúmið mitt.
Amman lagðist hjá henni og strauk henni yfir kollinn en barn vildi ekkert með ömmuna hafa.
Amma é fer í mitt rúm. Þú ert alltaf að trufla mér og fikta mér.
Amman: What (eða þannig)???
Jenný: Þú ert alltaf að trufla fólk! (Ætli barn sé orðin læst og farið að lesa bloggið mitt?)
og svo stundu síðar:
Amman: Jenný mín hvað ertu að gera? (Barn að bardúsa í pottaskáp ömmunnar).
Jenný: É er að gera fyrirkommulag!
Niðurstaða: Ég held að ég verði að hætta fyrirkomulags notkuninni um hríð.
Hehemm, eru börn eins og svampar?
Það er eins gott að blóta bara á blogginu, Jenný Una heyrir afskaplega vel.
Dem, dem, dem.
![]() |
Kílóið endurskilgreint |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 13. apríl 2008
Lítill drengur sem var
Sumir dagar eru á röngunni. Ég vakna og það malar eitthvað í magagrópinni eins og villidýr sem er við það að losa svefninn og ætlar svo á mig, éta mig upp til agna.
Svona líður mér stundum og ekki misskilja mig, ég á ekkert bágt, ég held að þetta sé normal ástand hjá öllum sem hafa lífsreynslu að baki í einhverju formi.
Samt verð ég alltaf svo hissa. Ég er nefnilega búin að vera fórnarlamb, búhú-kona og tárafrömuður og ég hef fyrir nokkuð löngu síðan kastað öllum þessum hækjum og afsökunum fyrir að hreyfa ekki á mér minn eðla afturenda, út í hafsjó.
Þess vegna finnst mér ekki að mér eigi að líða illa, eða undarlega og vera döpur. Það er allt með besta móti í kringum mig og ég er kona með forréttindi þeirra sem hafa sloppið fyrir horn.
Nú hef ég hins vegar ákveðið að veita mér þau sjálfsögðu forréttindi að vera döpur. Þó ég hafi ekki grænan grun um hvers vegna ég er það einmitt í dag. Og þó, kannski veit ég það, fortíðin kemur stundum upp að manni, óforvarandis, og það getur verið svo andskoti sárt.
Mig dreymdi lítinn dreng sem heitir Aron Örn og var annað barnabarnið mitt sem fæddist. Hann lifði í 3 mánuði. Okkur sem hlut áttum að máli hefur lærst að lifa með missinum og ég hélt satt best að segja að með sáttinni væru draumarnir hættir að koma.
Þessi draumur var svo sterkur og raunverulegur að ég varð miður mín yfir að vakna.
En svona er lífið. Það er ekki alltaf upp á bókina.
En ég tóri. Ég verð orðin glöð á morgun, jafnvel eftir klukkutíma.
Þannig er nú það. Ég á svo margt að lifa fyrir.
Og nú er ég hætt, áður en þessi færsla fer í vaskinn.
Stundum er ágætt að deila með sér reynslu.
Föstudagur, 11. apríl 2008
Ég er vissulega enginn trukkur.. en!
Ég er því miður ekki trukkur, þó öflug sé, en væri ég það myndi ég blokkera allan andskotann þangað til að það væri orðið lífvænlegt í þessu þjóðfélagi fyrir alla. Einkum og sér í lagi fyrir börnin okkar, bæði þau heilbrigðu og þau sem þurfa sérstaka þjónustu vegna veikinda og fötlunar.
Vörubílstjórarnir kveiktu á perunni hjá mér, þessari sem ég hélt að væri slokknað á, að eilífu amen.
Þrátt fyrir að hafa skoðanir á öllu mögulegu og vilja breyta og hamast eins og mófó, held ég að ég sé ekki hótinu skárri en þeir sem hafa sigið endanlega niður í sjónvarpssófann. Þ.e. þessir sem eru örmagna af þreytu og hafa ekki únsu af baráttuþreki afgangs eftir vinnu. Ég skil þá vel.
Nú lýsir peran mín sem aldrei fyrr, ég er nefnilega búin að átta mig á því að það er hægt að gera ýmislegt til að kalla fram breytingar, fyrir utan að ganga að kjörborðinu. Reyndar er ég dálítið þreytt á að kjósa og sjá litlar sem engar breytingar. Sömu jakkafötin með mismundandi litavaríasjónum í bindunum bara.
Maður getur rifið kjaft, skrifað bréf og lagt sig flatan fyrir framan hin ýmsu ráðuneyti. Verið lifandi andskotans verkur í afturenda valdamanna. Er það ekki frábært? Hversu mikil byrði er hægt að vera? Trúið mér, það er hægt að vera svo óendalega þreytandi, að það gæti flutt fjöll, breytt árfarvegum og stöðvað úrkomur.
Nú er að safna liði og stofna hreyfingu hinna borgaralega óhlýðnu uppáþrengsla.
Lífið er dásamlegt.
Og ég verð sár ef þið fáið ykkur ekki dagsskammtinn hérna frá krossakórnum.
Úje og spila.
![]() |
Bílstjórar fresta aðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 10. apríl 2008
Ég er ekki perri :)
Ég horfi ekki á Mannaveiðar í sjónvarpinu og mér líður eins og ég sé perri. Það eru allir að tala um þennan þátt og flestir að kafna úr hrifningu. Só?? Ég ákvað nefnilega fyrirfram að hann væri glataður. Sparar tíma en stundum veðjar maður á rangan hest. Lítið við því að gera.
Ég var ekki fyrr búin að hella úr skálum reiði minnar vegna drottningarviðtala við stjórnmálamenn, um leið og ég sæmdi Helga Seljan, sokkabandsorðunni fyrir vasklega framgöngu, þegar hann talaði við ISG í Kastljósi þriðjudagsins, þegar allur pakkinn var rekinn ofan í kokið á mér í kvöld.
Hvað haldið þið?. Ísland í dag og Kastljósið voru með vinsælasta mann Íslands, þessa dagana, Kristján Möller, í yfirheyrslu. Það er greinilega eitthvað í loftinu, fólk sennilega að vakna af vetrardvala, því nú var gefið í Kristján á báðum stöðum. Sigmar í Kastljósi og Svanhildur og Sölvi (sem Kári í Erfðagreiningu segir að sé með stórt typpi, hann hefur sko séð hann í sundi), hjóluðu í karlinn og létu hann ekki sleppa billega. En maðurinn kann ekki að skammast sín. Honum finnst hann í alvöru Guðs gjöf til íslensku þjóðarinnar.
Ætli það sé einhver vírus í loftinu, eða kemísk efnasamsetning, sem treður sér undir húð sumra sem komast til valda á þessu landi? Sumir valdhafar snarsnúast í skoðunum og það hlýtur að vera vont að hafa skrifað grein fyrir tveimur árum eða svo sem gengur algjörlega á skjön við það sem viðkomandi stendur fyrir í dag og það án þess að maðurinn telji sig hafa skipt um skoðun.
Ég skiletta ekki enda ekki nema von, ég skil ekki einu sinni sjálfa mig.
Ergo: Ég held mér saman til morguns en þá bíða ný pirringseliment, gleðiefni og uppákomur.
Og ég tek þátt í því, bölvið ykkur upp á það börnin góð.
Nigthy, nighty.
Vefurinn | Breytt 11.4.2008 kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Óminni alkans
Það er til marks um hvað ég var í tómu tjóni á fyllerísárunum, að ég varð mjög hissa þegar ég sá að bloggið væri 2 ára. Ég hélt að bloggið á Mogganum væri búið að vera við líði til margra ára.
Þannig að bloggið er aðeins eldra en edrúmennskan mín. Kostulegt hvað margt hefur farið fram hjá mér í "víninu".
Þegar fólk innbyrgðir áfengi og pillur eins og ég gerði, þá er stöðugt óminni það eina sem maður gengur að nokkuð vísu.
Eftir að af mér rann hef ég fengið sannanir á færibandi fyrir þessu. Ég get horft á flestar bíómyndir frá 2003 og fram að meðferð, eins og ég sé að sjá þær í fyrsta sinn. Það er plús. Mínusinn er að húsband spyr aftur og aftur, alveg forviða; "ertu að segja mér að þú munir ekki eftir þessari mynd"? og ég alveg; nei, ég man andskotann ekkert eftir henni, hættu að spyrja. ARG". Honum finnst ég gangandi frávik mannsheilans.
Og bækurnar sem ég las. Jesús minn. Ég er að segja ykkur frá mega sparnaði hérna. Ég ástundaði auðvitað mín bókarkaup í ruglinu, eins og ég var vön, og las. Og ég las. Enda þurfti ég stundum að negla mig niður í bækur, gleyma mér, svo ég missti ekki vitið. Ég held að ég hafi notið bókanna, en ég man það ekki. Því hafði ég nóg að lesa, fyrsta edrúárið mitt. Efni bókanna hringdi ekki bjöllum, hvað þá meira.
Svo eru allir "litlu" hlutirnir sem duttu úr hausnum á mér. Við hverja ég hafði talað. Hverju ég hafði logið til að flikka upp á ástandið og blekkja mína nánustu, til að halda andlitinu. Öll samtölin sem fólk hefur vísað í og ég man ekki rassg... eftir. En ég sný þessu upp í gamanmál, enda ekki til annars en að hlægja að þessu, nema ég gráti auðvitað, en ég er löngu búin að gráta út minn kvóta í lífinu.
Að lokum, til merkis um sjálfsblekkinguna og þá staðreynd að maður trúir því staðfastlega að enginn viti að maður er alltaf fullur og í tómu tjóni.
Ég talaði við Dúu vinkonu mína, sem var ein af þeim sem alltaf stóð með mér, var til staðar fyrir mig án þess að leggja mér lífsreglurnar og beið bara róleg eftir að ég áttaði mig.
Samtal:
Alkinn ég: Dúa; veistu, ég held að ég sé alkahólisti!!!
Dúan: Já er það?
Eftir að samtalinu lauk, henti Dúa sér í vegg. Eins og ástand mitt hafi farið fram hjá henni eða nokkrum öðrum sem var í sambandi við mig. En ég elska hana fyrir að hafa ekki sagt neitt á þeim tíma. Ég hefði bara farið að gráta.
Ég elska þig Dúskurinn minn.
Lífið er eitt stórt andskotans kraftaverk. Þrátt fyrir snjó á miðju vori.
Allir edrú í boðinu.
Jenný minniskubbur hefur talað.
Yfir og út.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2987751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr