Leita í fréttum mbl.is

Einkamál.is

Hvað er deitmenning, eða stefnumótamenning?  Er hún til?  Hm.. Hvernig fólk kynnist er að minnsta kosti með dálítið öðrum hætti en þegar ég var og hét.  Í hringiðunni sko.

Vinkonur mínar sem hafa prufað "blind" stefnumót og slíkar meldingar á milli manna, hafa sagt mér ótrúlegar sögur af furðulegum uppákomum.

Ein fór til að hitta mann sem hún hafði talað við nokkrum sinnum í síma.  Þessi maður sem var að eigin sögn "mjög svipaður Banderas í útliti, en með aðeins ljósara hár" reyndist vera nákominn ættingi hringjarans í Notre Dame, að vísu albínói, en ættingi samt,  ekki að útlitið hafi verið númer eitt til tíu.  Kjaftæði.  Auðvitað skiptir útlit fólks máli, kommon, en það er ekki til siðs að segja það.  Konan snéri við í dyrunum og lét skrímslið aldrei sjá sig.

Ein gerði það sér til dundurs lengi vel að hanga inni á einkamálum.is og kynntist þar hverju sýnishorninu af öðru í formi lygara og kverúlanta.  Giftir menn, perrar og giftir menn og nýfráskildir menn í kreppu.

Áður en einhver fer á límingunum þá er ég bara að segja frá þeim sem voru ekki í lagi.  Veit ekkert um alla hina sem eru jafnvel á stefnumótaþráðum af því þeir eru ekki á börum bæjarins á veiðum.

Ég er af gamla skólanum.  Ég færi aldrei inn á svona vefi.  Fyrir mér eru þeim hámark plebbismans.  Í mínu ungdæmi drakk maður sig fullan, fór á séns og lét sig svo hverfa þegar af manni rann.  Miklu menningarlegra og uppbyggilegt með afbrigðum. (Ég er að ýkja, ekki hringja á siðferðislögregluna).

Og nú er Jennifer Aniston undir fölsku flaggi á einkamálavef.  Að leita að manni.  Mikið rosalega held ég að möguleikar hennar til að finna ástina á þessum vettvangi séu litlir.  Zero, nada, eins og nál í heystakki.

Hvað varð um fyrirbærið kona hittir mann fyrir tilviljun, þau fara út að borða, í bíó eða bara út að labba?

Mikið svakalega er að verða vandlifað í heiminum.

Úje.


mbl.is Undir fölsku flaggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Ég skil nú ekki hvað Jennifer Aniston er að gera slíkum vef, myndarkona, fræg, rík og á alveg örugglega ekki í vandræðum með að finna sér kærasta.

Ég hef verið á svona vefum en ég er einstakelga mikið chicken..... allt í lagi að vera inn á svona vef, en þegar að einvher vildi hitta mig, þá varð ég hrædd og hætti að tala við hann. Svona er þetta erfitt þegar sjálfmatið er ekki til staðar. Þess vegna sætti ég mig við að vera bara ein með strákinn minn.

Eigðu góðan dag Jenný mín.

Linda litla, 1.5.2008 kl. 09:13

2 identicon

Kanski vill konugreyið kynnast manni sem kann að meta persónuleika hennar án þess að vita hver hún er.  Eflaust eru margir menn sem væru til í peningana hennar án þess að vilja hana.  Ef að maður pælir í því, þá er þetta jú stefnumótamáti nútímans, og þó að ég noti þetta ekki sjálf, kanski þar sem ég er gift og það er nóg fyrir mig að sinna einum manni i einu, þá skil ég samt alveg að fólk noti þetta í þeim tilgangi að kynnast fólki.

Jennifer, er kanski verr sett en margir, þar sem hún veit ekkert hvort að menn eru að sækjast eftir henni .. eða nafninu hennar.

Óverandát.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 09:39

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Margt býr í þokunni!

Edda Agnarsdóttir, 1.5.2008 kl. 10:55

4 Smámynd: Vilma Kristín

Alveg hreint ótrúlegar sögur sem maður fær frá hugrökkum vinkonum sem reyna einkamálavefina. Því miður eru sögurnar frekar til að draga úr manni en hitt... einhverra hluta vegna dreifast ekki sögur af velheppnuðum stefnumótum

Vilma Kristín , 1.5.2008 kl. 11:11

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég var eitt sinn skráður á téðan vef og kynntist það yndislegri konu. Við vorum saman í nokkur ár.´

fyrr í vetur prófaði ég að skrá mig þarna aftur. þá leit landið öðruvísi úr, að mér fannst. tómt rugl í gangi og lítið áhugavert. svo þegar stjórnendur vefsins ákváðu að fara að rukka (karlmenn) fyrir notkun hans var ég ekki lengi að hverfa þaðan. ég ætla ekki að borga einum né neinum fyrir að deita.

Brjánn Guðjónsson, 1.5.2008 kl. 11:37

6 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Til hamingju með daginn, þetta með deitlínurnar sem eru nútíma fyrirbæri til að kynnast nýjum vini eða vinkonu eru furðuleg fyrirbæri.  Að taka þátt í slíku hlýtur að vera mjög spennandi en líka áhættusamt.  Ungt fólk í dag er ekki öfundsvert því það virðist vera mjög algengt að ungar stúlkur kynnist vini/kærast á einkamál.is.  Þetta var með öðrum hætti í den, þá var nóg að fara út að djamma t.d. í Klúbbinn eða Sigtún þá voru þessar elskur í röðum.  Fólk á miðjum aldri í dag á mjög erfitt með að kynnast nýjum förunauti, heyri það hjá fólki á mínum aldri sem er fráskilið.  Fyrir konur í dag eru á markaði einhverjir uppgjafa plebbar með allt niðrum sig og ekki orði á eyðandi.  Þær konur sem eru nýkomnar á markaðinn aftur eru ekki í öfundsverðri  stöðu.  En auðvitað eru líka til mörg dæmi þar sem  kynni í gegnum deitlínur hafa endað vel t.d. með hjónaböndum og endless love.

Eigið góðan dag, og metum það sem við eigum. 

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 1.5.2008 kl. 11:48

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásgerður: Sammála.

Brjánn: Hvað ætli verði langt í það að þeir geri rannsókn á fólkinu á bak við nikkin?  Ég meina, hverjir eru þetta?  Auðvitað er allt í lagi að gefa þessu séns, en áhættusamt hlýtur það að vera.

Vilma Kristín: Það er að hrökkva eða stökkva.

Edda: Er þoka hjá þér?  Sko í höfðinu eða á Skaganum?

Takk öll fyrir athugasemdirnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2008 kl. 12:13

8 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Mér heyrist á ykkur kvenpeningnum að karlmenn á lausu séu allir; "uppgjafa pervertar með alltniður um sig, drullusokkar, nýfráskildir aumingjar í kreppu, skrímsli" o.s.frv.

Hinsvegar eru konur á lausu allar "fórnarlömb".  Hvaða væl er nú þetta?

Sigurbjörn Friðriksson, 1.5.2008 kl. 13:32

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég hitti minn mann nú bara  í skólanum og síðan hringdi hann í mig og bað mig um að baka köku og við höfum verið saman síðan !  Allt voða venjulegt eitthvað en samt eitthvað sætt hahaha...!

Myndi ekki þora inn á svona vefi og alls ekki að hitta einhvern óséð, er orðin eitthvað of mikil sófakerling til þess og búin að missa hugrekkið ...(endaágætlegagiftogekkiádeitbuxunum )

Sunna Dóra Möller, 1.5.2008 kl. 14:14

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég frétti af gaur sem hlakkaði mikið til að hitta góðu einkamáls-vinkonuna sem hafði boðið honum í kaffi til sín. Þegar hún opnaði fyrir honum, rosalega spennt líka, horfði hann þegjandi á hana, sneri við og lét sig hverfa. Hún var nefnilega feit og hafði haldið því leyndu! Ég skellihló þegar ég heyrði þetta eftir vini aumingja mannsins sem lét plata sig svona. Það fylgdi ekki sögunni hvernig hann leit út.

Held að það sé misjafnt fólk þarna inni á einkamálasíðunum, bæði gott og ekki eins gott, en maður heyrir frekar hryllingssögurnar. 

Guðríður Haraldsdóttir, 1.5.2008 kl. 16:19

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Svona til að róa ykkur þá veit ég um mörg tilfelli þar sem nálarnar í heystakknum hafa fundist! .. Ég held persónulega að það séu álíka miklir möguleikar á einkamal.is og á barnum! .. (sko, fyrir middle aged women) ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.5.2008 kl. 19:16

12 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Jenný, pistlar þínir vekja oft upp umræður um ákveðin málefni.  Málefni einkamál.is er þarft málefni til að ræða um. 

Sigurbjörn:  Það er ekki allir karlar plebbar  sem úti á markaði eru, en þeir eru því miður ansi margir þannig.  Konur eru ekki fórnarlömb, þær vita hvað þær vilja og velja eftir því.

 Sunna:  Sumar þurfa bara að baka köku og málinu er reddað. Hugnast sumum konum en ekki öllum.  Ekki vildi ég láta meta mig eftir bökunarhæfni minni, en það er bara mitt mál.

Síðan eru konur og menn sem láta bjóða sér ýmislegt, fullt af aukabörnum og auka vandræðum, en að sjálfsögðu eru það þeirra mál.  Hver er sinnar gæfu smiður.

En ég vil undirstrika það að umræða um málefni.is er mikilvæg og þörf í nútímanum.

Þökk til þín Jenný

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 1.5.2008 kl. 22:09

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stelpur, þið eruð allar frábærar.

Takk fyrir skemmtilegar umræður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 2985789

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.