Færsluflokkur: Vefurinn
Laugardagur, 17. maí 2008
Oliver í gær
Í dag verður haldið upp á afmælið hans Olivers úti í London.
Þessi amma er fjarri góðu gamni, en afi í Kefló og amma-Brynja eru á staðnum standa vaktina fyrir okkur sem heima sitjum.
Amma-Brynja tók þessar myndir í gær. Það var auðvitað farið beint að versla með hið þriggja ára afmælisbarn.
Svo keypti amma-Brynja DVD-mynd og Oliver fór strax að horfa af miklum móð.
En...
..jafnvel þriggja ára drengir þreytast eftir erfiðan dag og þá er auðvelt að sofna og hverfa inn í draumaheima.
Elsku Oliver, amma hugsar til þín í dag.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Nokkrum sinnum þegar Ellý Ármanns bloggaði hér og var yfirleitt í toppsætinu á Moggabloggi, hermdi ég eftir fyrirsögnunum hennar vegna þess að konan var að drepa mig úr leiðindum með ljósbláu færslunum sínum. Reyndar voru mínar fyrirsagnir mun ruddalegri en Ellýjar. Ef maður fer út í svona kyndæmi, þá gerir maður það svo um munar.
Heimsóknir á síðuna mína fimmfölduðust í hvert skipti. Þá rann upp fyrir mér það ljós að kynlíf selur, klám auðvitað líka án þess að það sé verið að blogga klám hér á háheilögu Moggablogginu.
En að efninu. Friðrik Þór er með skemmtilegar hugleiðingar um bloggara á síðunni sinni í dag.
Er auðvelt að komast í fyrsta sætið á Blogginu?
Eru fréttatengdar bloggfærslur líklegar til að auka lesturinn? Mér er sagt það en ég verð ekki var við að lesturinn taki kipp þegar ég blogga við fréttir, þ.e. ef fyrirsögnin er ekki þess kræsilegri. Ég geri nefnilega hvorutveggja. Oft fabúlera ég út frá fréttum.
Sumir vilja meina að það sé nóg að blogga stanslaust við fréttir til að komast ofarlega á lista. Hm.. það getur verið en tæpast nennir fólk að lesa einnar setninga færslur upp á "ég meinaða" og "ömurlegt" og svo framvegis til að halda viðkomandi á toppi.
Annars er ég góð á mínum stað. Ég hef ekki engar ambisjónir um að komast í efsta sæti bloggsins (svo einhver fari nú ekki pirra sig á því). Ég vil vera þar sem ég er, í ca. 4-5. sæti að jafnaði, því auðvitað vilja þeir sem blogga láta lesa sig. Annars væru þeir með læstar dagbækur.
Og svo þetta með bloggvinina. Ég neita engum um bloggvináttu. Segi bara játakk. Hvaða máli skiptir það þó bloggvinarunan sé löng?
Ég kemst aldrei yfir að lesa alla mína, enda hef ég hvergi skrifað upp á það.
En nú er ég hætt. Lesið Friðrik Þór. Hann er með skemmtilegar pælingar.
Lesið líka Láru Hönnu, þar eru bráðnauðsynlegar upplýsingar fyrir okkur öll.
Síjú
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (49)
Þriðjudagur, 13. maí 2008
Hamingja í uppsiglingu og blóm sem bakkar´ana upp
Af ýmsum ástæðum, sem ekki verða tíundaðar hér, hefur þessi dagur verið erfiður! Ójá. Sumir dagar geta ekki liðið nógu fljótt.
Ég er ekki vön að hanga lengi í vanlíðan, kannski nokkra klukkutíma max, en núna teygðist á því. Ég er ekki stolt af samskiptatækninni á þessum degi. Nokkur fórnarlömb liggja nú þegar í valnum.
Dæs.
En.. til að hífa mig upp skrifaði ég fíflafærsluna hér fyrir neðan, ég las AA-bókina og ég kyrjaði faðirvorið. Svona sirkabát. Ekkert virkaði. Ef eitthvað, varð ég enn meira viðskotaill.
Svo las ég um að Dagur Eggerts kallaði ráðningu Jakob Frímanns, læknamistök og þá tók sig upp hlátur, að vísu þurr og óhugnanlegur, hás og viðbjóðslegur, en fokkings hlátur var það.
Svo varð mér litið á dásamlega fallegt blóm sem mér var gefið af konu sem ég þekki frá því áður fyrr, á laugardaginn, og þá bráðnaði ég að innan. Fór að grenja smá, búhú, og svo streymdi um mig einhvers konar flauelskennd hamingja. Úff svo mjúk og góð.
Þórhildur, takk fyrir að bjarga lífi mínu.
Og ég er komin aftur. Hringið á heimavarnarliðið.
Það er hamingja í uppsiglingu. Og ég bakk´ana upp með blómi!
Úje!
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 13. maí 2008
Ekki minn dagur
Arg. Þetta er svona dagur. Arg, arg, arg.
Ég vaknaði, brosti framan í heiminn og hvað gerði hann? Jú hann sendi mér fingurinn helvítið á honum.
Þannig að í dag er ég ekki til friðs. Ég er úfin, svekkt og tætt.
Þetta er sem sagt ekki minn dagur.
En að því sögðu, þarf maður að eiga alla hluti?
En ég er eins og snúið roð í hund.
Best að nýta sér geðsveifluna.
Make my day.
Veggur hvar ertu?
Mánudagur, 12. maí 2008
Hundskist frá völdum
Borgarstjóranum í Reykjavík er umhugað um að við vitum að hann sé heiðarlegur maður.
Ég dreg það reyndar ekki í efa. Ég held meira að segja að hann sé algjörlega laus við að kunna á pólitíska klæki. Þeir sem ég hef talað við eru mér sammála um þetta. Ég gerði nefnilega þverpólitíska skoðanakönnun í kunningjahópnum.
En það er ekki málið. Bara alls ekki. Jakob Frímann er heldur ekki málið, hann getur örugglega gert með bravör það sem hann var ráðinn til að gera. Það er fyrirkomulag ráðningarinnar sem fer fyrir brjóstið á fólki.
Það er klaufskan, sambandsleysið, paranojan og almennur flumbrugangur sem gerir það að verkum að almenningur í þessari borg vill sjá breytingar. Það eina rétta er að meirihlutinn segi það upphátt sem allir sjá. Að þetta samstarf er farsi. Lélegur farsi. Meirihlutinn hangir saman á óskinni einni. Óskinni um að fá að vera við völd.
Ég er ekki hissa á að Reykjavíkurbréf Moggans lýsi yfir áhyggjum Sjálfstæðismanna af ástandinu í borgarstjórnaflokk íhaldsins í Reykjavík.. Meira að segja ég vorkenni þeim.
Við erum að upplifa vanhæfan meirihluta á eigin skinni.
Máttleysislegar tilraunir til að fúnkera gera ekkert nema ýta undir þá vissu að allt sé í kalda kolum. Við sjáum það nánast á hverjum degi í fjölmiðlum.
Sýnið nú pólitíska ábyrgð gott fólk og takið pokann ykkar.
Þetta er ekki það sem átt er við þegar talað er um "starfhæfan meirihluta". Bara alls ekki.
Mig er farið að gruna að þetta fólk þrái pólitískt sjálfsmorð. Laaaangdregið sjálfsmorð.
Hundskist frá völdum.
Þetta er orðið svo mikið meira en gott.
![]() |
Ástandið veldur sjálfstæðismönnum áhyggjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 10. maí 2008
Stóri dagur Hrafns Óla
Í dag er hátíðisdagur í minni fjölskyldu og ég ætla að njóta hans til fulls.
Ég ætla meira að segja í kirkju, já róleg, ekki neina þjóðkirkju, ónei, ég ætla í Fríkirkjuna til hans Hjartar Magna sem er náttúrulega dálítið annað mál og skemmtilegra.
Bráðum á Jóna systir mín afmæli. Inga-Lill vinkona mín, einn fyrrverandi eiginmaður og síðast en ekki síst hann Oliver dóttursonur minn sem er í London og þessa dagana og amman saknar hans sárt.
Ég finn sérstaklega fyrir fjarveru Londresfjölskyldunnar á svona dögum.
Búhú. Ég sit hér í morgunsárið dálítið mössímössí af því ég var að skoða myndir frá skírnardegi Jennýjar og Olivers. Svo fljótt sem tíminn líður.
Smá sýnishorn.
Oliver með ömmu-Brynju og afa-Tóta á skírnó og svo er maður orðinn svona stór og á afmæli á mánudaginn. Jesús.
Og þarna er hún Jenný Una á skírnardaginn sinn með Jökkla besta frænda, sem btw er fermdur. Mér fannst þetta hafa gerst í gær.
Og barn dagsins er hérna í fanginu á stóru systur.
Ég er farin í meikóver.
Síjú.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Föstudagur, 9. maí 2008
Smá mafíósó
Ég er ekki þjóðkirkjuaðdáandi. Er ekki einu sinni meðlimur í batteríinu og þakka mínum sæla fyrir það.
Stundum verða vinnubrögðin í kirkju "allra" landsmanna svolítið mafíósó. Við leysum þetta innan fjölskyldunnar, erum ekkert að flagga okkar óhreina taui þar sem allir sjá það.
Ég held að þetta sé lenska í mörgum trúarsöfnuðum. Við leysum málin og þá helst bak við luktar dyr, án þess að ég sé nokkuð að ásaka þetta fólk um að hafa ætlað að leyna máli prestsins á Selfossi eitthvað sérstaklega.
En hvernig dettur þeim í hug að vera með fagráð um meðferð kynferðisbrota og vísa þangað málum eins og kynferðislegu ofbeldi? Svo ég tali nú ekki um þegar þolendur eru undir lögaldri.
Hvað þætti fólki ef leikskólar t.d. væru með svona sérráð og létu vera að fara að lögum og tilkynna grun um misnotkun á börnum hina réttu boðleið? Þ.e. til barnaverndarnefnda.
Reyndar hefur mál stúlknanna í Selfossmálinu farið rétta boðleið, að mér skilst þegar hér er komið sögu.
En það er eins og kirkjan hafi tilhneigingu til að setja sínar eigin reglur, sín eigin lög.
Treysti ég þeim?
Nei, ég treysti þeim ekki afturenda.
![]() |
Fagráð ræddi ekki við meintan þolanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 8. maí 2008
Fyrir frekjudósina
Frekjan hún Ragnhildur Sverris heimtar skemmtiatriði og krúttsögur hér í bloggheimum og neitar algjörlega að horfast í augu við raunveruleikann.
Ég hörmungajafna því fyrir konuna.
Á myndinni hér efst má berja Leifsgötubörni augum en Jenný er voða góð við bróður sinn og hann dýrkar hana eins og sjá má á mynd.
Í dag koma "farfar" og "farmor" Jennýjar Unu og Hrafns Óla til landsins. Þau eru að sjá Lillemann í fyrsta skipti. Heja Sverige!
Svo á að skíra hann Krumma á laugardaginn, þannig að mikið stendur til.
Á meðan Sara nær í tengdós á völlinn munum vér passa erfðaprins og erfðaprnsessu Leifsgötunnar á meðan. Hinn sænski faðir er nefnilega að spila og getur ekki sótt foreldra sína.
Og Krumminn verður settur í skírnarkjól föðurs síns, þ.e. ef hann passar í hann. Barnið stækkar rosalega hratt.
Jenný: Amma þú átt að gefa mér "Helló Kittý myndavél".
Amman: Afhverju?
Jenný: Mamma mín segir að það er ekki í boði, en þú átta geraða, því ég er svo mjög góð.
Helló Kittý hvað? Það heitir allt eitthvað þessa dagana.
Farin að gæta barna.
Fimmtudagur, 8. maí 2008
Hörmungajöfnun I
Dagurinn í gær var áhugaverður og skemmtilegur fyrir margra hluta sakir.
Þangað til að kom að fréttunum, þá snarpirraðist ég. En ég nenni ekki að velta mér upp úr því í bili.
Í gær var frí á leikskólanum hennar Jennýjar Unu og hún fékk að koma í heimsókn hingað.
Það var vorgalsi í dömunni og hún var smá óþekk við ömmu, sem þurfti að byrsta sig aðeins við barnið og "skamma" hana smá, þegar sú stutta hellti úr glasinu sínu á gólfið, "alleg viljandi" eins og hún sagði, forstokkuð í framan og svo valhoppaði hún frá ömmunni af vettvangi og fór að sinna öðru.
Þegar hún kom heim sagði hún mömmu sinni að amma hafi skammað sig.
Mamman: Af hverju var amma að skamma þig Jenný mín.
Barn: É var óþekk.
Mamman: Hvað gerðirðu sem þú máttir ekki?
Barn: É hellti ekki vatnið á gólfið, é gerði ekki neitt. Mamma, þú hringja í ömmumín og skamm´ana.
Jájá, ég skal segja ykkur það.
Þetta er fyrsta færsla af fimm hörmungajöfnunum. Það verður að gæta jafnvægis. Bömmerfærslur eru í fríi, nema náttúrulega að fríkaðir ráðamenn þessarar þjóðar geri bommertur í dag? Líklegt? Jabb, er hrædd um það.
Njótið dagsins
Miðvikudagur, 7. maí 2008
Rusl og rjóður
Dagböð eru dagblöð, auglýsingapóstur er ruslpóstur sem ég hendi jafnharðan og hann berst.
Það fer afskaplega í taugarnar á mér að fá óumbeðnar auglýsingar í hólfið mitt, og pappírinn, allur pappírinn. Hér eru rifin upp heilu rjóðrin úr skógum heimsins. Halló!
Það er furðulegt að það skuli þurfa að gefa okkur leyfi eða möguleika á að hafna einhverju sem aldrei hefur verið beðið um.
Það er sama aðferðarfræðin og með hinn íslenska gagnagrunn. Ég þurfti að nálgast eyðublað og segja mig úr grunninum þegar kommons sens segir mér að það hefði átt að vera öfugt.
Þetta heitir að byrja á öfugum enda.
Ruslpóstur sem hefur fengið hið eðla nafn "fjölpóstur" framkallar ekki mikla kátínu á heimilum landsins. Ég þekki heldur engann sem segir: Vá, það eru komnar auglýsingar frá Hagkaup og Nóatúni og einhelda sér síðan í að lesa viðkomandi bæklinga upp til agna.
Ég vil að fólk þurfi að biðja um "fjölpóstinn". Eða gefa upplýst samþykki fyrir honum.
Ég vil ekki sjá þessa pappírseyðslu.
Péess, það má geta þess að það er hægt að fá sömu upplýsingar á vefnum og þar er ekki gramm af pappír sem fer til spillis.
Og hananú.
Þetta var neytendahorn Jennýjar Önnu sem tjáði sig... Illa prirrað.
![]() |
Hægt verði að hafna fjölpósti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr