Færsluflokkur: Vefurinn
Sunnudagur, 1. júní 2008
Kunna ekki að tapa
Svíarnir eru mitt fólk, nánast alltaf, nema þegar þeir etja kappi við Íslendinga. Þá er ég til í að búa á þá. Segi svona.
En þeir, eins og við stundum, eiga erfitt mað að tapa.
Mér finnst leim að þeir ætli að kæra leikinn og fara fram á að hann verði endurtekinn.
4 marka munur og þeir nenna að láta eins og tuðandi gamalmenni í staðinn fyrir að kyngja ósigrinum og segja: Vad fanken, vi tar det nästa gång.
Mikið rosalega verð ég hissa ef þeir fá sínu framgengt.
Gå lägg er grabbar!
Dumma killar
![]() |
Svíar ætla að kæra leikinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Föstudagur, 30. maí 2008
Kaupa píxu!
Í morgun hringdi ég í hana Söru mína, mömmu hennar Jennýjar og Hrafns Óla.
Lítil stúlka svaraði í síman.
Amman: Góðan daginn Jenný mín, ertu að fara á leikskólann?
Jenný: Já og ég er í prinsessuskjól og kúrekastígvélum. Ekki Solla stirða, hún er bara í jogginggalla, hún erekki prinsessa. Villtu koma til mín amma?
Amman: Þú hlýtur að vera svaka fín, en amma getur ekki komið núna. En við hittumst á morgun.
Jenný: Og þá við kaupa nammi
Amman: Við sjáum nú til með það elskan. Má ég tala við mömmu?
Og barn rétti mömmu sinni símann og sagði, amma mín ætlar að ná í mig á morgun og kaupa píxu!
Það var nefnilega það!
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Litla húsið í fjallinu
Alltaf þegar ég keyri fram hjá Ingólfsfjalli verður mér starsýnt á litla sumarhúsið sem stendur innan um alla grjóthnullungana. Það eru sennilega fleiri en ég sem hafa hugsað með sér að þetta sé bilaður staður fyrir sumarhús. Við veginn, við fjallsræturnar á milli grjóthnullunga í fjallinu. En þetta er rosalega krúttlegt hús og sænsk vinkona mín heimtaði að stoppa einu sinni þegar við keyrðum þarna um, til að festa fyrirbærið á filmu.
Bústaðurinn slapp í dag. Er það ekki klikkað?
Og er það ekki enn klikkaðra að ég skuli hafa verið við það að leggja af stað í Þrastarlund til að fá mér kaffi, þegar sá stóri reið yfir? Það er ekki eins og ég sé flengjandi mér austur fyrir fjall, svona almennt og yfirleitt.
En ég fór ekki fet.
Það er auðvitað þvílíkt lán og lukka að enginn skyldi slasast alvarlega í þessum skjálfta sem reið yfir. Hreinlega ótrúlegt.
Vildi ég búa fyrir austan fjall?
Nebb, ég held ég láti það meira að segja eiga sig að kíkja í heimsókn á næstunni.
Svo sendi ég baráttukveðjur til þessa fólks á suðurlandi sem enn og aftur hefur lent í bálillri móður náttúru.
Guði sé lof fyrir að líkurnar á stórum eftirskjálfta hafa minnkað töluvert.
Þessi dagur verður í minnum hafður.
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Ég get ekki lifað án þín
Stundum verður hörmung mannsins svo stór að ég skelli upp úr. Frekar en að fara að grenja sko.
Í Taívan núna í vikunni var maður sem tók hugtakið "ég get ekki lifað án þín" alla leið.
Hann skreið inn í líkkælinn til að sameinast unnustunni í dauðanum.
Sem betur fer var manninum bjargað, annars hefði þessi saga sennilega ekki komist í fréttirnar.
En hafið þið tekið eftir því hversu klikkaðar fréttir komast í blöðin núorðið?
Konurnar sem stigu óvart inn á helgisvæði karlanna á Grikklandi og brutu þar fleiri þúsund ára kvennabann. Hm... gott hjá þeim.
Japaninn sem ég bloggaði um í morgun og var ástfanginn af símsvara.
Einhver sem "naut ásta" með bílnum sínum, líka í Asíu minnir mig.
Og nú þetta.
Fólk þarf orðið að vera rosalegir rugludallar til að komast í fréttir. Svo étur maður þetta upp.
En börnin góð, haldið ykkur frá líkgeymslustöðum.
Hurðin gæti hrokkið í lás.
Muha
Jájá. Annars góð.
Later.
![]() |
Skreið inn í líkkæli til kærustu sinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 28. maí 2008
"2 hot 2 handle"
Það er hægt að fá ýmislegt á heilann.
Músík t.d. Ég fæ reglulega skelfileg ógeðislög á heilann, þannig að dögum saman hljómar viðkomandi hörmung í eyrum mínum.
Muniði eftir "Það er lítið hús, út við lygnan sjó"? Jabb, heilir 4 dagar í febrúar, ég legg ekki meira á ykkur. Jú annars, ég ætla að gera það.
Eða.."Þú villt fara þinn veg"? Einmitt, það lagðist á mig í janúarþunglyndinu og gerði mig nærri því vitfirrta.
Svo er hægt að fá frasa á heilann. Kannast einhver við það? Fyrir einhverjum árum kom ég ekki út úr mér heilli málsgrein öðru vísi en að í henni væri að finna "Það hálfa væri nóg". Til að forðast endurtekningar (jeræt) þá skipti ég út "nóg" og notaði yfirdrifið, hellingur og hamslaust. Enn get ég ekki tekið mér þennan frasa í munn. Þessum frasa sem gekk ljósum logum um hið íslenska málsvæði, má kenna Þórarni Tyrfingssyni um, því hann kallaði bókina sína þessu nafni.
Og svo er hægt að verða ástfanginn af símsvara. Það henti ungan Japana sem æstist allur við að hlusta á rödd í gjaldfrjálsu símanúmeri matvælafyrirtækis í Tókýó. Ekki spar á tímann sinn sá en hann eyddi 3.100 klukkustundum hangandi slefandi á tólinu.´
Ég hringi oft í þjónustusíma bankanna. Þar er það Bjarni Vestmann sem talar. Ég ætla rétt að vona að ég falli ekki fyrir röddinni í Bjarna, þó hún sé voða ábyrg og krúttleg. Alveg: "fyrst koma 10 stafir" eða "þetta var því miður ekki rétt, vinsamlegast reynið aftur", rosalega löðrandi í sexappíli, leiðandi mann áfram um frumskóga bankakerfisins.
Nebb, ég nota bara netbankann. Bjarni er 2 hot 2 handle.
Eða er það Haukur Hólm? Veit ekki, en maðurinn er TIGER!
Sól í heiði lalalalala.
Góðan daginn plebbarnir ykkar.
![]() |
Með símsvara á heilanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 27. maí 2008
Siglandi samlokur
Á hverju ári, um þetta leyti, er ég lostin sömu lönguninni. Mig dreymir um tjaldferðir.
Já, ég veit, köngulóafóbíska ég nýt þess að sofa í tjaldi. Eða gerði síðast þegar ég lagðist í útilegu, en þar var 1992.
Þessi ástríða mín er gjörsamlega úr karakter, en hvað get ég sagt?
Eins og ég hef oftlega nefnt þá hef ég átt MARGA eiginmenn. Sá næstsíðasti var ferðavænn og tjaldglaður. Svona wash and wear týpa. Við fórum um fjöll og firnindi með dæturnar.
Þessi núverandi vinnur hins vegar, leynt og ljóst gegn ferðalögum þar sem gist er í lökum, eins og hann orðar það. Honum verður ekki haggað.
Kannski er ég einfaldlega of gömul fyrir tjaldferðalög, jeræt. Aldrei liðið betur.
Húsbandið hefur ekki sterka röksemdafærslu fyrir andúð sína á tjöldum.
Hann gisti í tjaldi 196tíuogeitthvað þegar hann var að spila í Húsafelli um verslunarmannahelgi. Kommon, lífið hefur þróast síðan þá og viðleguútbúnaður líka.
Hann heldur því fram að eftir rigningarnótt hafi hann vaknað við að samlokur með skinku og osti hafi synt fram hjá sér í tjaldinu, á leiðinni eitthvað. Það gerði útslagið.
Só?
Hann neitar sem sagt að hoppa inn í nútímann í tjaldheimum. Við stefnum á Hótel Freysnes í Skaftafelli síðsumars, til frábærustu hótelstjórnenda á landinu.
Þangað til eru það svalirnar, Elliðárdalurinn og Heiðmörkin.
Á ég bágt??? Nei ég á andskotann ekkert bágt.
Újeeeee
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þriðjudagur, 27. maí 2008
Fautavæðing löggunnar
Youtube hlýtur að vera þyrnir í augum ofbeldisseggjanna innan lögreglunnar.
Það er andskotann ekkert hægt að fela lengur.
Mig fýsir að fá útskýringar lögreglunnar á þessu hér:
..jafnvel þó að það sem hér sést sé ekki réttlætanlegt á nokkurn máta, þá efast ég ekki um að þeir muni reyna að normalisera það.
Það má taka fram að ekkert fannst á piltinum á myndbandinu.
En það skiptir ekki öllu, framgangmátinn er ólíðandi.
Hvaða fasismi er í gangi?
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Sunnudagur, 25. maí 2008
Standa upp og setjast ekki aftur!
Það er ekki björgulegt ástandið í borgarpólitíkinni. Kjörtímabilið nákvæmlega hálfnað og 72,3% Reykvíkinga styðja ekki meirihlutann.
Það er auðvitað fáránlegt að ekki megi kjósa upp á nýtt þegar mál skipast með þeim hætti sem allir þekkja.
Svo hefur fólk það á tilfinningunni að allt sé í lausu lofti, það talar hver um annan þveran.
Á maður að búa við þetta í heil tvö ár enn?
Og ekki held ég að það muni breyta neinu þó t.d. Hanna Birna, eða nokkur annar taki við sem borgarstjóri, þessi meirihluti er einfaldlega ekki starfhæfur.
Reyndar er ég ekki hissa á að flestir sem spurðir voru í könnun Fréttablaðsins vildu Hönnu Birnu sem borgarstjóra, en mér finnst hún flottur stjórnmálamaður. Verst að hún er ekki í réttum flokki.
En það er ekki spurning um stólaskipti hér og þar.
Það er spurning um að standa upp og setjast ekki aftur.
Og þannig er nú það.
![]() |
Flestir vilja Hönnu Birnu í embætti borgarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 18. maí 2008
Rússnesk rúlletta í Borgaskóla
Ég næ ekki upp í nefið á mér af reiði eftir að hafa lesið viðtengda frétt.
Kennara í Borgaskóla var vikið úr starfi í byrjun mars.
En..
"Í bréfi sem Inga Þ. Halldórsdóttir, skólastjóri Borgaskóla, sendi i foreldrum barna við skólann segir að málið hafi fyrst komið á borð umsjónakennara 11. janúar síðastliðinn. Þá hafi verið rætt við kennarann og hann beðinn að breyta hegðun sinni.
Tíminn sem líður frá því þegar fyrstu stúlkurnar sögðu umsjónarkennara sínum frá líðan sinni til þess tíma er annað mál kemur upp er of langur," segir í bréfi skólastjórans. Þann tíma hefði kennarinn fengið til að breyta hegðun sinni en réttum mánuði síðar hafi móðir stúlku í 10. bekk komið með dóttur sinni til fundar við umsjónarkennara vegna atviks í lok kennslustundar vikunni áður."
Nú veit ég ekki hvað þeir í Grafarvoginum eiga við þegar þeir tala um "óviðeigandi hegðun gagnvart stúlkum", svona nákvæmlega, en ég fer nokkuð nærri um það.
Og þá á að leysa málið með því að biðja kennarann um að breyta hegðun sinni. Mál búið og afgreitt, en þar sem kennarinn hlýddi ekki yfirboðurum og hélt áfram uppteknum hætti þá fauk hann í byrjun mars.
Fyrirgefið en mér finnst þetta alvarlegt mál, þegar kennarar, prestar og aðrar starfsstéttir sem vinna með börnum og unglingum verða uppvísir af "óeðlilegri" hegðun gagnvar ungmennum.
Ég hefði ekki hætt fyrr en viðkomandi væri látinn fara, hefðu mínar dætur lent í svona manni.
Ég hefði aldrei sætt mig við að maðurinn yrði beðinn um að láta af og halda síðan áfram vinnunni með börnunum.
Ég veit fátt ógeðslegra en þegar fólki sem er treyst fyrir börnum og ungmennum, misnotar það traust.
Breyta hegðuninni hvern andskotann.
Að tala um rússneska rúllettu.
ARG
![]() |
Kennara vikið frá störfum í Borgaskóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Laugardagur, 17. maí 2008
Sautjándi eða Seytjándi
Hey og hó, það er þjóðhátíðardagur Noregs í dag. Mér er sama en þeir eru mjög upprifnir Norsararnir á þessum degi. Nú er mánuður í okkar sautjánda eða seytjánda eins og amma mín sagði.
Norsararnir eru alltaf jafn upprifnir eins og við Íslendingar erum, eða vorum. Mér finnst nefnilega hátíðleiki þjóhátíðardagsins vera að fjara út, þ.e. ef ég miða við hvernig hann var þegar ég var krakki.
Ég er auðvitað fædd 1952, bara tiltölulega fljótlega eftir sjálfstæðið. 17. júní var svo merkilegur dagur, okkur stelpunum fannst hann mest spennandi á eftir jólunum.
Ég man eftir hvítum sportsokkum, nýjum sumarhönskum og svo var upphluturinn minn með rauða flauelinu og öllu silfurfyrirkomulaginu tekinn upp og pússaður. Ég taldi niður dagana.
Urmull af konum voru á íslenskum búningum. Allir voru andaktugir í brekkunni við MR. Ég heyrði aldrei skemmtiatriðin frekar en aðrir því hátalarakerfið var ekkert að hrópa húrra fyrir, en samt stóð ég í Arnarhólsbrekkunni og tók þátt.
Og Strætó gekk ókeypis út í Tívolí í Vatnsmýrinni. Í Tívolí var svo mikið af börnum að það þurfti að bíða heila eilífð til að komast að. Og mamma fór með okkur út um allt. Við vorum fimm stykki stelpur á þeim tíma og hún átti fullt í fangi með að týna okkur ekki.
Allt var svo brakandi hátíðlegt. Lyktin svo góð, stemmingin svo ljúf, svona sumarstemming með hátíðarívafi, þið vitið. Úff, kemur ekki aftur.
Og svo fór ég í fylgd með fullorðnum ofan í bæ eftir kvöldmat að horfa á litlu kerlingarnar og karlana dansa við Vesturver (gamla Moggahúsið) en þar voru unglingarnir sem hétu ekki unglingar vegna þess að það var ekki búið að finna hugtakið upp.
Kandífloss, sykurepli, Emess-íspinni, pylsur og blöðrur. Þvílíkur unaður.
Ég er orðin gömul. Það er merki um öldrun þegar maður sér fortíðina í friggings rósrauðum bjarma.
Já og meðan ég man. Veðrir var alltaf fullkomið, það rigndi aldrei, frekar en alla hina dagana á sumrum bernsku minnar!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr