Leita í fréttum mbl.is

Athyglissýki eða húmor?

Ég er ekkert sérstaklega upptekin af því hvað verður um eftirstöðvarnar af mér þegar ég er öll.

Ég held að þetta hylki sem við skiljum eftir skipti litlu eða engu máli upp á framhaldið sem ég vona að sé í ljósinu, án þess að ég ætli að fara að missa mig í að segja hvað ég held um þau mál öll.

En lík fólks er kannski fyrst og fremst mikilvægt fyrir þá sem eftir lifa.  Fólk leggur mikið á sig við að kveðja ástvini sína með virðingu og viðhöfn.

Þess vegna gapti ég þegar ég sá þessa auglýsingu.

lík

Kanski er þetta húmor "listamannsins" sem hann er að borga fyrir í formi auglýsinga en ég sá viðtal við hann í gær á RÚV og þar var hann allur einn bissniss í framan og sagði að ef hann fengi ekki aðgang að líkum þá myndi hann leita annað.  Þá væntanlega út fyrir landsteinana.

Svo hjó ég eftir að hann ætlar að skila líkunum til útfararþjónusti strax eftir notkun í SAMA ástandi.

Halló, ætlar hann að fara að fikta í líkunum, sminka þau, klæða þau í furðuföt?

Það fer um mig hrollur.

Frekar ósmekklegt af manninum þykir mér.  Kannski er hann athyglissjúkur.  Þetta vekur að minnsta kosti eftirtekt.

Ætlaði hann ekki að bjóða sig fram til forseta þessi fýr?

Úff.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Sumir "listamenn" eru í því að reyna að sjokkera og hneyksla sem hlýtur að túlkast sem athyglissýki eða athyglisbrestur.

Og jú hann langaði að verða forsteti okkar já, já.

M, 10.8.2008 kl. 11:04

2 identicon

Sælar, ekki er öll vitleysan eins.  Ætlar listamaðurinn að flytja inn lík frá öðrum löndum?  Hvaða tollareglur gilda varðandi slíkan innflutning?

asgerdurjona (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 11:15

3 Smámynd: Hugarfluga

Ósmekklegt hvort sem þetta er húmor eða ekki .... alveg með eindæmum taktlaust. Knús og kremjur til þín, darling. 

Hugarfluga, 10.8.2008 kl. 11:23

4 identicon

Sumun þykir neikvæð athygli betri en engin.Ekki fær Snorri neitt af mínu fólki.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 11:24

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sammála hugarflugu taktlaust! 

Ía Jóhannsdóttir, 10.8.2008 kl. 11:29

6 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Einhverniveginn finnst mér þetta ógeðfellt.

Þetta með að hvíla í friði er eitthvað sem er svo fast í huga manns. Þessi auglýsing finnst mér "creapy" og ég ætla mér að hugsa sem minnst um hver ætlunin er með náina.

Að öðru. Mikið er fallegur dagurinn í henni Reykjavík núna. Góðan og blessaðan daginn.

Einar Örn Einarsson, 10.8.2008 kl. 11:38

7 identicon

Tjahh.. mér er eiginlega orða vant.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 11:50

8 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég kannast aðeins við kauða. Hann er nú einu sinni héðan að norðan. Held að sé óhætt að fullyrða að honum er aldrei alvara í neinu sem hann tekur sér fyrir hendur. Held samt að hann hafi haft gott upp úr því þegar hann seldi syndaaflausnir í Kringlunni forðum.

Víðir Benediktsson, 10.8.2008 kl. 12:23

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Góðan daginn Jenný mín. Nenni ekki að hugsa um lík eða líkgjörninga.

Rosalega er falleg mynd af honum Óliver þínum hér til hliðar um leið og ég er að skrifa þetta, hann liggur á maganum í röndóttri peysu. Þvílíkur unaður að horfa á barnið, hann er líka gull í útliti.

Edda Agnarsdóttir, 10.8.2008 kl. 12:24

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ALlt gert til að vekja á sér athygli, hann stefnir sjálfsagt á borgarstjórastólinn næst, best að tala sem minnst um hann, hann er að leyta eftir kynningu á sjálfum sér.  Njóttu dagsins

Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2008 kl. 12:38

11 identicon

Ég hef oft haft lúmskt gaman af uppátækjum Snorra - en úff!, ekki þessu!

En að allt öðru: ég sá Oliver í kerrunni með ömmu Brynju og afa Þórhalli á Laugaveginum í gær. Oliver er líka himneskur "live"

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 12:46

12 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 æ ekki ad gera sig fyrir mig allavega....

góda sunnudagsrest

María Guðmundsdóttir, 10.8.2008 kl. 13:08

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna: Kona bæra í bænum og hringir ekki einu sinni?  Hm... er annars að fara að leggja mig búin að vaka síðan 6,30 í morgun.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2008 kl. 13:15

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll fyrir innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2008 kl. 13:15

15 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Mér fannst þetta nú bara fyndið, sérstaklega þegar ónefndur guðfræðingur var dreginn í fréttatíma til að segja að sér þætti þetta óviðkunnanlegt..óviðkunnanlegt?! Þetta fullkomnaði gjörning Snorra, sem fer ævinlega þá leið að plata fólk til að verða hluti af uppákomu sem það ber enga ábyrgð á.

En ég er sammála þér Jenny með það, að þegar ég er hættur að nota líkamann minn, þá er mér nokk sama hvað verður um hann. FRIÐUR

Haraldur Davíðsson, 10.8.2008 kl. 14:59

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þessi listamaður og ég höfum ekki sama húmorinn.... ef þetta á þá að vera brandari.... sem ég eiginlega er að vona...

Jónína Dúadóttir, 10.8.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985766

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband