Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
ÞAÐ ER EKKI OFT...
..sem ég dáist að hugmyndaauðgi SUS, hvað þá heldur skoðunum þeirra og gjörðum. Núna hins vegar, finnst mér þeir pínulitið sniðugir. Þeir lögðu fram gestabók hjá tollstjóranum í morgun og buðu þeim sem telja sig hafa ástæðu til að snuðra í upplýsingum um samborgara sína, tækifæri til að skrá nafn sitt og upplýsingar um hvaða gögn þeir hafa skoðað.
Ég verð að játa að mér finnst það undarlegur áhugi sem fólk hefur á tekjum náungans og að margir leggi lykkju á leið sína til að velta sér upp úr því. Hvað liggur þar að baki? Ekki hagnýt upplýsingaöflun, svo mikið er víst.
Mér finnst þetta flott framtak hjá krökkunum.
Súmí!
![]() |
Ungir sjálfstæðismenn lögðu fram gestabók hjá tollstjóraembættinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
EKKI Á TOPP 20
Enn einu sinni hef ég orðið fyrir sárum vonbrigðum. Hef unnið að því öllum árum undanfarin ár að komast á lista yfir gjaldhæstu einstaklingana í Reykjavík. Ég hef:
Fengið mér bauk hjá öllum bönkunum og lagt jafnt í þá alla.
Selt flöskur.
Selt merki.
Sparað eins og nirfill til að geta lagt inn á bækurnar mínar.
Ég er ekki í námunda við topp 20.
Arg. hvernig fer þetta lið að þessu?
Bítsmí!
![]() |
Hreiðar Már Sigurðsson gjaldahæstur í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
ÞAÐ VIÐRAR VEL FYRIR JÁKARLA
Jenny Una Erriksdóttirr hefur í dag kveðið upp sinn úrskurð um jákarlana.
"Jákarlar eru ekki hættulegirrrr, þeir vilja barra vera hjá mömmusín og pabbasín".
Heyriði það þið þarna sem eruð að drepa vesalings jákarlana alltaf hreint.
Þeir eru góðir.
Úje
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
AF VEÐRUÐUM BLOGGURUM
Þið sem hélduð að hér ætti að fara að ráðast á annarra manna blogg hafið verið TEKIN. Ekkert slíkt stendur til. Sussu-sussu, maður er aldrei andstyggilegur fyrr en eftir kl. 10,00 á morgnanna. Það stendur í Bibbu Biblíu. Stranglega bannað.
Þegar ég er að lesa á blogginu rekst ég auðvitað á allskonar blogg frá fólki sem ég hef ekki tekið eftir áður og það eru oft fyrirsagnirnar sem fanga athygli mína. Það eru mörg blogg þessa dagana sem fjalla um eftirfarandi:
Fríið búið - Vinna á morgun - Okkur rigndi niður í Englandi- Við hefðum betur setið heima- og fleira í þessum dúr. Dúa vinkona mín skrifaði um bloggmeðvirkni um daginn og ég var ekki sammála henni um hennar skilgreiningu á fyrirbærinu (www.dua-athugasemd.blog.is), en hvað varðar svona blogg þá er ég svakalega meðvirk. Ég dauðvorkenni fólkinu sem er búið að vera í sumarfríi og hefur ekki farið úr stígvélunum allan tímann, er komið á Penisilín og er með bullandi bronkitis. Ekki nóg með það heldur er fríið búið og vinnan handan við hornið, sem yfirleitt er hið besta mál, en ekki alveg, þegar fríinu hefur verið eytt í vatnsaustur og kvefpestir. Fríið attbú og vesalings fólkið á ekki svo mikið sem einn dag eftir í fríi til að jafna sig eftir ósköpin.
Svo blasir við sú staðreynd, að eftir næstu helgi er ekki einn einast rauður dagur á almanakinu fyrir en 24. desember.
Það er eins gott að bretta upp ermar, láta sér batna og vona að fríið takist betur næst.
Æfílforðesökkers!
Úje
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
ZARKOZY FLOTTUR
..enda markmið í sjálfu sér að komast á lista yfir bestu klæddu mennina í Vanity Fair. Þangað fóru líka David og Victoria Beckham. Veit ekki hvort Gaddafi komst á listann, en karlinn er ansi reffilegur þarna á myndini í Kiragisa jakkafötum úr ZZelber línu sumarsins sem sló algjörlega í gegn í vor. Sjalið sem Gaddafi ber, brýtur skemmtilega upp hvítan flötinn og gerir hann bæði grennri og rennilegri og er frá hönnuðinum Kentgetmore og er til í fleiri litum. Sjalið er úr ormasilki, margglyttum og hunangi. Takið eftir sólgleraugunum en þau eru úr nýrri línu Europris.
Það hlýtur að vera dásamleg upplifun að komast á lista yfir best klædda fólkið.
David Beckham vaknar örgla á morgnanna núna, teygir úr sér og hugsar; "ég er á lista yfir þá best klæddu. Ég David litli Beckham. Í dag bara verð ég að láta gott af mér leiða. Mér er ekki stætt á öðru. Nú veit ég, ég gef einni þjónustustúlkunni strætókort. Jess! Vei, já það get ég gert".
Dressd2kill!
![]() |
Nicolas Sarkozy á meðal þeirra best klæddu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 30. júlí 2007
FJÖLDASUND TIL VIÐEYJAR
Er að æfa mig fyrir fjöldasundið að ári. Kemst ekki á bloggið fyrr en um miðnætti.
Sé ykkur þá.
Ein að æfa af fullum krafti.
Ég,
í kafarabúningnum á Viðeyjarsundi.
![]() |
Fjöldasund út í Viðey |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 30. júlí 2007
ÉG ER GREINILEGA BLÁEYGÐ..
..þrátt fyrir að vera brúneygð svo ekki verður um villst. Ég skammast mín fyrir að játa það að ég varð hissa á að fangelsismálayfirvöld í Mexíkóborg eru fyrst núna að leyfa mökum samkynhneigðra fanga að heimsækja þá í fangelsin.
Það hvarflaði aldrei að mér að samkynhneigðir hefðu ekki sömu mannréttindi og við hin þegar að þessu kemur.
Auðvitað veit ég að víða í heiminum eru mannréttindi brotin á samkynhneigðum, m.a. hér þar sem Þjóðkirkjan gengur á undan með sínu innsnjóaða fordæmi í giftingarmálunum og gerði það að verkum að ég sagði mig úr henni, þegar það mál skók þjóðina. En svo sofnar maður á verðinum.
Arg. Meiri viðhorfin í heimi hér.
Bítsmítótallí.
![]() |
Makaheimsóknir samkynhneigðra fanga í Mexíkó leyfðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 30. júlí 2007
VERTÍÐ HJÁ FÍKNÓ!
Nú er vertíðarhelgi fíkniefnalögreglunnar framundan. Töff hjá þeim að auglýsa það að þeir verði á ferð og flugi með alvæpni, ef ég má orða það svo.
Hlýtur að hafa fyrirbyggjandi áhrif.
Eða hvað?
Kallar það á flóknari aðgerðir dópsala, meira útfærðar og útpældar?
Stundum er baráttan gegn fíkniefnum eins og vindmylluslagur.
En vér gefumst ekki upp.
Súðebastards (sko dópsalana).
Úje
![]() |
Öflugt fíkniefnaeftirlit um verslunarmannahelgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 30. júlí 2007
FYRIRLIGGJANDI..
..steinliggjandi og nauðsynleg verkefni dagsins, fyrir utan bloggfikt af ýmsu tagi, eru:
..uppvask á tveimur diskum, 3 glösum og einhverjum bollapörum.
..móttaka á nýjum ísskáp með þátttöku Lúðrasveitar Seljahverfis, fulltrúa borgarstjóra og fleiri mektarfólki.
..flutningur gamla ísskáps í geymslu, þ.e. verkstjórn, aðrir í skítverkunum.
..endurgláp á Fanny og Alexander í minningu meistara Bergman.
Úff líf mitt er svo sannarlega flókið og merkilegt.
París Hilton og þið hinar stelpurnar í Hollý..
"Eat your heart´s out.
Ég er "vippari", ekki spurning.
Úje
Mánudagur, 30. júlí 2007
ÉG VEIT EKKI MEÐ YKKUR..
..en ég er skíthrædd við Gary Oldman. Hann er svo illilegur eitthvað.
Vilduð þið eiga hann fyrir pabba?
Ædónþeinksó!
![]() |
Gary Oldman er svalur pabbi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 2988560
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr