Leita í fréttum mbl.is

ÞAÐ ER EKKI OFT...

1

..sem ég dáist að hugmyndaauðgi SUS, hvað þá heldur skoðunum þeirra og gjörðum.  Núna hins vegar, finnst mér þeir pínulitið sniðugir.  Þeir lögðu fram gestabók hjá tollstjóranum í morgun og buðu þeim sem telja sig hafa ástæðu til að snuðra í upplýsingum um samborgara sína, tækifæri til að skrá nafn sitt og upplýsingar um hvaða gögn þeir hafa skoðað.

Ég verð að játa að mér finnst það undarlegur áhugi sem fólk hefur á tekjum náungans og að margir leggi lykkju á leið sína til að velta sér upp úr því.  Hvað liggur þar að baki?  Ekki hagnýt upplýsingaöflun, svo mikið er víst.

Mér finnst þetta flott framtak hjá krökkunum.

Súmí!


mbl.is Ungir sjálfstæðismenn lögðu fram gestabók hjá tollstjóraembættinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er hluti af þjóðarsálinni eins og ég blogga um í minni færslu um sama mál.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.7.2007 kl. 13:12

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er alveg sála þér Jenný.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.7.2007 kl. 13:18

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

hehe er alveg sammála þér

Kristín Katla Árnadóttir, 31.7.2007 kl. 13:19

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég brjálaðist af hlátri ég ætlað ekki segja að sála þér

Kristín Katla Árnadóttir, 31.7.2007 kl. 13:22

5 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Ég sé ekkert athugavert við það að almenningur fái aðgang að þessum upplýsingum. Þarna er oftast verið að fletta upp upplýsingum um fólk sem hefur aðgang að öllum mínum fjármálaupplýsingum, tryggingum, ferðalögum og eignum í gegnum upplýsingakerfi sinna fyrirtækja. Það liggur engin gestabók þar frá SUS.

Sigurður Ingi Jónsson, 31.7.2007 kl. 14:06

6 identicon

ég hef ekkert á móti því að fólk fái að sjá þetta ef það vill, þannig lagað sammála Sigurði Inga, en ég skil ekki hvers vegna fólk hefur áhuga á og nennu til að hanga yfir þessum skruddum. Afhverju ekki frekar að eyða frekar tímanum á góðu kaffihúsi og spjalla um lífið og tilveruna?

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 14:29

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég veit ekkert hvað mér finnst um þetta - hef aldrei haft áhuga á slíkum málum og finnst ósennilegt að ég eigi eftir að fá hann!

Edda Agnarsdóttir, 31.7.2007 kl. 14:32

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér er þetta auðvitað ekki hjartansmál en ég skil ekki þennan áhuga fólks á stöðu annarra.  Er það forvitnin ein eða hvað veldur að fólk leggur á sig að fara og fletta þessu upp?  Skil ekki.  Vill hitta ykkur á kaffihúsi dúllurnar mínar anytime.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 15:03

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég fór á skattstofuna í morgun og fann nokkra menn sem ég þarf að tékka betur á. Þeir eru forríkir og það væri skemmtileg tilbreyting frá berklaveiku ljóðskáldunum. Ég verð þeim fullkomin eiginkona, þeim öllum! Fyrst þarf ég auðvitað að athuga hverjir eru á lausu! 

Guðríður Haraldsdóttir, 31.7.2007 kl. 15:21

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var búin að lesa færsluna þín frú Görr og sá að þú varst að snuðra (slefandihristahausinnkall) og ég á eftir að kommentera af þunga á þá færslu um leið og Jenny Una er farrrrin heim.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 15:24

11 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Sammála Gurrí. Það er alveg upplagt að geta  leitað sér að mannsefni eftir skattskýrslunum. Gallinn er að þeir sem borga hæstu skattana eru ekki endilega þeir ríkustu. Kannski eru það bara þeir heiðarlegustu eða kannski þeir sem eru verstir í því að svíkja undan skatti. En svona í alvöru talað, ef þetta hjálpar til við að halda skattsvikum í lágmarki finnst mér bara gott að þessar upplýsingar skuli liggja á lausu, enda hef ég aldrei séð af hverju laun fólks á að vera þeirra einkamál. Ég hef alltaf gargað hátt yfir því hversu lág mín laun eru. Ég er hins vegar sammála þér Jenný í því að ég skil ekki af hverju nokkur hefur áhuga á að skoða þetta (nema hann/hún sé að leita að maka!!!)

Kristín M. Jóhannsdóttir, 31.7.2007 kl. 15:41

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svona eruð þið kjéddlingarnar, alltaf til í að krækja í ríku kallana.  Eru þeir ekki alltaf skráðir með vinnukonulaun?  Ég hélt það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 15:45

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Kristjana mín, hjá hverri  og einni einustu mannekju.  Gjörsvovel, svalið forvitninni. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2985731

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.