Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

ALLT Í VOLI OG VESENI...

1

.. hjá Bradda og Angie.  Það er mér ekki tilefnið til þessara skrifa heldur vil ég viðhalda minni forheimskun.  Segi svona. 

Hjónakornin rifust heiftarlega um frambjóðendur Demokrataflokksins.  Brad styður Obama en Angelina styður Edwards.

Af hverju í fjáranum styðja þau ekki Hillary Clinton?  Er fólk ekki að ná því að þarna gefst tækifæri til að skrifa söguna.  Kjósa fyrsta kvenforseta Bandaríkjanna?  Ég er svo bit.

Mér finnst mun merkilegra að koma konu að heldur en að vera að velta sér upp úr litasétteringum á karlkyns frambjóðendum.  Á ég að kjósa einn beislitaðan eða einn svartan? 

Bítsmíandsúmí!


mbl.is Brestir í sambandi Brads og Angelinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐFÖR AÐ ÞJÓÐARÍMYND

Ég las í Fréttablaðinu í dag að það hefði verið ráðist á Eið Smára um s.l. helgi, þar sem hann var að dúllast í bænum á leið úr afmæli.  Hvað er að fólki?

Á ekki bara að MÖLVA næst styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli?  Og..

DÚNDRA í rassinn á Fjallkonunni?  Ha..?

Ég get svarið það.  Ég er Íslendingur og ég mín þjóðarímynd hefur verið særð djúpu sári.

Getagrrip-getalæf!


ÁSTRÁÐUR Í STÍFRI VINNU..

1

..um verslunarmannahelgi, Hinsegin dögum og á Menningarnótt í Reykjavík, en Ástráður er forvarnastarf læknanema.  Ástráður ætlar að dreifa smokkum til fólks sem er á leið út á land yfir helgina.  Auðvitað er það þarft framtak.  Samt er eitthvað "dekadent" við þá staðreynd að það skuli vera litið á það sem eðlilegan hlut að allir verði gerandi það út um allt, eins og ekkert sé.  Að það sé ekkert athugavert við þetta rosalega dodo-festival.  Það er eitthvað ferlega undarlegt við að það skuli talið vera normið,  en fyrst svona er þá er auðvitað betra að horfast í augu við staðreyndir og láta liðið fá smokka. 

Mér finnst einhvernvegin eins og það sé einhver fjöldageðveiki í gangi fyrir þessi helgi.  Svona örvæntingarfull ofsakátína.  Það verður að vera svo gaman, svo mikið fyllerí svo mikið allt.  Á mánudeginum er svo sýnt frá sviðinni jörð, rusli út um allt, brenndum tjöldum og öðru drasli.  Þá dettur mér í hug að það sé eitthvað mikið að í þjóðarsálinni.

OMG

Súmí.


mbl.is Ástráður dreifir smokkum um Verslunarmannahelgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALGJÖRT KJAFTÆÐI

28

Ég fór í IKEA í dag og keypti það sem ég ætlaði að kaupa og meira til.  Ég keypti auðvitað ekki sturtuhengi.  Það gleymdist aftur eða þannig.  Stjörnuspáin mín fyrir daginn er svona:

Steingeit: Tengsl þín við peninga byggjast á innsæi. Treystu því og þú munt hagnast. Í kvöld ertu dularfullur og laðar að þér vatnsmerkin krabba, sporðdreka og fiska.

Ég varð ekki vör við það í dag þegar ég borgaði við kassann í búðinni að ég hefði peningainnsæi, þvert á móti þá var nærri liðið yfir mig af undrun.. yfir því hversu mikið þetta lítilræði sem ég keypti kostaði.  Síðan fór ég í Rúmfatalagerinn og skoðið Lazygörl eins og Gurrí á, keypti eitt og annað og sagan endurtók sig, ég var alveg steinhissa.  Það sem ég keypti kostaði bæði hendi og fót. 

Nú sit ég og bíð eftir að tvö skriðdýr og einn uggi komi í heimsókn. 

Ég er að farast úr spennu.

Bætmí!


MARGAR KVEÐJUR

1

Margir bloggvinir mínir eru að skrifa um að þeir fái peninga til baka frá skattinum. Ég gleðst fyrir þeirra hönd.

Ég sendi Tollstjóra hinsvegar margar kaldar kveðjur þetta árið.

Þær eru nákvæmlega:

Sextánþúsundníuhundruðþrjátíuogtvær talsins.

Bætmíjúbastards!


ÉG ER Á LEIÐINNI...

..í IKEA en eins og bloggvinir mínir vita þá eru það sögulegar ferðir, sem enda oftast með því að ég kem heim, með fulla poka, einhverjum þúsundunum fátækari, reynslunni miklu ríkari og.... án þess sem ég fór til að kaupa.  Ég er búin að fara þrisvar í IKEA á þessu ári til að kaupa sturtuhengi.  Mér hefur enn ekki tekist það.  Nú förum við SARA og fröken Jenny Una Erriksdóttirrrr í kjötbolluferð í stórverslunina sem alltaf gefur mér höfuðverk og við ætlum að kaupa barnarúm.  Jenny Una verður að fara að fá rúm og einhversstaðar verður hann Oliver að geta sofið þegar hann kemur í heimsókn frá Londres og gistir hjá Granny-J og Einari.  Það vantaði nú bara.

Ég mun skrifa nákvæmlega innihald pokaskjatta þegar ég kem heim.  Held að ég muni ekki gleyma að kaupa rúmið, ef svo er, er ég illa stödd í minnisdeildinni.  Set sturtuhengi á innkaupalistann en mér segir svo hugur að ég muni gleyma því.  Ég verð auðvitað að hafa ástæðu til að fara í verslunina til að kaupa eitt og annað fyrir jólin.  En ekki hvað?

Skelli hér inn nýjum myndum af Oliver en hann kíkti til ljósmyndarans nýlega og gerði Granny-J og ömmu-Nordquist alveg svakalega glaðar með því tiltæki sínu.

Gjörsovel!

123

Úje - Læfisbjútífúl.


A-B-C OG DOROTHY

 

1

Ég á fósturdóttur.  Hún heitir Dorothy Nakawunde, er 12 ára og býr í Uganda.  Frá 9 ára aldri hefur hún verið stelpan okkar.  Foreldrar Dorothy eru bæði látin, úr AIDS.  Hún á sex systkini og hún býr í litlu þorpi hjá elstu systur sinni, sem vart er af barnsaldri, á 5 börn og maðurinn hennar er látinn, úr AIDS.

Það kostar mig heilar 1950 kr. á mánuði að leggja til með stelpunni minni.  Fyrir það fær hún að vera í skólanum, fær heita máltíð á hverjum degi, föt, læknisþjónustu, skólabækur og annað sem til fellur.  Hún hefur fengið tækifæri til að lifa af.  Það besta er að hún er hluti af ABC fjölskyldunni sem er að bjarga börnum út um allan heim og hún verður aldrei nafnlaust fórnarlamb fátæktar eða sjúkdóma, við þekkjum hana og fylgjumst með.

Ég fæ myndir af henni reglulega.  Ég held að hún sé á myndinni hér fyrir ofan, þekki skólabúninginn.  Einkunnaspjöldin berast mér reglulega fyrir utan jólakort og slíkt.  Það er nóg fyrir mig.  Þessi leggjalanga dóttir mín stækkar og stækkar.  Það sé ég þegar ég fæ myndirnar af henni tvisvar á ári.

Ég átti aðra dóttur á Filipseyjum, sem bjó hjá móður sinni við sorphaugana í Madrid.  Hún var 4 ára.  Einn daginn fékk ég bréf frá ABC.  Þær mæðgur voru horfnar.  Ég hef oft velt því fyrir mér hvað af þeim varð.  Upphæðin sem ég borgaði til þeirrar litlu var líka skammarlega lág.

Núna þegar það er í fréttum að það sé brjálað að gera í hjólhýsakaupum og kaupum á öðrum varningi þá velti ég því fyrir mér hvort við getum ekki staldrað aðeins við.  Höfum við það ekki gott?  Er ekki lag að setjast niður og forgangsraða smá? Við berum ábyrgð hvort á öðru.  Ég sé á fréttabréfi ABC að þeim sárvantar fleiri foreldra bæði í Kenýa og Pakistan.  Sara dóttir mín og skólasystur hennar hafa fengið hjálparstarfsáfanga við sinn skóla en þær hafa safnað fyrir skóla í Pakistan.  Það er búið að kaupa lóð og bygging skólans hefst í desember.  Þessar stelpur hafa lagt nótt við dag að safna peningum.

Það kostar sem sagt ekki mikið að bjarga lífi barns.  Ég hvet fólk eindregið til að skoða síðu ABC, www.abc.is.  Hjá ABC fer hver króna til barnsins engin aukakostnaður í "eitthvað" eins og svo oft er í hjálparstarfi. 

Þessu langaði mig að deila með ykkur á þessum fyrsta degi mánaðarins þegar flestir eiga peninga.

 


ÉG VEIT HVAÐ MÁNABIKAR ER!!

Ég komst að því í dag að ég er fáfróð á sumum sviðum.  Það kom mér gjörsamlega í opna skjöldu enda veit ég yfirleitt alla skapaða hluti betur en flestir aðrir.  En þarna var kategoría sem var mér eins og lokuð bók.  Á einu bloggi var minnst á mánabikar og höfundur gaf sér að allir vestrænir lesendur síðunnar vissu hvað það væri.  Höfundur hafði 99,9% rétt fyrir sér.  Ég var sú eina í athugasemdakerfi þessa bloggara (sem ég ekki man lengur hver var) sem ekki vissi hvað fyrirbærið mánabikar er.

Ég gaf mér að þetta væri eitt af hjálpartækjum ástarlífsins, því við athugasemdirnar voru hallærisleg hint um að þetta væri svona kyn-eitthvað.  Dót í dótakassann en núorðið eru fólk með dótakassa undir kynlífsleikföngin sín.  Hvað varð um rómansinn ha?   Hm...

En ég fékk link frá viðkomandi bloggara.  Ég veit núna hvað mánabikar er.  Hann er ekki dótakassakandídat. 

Svei mér þá ef ég var ekki alveg ágætlega komin með fáfræðina.  Þetta segir mér lítið sem ekkert.

Vitið þið hvað mánabikar er?

Auðvitað, þið eruð svo kúl sem komið inn á þessa síðu.

Tellmísomþingædóntnó!

Úje

 


HROKI, HEIMSKA EÐA GRÆÐGI?

1

Svei mér þá, en stundum þegar ég les eða hlusta á fréttir þá trúi ég ekki mínum eigin eyrum/augum.  Í dag er forsíðufrétt á Fréttablaðinu um að karlahópur Femínistafélagsins þurfi að borga sig inn, þar sem þeir eru að vinna sjálfboðaliðastarf á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, sem er auðvitað ómetanlegur liður í baráttunni gegn nauðgunum.

Eins og það sé ekki nóg, að allir sjálfboðaliðar á svæðinu, skv. Tryggva M. Sæmundssyni, borgi sig inn fullu verði, þá segir Tryggvi að listamennirnir sem koma fram á hátíðinni borgi sig inn líka.  Það sé yfirleitt dregið af laununum þeirra.

Fyrir mér eru það ekki fréttir að það sé sums staðar borin lítil virðing fyrir listamönnum þessarar þjóðar.  A.m.k. þá hef ég heyrt ófáar sögurnar af því hvernig farið hefur verið með tónlistarmenn, svo dæmi sé tekið.  En getur verið að þessi aragrúi listamanna sem fram kemur um helgina í Vestmannaeyjum sé meðvitaður um að þeir séu að borga sig inn í vinnuna?  Að þeir hafi ekkert við það að athuga?  Mikið skelfing langar mig til að fá svar við þessu.  Ekki er Tryggvi, sem er einn talsmanna Þjóðhátíðar, að fara með staðlausa stafi?

Ef svo ótrúlega vill til að þetta sé rétt sem maðurinn segir eru þeir þá ekki aðeins of peningagráðugir mótshaldararnir þarna í Eyjum?

Anybody?


ÉG ER "MEAN" OG ÉG VEIT ÞAÐ!

..Ég er kvikindi, það krimtir í mér af gleði þegar ég hugsa um hver viðbrögð reykingarfólks á djamminu verða í vetur, þegar það þarf að standa úti í frosti/snjóbyl/stórhríð með storminn beint í andlitið.  Minni á veturinn í fyrra.  EKKI góður til útivistar. Ég er að vona að fólk sitji einfaldlega heima.  Það verður þá kannski til að þessi ólög verða endurskoðuð.  Kvikindisskapur minn beinist því að stjórnvöldum sem fá vonandi að finna fyrir því í gegnum óánægða veitingamenn.  Hví í ósköpunum geta þeir ekki fengið að ákveða hvernig þeir haga sínum rekstri?

 Ég held að þessi illkvittni í mér komi til vegna þess að ríkið selur mér sígarettur, og það á uppsprengdu verði.  Við sem reykjum erum nikótínfíklar svo einfalt er það.  Sígarettur eru dýrari hér en á öllum hinum Norðurlöndunum svo dæmi sé tekið.  Svo setur ríkið lög sem gera reykingamenn að annars flokks borgurum, þar sem þeim er hvergi vært.  Engar málamiðlanir eins og reykherbergi eru á borðinu. Rosalegur tvískinnungur verð ég að segja.

Nú er komið smá babb í bátinn.  Að gefnu tilefni vill embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vekja athygli á ákvæði 3.mgr.19.gr. áfengislaga sem bannar með öllu að áfengi sem selt er á veitingastað sé borið þaðan út af gestum staðarins eða öðrum.

Æ en leiðinlegt.  Hvað gerir fólk núna?  Skutlar í sig drykknum, hleypur út og reykir og aftur inn í biðröðina á barinn og svo út aftur? Voða flókið orðið að fara á djammið.  Eða á kaffihús eða....???

Eins og ég segi þá bíð ég spennt eftir vetrarveðrunum. 

Bætmí.

 


mbl.is Bannað að taka drykki með sér út af veitingastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2988559

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband