Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

ER HÆGT AÐ TRYGGJA - EFTIRÁ?

1

Við fjárfestum í rista- og kaffivél í gær, og það eitt og sér er ekki í frásögur færandi.  Ristavélin er geggjuð, með allskonar fídusum, gott ef hún bakar ekki brauðið bara áður en hún ristar það.  Allt að því.  Þegar gengið var frá kaupunum spurði afgreiðslumaðurinn okkur hvort við vildum RISTAVÉLATRYGGINGU?  Nebb., við héldum ekki, það er ábyrgð á vélinni og ristavélar eru ristavélar, ekki búslóð eða málverk eftir Kjarval.

Ég hef enfaldar þarfir og einfaldan smekk þegar kemur að ristuðu brauði.  Ég vil einfaldlega rista það.  Eftir smá pælingar og stillingar, hingað og þangað, skellti ég brauðinu mínu í vélina.  Allt fór vel af stað en eftir ca 3 sekúndur, bræddi vélin flotta með öllum fínessunum úr sér.

Hm.. hefði ég átt að taka ristavélatryggingu?  Það kemur í ljós þegar ég arka af stað með ábyrgðarskírteinið og vélina undir hendinni á morgun.

Er það ég eða er lífið sífellt að verða flóknara og flóknara?

Bítsmí!


EKKI TALA KONA!!

1

Þegar Jökull Bjarki, gelgjubarnabarnið mitt var lítill, var hann einu sinni á leið til Ameríku með foreldrum sínum.  Jökklinn var á svipuðum aldri og Jennslan er núna.  Flugfreyjan var eitthvað að "gútsígútsíast" framan í hann og Jökull leit upp og sagði: "EKKI TALA KONA" Móðir hans fékk áfall og skráði barn samstundis í kynjafræðina við H.Í.  eða þannig.

..Gwyn Stefani er flott.  Algjört eðalekvendi.

Kaupi plötuna, bara vegna tilurðar frasans "EKKI TALA", megi það vera karl eða kona.

Súmí!

Úje


mbl.is Gwen Stefani aftur til liðs við No Doubt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SMÁSNÚRA

1a

Ég dreif mig á AA-fund.  Þar sem ég lifi í óvissunni þessa dagana og bíð eftir að hitta Hr. Sérfræðing í blóðsjúkdómum, hef ég verið ansi spennt.  Hm.. svo hógvær. 

Fundurinn gerði sitt gagn.

Það glittir í mig.

Alkar hafa ekki efni á spennu og sjúklegum áhyggjum.

Bara svo það sé á hreinu Jenny Anna Baldursdóttir, áhyggjufrömuður.

Æmsúingmí, ég get svo svarið það.

Ójá!

 


KRÚTTBLOGG II

1

Þennan verð ég að skjalfesta áður en ég gleymi honum, en gullkornin hrynja inn þessa dagana.

Jenny Una Eriksdóttir var að troða böngsum og öðrum loðkvikindum í dúkkuvagninn.  Vagninn tók ekki meir og bjarndýrið stóra og loðna, datt á gólfið aftur og aftur.  Loks þraut þolinmæðina hjá barni og ég heyrði hana segja hátt og ákveðið (um leið og hún þrykkti kvikindinu af öllu afli ofan á hrúguna):

"VERTU KURR ÓLÁNIÐ ÞITT"

Amman þarf greinilega að fara að ritskoða sig aðeins,  að minnsta kosti þar til barnabarn nær þriggja ára aldri, en það verður þ. 30. desember n.k.

Veriði svo kurr þarna ofvirklarnir ykkar.

Úje


KRÚTTBLOGG

blogg25

Jenny Una Eriksdóttir (takið eftir errin eru komin í eðlega tölu, nema þegar hún segir Einarrrr) var hér í pössun í dag.  Þessi dagur, sem var frekar mikill bömmer svona heilsufarslega séð, snarlagaðist við komu þessarar rúmlega tveggja ára gömlu nöfnu minnar.  Hún er ömmu sinni og Einarrri endalaus uppspretta gleði og hláturs og gerir fjarveru hans Olivers og hans Jökuls, þolanlegri fyrir vikið.

Smá sýnishorn:

Emma öfugsnúna hefur verið lesin mikið undanfarið. Það er mikið hlaupið í smiðju Emmu við hin ýmsu tækifæri.  Jenný klæðir sig úr fötunum þar sem hún stendur og amman spyr:

"Jenny mín, af hverju ertu að klæða þig úr?" Jenny: "Mé er ekki kallt" (fullkomlega rökrétt.  Því að vera klæddur þegar manni er þokkalega heitt?).

Jenny ræðst til atlögu við kjól sem hún æltar að klæða sig í "alle sjálf" og  "alle skrass".

Amman bendir barni á að kjóllinn sé öfugur.  Jenny: (fullviss um hvað hún vill)"ég veit það, ég vil vera öfugsnúin".  Hún setur síðan sokkabuxurnar á höfuðið og segir: "ég núna meira öfugsnúin".

Við bökum og amman kennir barni hin ýmsu innhöld kökunnar, réttir að barni negul og spyr: "hvað heitir þetta Jenny mín?".  Jenny (doldið pirruð svona): "ég veit ekki alla hluti" Þarna nánast datt ég niður dauð og beið eftir að á eftir þessu svari kæmi fyrirlestur um flogaveiki eða líf á hafsbotni í milljón ár.  Ég missti kúlið.

Svo fórum við í stafrófspússluspilið.  Jenny týnir fram J fyrir Jenny, A fyrir Ömmu, E fyrir Einarr, M fyrir Mömmu og P fyrir pabba.  Amman tekur upp D og ætlar að bæta nýjum staf í safnið.  Ég spyr hver eigi þennan staf.  Jenný: "ég veit ekki aleg, bara maður en mamma mín er alltaf að kaupa pakka í London".  Okok ég náði skilaboðunum.  Pússluspilið úti. 

Svo settist hún og söng um prinsessur, froska, Línur og Madittur.

Ég var hamingjusöm og dauðþreytt þegar hún hélt heim á leið með pabba sínum sem er alltaf að tromma í London (what, það er mamma hennar sem er í London pabbi hennar var að koma að norðan, en kva?)

Leiðrétti það næst.

 


ÉG ER ALVEG KOMIN MEÐ UPP Í KOK..

1

  á símafyrirtækinu mínu.  Í annað hvort skipti sem ég svara símanum þá heyrast skruðningar dauðans og ég verð að taka "rowderinn" úr sambandi, bíða smá og hringja svo í viðkomandi.  Oftar en ekki er sá sem hringdi farinn, búinn að hringja eitthvað annað eða almennt orðinn hundleiður á fyrirkomulaginu.

Þetta var sérstaklega slæmt um helgina.  Dúa vinkona mín þurfti nauðsynlega að ná í mig og þegar bévítans síminn var loksins kominn í lag var mín komin í Húsdýragarðinn eða eitthvað.

OMG

Hvað á ég að gera?

Taka þessu með æðruleysinu.... eða ..

TAKA FOKKINGS LÚKASINN Á ÞETTA og gera allt brjálað hjá Hive?

Jútellmí

Újeeeeeeeeeeeeeeeeeee


NÁMSKEIÐ Í AFVÖTNUN Á BLOGGMEÐVIRKNI!

Ég hef verið beðin um að birta eftirfarandi auglýsingu:

NÁMSKEIÐ Í AFVÖTNUN Á BLOGGMEÐVIRKNI

Verður haldið dagana 1 - 4. ágúst, n.k.  í gamla Morgunblaðshúsinu við Aðalstræti (hin fagra bygging við enda Austurstrætis).

Námskeiðsgjald: kr. 15.000

Fyrirlesarar: Ýmsir eðalbloggarar landsins.

Dagur 1

Ástæða blogg- meðvirkni.  Hvernig sjúkdómurinn þróast, ættgengi hans og félagsleg hegðun honum tengd.  Ert þú veikur af bloggmeðvirkni?  Sjúkdómsgreining, meðferðarúrræði, vinnuhópar, umræður, föndur og engladans.

Dagur 2

Hvernig komast má hjá því að vera sammála í kommentakerfum bloggheima. Við lærum að reisa ágreining við alla mögulega hluti.  Allt frá því að gefa dauðan og djöfulinn í saklaus fjölskyldublogg, að stóru málunum.  Hvernig við getum verið á móti, femínisma, kommúnisma, friðarmálum og öllu hinu líka.  Æfingar í alvöru kommentakerfum þar sem allar færslur eru dissaðar með vel völdum orðum.

Dagur 3

Hvernig styðjum við hvort annað í bataferlinu? Við höfum alltaf orð á því ef einhverju okkar verður á að vera sammála einhverjum.  Það er bannað og stórhættulegt okkur sem erum að rísa upp úr þessum erfiða sjúkdómi.  Umræður, vinnuhópar, listmeðferð, orðabóka- og hugtakaæfingar.  Slagsmál.

Skráning á námskeiðið fer fram í  kommentakerfum þeirra sem þegar eru á batavegi.

God grant me serenety.. and all that shit (glatað að fara með svona æðruleysisbæn, svo væmið ekkað).

Úje


GÓÐI GUÐ - PLÍS BÆNHEYRÐU MIG NÚNA

Elsku góði Guð, Jesú, Búdda, Java, Múhammed, Abraham og hvað sem þú nú annars heitir þessa dagana.

Ekki láta mig leggjast inn á Lansann eftir áramót.  Þá verður bannað að reykja allsstaðar á spítalanum og í KRING um hann.  Ég ákalla þig.  Ekki láta gera mér þetta ef ég verð veik og aumingjaleg.  Það væri nóg samt.  Ef ég veikist á geði t.d. og þarf að reykja í plastbúrinu við geðdeildina, þar sem ég verð til sýnis fyrir alla sem ganga um bygginguna, skal ég ekki kvarta.  Ég skal meira að segja dansa, hoppa, slefa og froðufella, til skemmtunar fyrir alla þá sem fram hjá fara, bara ef þú leyfir andskotans búrinu að standa.

Þú mátt dúndra á mig eldingu, henda mér í veggi, sparka í magann á mér og rífa í hárið á mér, en ekki láta þessa umboðsmenn dauðans, drepa mig úr fráhvörfum þegar og ef ég verð veik og lítil í mér.

Þess bið ég þig í mestu auðmýkt.

Til vara bið ég um nútíma holdsveikraspítala, uppi á öræfum þess vegna, fyrir okkur sem forpestum tilveruna og kaupum dópið sem ríkið selur í þínu nafni (æi þú veist Þjóðkirkjan sem kennd er við þig er ríkisstofnun sko).

Plísdóntheitmí!

ÚFF-je


mbl.is Landspítali verður reyklaus um næstu áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MÍN EIGIN JARÐAFÖR - AUGLÝST SÍÐAR

Ég lít á sjálfa mig sem tilfinningavöndul.  Eitt stórt búnt af allskonar geðbrigðum sem ég reyni stöðugt að hafa hemil á þannig að ég verði ekki sett inn einhversstaðar.  Ég segi það nú kannski ekki en ég tekst á við tilfinningarnar oft á dag og reyni að halda í hemilinn á mér.  Það tekst oftast.  Ég er að öllu jöfnu glaðsinna, en ég get orðið illskeytt af minna tilefni en engu,  þegar þannig stendur á en ég er svo heppin að getað gusað úr þeim hlandkoppi út af svölunum bara, þannig að blásaklaust fólk verði ekki fyrir mér.  Ef á einhvern sullast, þá er það oftar en ekki mitt kæra húsband.  Seinni ár hef ég reynt að þróa með mér hæfileikann að biðjast fyrirgefningar og fjárinn sjálfur, ef það venst ekki bara nokkuð vel, eins og það getur verið erfitt að brjóta odd af oflætinu áður en maður kemst í smá æfingu, ekki að ég sé fullnuma í fyrirgefningardeildinni, svo langt frá því.

Hvað um það.  Í dag var ég ansi nálægt því að festast í sjálfsvorkunn.  Af því að tilfinningar mínar voru særðar.  Almáttugur minn hvað sjálfsvorkunn er ofmetið ástand.  Þegar ég var á gelgjunni, og fannst ég miðskilin og vanmetin, sviðsetti ég oft mína eigin jarðaför í huganum, réð Bítlana til að spila, leigði Péturskirkjuna í Róm, valinkunnir eðalmenn og konur sátu í hverju rúmi hinnar risavöxnu kirkju og hvert lag sem spilað var, valdi ég af djöfullegri útsjónarsemi þeirrar konu sem ætlar að láta mannkyninu blæða fyrir að hafa rekið sig, fórnarlambið í dauðann, blásaklausa.  Það eina sem skyggði á þessa unaðslegu hugmynd var að það var ákveðinn mínus falinn í því að vera dauður og geta ekki snúið aftur og  látið alla misgjörðarmennina kasta sér að fótum mínum og grátbiðja mig um fyrirgefningu.  Ég tók næst besta kostinn og lét alla falla harmþrungna á kistuna þar sem hún var borin út af lífverði bresku krúnunnar.  Kistan var falin undir hvítum liljum (blómum dauðans). 

Ég er sum sé hætt að sviðsetja jarðarfarir og þörfin til að láta fólki blæða er líka horfin.  Eftir stend ég í smá áhættu við að missa mig í helgreipar aumingjaleiksins.  Ég hef séð að mér.  Í þetta skipti.

Ég á svo margt að þakka fyrir, fullt af skemmtilegum vinum og yndislega fjölskyldu.  Ég get ekki kvartað yfir því.  Þeir sem dingla þar fyrir utan og meiða mig smá verða bara í því og ég vinka þeim héðan.  Þeir eru amk ekki boðnir í mína jarðarför, en það verður sko ekki amaleg uppákoma þegar þar að kemur, það er á tæru, þó ekki geti ég lofað lífvarðasveit bresku krúnunnar.  Það er of stórt gigg að standa í fyrir eina konu.  Restin er tertubiti.

Úje

Ekki nóg með að ég fari edrú að sofa, ég fer sátt að sofa án teljanlegs kala til nokkurs manns.  Muhahahahaha

Úje -aftur!


EF ÞETTA ERU RÓLEGHEIT ÞÁ HEITI ÉG HERJÓLFUR

 1

S.l. helgi gerðust eftirfarandi lítilræði á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum:

11 fíkniefnamál komu til kasta lögreglu. Bæði stór og smá, þó aðallega smá, hvað sem það nú þýðir.

5 líkamsmeiðingar voru kærðar til lögreglunnar

1 blygðunarsemisbrot.

3 voru teknir grunaðir um ölvun við akstur.

1 var kærður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.

5 voru kærðir fyrir akstur án ökuréttinda.

8 voru kærðir fyrir að vera ekki með beltin spennt og

2 fyrir að hafa ekki öryggishjálm við akstur léttbifhjóls (hefðu nú alveg geta gefið þessum séns þeir eru með geislabaug í samanburði).

9 eignaspjöll voru kærð til lögreglunnar þessa helgi.

5 þjófnaðir voru tilkynntir til lögreglunnar.

"Lögreglan segir, að þjóðhátíð Vestmannaeyja 2007 hafi í heild tekist mjög vel og verið með þeim rólegri seinni ár. Óhætt sé að segja, að sú langa hefð hagsmunaraðila við skipulagningu á þessari hátíð eigi sinn þátt í hvað vel hafi tekist til."

Hvernig ætli það líti út þegar þeim tekst illa til?

Æi ég veit það, þetta er skárra en oft áður, en er þetta hegðun sem er ásættanleg eða krúttleg jafnvel?

Það er sagt að hin hefðbundnu 10% komi til kasta lögreglu.  Váá, ef rétt reynist.  Þjóðarsálin þarf að fara í enduruppeldi.

Ég,

alltaf glöð, aldrei bitur, bara pírí yfir allri geggjuninni.

Úje


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 2988555

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband