Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Túdú- Tékklisti Jennýjar

 1

Á morgun hendi ég út tveimur sófum og tek inn einn þokkalega stóran í staðinn.

Á morgun ætla ég bara að lesa slúðurfréttir í blöðunum til að hamingjujafna.

Á morgun ætla ég ekki að aga nokkurn annan en sjálfa mig. (Stolið úr deginum í dag).

Ég ætla að vera í jólaskapi frá morgni til kvölds.

Ég ætla að heimsækja frumburð eða hún mig.

Ég ætla að vera með hana Jenný Unu, var að grenja út barn hjá foreldrum.

Ég ælta að tala við Maysuna mína í London og Oliver líka, heyra hann segja "Amma Jenný", vitið þið að það er hægt að segja þessi tvö orð þannig að maður fletjist út á vegg í krúttkasti og fara svo að grenja úr söknuði?  Jú, jú, alveg hægt.

Ég ætla að lesa AA-bókina til hamingjuauka og bættrar heilsu.

Ég ætla að láta eins og fífl á milli þátta.

Ég ætla að jólast eins og m-f.  Ekki nema mánuður til stefnu.  Flýta sér.

Dem, það er ekki pláss fyrir meira.

Tjékk, tékk, tékk.

Bítmíbætmídóntsúmí.

Úje

 

 


Af málfarslegum framförum ofurkrútts!

Jenný Unu Eriksdóttur, verður seint orða vant, eins og lesendur þessa fjölmiðils vita, þrátt  fyrir að hún verði ekki þriggja árrra fyrr en 30. desember n.k.

Í gærkvöldi var mamma hennar að ná í bækur til að lesa fyrir svefninn og Jenný sagði:

"Mamma setja bækurnar héddna" (bendir á sængina sína). 

 Mamman lufsar bókum á rúmið og greinilega ekki á réttan stað því Jenný segir ákveðin;

"Setja héddna manneskja".  Mamman í sjokki og furðu spyr:

"Hvað sagðirðu Jenný mín?"

"É saðði héddna manneskja! W00t

Jenný Una fór í Ikea í gær með mömmu sinni og pabba og þau fengu sér að borða.  Við matarborðið lítur barn upp, horfir lengi og stíft á pabba sinn og segir:

"Pabbi, þú ert líka fólk"

(Pabbinn rosalega ánægður og talsvert létt).  Svo..

"Ér fólk, mamma mín er fólk og pabbi er fólk, við gott fólk".  Ok, ok so far so good.

Þegar Jennýju er bannað eitthvað þessa dagana segir hún fullum fetum:

"Émáða alveg, amma mín segir já". 

Ég veit, ég verð að setja barni mörk.

Ég er ákveðin í að gera það... sko í janúarBlush

Góða og sofið fallega í nóttinni.

 


Ég fíflið

 

Ég krullast upp þegar Íslendingar apa upp asnalega siði frá Bandaríkjunum og það versta er að sjálf er ég örugglega með slatta á mínu siðaprógrammi sem ég hef tileinkað mér og er því að kasta steinum úr glerhúsi hérna.  En það má. 

Valentínusardagurinn sem fær Kanana til að missa sig í fleiri vikur fram að degi hjartanna (ásamt fleiri löndum auðvitað) er sá dagur sem ég hef mest ofnæmi fyrir.  Hann er svo tilgerðarlegur og óíslenskur sem frekast getur.  Þeir sem hafa hagsmuni af að hypa upp þennan dag eru blóma, korta- og konfektsalar. 

Amerísku brúðkaupin eru annað fyrirbrigði sem kemur út á mér tárunum og það ekki af hrifningu.  Það er eins og fólk sé búið að missa allt hugmyndaflug þegar kemur að því að halda brúðkaup.  Marengskjólarnir, slaufurnar á bílunum (sem eru reyndar hámark plebbismans), hrísgrjónaregnið, ég má ekki byrja, ég enda í áfalli.

En af því ég er gjörsamlega óútreiknanleg mannvera (ekki kona, takið eftir því) þá er ég sjálfri mér gjörsamlega ósamkvæm.

Ég græt í brúðkaupum.  Ég missi mig yfir fegurð brúðarinnar þrátt fyrir að það sjáist ekki í hana fyrir hvítu híalíni og bleikum blómum og ég fer á límingunum yfir konfektkössum, þrátt fyrir að geta ekki borðað það.  En ég er ennþá með glerharðan brotavilja gagnvart þeim sem koma með blóm á konudag, væmin kort með hjörtum á Valentínusardag og ég verð eitruð ef einhver ætlast til að ég gefi blóm eða færi kaffi á kantinn, bara af því að almanakið segir það.  Svoleiðis geri ég þegar ég er stemmd í það, ekki af því að Hið íslenska þjóðvinafélag hefur sett inn aðferðarleiðbeiningar ástarlífsins í almanakið. 

En..

Að sama skapi er ég á því að taka upp þakkargjörðardaginn eftir Bandaríkjamönnum.  Það er örugglega svo yndislegt að halda fjölskylduhátíð í byrjun aðventunnar.  Ég beinlínis öfunda Kanana af þessu gullna tækifæri til huggulegrar samveru, þar sem allir njóta þess að vera til og borða góðan mat.

Af þessu má sjá,

að ég er algjör tækifærissinni og ég skammast mín ekki baun, gott ef ég er ekki rakið fífl bara.

Hver sagði að maður þyrfti alltaf að vera samkvæmur sjálfum sér?

Ekki ég og úje.


mbl.is Milljónir Bandaríkjamanna á faraldsfæti vegna þakkargjörðarhátíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú ætla ég að blogga um jólatré - Varúð - Ekki fyrir viðkvæma

 

Nú blogga ég um jólatré.

Jólatré eru dásamleg.

Þau lykta vel og eru sígræn.

Fólk skreytir þau og kveikir síðan á þeim með ljósaseríum.

Seríurnar geta verið einlitar og marglitar, allt eftir smekk.

Svo er sett skraut á toppinn, sem oft er engill eða stjarna.

Ég keypti mér ógeðslega flott gervijólatré í fyrra (165 cm. s.s. stærri en ég sjálf).

Það gerði ég af því ég fann á mér að það yrði hörgull á jólatrjám í Evrópu í ár.

Hm.. Ef einhverjum finnst að sér vegið með þessari jólatrésfærslu, þá er ég magnaður bloggari.

35 dagar til jóla og

skreytum hús með greinum grænum (eða grænum greinum).

Falalalalala!


mbl.is Norðmenn flytja út jólatré til Þýskalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamingjan

 

Ég hef leitað hamingjunnar í lífinu, eins og allir auðvitað og lengi vel eltist ég við hana út um allar koppagrundir og reyndi að ná í skottið á henni, alltaf fullviss að hún væri einhversstaðar rétt undan.  Alveg innan seilingar.  Á tímabili hélt ég í mínum alkahóldeyfða heila að hamingjuna væri ekki að finna, fyrir mig persónulega.  Að ég væri bömmer dauðans.  Þetta upplifði ég með dramatískum hætti fórnarlambsins og blóðsletturnar skvettust upp um alla mína andlegu sjálfsvorkunnarveggi.

En viti menn, það rann af mér og haldið ekki að hamingjan hafi haldið innreið sína, beint í hjartað á mér, á afskaplega kurteisilegan og fábrotinn máta? Ójá, ég tók ekki einu sinni eftir því að hún hafði sest að í boddíinu á mér.  Það sem ég varð hissa og þetta gerðist algjörlega án fyrirhafnar að minni hálfu.  Nú er ég reyndar frekar hógvær (okok, mátti reyna) en hún mætti allavega, hamingjan, og hefur setið þar síðan, mis hávær reyndar.

Dagurinn í dag hefur t.d. verið eintóm hamingja.  Ég hef bókstaflega verið hátt uppi á eigin safa.

Jenný Una Eriksdóttir hefur verið mikill aflgjafi hamingjunnar í dag.  Hún horfði á myndbandið með Björk (Triumph of the heart) og sagði: "Stúlkan (Björk) er mjög, mjög falleg".  Björk er sem sagt frekar barnaleg í útliti, ekki leiðinlegt.

Hún sagði mér líka að þegar hún hafi verið "pínuponsu mjög lítil" hafi hún sagt "kókófíll" en það heiti krrrókudíll en hákarlinn heitir ennþá jákarl og drekinn er enn greki, hversu lengi sem það nú verður.

Hamingjan felst líka í því að vakna edrú á morgnanna, að fólkinu manns líði vel og sé farsælt í leik og starfi.  Ég er heppin þar.  Ég varð líka mjög hamingjusöm þegar ég horfði á Benedikt Erlingsson rappa Gunnarshólma í RÚV á föstudaginn.  Maðurinn er villingur, snillingur. 

Þetta er að verða ein allsherjar Pollýanna hjá mér og það verður að hafa það, þetta má skoðast sem neikvæðnijöfnun.

Happísönndei.

Ójá.

 

 


Desember upp á gott og vont

 1

Það er merkilegt hvað stundum raðast upp atburðir á vissa mánuði í lífi manns.  Desember hefur alltaf verið mánuður mikilla atburða í lífi mínu, hvernig sem annars stendur á því.

Frumburðurinn minn hún Helga Björk er fædd í desember, systir mín litla hún Steinunn líka. Jenný Una Eriksdóttir á afmæli í milli jóla og nýárs og litli bróðir hennar sem er á leiðinni mun fæðast í desember.  Mamma og tengdamamma eiga afmæli í desember.  Ég gifti mig þá og flutti búferlum í sömu vikunni þannig að það eru greinilega ofvirknistjörnur á kreiki í þessum mánuði, þegar manni finnst alveg nóg að hamast í jólaundirbúningi og hátíðahaldi, svo ekki sé nú meira gert.

Ég er vetrarbarn, ég elska skammdegið, ljósin og hlýjuna innanhúss, það er svo mikið öryggi fólgið í því að krulla sér upp í einhverju horni og hlusta á vindana gnauða.   Sumir segja að þetta sé bilun, ég kalla það heppni, því það væri þokkalegt að geta ekki þolað veturinn og eyða svo stórum hluta ævinnar hér úti í ballarhafi.

Ég bíð alltaf spennt eftir desember.  Það er nostalgíumánuður.  Hann minnir mig á ömmu mína sem ól mig upp, notalegheitin og ég finn bón- og bökunarlykt.  I love it.

En undanfarin tíu ár kvíði ég sáran fyrir þessum mánuði, líka.  Barnabarnið mitt hann Aron Örn, lést 4. desember tæplega 3. mánaða gamall og það er held ég, það versta sem ég hef upplifað á minni löngu og viðburðarríku æfi.  Nei annars, ég held það ekki, ég veit það.

Nú hefði Aron orðið 10 ára.  Ein vinkona mín á 10 ára strák, ég fylgist grant með honum (úr fjarlægð reyndar).  Ég stend mig stundum að því að stara á litla drengi sem ég hitti á förnum vegi og velta fyrir mér aldri þeirra og stundum spyr ég foreldrana.  Reyni að sjá fyrir mér hvernig Aron hefði litið út.  María, mamma hans Arons hefur unnið af miklum þroska úr sínum missi og á nú litla yndið hann Oliver Einar, og hún, eins og hinar dætur mínar, eru hreint út sagt flottustu mömmur í heimi (fyrir utan mig skoWhistling)

En svona er lífið.  Eintóm blanda af súru og sætu allt í einum hrærigraut.  En ég fullyrði að það er hægt að hlakka til og kvíða fyrir á sömu stundu.  Lífið er nefnilega aldrei svart eða hvítt.

Það er nokkuð til í því að tíminn lækni öll sár að lokum.  A.m.k. dofnar sársaukinn með árunum, enda eins gott, annars myndum við ekki lifa af í sorginni sem okkur er flestum úthlutað, í mismiklu magni auðvitað.

Í dag hef ég verið að hugsa til yndislegrar vinkonu minnar hennar Röggu sem nú syrgir sárt hann Himma sinn, sem dó síðsumars, en hefði átt afmæli í dag.  Þið mættuð gjarnan senda henni fallegar hugsanir. 

Knús á ykkur í nóttinni og sofið vel elskurnar.Heart


Mamma klípti mig!

1

Ég ætlaði að hitta skemmtilegar konur í kvöld, en það breyttist og ég fór hvergi.

Í staðinn fékk ég heimsóknir frá frumburði og Sörunni og auðvitað kom hún Jenný Una Eriksdóttir með mömmu sinni.

Við ætluðum að borða saman og gerðum reyndar, með aðeins öðruvísi formerkjum en upphaflega var áætlað.

Þegar Einar og Sara náðu í skottuna á leikskólann, kveinkaði hún sér þegar mamma hennar klæddi hana í úlpuna, og bar ekki fyrir sig höndina eftir að þau komu hingað heim. 

Einar og Sara drifu sig á slysó með barnið sem var nokkuð ánægð með að fara til læknis.  Henni finnst það mjög, gaman.

Þau biðu og biðu og  loksins fékk frökenin að hitta lækni, sem skoðaði höndina og spurði Jenný Unu hvar meiddið væri.  Jenný benti á stað fyrir neðan olnboga og sagði samvinnuþýð "Héddna".  Læknirinn spurði aftur og núna hvað hefði komið fyrir og sú tveggja ára leit ásakandi augum á móður sína og sagði ákveðið "Mamma mín klípti mig".  Söru var ekki skemmt, en Einar varð að snúa sér undan, því hann fékk kast yfir forstokkuðum svipi barnsins.

Nú Jenný fékk verðlaun og kom arfahress til baka, því eftir að læknirinn hafði skoðað handlegginn, gat hún skvett honum í allar áttir og kenndi sér einskis meins.

En eins og Einar sagði,

Það er aldrei of varlega farið.

Og hættu að fikta í mér amma, voru lokaorð þessarar tæplegu þriggja ára snúllu þegar ég knúsaði hana tryllingslega þegar hún var að fara heim.

En..

hún kemur í lúll á laufardaginn.

Ójá


Hrottaleg nauðgun

Nú er verið að rannsaka nauðgun sem átti sér stað í miðbænum um helgina. Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. nóvember.

Nú eru ódámarnir tveir saman.

Þeir hafa báðir kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar.

Samtaka þar líka félagarnir.

118 nauðganir hafa verið kærðar á árinu.

"Þótt einungis hafi verið búið að kæra eina nauðgun í gær, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar, leituðu fimm konur til neyðarmóttöku nauðgana við bráðamótttöku Landspítalans um nýliðna helgi, að sögn Eyrúnar B. Jónsdóttur deildarstjóra. Fjórar þessara nauðgana urðu á höfuðborgarsvæðinu og ein úti á landi. Eyrún sagði að því miður kæmu oft upp nokkur nauðgunarmál um helgar því þessi tegund ofbeldis, líkt og annað ofbeldi, væri svo tengd skemmtanalífinu. Hún sagði að brotin væru ekki alltaf kærð strax og sagði óljóst nú hve mörg brotanna um nýliðna helgi yrðu kærð."

Þarf ekki að fara að taka til hér og þar?

Mér sýnist það.

ARG.


mbl.is Tveir grunaðir um hrottalega nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggtimburmenn

Í dag hringdi síminn, ring, ring, ring.  Ég svaraði.  Vinkona mín úr fortíðinni var í símanum.

Eftirfarandi samtal átti sér stað:

Hún: Þú varst að skálda þetta með hringinn er það ekki? (þessi færsla)

Moi: Nebb.

Hún: Jú, víst, þetta getur ekki hafa gerst því þú hentir hringnum á árshátíð Aðalverktaka á Hótel Sögu og ég var vitni að því.

Moi: Það var þá.  Þetta var annar hringur og annað tilfelli.

Hún: Þú ert biluð, ég sver það, stórbiluð.  Ætlarðu aldrei að fullorðnast?

Moi: Ég er löngu hætt að henda hringjum og yfirleitt öllu.  Ég hendi ekki nokkrum sköpuðum hlut lengur.

Hún: Þú hefur ekki hent hringnum, ég trúi því ekki.

----

Ég er enn að velta því fyrir mér af hverju henni finnst það svona ótrúlegt.

Ég var 24 ára (eða u.þ.b.)

Ég var ung og ör og á þessum tíma voru orðin ekki nóg, aðgerðir þurftu að fylgja.

---

En hvað um það.  Hringurinn flaug, en það má svosem geta þess að þessi eiginmaður fjárfesti í öðrum hring nokkru seinna. 

Ég hef alltaf átt svo góða menn.

Amen og úje

P.s. Ég vildi ekki svekkja vinkonuna, né þá sem lesa, að hér er reglulega tekið skáldaleyfi.  Ekki alltaf og aldrei að vita hvar. Ójá.


Niðurstaða fengin!

 

Ég vaknaði kl. 7,30, vakti húsbandið með kossi og "continental breakfast", vermdi sokkana hans í ofninum, færði honum vítamínin og söng fyrir hann á meðan hann borðaði.

Okokok, ég vaknaði 7,30 og horfði á minn heittelskaða gera sig kláran fyrir námskeið, las blogg og hugsaði, í a.m.k. einar 10 mínútur.

Það kann ekki góðri lukku að stýra, að hugsa of mikið á mánudagsmorgnum.

Þankahríðin leiddi af sér niðurstöðu.

Hún er sú að það borgar sig ekki að vakna of snemma á morgnanna.

Ég sofnaði sko fram á tölvuborðið og var að vakna við illan leik.

Eða allt að því.

Og hef örugglega mist af einhverju stórkostlegu.

Jenný Anna, get a live.

Ójá.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2987757

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband