Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Fimmtudagur, 17. janúar 2008
Ég er á leiðinni...
til:
Olvers í London, sem þarna fær sér graut um jólin með afa Tóta...
og..
borðar pylsubrauð sem er uppáhaldið og amma-Brynja færði honum þegar hún var í heimsókn fyrir nokkrum dögum...
og..
fékk líka "spider" frá ömmu af því ég var búinn að lasast smá
og..
svo tók ég mynd af mömunni minni alveg sjálfur!
og..
Þessa fjölskyldu ætlar amma-Jenný og Helga hrænka að knúsa í kremju á morgun og gera fullt af skemmtilegum hlutum í leiðinni.
Leiðinlegt?
Ædónþeinksó, bara að hemja öfundina börnin góð.
Verslanir í London á lengd og breidd, here I come.
Úje.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
Miðvikudagur, 16. janúar 2008
Óvænt Prinsessuheimsókn
Vegna veikinda og annarrar óáran, hefur Jenný Una Eriksdóttir ekki komið til dvalar til okkar í töluverðan tíma, miðað við hið venjulega. Við vorum orðin ansi langeygð eftir þeirri stuttu og í gær hljóp á snærið, þó ekki byrjaði það skemmtilega. Jenný meiddi sig á leiksólanum í hendinni og fór á Slysó, en þar var meiddið lagað og hún fékk flott verðlaun hjá "lækniskonunni". Mamma hennar spurði svo hvað hún vildi gera sér til skemmtunar og hún vildi fara að gista hjá ömmu og Einari. Ójá.
Það urðu miklir fagnaðarfundir, mikið leikið og ærslast og spjallað um lífið og tilveruna. Ég verð alltaf jafn hissa hversu hratt henni fer fram í málþroska, þó ekki líði nema nokkrir dagar á milli þess sem við tölum saman.
Dæmi:
Amman: Hvað á amma að kaupa handa Hrafni Óla í London?
Jenný:´(Réttir út tvo fingur til að sýna stærð) eikkað sona bara, hann er so lítill. En amma þú átt að kaupa meiri dúkkuvagnar fyrir mig (fékk einn í jólagjöf).
Amman: Þú átt nýjan dúkkuvagn, þú þarft ekki tvo.
Jenný: Ég á tveir dúkkur. Brúna dúkkan á að vera í nýja dúkkuvagn en hin dúkkan má ekki vera líka, bara einn á mann. Læknirinn saðði ða og hann var mjög reiður.
Amman: Nú ertu að plata ömmu þína.
Jenný: Kæra frú ég segi satt (VATT barn komið í samskiptatækni um aldamótin 1900 kúrs 201?)
Svo var búið að baða og bursta tennur og samningaumleitanir um lestur fyrir svefn hófust.
Amman: Við lesum tvær bækur Jenný mín.
Jenný: Prinsessubókina og Alfons Åberg (Einar Áskel). Sko þessa Alfons (bækur tvær um títtnefndan Alfons)
Amman las prinsessubókina með miklum umræðum um efni bókarinnar og svo var tekin Alfons eignast vin.
Amman: Góða nótt Jenný mín og Guð geymi þig.
Jenný: Rétt áðan (nýjasta trixið) sagði Einar að Alfons er tveir bókir og þær alveg eins, hann sagði það alveg rétt áðan og þá þú lesa báðar. Þær alveg eins.
Pottþétt röksemd fannst henni, ég var hinsvegar með þá tilfinningu að það væri verið að gera narr að mér en hvað, ég las leiðindakrakkann hann Alfons Åberg alltaf hræddur, og að því loknu, hummuðum við "fyrr var oft í koti kátt" og svo sveif Jenný Una inn í draumalandið og amman sat og horfði á þessa undramanneskju sem hættir aldrei að koma á óvart.
Og svona fór nú sagan sú.
Söguhetjan er núna á leikskólanum sínum að sýni verðlaunin sem "reiði læknirinn" veitti henni fyrir frábæra frammistöðu í meiðslamálinu mikla.
Þriðjudagur, 8. janúar 2008
Hörmungaratburður gærdagsins aðeins of nálægt mér
Ég hef ekki fyrir sið að blogga um persónulega harma fólks.
Enda ekki til neins, maður sendir fólki bara hlýjar hugsanir.
Það breytir þó ekki þeirri staðreynd, að Tunguselsblokkin er hér beint fyrir aftan mig og ég sé hana út um eldhúsgluggann og ummerki brunans líka.
Svo var að kvikna í, í blokk í Jórufellinu.
Mér er hætt að standa á sama.
Allt í einu langar mig ekki að búa hérna lengur.
Ég hef ekki hugmynd um eldsupptök í þessum tveimur tilfellum, einfaldlega vegna þess að ég hef ekki lesið um málin. Langar ekki til þess, nóg er að vita til þess að fólk á um sárt að binda og einn maður er látinn.
Ég held að ég fari að hugsa mér til hreyfings.
Ég er satt best að segja skelfingu lostin.
Mánudagur, 7. janúar 2008
Henda á bak við hús - já, já
Í gær var eins og ég hefði malbikað allan Laugaveginn, hjálparlaust, án matar eða kaffihlés. Ég var einfaldlega eins og draugur.
Ég hressist ögn þegar þessi fallegu systkini komu í heimsókn til ömmu og Einars, enda ekki lítið fútt í fá skemmtilegt fólk í innlit.
Jenný Una: Amma, taktu jólatréð, jólin eru búin, mamma mín segirða.
Amman: Jenný mín, amma ætlar að taka niður jóladótið á morgun (á morgun segir sá lati).
Barn: Nei núna skrass, jólasveinarnir eru farnir heim til mömmu sinnar, jólin eru bönnuð. Og svo hóf hún að plokka kúlur af tré.
Þetta varð til þess að jóladót var tekið niður og raðað í kassa en við lentum í smá vanda þegar kom að því að taka gervijólatréð saman (sem við keyptum í jólatréseklunni í fyrra), því barn stóð á því fastar en fótunum að trénu ætti að henda bak við hús, "aþí pabbi minn gerðiða". Það tók smá tíma að útskýra, að hlutir væru ekki alltaf eins, allsstaðar, en Jenný Una, var ekkert sérstaklega sátt.
Svo héldum við Einar á Hrafni Óla til skiptis, en hann var vakandi og átti 2ja vikna afmæli í gær. Hann horfði á okkur með fallegu augunum sínum og rak stundum tunguna út úr sér og geiflaði sig í framan.
Jenný: Hann ullar stundum, aþþí hann er svo lítill barn. Amma þú mátt halda á bróðir mín af því ég er bílstjórinn og ég ræður alveg. What???
Og..
Amma farru varrlea, hann er mjög, mjög lítill. En hún var svo sem ekkert að vanda sig neitt sérstaklega, þegar hún kom reglulega og "knústi" bróður sinn og kyssti svo það small í.
Og svo vorum við ein gamla settið og allt varð smá tómlegt.
Við vorum farin að sofa, töluvert löngu fyrir miðnætti.
En jólin eru niðri. Ekki kúlu að sjá, ekki dúk né kerti, sko jólakerti.
Svona er það gott að drífa sig í hlutina með aðstoðarmanni.
Hér er svo mynd af Maysunni minni og Oliver, sem þegar eru farin heim til London, ég get ekki beðið eftir að knúsa þau þ. 18. n.k.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Fimmtudagur, 3. janúar 2008
Árás úr launsátri - ég í þörf fyrir áfallahjálp
Ég er búin að koma mér upp vandmáli (sjúkdómi jafnvel), en það er bloggið. Ég gerði mér enga grein fyrir að ég yrði að taugahrúgu vegna þess að mér tækist ekki að komast inn á fargings bloggið til að lesa og kíkja á framvindu mála, þegar allt krassaði í dag.
En í dag komst ég að því að ég er í ógeðslega mikilli krísu út af árásinni sem gerð var á blog.is, sem gerði það að verkum, að ekki kjaftur hefur komist inn á síðuna mína, og ekki þá ég heldur, jesúsinn minn!
Ég var reyndar ekkert að pæla í blogginu fyrr en seinni partinn í dag, að ég settist niðurí miðjum þrifum, til að fá mér sígó og kíkja á bloggið. Ekkert gekk, allt lá niðri. Það var þá að mér fannst þessa knýjandi þörf að komast inn á mitt persónulega blog.is, og ég hófst handa við að framfylgja einbeittum vilja mínum.
Það er skemmst frá því að segja að ég lenti í því sama og margir aðrir, komst hvorki lönd né strönd.
Ég brotnaði niður, ég grét, fleygði mér í sinnum þrír í veggi, titraði, hjartað var á leiðinni ofan í maga, ég varð rauðdílótt í framan og ég varð að anda í bréfpoka, brúnan sko.
Nú er minn eðlilegi húðlitur (sem er doldið út í grænt og grátt svona) að koma til baka, hjartað er að ná eðlilegum slagfjölda á mínútu og ég þarf ekki að anda í pokaskömmina lengur, guði sé lof.
Án alls fíflagangs þá fannst mér frekar óþægilegt að bloggið lægi niðri en ég eins og fleiri er vön a kíkja inná, af og til yfir daginn, en það er eins og að skreppa í pásu með góðum kunningum.
En nú erum við komin heim, óslösuð, það er flott.
Var ég búin að sejga ykkur að ég skúraði eins og berserkur til að fá útrás fyir skelfingu mína þegar verst lét?
Ekki?
Ok þá vitið þið það núna.
Kem eftir smá.
Úje
Þriðjudagur, 1. janúar 2008
Krúttsería
Ég lofaði og nú stend ég við.
Ég á að gæta bróður míns (en vúps... hann hefur skroppið eitthvað frá)!
Jenný Una hjálpar til í eldhúsinu!
Jenný Una, Jökli, Erik og Einar sem er að þamba kókið sitt. Hm.. skamm Einar! Kók er á bannlista.
Jenný Una gætir Hrafns Óla svo vel meðan hann sefur..
..og svo leggur hún sig svo fallega hjá honum líka
Jæja ég lofaði myndum, hér getið þið borið þær augum.
Farin að hlusta á "the pres"
Síjúgúdddpípúl.
Mánudagur, 31. desember 2007
Gleðilegt ár og fleira smátt og gott
Mér líður eins og ég hafi orðið undir valtara, svei mér þá. Ég var sofnuð fyrir miðnætti í gærkvöldi og það hefur ekki gerst í árafjöld með örfáum undantekningum. Og ég sem tími ekki að sofa á kvöldin, þegar ég get haft það huggó við kertaljós, með bók í hönd. Jább, moi er byrjuð á Bíbí.
Afmælið hennar Jennýjar Unu var frábært, öll börnin voru skemmtileg og góð og Hrafn Óli svaf af sér partýið, enda er hann svo lítill. Myndir verða settar inn í dag.
Maysa mín, Robbinn og Oliver voru í mat og það var yndislegt. Oliver vildi bara að amma og Einar ættu að koma að leika. Hvað við og gerðum. Lásum bækur og lékum okkur mikið og skemmtilega. Verst að ég næ því ekki úr huganum á mér að hann er að fara aftur, rétt nýkominn en nú get ég huggað mig við að ég hitti hann í London þ. 18. n.k. Oliver er ótrúlegur. Hann er jafnvígur á ensku og íslensku. Hann hefur bætt við sig heilum helling í íslensku á þessum stutta tíma sem hann hefur verið hér núna, alveg eins og svampur drengurinn. Það er þó eitt sem er að vefjast fyrir honum og það er eftirfarandi: Hann heitir Oliver Einar, móðurafi hans heitir afi Einar, og skáafinn heitir líka Einar. Alleg eins, segir Oliver og er alveg hissa. Þó tók steininn úr í gær þegar við fórum í að lesa Einar Áskel. Ha???? sagði barnið, heitir líka Einar??? MANY ALLEG EINS!!! Er það nema von.
(Myndir frá ömmu-Brynju, önnur frá Þorláksmessumorgni og hin frá pakkaopnun á Aðfangadagskvöldi)
Hér verðum við hippahjónin tvö í kvöld. Það verður notalegt. Mun að sjálfsögðu elda eitthvað sem hæfir tilefni dagsins, en ég er eiginlega komin með nægju mína af steikum og ullabjökkum. Reyni samt, get ekki verið þekkt fyrir að vera með eitthvað pöpulskt í matinn. Ónei.
Annars langar mig að þakka ykkur öllum, sem lesið síðuna mína, fyrir gamla árið og allar skemmtilegu stundirnar. Bloggvinir mínir fá sérstakt knús, því þá er mér farið að þykja extra vænt um. Yndislegt fólk, bloggarar, amk. MÍNIR bloggarar og þið hafið öll auðgað líf mitt á einhvern máta. Með sumum hafa tekist nánari kynni, aðra þekkti ég fyrir og hver einasti einn sem ég les hjá á pláss í hjarta mínu, og þetta er hámark tilfinningaseminnar, þegar ég á hlut. Nú verð ég að væmnisjafna eftir hádegið.
Ég er líka viss um að edrúmennskan mín hefur gengið svona vel, m.a. vegna þess að ég hef bloggað um alkahólismann minn og þið hafið bakkað mig upp í baráttunni. Takk fyrir það.
Nú, Dúa vinkona mín, Búmmerangsdóttir, er byrjuð að blogga aftur. Hún segir reyndar að hún hafi byrjað að þessu sinni til þess að geta uppfyllt áramótaheit sitt um að hætta að blogga. Konan er bara svona. Ég hvet ykkur til að kíkja á hana og hvetja hana til bloggafreka á nýju ári. Bloggheimar eru fátækari án hennar.
Falalalalala og gleðilegt ár.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Sunnudagur, 30. desember 2007
Lítil stúlka á afmæli í dag!
Jenný Una Eriksdóttir er þriggja ára í dag. Hvorki meira né minna. Eftir þessum degi hefur verið beðið lengi, eiginlega alveg síðan hún varð tveggja ára.
Hann hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig, þessi blessaði dagur, en þegar að pabbi hennar var á leið að ná í afmælisbarnið ásam dúkkuvagni og öðrum fylgihlutum, vildi ekki betur til en svo að hann festist í risastórum vatnsflaumi hérna í brekkunni.
Einar fór af stað og reyndi að aðstoða, ekkert gekk og nú voru góð ráð dýr. Afmælisveisla á að hefjast klukkan þrjú og heiðursgesturinn sjálfur fastur hjá ömmunni uppi í Seljahverfi.
Hverjir björguðu málinu? Björgunarsveitarmenn, en ekki hvað. Er það nema von að kona hafi kvatt til að fólk keypti flugelda af þeim og engum öðrum.
Ég mun elska þá eins lengi og ég lifi, vegna þess að fyrir þeirra tilstuðlan bjargaðist dagurinn hennar Jennýjar Unu.
Nú er amman á fullu, að taka sig til og mæta í partíið.
Myndin er nýleg af Jenný og pabba hennar að gera sig klár fyrir jólin.
Þið sjáið að Jennslan er búin að greiða pabbanum og hann mjög fínn.
Fréttir úr veislu síðar.
Leitergæs.
Úje
Föstudagur, 28. desember 2007
Nú kom vel á vondan
..og það er ég sem kafnaði nánast í eigin skömm og þurfti að éta heldur betur ofan í mig. Reyndar gerist það nokkuð oft þannig að ég ætti að vera farin að venjast því, en hvert skipti er eitthvað svo ferskt og nýtt
Í dag fór ég í Hagkaup, sem á ekki að vera í frásögur færandi, en ég þrjóskast við að gera það að issjúi samt.
Ég keypti mat og aðrar nauðsynjar. Só?
En..
Svo fór ég í ungbarnadeildina til að kaupa nokkrar samfellur á Hrafn Óla og þær áttu að vera nr. 50, af því hann er jú glænýr og alveg svakalega lítill.
Ég tjillaði í krúttkasti í ungbarnadeildinni og var nokkuð góð með mig. Skoðaði allskyns dúlluætem á meðan ég svipaðist um eftir samfellum nr. 50 með hálfum ermum. Mamman hafði mælt svo fyrir.
Ég sá hryllilega sætar sollis, hvítar með rauðum og grænum blómum (reyndar sá ég engar aðrar í þessari stærð). Ég alveg við sjálfa mig í huganum: Guð svo krúttlegt, þetta gengur bæði fyrir stelpur og stráka og auðvitað skiptir bleikt og blátt ekki máli, algjört kjaftæði bara (enda hafði ég bloggað mig heita um heimskulega litastöðlun á ungbarnafötum) og á þessu stigi máls var farið að fjúka verulega í mig í huganum yfir heimsku mannanna með sína kynbundnu liti. Ég kippti með tveimur svona rósóttum og tók eina síðerma með bláum fíl líka, bara að gamni, algjör tilviljun að flík var blá
Ég keypti krúttlegan poka og skutlaði vörunni í hann og á leiðinni til Söru fór mér að líða illa.
Ætli Sara haldi að mig hafi langað til að hún eignaðist aðra stelpu?
Ég keypti rautt, kannski heldur hún að ég sé á einhverju???? Það er bigtæm ef hún heldur það, m.t.t. að ég er alki og sonna.
Ég var niðurbrotin þegar ég kom heim til barnabarnanna og um leið og ljósmóðirin (sem var í heimsókn) var farin bað ég mér griða. Fyrirgefðu Sara mín, ég hélt að þetta væri í lagi, ég skal skipta þessu, auðvitað villtu ekki stelpulit (ég var orðin verulega aumkunarverð á þessu stigi máls).
Sara: Mamma, róleg, rosalega ertu smáborgaraleg. Þetta eru samfellur, flík til að vera í innanundir, róleg kona. Og þar fyrir utan þá skiptir þetta litasystem ekki neinu máli, þú verður að hoppa inn í nútímann, allir löngu hættir að pæla í bleiku og bláu.
Ég: (Hún hefur greinilega ekki lesið bloggið mitt)
Ég keypti smá pakka handa Jenný Unu hún knúsaði mig smá en þegar ég var að fara þá sagði hún: Amma þú átt að þvoðér um hendurnar.
Ég: Ha????
Jenný: Ljósamaðurinn segir að allir á að þvo hendurnar út af bróðir mín.
Ókók, ég þvoði mér um hendurnar áður en ég fór.
Ljósmóðir - Ljósamaður, ekki stór munur. Tók viljan fyrir verkið.
Later!
Úje.
Föstudagur, 28. desember 2007
Löglegt? - Örugglega - Siðlaust? - Svo sannarlega
Í
morgun barst mér litríkur bæklingur upp á margar síður, prentuðum á fínasta pappír. Hann var merktur "Alvöru Flugeldar". Ég gaf mér að þetta væri auglýsing frá björgunarsveitunum okkar, en ónei. Þetta eru einhverjir dúddar sem ásamt fleirum eru að seilast inn á flugeldamarkaðinn um áramót til að hygla bankareikningum sínum.
Björgunarsveitirnar okkar eru í sérflokki. Þar vinnur ótrúlegur fjöldi fólks óeigingjarnt sjálfboðastarf og hver einasta fjölskylda í þessu landi, þekkir eða tengist einhverjum sem hefur notið góðs af starfi þeirra.
Þetta fólk á alla mína virðingu og aðdáun.
Undanfarin ár hafa einkaaðilar í síauknum mæli verið að hasla sér völl í flugeldasölu. Sumir dulbúa sölustaði sína eins og um björgunarsveitasölur sé að ræða. Smekklegt. Einn Spaugstofuleikarinn er í bullandi bisniss á ákveðinni tegund sprengiefnis svo dæmi sé tekið. Eru matarholurnar ekki nægar annarsstaðar?
Sumir af bissnissmönnunum segjast vera með öflugri flugelda en björgunarsveitirnar, ef það er rétt þá eru þeir ólöglegir því björgunarsveitirnar selja eins kröftuga flugelda og lög leyfa.
Fólki er frjálst að setja upp flugeldasölur, mikil ósköp, en þetta er aðal fjáröflunarleið björgunarsveitanna sem vinna við að bjarga lífi okkar og limum, koma til aðstoðar hvenær sem eitthvað bjátar á og við eigum að styðja þær, þegar þetta gullna tækifæri gefst.
Mér finnst það siðlaust af peningamönnum sem eru í þessum bissniss til að spikfita budduna sína, með því að seilast inn á þennan markað.
Annars finnst mér reyndar að björgunarsveitirnar eigi að vera á fjárlögum, því hlutverk þeirra er ómetanlegt og algjörlega lífsnauðsynlegt.
Ég ætla að nota bloggsíðuna mína til áróðurs. Ekki kaupa flugelda annarsstaðar en hjá björgunarsveitunum!!!!! Í leiðinni erum við að búa í haginn fyrir okkur sjálf.
Látum peningamennina eiga sig í þessu samhengi.
Og hananú.!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 2987755
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr