Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Helvítið hann Bördí Jennýjarson

 

19

Ég hef áður bloggað um Bördí Jennýjarson.  Bördí er gári og hann tilheyrir Jenný Unu, en við keyptum hann handa henni í fyrra svo hún gæti átt sitt eigið gæludýr.

Hm..

Bördí stundar ennþá lausagöngu upp á bókaskápunum.  Hann hafði tekið undir sig bók Einars Más, Bítlaávarpið, sem ég hafði skutlað upp á skápinn af því ég varð fyrir vonbrigðum með bölvaða bókina.  En svo kom sú nýjasta.  Einari Má var snarlega fyrirgefið og Bítlaávarp tekið undan fugli og Valdatafl í Valhöll, fórnað undir fuglskrattann.  Loksins kom sú vesæla bók að gagni. Ég veit ég á ekki að blóta þessu eðalkvikindi honum Bördí, en hann er að gera mig stjórnlaust geðveika, ég sver það.

Bördí er með skoðanir og attitjúd.  Hann vill vera laus, hann fer í búrið til að borða, annars er hann með stofuna sem leikvang og hann hlýðir engu.  Hann á sín móment, fuglinn, eins og í gær þegar húsband var að spila ljúfa menúetta á gítarinn sinn, þá dansaði hann og söng í rosalegum fíling, allur púffaður af hamingju.

Bördí elskar að fara í bað.  Nú má ég ekki skrúfa frá krana öðruvísi en að hann gargi frekjulega og það ískrar rosalega í þessum litla kroppi og fer inn í merg og bein.

Og hann er fálátur við mig.  Elskar húsband og Jennýju.  Fer að syngja þegar þau koma inn úr dyrunum.  Stundum öskrar hann af frekju ef Jenný sinnir honum ekki og þá segir blessað barnið:  "Bíddu Bördí minn, ég er aeins að horfa á sjónvartið".  Fuglræksnið sinnir því engu.

Nú í þessum skrifuðu orðum ískrar í honum eins og ryðguðum hjörum.  Hann flýgur í hringi yfir hausnum á mér og ég veit að hann er með kröfur um eitthvað.  Ég læt sem ég sjái hann ekki, þrátt fyrir að taugakerfið sé eins og fakírabretti og það geysi morðfár innra með mér.

Ég hélt einu sinni að ég réði mér sjálf og heimilinu í samvinnu við hitt eintakið af Homo Sapiens sem er með skráð lögheimili hér á bæ.

Svona getur maður verið vitlaus.  Hér ríkir fjandsamlegt einræði fugls, sem er ponsulítill blár og púffaður dúskur.

Svo mikið krútt en ég gæti dre... hann!


Dekk á sterum - Úje

 

Tókuð þið eftir því að heimsóknarteljarinn datt út í dag?  Bara hvarf sí svona?  Hm.. enginn á vaktinni á Mogganum fyrr en rétt áðan. 

Ég er búin að vera bissí í allan dag eftir að ég kom heim úr gönguferðinni.  Var eins og dekk á sterum, þreif og pússaði, skúraði og skrúbbaði og hér glansar allt eins og á Þorláksmessu. 

Ég var eitthvað mússímússí í dag eftir að hafa talað tvisvar sinnum við Maysuna í London.  Ég talaði líka við Oliver.  Hann er orðinn algjörlega breskur þessi elska, og svo mikið krútt.  Tveim tímum eftir að við töluðum saman, hringdi Maysan aftur.  Hún var á klósettinu í IKEA (hvað er það með mína fjölskyldu og þessa blágulu búð?  Hvað er það með mig og Svíþjóð svona yfirleitt?).  Þau voru að kaupa rúm handa Oliver og mín þurfti að bíða eftir að komast á klóið og hringdi og kjaftaði við mömmu sína meðan hún beið.  Krútt og ég sakna svo stelpunnar minnar og fjölskyldu.

Og ég gekk fram af mér og hló að Spaugstofunni.  Alltaf þegar ég er búin að afskrifa þessa karla, þegar þeir hafa verið algjörlega misheppnaðir aftur og aftur, þá taka þeir sig til og eru brilljant.  Ég ráðlegg fólki að horfa á þá hér.  Annars hlýtur að vera gaman að vera í Spaugstofunni þessa dagana.  Tilefnin til gríns eru í búntum og kippum.

Nú er ég að lesa aðra bókina sem ég keypti í dag.  Ég læðist um og hvísla, það er svo fínt hjá mér.

Ég er bara góð, eruð þið góð?

Það ætla ég rétt að vona.

Sjáumst á loftinu.

Úje.


Krúttsería

Jæja, nýjar myndir hafa borist í hús af Jenný Unu og Hrafni Óla. 

Jenný var að fá nýtt herbergi, hún valdi litinn (bleika tímabilið er í algleymingi) og svo fékk hún svona himinn yfir prinsessurúmið sitt.

Hún er alltaf svo glöð þessi stelpa.

Síðast þegar hún var hérna átti hún að raða saman dótinu sínu.

Amman: Jenný ertu búin að taka til?

Jenný:Já mjög!W00t

Amman: Ha; mjög???

Jenný: Já amma ég er búin að taka mjög, mjög mikið til í herbergi mín.

Ok, þar hafði ég það.

Og Jenný Una er góð og skemmtileg við krúttmolann hann Hrafn Óla.

Og sá litli lýkur þessari krúttseríu.

Og Maysa, inn með myndir af Oliver.

Knús í nóttina.

Hej då!

jajamensan


Smá sýnishorn

Nú ég var búin að lofa myndum af fermingadrengnum Jökli Bjarka og nú eru þær dottnar í hús.  Ég set fleiri inn á albúmið á næstu dögum.

Hann er flottastur drengurinn, algjör töffari og bjútis.

Það er ekki á hverjum degi sem það næst mynd af mér í kirkju og ég og frumburðurinn erum báðar alveg svakalega háheilagar  á myndinni.  Ég í trans.  Hehe

Og Jenný Una var ekki viss um að hún vildi vera með á mynd, hún var því með til hálfs.

Annars er ég farin að lúlla.

Ég er svo ánægð með lífið þessa dagana.

Það er eitthvað í loftinu.

Hvernig ætti ég að geta verið annað en ánægð með allt mitt fólk.

Knús í nóttina.

Jamm.


"Gula fíflið mætt til leiks"

 

Ég er að drepast úr leiðindum.  Það er allt svo rólegt.  Jenný Una er farin heim, húsbandið að hvíla sig fyrir næturvinnuna og allt er fargings spikk og span hérna, eftir að ég fór um allt eins og stormsveipur fyrr í dag.

Þá blogga ég.  Búin með allt lestrarefni. 

Ég sá að vinir Hannes H. Gissurarsonar, eru farnir af stað með samskot honum til handa, vegna nýgenginna dóma, Hannesi í óhag..  Hm... hvað með svona frjálshyggjupostula?  Passar söfnun meðal almennings inn í þá hugmyndafræði?  Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að meginþema róttækrar frjálshyggju væri "The Survival of the Fittest".  Hannes ætti bara að snara út þessum peningum sjálfur. En auðvitað fer ekki alltaf saman orð og gjörð.

Það er ekki mikil einstaklingshyggja þarna á ferð. 

Aumingja Hannes, allir að fokka í afkomu hans. Búhúhú!

Hver er svo sannarlega sjálfum sér næstur.

Jenný Una vaknaði kl. 7 í morgun.  Ég reyndi að plata hana til að sofa lengur, af því nóttin væri ekki alveg búin, en hún hélt ekki, því það glitti auðvitað í gula fíflið í gegnum gardínurnar í svefnherberginu.  Mitt fyrsta verk eftir helgi, verður að kaupa mér myrkvunartjöld.  Annars mun barn vakna um miðjar nætur í sumar og heimta að fara út í "fótboltaleik við þig amma".

Og hún sagði;

Amma, sko ég er alltað stækka mjög mikið, og þú líka og Einar og mamma og pabbi en EKKI Hrafn Óli.

Amman: Jú Jenný mín, bróðir þinn stækkar líka.

Jenný: (Ákveðin) Nei amma, hann verður alltaf bara bébé (barn með sænska takta) og mamma og pabbi verða bara alltaf að segja agú viðann.

Amman:W00t Ha?

Jenný; jájá, þaerbara sollis.

Svo mörg voru þau orð.

Síjúgæs.

Úje.

 


Pirringsblogg - ARG

 

28

Í gær var ég að lesa pistil hjá henni Heiðu bloggvinkonu minni, um að notandandinn "Handtöskuserían" hafið beðið hana um bloggvináttu.  Ég skildi svo vel að hún væri pirruð.  ARG!

Sömu beiðni fékk ég stuttu seinna.  Ég opnaði ekki bloggið heldur hafnaði beiðninni umsvifalaust. 

Aftur fékk ég beiðni frá Handtöskufólkinu og nú samþykkti ég og eyddi svo í þeirri von að þau tæku ekki eftir að þeim hefði verið hent út.  Hehe.  Ég ætti ekki annað eftir en að fara að gerast bloggvinur fyrirtækis.  Það þarf að vera eitthvað sérstakt á bak við svona blogg til að ég samþykki það.  Eins og grasrótarsamtök ýmis konar.

Ég urlast upp af bloggum sem notuð eru til að selja eitthvað.

Man eftir Killer Joe leikritinu, en einhver talsmaður þess setti upp síðu og kommenteraði stöðugt út um allt blogg.

Það er hvergi friður fyrir sölumönnum, allt er notað.  Eins og það sé ekki nóg að vera með auglýsingu á bloggsíðunni sinni án þess að hafa beðið um hana.

Ef þið eruð að selja eitthvað, ekki reyna að biðja mig um bloggvináttu. 

Verið úti krakkar.

Hóst.

Annars er bloggvinalistinn minn orðinn ansi langur og ég er stöðugt með þá tilfinningu að ég geti ekki sinnt öllum þeim sem eru á honum.  Þarf að fara að grisja.

Ogjammogjá.

Það


Sorgarfréttir

Ég var ekki fyrr búin að skrifa færsluna um áfallakvótann minn í morgun, þegar ég fékk slæmar fréttir.  Góður vinur okkar liggur fárveikur inni á spítala og er haldið þar sofandi.

Nú sit ég hér og reyni að senda hlýjar hugsanir og ljós til þessa vinar sem er okkur svo mikils virði.

Lífið er svona, sárt og vont stundum og það eina sem hægt er að gera er að leggja von sína á almættið (mitt persónulega) og hugsa fallegar hugsanir.

Annars hef ég sofið stóran hluta dagsins.  Er með hita, hósta og hósta og get NÆSTUM því ekki reykt, en einhvern veginn þræla ég mér í það samt.  Hóst, hóst.

Ég gafst sem sagt upp fyrir hita og beinverkjum (einn ganginn enn í vetur) og hugsaði sem svo; "if you can´t beat it, be it".  Þannig að nú er ég kvefpest.W00t

Hef ekki margt að segja, er satt að segja andlaus eftir þennan dag, sem ég vil hafa að baki sem fyrst.

Farið vel með ykkur, elskurnar.

Góða nótt úr djúpinu.


Já ég veit að það er komin nótt...

 

..og að það á ekki að blogga eftir myrkurWhistling en mér er sama, slétt sama og ég geri það samt.

Kl. er 00:41 að staðartíma, veðrið er skítsæmilegt, þvottur ófrágenginn, uppvask líka, en annars er allt í sómanum.

En..

nú er hvunndagur á morgun og ég þarf að vakna í bítið og hvað geri ég þá?  Jú ég sit og vaki.  En í gær, fyrradag, daginn þar áður og hreint alla páskana hef ég farið að sofa fyrir miðnætti.  Nú dauðsé ég eftir því, hef örugglega misst af mikilvægum upplifunum.

Ég er sem sagt á lífi, og núna er ég að vísa til loforðs sem ég gaf fyrr í kvöld, að láta vita af mér, svo fremi sem ekki væri búið að fyrirkoma moi.

ÉG LIFI!

Hvað á ég að gera?  Mér líður eins og ég hafi fengið adrenalín í æð.

Sussusussu,

ég get fengið mér te

eða kaffi (strike this one)

farið í bað

út að labba

en ég geri ekkert af þessu.

Ætla að lesa í AA-bókinni og fara svo að sofa í hausinn á mér.

Dreymi ykkur ógeðslega vel og fallega.

Kikkmíonmæhedd!

Péess; húsband keypti ekki handa mér páskaegg, enda engin þörf á því ég get séð um mig sjálf.  Ég keypti eitt lítið kvikindi og skilaboðin voru (í boði Freyju):

Svo er auður sem augabragð, hann er valtastur vina.

Mikið skelfing er ég sammála.

Já,já,já, farin að lúlla.


Óreiða á gólfi

Aldrei er maður ánægður (ekki satt er mjög ánægð og sátt við lífið.. en samt).  Ég er að drepast úr páskaþreytu.  Frá því á fimmtudaginn hefur allt verið í hægagangi og í dag er ég búin að fá nóg af helgidögum í bili.

Fimm dagar er ansi stór biti.

Svo eru allir einhvers staðar finnst mér.  Alla heim takk.

Í gær reif Jenný Una heila litabók á gólfið.  Það sást ekki í það fyrir pappír.  Hún var stolt og ánægð með vel unnið verk.

Amman: Jenný mín ertu búin að rífa niður alla litabókina þína?

Barn: Jabbs. (Stolt með hendur á mjöðmum).

Amman: Það má ekki gera svona.

Barn: Júbb é má það alleg éragera listaverk.

Ók,ók,ók,  allt fyrir listina.

Verkið heitir "Óreiða á gólfi".

Stolið og staðfært.

Gleðilega páskarest gott fólk.

 


Ok, ok, ok, aðeins páskalegri færsla..

 

..þar sem bloggvinir mínir eru dálítið slegnir yfir færslunni um Eril, en hann er auðvitað ekki par páskalegur blessaður.  Ég viðurkenni það.

Annars er páskadagur ekkert annað en nafn á almanaksdegi fyrir mér, þó ég sé trúarlega sjálfstæð og einstök sem slík.  Hafið þið ekki pælt í því með upprisu- og fæðingarhátíð Jesú, hvað þær smella inn á heiðnar hátíðar?  En ég veit, píslarsagan gerðist á páskum og ég elska himnafeðga.  Þá er það frá.

Í morgun átti sér stað eftirfarandi samtal, á ættaróðali Jennýjar Unu við Leifsgötu hér í bæ.

Mamman: Jenný; hvað ertu að gera með hníf í páskaegginu þínu?W00t

Jenný Una: Éeragera heimsmet!Gasp

og..

Jenný Una rýkur inn í herbergi eftir að hafa verið skömmuð fyrir eitthvað smáræði, hún gleymir því og fer að lita.

Mamman: Jenný mín líður þér ekki vel?  (Mamman mjög pedagógísk)

Jenný Una: Ekki hafa áhyggjur amér, érra lita.

Mamman spurði mig hvort ég héldi að barn væri búin að kaupa sér íslenskukennslu út í bæ, sem hún vissi ekki um.  Hvað veit ég hvað þetta þriggja ára barn er að bardúsa?

Í kvöld er kvöldmaður hjá Söru og Erik.  Þangað fer ég, húsband, Frumburður ásamt heittelskaða og Jökla fermingarbarni.  Ég ætla að knúsa Hrafn Óla í klessu.

Ég talaði við Maysu mína, en hún Robbi og Oliver gistu við sjálfan Abbey Road í nótt hjá vinafólki sem jafnframt eru vinnuveitendur Maysunnar.

Þau voru á leið í dinner í miðborg Lundúna..

..og það hafði snjóað á þau.

Svona er lífið á páskum.

Ójá


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband