Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Á geðdeild
Stundum þegar ég les blogg, hlusta á fréttir eða bara á samræður við fólk, heyrir maður eitthvað sem snertir í manni streng, vekur upp minningar, misgóðar auðvitað.
Nimbus bloggar um þunglyndi.
Árni Tryggva skrifaði bók um þunglyndi.
Ein mín besta vinkona hefur þjáðst af þunglyndi og tekist af miklu hugrekki á við það.
Hallgerður bloggvinkona mín bloggaði um þunglyndi.
En hún ég, sem er með greininguna þunglyndi, þó greining í sjálfu sér segi ekki nokkurn skapaðan hlut, hef þjáðs af þunglyndi, að því marki að ég tel mig heppna að vera hérna megin grafar.
Ég blogga um alkahólisma, minn auðvitað, batann og annað því tengt, en ég hef ekki bloggað um þunglyndi. Það gerir mig, dapra (verulega passandi orð).
Ég hef lyf við mínu þunglyndi og núna er ég fín, en ég veit satt að segja ekkert hvort þessi sjúkdómur er orsök, afleiðing eða hliðarbúgrein við alkahólismann. Mér er slétt sama. Ég veit bara að það er ekki nokkur leið að útskýra líðan mína þegar mér leið hvað verst.
Að taka ákvörðun um að fara í sturtu var tveggja daga prósess. Þannig að ég var stöðugt á leiðinni í sturtu og eins gott annars hefði ég verið illa lyktandi þunglyndissjúklingur. Að gera einfalda hluti var mér um megn nema með meiriháttar undirbúningi.
Ég var hrædd við símann, hrædd við fólk, hrædd við lífið og ég læddist um. Hjartað barðist um í brjóstinu þannig að mér fannst ég vera að deyja í verstu köstunum.
Reyndar fannst mér tilhugsunin um dauðann nokkuð sjarmerandi, en ég hafði ekki orkuna til að framkvæma verknaðinn.
Ég fór á dagdeild geðdeildar um tíma og mér leið eins og ég væri komin á leikskóla.
Ég lá inni á geðdeild í tvígang fyrir rúmum áratug eða svo. Það skelfilega við þá innlögn var þegar ég uppgötvaði að mig langaði ekki út. Lífið hlýtur að sökka þegar vera á geðdeild er ákjósanlegur kostur í stöðunni.
En nú er ég fín. Ég veit ekkert hvað triggeraði sjúkdómnum en ég hef ákveðna kenningu um það. Mörg áföll, hvert ofan í annað geta gert kraftaverk í hina áttina.
En eitt veit ég, að ef ég ekki held mér edrú og í bata frá áfengissýkinni, þá er þunglyndið mætt á dyrapallinn eins og maðurinn í morgun.
Þá er þetta komið á blað. Tímabært og flott að koma þessu frá sér.
Lífið er bjútífúl and só am æ.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Morgunfegurð
Ég vaknaði kl. 08,00, sem er yfirleitt ekki í frásögur færandi og varla núna heldur.
Hvað um það, ég dúllaði mér, drakk te og svona, reykti eina sígó og var í almennum huggulegheitum að tjilla ein með sjálfri mér. Ég er dásamlegur félagsskapur þannig að lífið var ljúft.
Riiiiiiiiiiiiiing á dyrabjöllu vakti mig upp úr gáfulegum hugleiðingum mínum.
Ég, óaðfinnanleg að venju, í svörtum flauelsslopp, opnaði dyr af miklum yndisþokka, sem aðeins mitt fullkomna ytra byrði hefur til að bera.
Það stóð maður í hurðinni og bauð góðan dag. Hann horfði á mig óræðum augum, ekki laus við undrun. Ég velti því ekki frekar fyrir mér, enda fegurð mín að morgni dags rómuð um allan hinn vestræna heim.
Ég: Hvað var málið?
Hann: Ég er að koma hérna frá sóandsó hf (eða ohf), geturðu sýnt mér hvar rafmagnstaflan er geymd?
Ég hélt það nú. Er þekkt fyrir liðlegheit alla leiðina til Finnlands. Ég sveif með honum niður í kjallara hvar hann sinnti sínu aflestrarstarfi fyrir OR, ég meina sóandsó, og allan tímann gjóaði hann á mig augunum, algjörlega yfirkominn af fegurð minni. Til að gera langa sögu stutta þá ýtti ég hamstola manninum út úr húsi og gekk inn til mín. Fór að bursta tennur eftir minn yndislega morgunmat og sjá:
Hárið á mér stóð í allar áttir. Toppurinn hékk eins og lífvana kóteletta yfir vinstri vangann á mér, bak við eyrun stóðu villtar krúsidúllur og í upp á höfðinu stóð reiðilegur hanakambur tilbúinn til árásar.
En hann horfði á mig maðurinn af einskærri aðdáun yfir fegurð minni.
Ég er að segja ykkur það.
Cry me a river!
Sunnudagur, 20. apríl 2008
Sunnudagsmorgun
Á þessum fagra sunnudagsmorgni vöknuðum við Jenný Una fyrir allar aldir og erum búnar að afreka ýmislegt.
Við bökuðum köku fyrir Einar en Jenný Una ákvað að hann yrði að fá köku í morgunmat. Sú stutta skellir á sig svuntu og tekur sér stöðu á pallinum, vopnuð sleif og desilítramáli. Svo kann hún uppskriftina. Amma; þa eru tvö egg og þrjár svona sykur. Og svona hveiti sem er alleg mjúkt amma. Og svo stendur hún með sleifina þegar kakan er komin í ofninn og sleikir upp súkkulaðideigið.
Algjör unaður.
Núna er hún að horfa á Dóru ferðalang og svo ætlum við út að moka.
Ekki leiðinlegt á sunnudagsmorgni.
Sjáumst á eftir.
P.s. Kínajakkan fékk hún Jenný þegar pabbi hennar fór til Kína að spila með KK þegar hún var bara baun. Fyrst núna passar hann og henni finnst hann alveg mjög fínn. Og betra getur það ekki orðið.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 17. apríl 2008
Játningar móðurinnar
Stundum birtist eitthvað í fréttum af rannsóknum sem "actually" meikar sens. En flest allir sem hafa alist upp í systkinahópi eða hafa átt sín eigin börn, vita að frumburðirnir eru oft "fórnarlömb" fullkomnunaráráttu foreldranna í uppeldistaktík.
Ég gæti sagt ykkur sögur og já ég ætla að gera það.
Ég er frumburður foreldra minna. Ég ólst upp hjá ömmu minni annars staðar í bænum og þegar hamskiptin frægu urðu á undirritaðri á gelgjunni, þá fóru foreldrarnir í fár. Ég mátti mig ekki hræra. Ég held að þau hafi trúað því að ég væri í lífshættu í Æskulýðsráðinu, í Búðinni og Glaumbæ. Kannski höfðu þau rétt fyrir sér. En ég lét ekki að stjórn og þau voru með þungar áhyggjur. Þegar Greta systir fór á gelgjuna tveimur árum á eftir mér, höfðu þau náð að jafna sig nokkuð þessar dúllur.
En..
Frumburðurinn minn hún Helga Björk lenti í mér. Hún er reyndar átta árum eldri en næsta systir í röðinni og nema hvað, ég ætlaði svo sannarlega að koma í veg fyrir að hún fetaði glapstigu móður sinnar. Það var algjört aukaatriði í mínum huga að hún sýndi nákvæmlega enga flóttatilburði út í lífið, lá í bókum, sinnti skólanum og endaði svo sem lögfræðingur þessi elska og hefur nú frekar reynt að ala móður sína upp, frekar en ég hana. Hún segir reyndar stundum,; "mikið rosalega hef ég verið leiðinlegt barn fram eftir öllu".
Stundum náði ég mér einstaklega vel á strik í uppeldistöktunum. Fræg að endemum er strokleðursræðan sem ég hélt yfir dóttur minni úti í Gautaborg þegar við bjuggum þar. Helga Björk hafði fengið lánað til skoðunar merkilegt pennaveski, úttroðið af strokleðrum með lykt, frá Vivianne bekkjarsystur.
Ég: Hvernig getur Vivianne keypt svona mikið af strokleðrum?
Helga: Hún stal þeim í bókabúðinni.
Ég flippaði út. Síðan kom strokleðursræðan sem stóð lengi og fjallaði um siðfræði, þjófsnauta og aðallega þjófsnauta. Ég man að dóttir mín sat undir þessu "uppeldi" mínu, einbeitt á svip, en seinna sagði hún mér að hún hefði hætt að hlusta á fyrstu mínútunum.
Það var allt svo merkilegt fannst mér, það sem ég hafði fram að færa. Vivianne gerðist bankaræningi að sjálfsögðu og fór um með vopnum um alla Gautaborg daginn eftir fermingu. Bonnie endurborin, svei mér þá! Já sæl.
En einu sinn fannst mér að frumburður yrði að vera fullkomin, móðurbetrungur og gott betur. Það tókst, en ég held svona eftir á að hyggja, að það hefði orðið þannig alveg án allra dramakasta og sjúklegrar viðleitni móðurinnar.
Stelpurnar mínar eru nefnilega svo gott sem fullkomnar.
Ég er að segja ykkur það.
Elstu börnum refsað mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Nýtt frá Londres
Brynja vinkona mín og hin ammans hans Olivers, er í London og eins og venjulega bætir hún mér upp skort af myndum af barnabarninu mínu, en foreldrar hans eru arfaslakir á myndavélinni. Þessar myndir eru frá því í dag og í gær, kæra fjölskylda, vinir, kunningar og velunnarar (hérna beygi ég mig með enni að gólfi).
Fallega Londresfjölskyldan!
Í dag fór Oliver út að djamma á Pizza Express með ömmu-Brynju! (Krúttkast)
Og svo fór amma-Brynja í heimsókn til Maysunnar í vinnuna hjá Arrogant Cat
og ein að lokum af Maysunni minni og Oliver:
Sko, þarna tókst mér að breyta stærð í fyrsta sinn. Hm.. ég er algjörlega brilljant.
Sé ykkur á morgun í vorinu, fuglasöngnum, gróandanum og í félagsskap gula fíflsins.
Ójá.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 13. apríl 2008
Lítill drengur sem var
Sumir dagar eru á röngunni. Ég vakna og það malar eitthvað í magagrópinni eins og villidýr sem er við það að losa svefninn og ætlar svo á mig, éta mig upp til agna.
Svona líður mér stundum og ekki misskilja mig, ég á ekkert bágt, ég held að þetta sé normal ástand hjá öllum sem hafa lífsreynslu að baki í einhverju formi.
Samt verð ég alltaf svo hissa. Ég er nefnilega búin að vera fórnarlamb, búhú-kona og tárafrömuður og ég hef fyrir nokkuð löngu síðan kastað öllum þessum hækjum og afsökunum fyrir að hreyfa ekki á mér minn eðla afturenda, út í hafsjó.
Þess vegna finnst mér ekki að mér eigi að líða illa, eða undarlega og vera döpur. Það er allt með besta móti í kringum mig og ég er kona með forréttindi þeirra sem hafa sloppið fyrir horn.
Nú hef ég hins vegar ákveðið að veita mér þau sjálfsögðu forréttindi að vera döpur. Þó ég hafi ekki grænan grun um hvers vegna ég er það einmitt í dag. Og þó, kannski veit ég það, fortíðin kemur stundum upp að manni, óforvarandis, og það getur verið svo andskoti sárt.
Mig dreymdi lítinn dreng sem heitir Aron Örn og var annað barnabarnið mitt sem fæddist. Hann lifði í 3 mánuði. Okkur sem hlut áttum að máli hefur lærst að lifa með missinum og ég hélt satt best að segja að með sáttinni væru draumarnir hættir að koma.
Þessi draumur var svo sterkur og raunverulegur að ég varð miður mín yfir að vakna.
En svona er lífið. Það er ekki alltaf upp á bókina.
En ég tóri. Ég verð orðin glöð á morgun, jafnvel eftir klukkutíma.
Þannig er nú það. Ég á svo margt að lifa fyrir.
Og nú er ég hætt, áður en þessi færsla fer í vaskinn.
Stundum er ágætt að deila með sér reynslu.
Sunnudagur, 13. apríl 2008
Með attitjúd
Hún Brynja vinkona mín og sam-amma á afmæli í dag (sunnudag). Til hamingju elsku dúllan mín. Það er svo bara bónus á herlegheitin, að hún er á leiðinni til London, til að hitta barnabarnið okkar hann Oliver og þá tekur hún eins og venjulega grilljón myndir af prinsinum fyrir ömmuna sem heima situr. Konan bjargar lífi mínu vegna þess að dóttir mín (já þessi á myndinni) hún Maysa og Robbinn eru með myndavélalatari fólki. Myndavélin sem þau fengu í jólagjöf hefur verið óhlaðin í einhverja mánuði. Sennilega síðan þau fengu hana. Arg.
Ég hef verið með hangandi haus í allan dag, algjörlega orkulaus. Ég er alveg að horfast í augu við að ég er, samkvæmt kjarnyrtri vinkonu minni, letipíka, svokölluð. Ekki fallegt. En ok, það er skárra að verða letipíka eftir að hafa verið ofvirk mest alla ævina, ég hefði ekki viljað byrja á letidæminu. Þá ætti ég kannski ekki þrjár stelpur, marga eiginmenn (ekki alla í einu samt) og alls kyns hluti sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Hm...
Ég ætla að verða gömul kona með attitjúd. Enn er ég ekki orðin one bad mama, er of ung til þess enn, en það kemur að því. Ég held að margir gangi út frá því sem vísu að gamalt fólk sé allt eins, skaplausar geðluðrur með engin sérkenni.
Trúið mér, það verður enginn lognsjór í kringum undirritaða á elló.
Farin að lúlla.
Og Brynja mín, góða ferð og ég hringi svo.
Nigthy.
Laugardagur, 12. apríl 2008
Andskotans friðarspillir
Í gærkvöldi horfði ég á öfluga heimildarmynd um dópsölu, smygl og allan pakkann, sem heitir "The Cocane Cowboys". Mögnuð. Dóp er viðbjóður og þeir líka sem eru að hagnast á því. Afgreitt og tékk. Mæli með að þið takið hana á næstu leigu.
Og svo fór ég að sofa í höfuðið á mér. Og síminn hringir um miðja nótt. Ég rauk í símann, dauðhrædd auðvitað, um að eitthvað hefði komið fyrir sem varðar mína nánustu.
Rödd í síma; Máétalavigslrðk! Röddin var karlmanns, hann talaði í boðhætti og hann heimtaði skýr svör. Ekki að hann væri í skýrleikadeildinni sjálfur, blessaður. Ef friðarspillirinn hefur ekki verið búinn að innbyrgða meðal mánaðarskammt bjórframleiðslu á landinu, þá heiti ég Geir Ólafsson. Ég lagði á, skildi ekki manninn. Hann hringdi fjórum sinnum með sama erindið, og ég engu nær.
Og nú skilur engin neitt í því að ég skuli ekki bara hafa rifið símasnúruna út úr innstungu með rótum. En ég á erfitt með það. Ég er alltaf hrædd um að það náist ekki í mig ef eitthvað kemur fyrir. Þetta eitthvað, verður ekki sett í orð, en það má segja að ég sé fyrirfram aðvöruð og til eilífðarnóns hrædd um símtöl sem koma óvænt og innihalda váleg tíðindi svo ekki sé nú meira sagt.
Húsbandið spurði mig svo að því í morgun hvort ég teldi það ekki smá óheilbrigt að ganga út frá því að það versta mögulega geti gerst og ég verð að játa að mér brá við.Og ég fór að hugsa (það má á laugardögum). Hvað er að mér? Af hverju sé ég ekki þennan einfalda hlut? Það er ekki hægt að lifa lífinu með það í huga að eitthvað skelfilegt sé um það bil að henda, ef ég slaka á. Ég hristi mig ærlega til. Svona vil ég ekki vera. En það tekur stundum langan tíma fyrir fólk (lesist mig) að sleppa skelfingunni.
Nú hefur kærleiksheimilið tekið ákvörðun. Héðan í frá verður slökkt á síma á nóttunni um helgar. Svefninn er dýrmætur og ég nenni ekki að eiga orðastað við einhvern sem er svo víraður af neyslu einhverskonar hugbreytandi efna, að hann slær inn vitlaust símanúmer, hvað eftir annað.
Auðvitað gerast bara góðir hlutir. Ég lít svo að ég sé búin með minn vonda skammt. Arg. Nú fæ ég angist. Sjö - níu - þrettán.
Nú verður liff í lífinu.
Yfir og út.
Endurhæfingarnefndin
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Krúttfærsla
Búin að skúra, taka til á lóðinni, þrífa bílana á bílastæðinu og er núna að pústa aðeins.
Ég er vinsæll nágranni, eða væri það ef hlutirnir væru ekki stórlega ýktir.
Á eftir ætlum við að sækja nöfnu mín á leikskólann af því mamman er veik í bakinu. Sara mín varð fyrir vinnuslysi fyrir nokkrum árum, slasaðist illa í baki og nú er hún komin með brjósklos. Hún þurfti að fara á læknavaktina í fyrrakvöld vegna verkja en stelpan sú er ekki mjög kvartgjörn. Og nú er bakið nánast læst. Þess vegna förum við og náum í Jennsluna, af því pabbinn er að kenna.
Og eitthvað hefur Jenný Una heyrt mömmu sína kvarta yfir bakverkjum því í morgun þegar mamma hennar vakti hana brosti hún sínu blíðasta og sagði:
"Mamma, ég líður aeins bretur í bakinu".
Mamman: Ha, í bakinu?
Jenný: Já ég varaði slæm í bakinu í gær, ég leikti mér svo mikið.
Segið að börn séu ekki eins og svampar á umhverfið.
Farin í bili.
Bloggfrömuðurinn.
Mamman:
og "baksjúklingurinn" Jenný Una:
Stundum þarf maður mikið að hugsa.
Ælofitt!
Úje
Mánudagur, 7. apríl 2008
Stríðið í svefnherberginu
Ég er andstæðingur stríðs. Hef alltaf verið og mun alltaf verða. En sjálf stend ég í einu. Við minn heittelskaða og það sér ekki fyrir endann á því, síður en svo.
Við deilum svefnherbergi (ji, þvílíkur ólifnaður) og við erum með ólíkar skoðanir á hvernig manni líði best í viðkomandi herbergi. Ég vil hafa slökkt á ofni, hann ekki. Ég vil hafa galopinn glugga, hann vill hafa hann opinn upp á fjóra og hálfan millimetra. Ósættanlegur ágreiningur eins og berlega hefur komið í ljós.
Nú veit ég að stríð kallar það versta fram í mannfólkinu. Svo er um okkur. Þrátt fyrir að hér sé unnið í heiðarleikaprógrammi, sanngirni í samskiptum höfð að leiðarljósi í mannlegum samskiptum, þá hafa allir góðir eiginleikar fokið út í hafsauga í stríðinu um stöðu hita og andrúmsloft.
Við ljúgum eins og sprúttsalar hvert að öðru.
Hann læðist inn í svefnherbergið fláráður á svip og ég garga: "Ekki hækka á ofninum" og hann: "Nei, nei, ég er ekkert að því" og svo fer hann og kyndir eins og mófó.
Svo ég bíð. Hann sofnar og ég læðist inn. Klifra upp í fjandans gluggann (hef nokkrum sinnum slasað mig þó nokkuð í myrkrinu) og opna gluggann upp á gátt, svo skrúfa ég fyrir ofninn. Meðalhófið er löngu fokið út í hafsauga. Þetta er orðið do or die dæmi.
Hann vaknar. Hóst, hóst. Ásakandi segir hann: "Þú hefur slökkt á ofninum". Ég; "Nei, ég hef ekki snert hann".
Svo koma léttar ásakanir um hver hafi gert hvað. Svo knúsumst við og ég hugsa (og örugglega hann líka), "láttu þér ekki detta í hug að ég gefist upp". Og þannig höldum við áfram við þessa uppáhalds iðju okkar.
Munið þið eftir myndinni "War of the roses"? Við stefnum þangað. Ég er að segja ykkur það.
Svona eru svefnherbergisæfingarnar í Seljahverfinu á þessu herrans ári.
Farin að skrúfa hitastillirinn af ofninum. Ég ætla að henda honum.
Súmíhonní.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr